Alþýðublaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.03.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FLOKKSSTARFIÐ Föstudagur 11. mars 1994 GETRAUNIR - „SPÁÐ í SPARKIÐ" 1 Bolton - Oldham Bolton cr á gríðarlegri siglingu og hefur unnið hvcm lcikinn á fætur öðrum. Það þarf bara að líta á úrslit leikja um helgina til að sanna það þvf þar unnu þeir í Bolton frækilegan sigur á Charlton sem er í öðru sæti í deildinni. Leikurinn fór 3-2. Old- ham beið ósigur í sfnum deildarleik um helgina. Þeir spiluðu við Everton og luuk leiknum 2-1, Everton t hag. Trúin er á Bolton í þessum leik þar sem uppgangur þeirra hefur verið mikil og þá sérstaklega í bikatkeppninni en þessi leikur er einmitt í henni. X IVIaiichester Clty — Wlmbledon Wimbledon fór illa með Norwich þegar liðin áttust við um daginn. Norwich komst tljótlega í 1-0 en Wimbledon gafst ekki upp og þegar flautað var til leiksloka var staðan 3-1 fyrir Wimbledon. Earle gerði tvö en Holdsworth eitt. City fór í heim- sókn til QPR og gerði þar jafntcfli og var það Rocastle sem gerði eina mark City. Rocastle hefur verið að hressast undanfarið og gæti fært City sigurinn en leikurinn verður jafn. 1 Newcastle — Swindon Það er eiginlega skrítið að þessi leikur skuli yfirleitt vera á seðlinum þar sem Newc- astle er svo sannarlega líklegri til sigurs. Við sáum Newcastle vinna Sheftield Wed- ncsday t sjónvatpsleiknum um helgina en þá var það Cole sem skoraði. Hann gerði það tveimur mfnútum fyrir leikslok og það var 34. mark hans 34 leikjum. Swindon náði jafntefli á móti West Ham á heimavelli og var það Norðmaðurinn Fjörtoft sem bjargaði Swindon - að vanda. 1 X Norwich - QPR Eins og áður hefur verið greint frá tapaði Norwich fyrir Wimbledon og hafa því ckki unnið í síðustu átta leikjum. Árangurinn cr citt tap og sjö jafntefli. Norwich er núna í níunda sæti með 44 stig en liðið hefur gert fjórtán jafntefli á tímabilinu og er liða duglegast í þvt'. Les Perdinand er ekki lengur f landsliðshópnum hjá Venables. í stað hans er lan Wrighl í Arsenal kominn eftir að hafa gert þrennu á laugardaginn var á móti Ipswich. QPR var ekki nógu sannfærandi þcgar liðið spilaði við Manc- hester City og er sennilega ekki nógu sterkt fyrir Norwich. 1 X Southampton — Slieífleltl Wednesday Southampton stendur í ströngu þessa dagana við að halda sér uppi í deildinni. Þeir gerðu markalaust jafntefli við Leeds um sfðustu helgi og þykir það gott þar á bæ. Þcir hafa verið að bæta sig undanfarið og geta vel unnið Sheffield Wedneday (Vcddddnesdei) á góðum degi. Sheffield Wednesday tapaði fyrír Newcastlc á lnug- ardaginn. Waddle var ekki nieð og sást það greinilega á leik liðsitis. Leikurinn var ekki mjög skemmtilegur enda aðeins eitt mark skorað. 1 Barnsley — Tranmere Það er ekki auðvelt að spá þegar lið eins og Bamsley á í hlut. Þeir eru mjög neðar- lega í 1. deild og liafa atleins 34 stig. Samt eru þeir að vinna stórlið þcgar þeir spila sem best. Barnsley var á ferðinni um helgina þegar þeir spiluðu við næstneðsta lið deildarinnar, Birmingham. Bamsley vann 2-4). Tranmere færist stöðugt neðar og neðar í deildinni. Þeir lögðu allt í leikinn við Aston Villa í bikamum á dögunum en þar hafði Villa betur í vítaspymukeppninni. 1 Cristal Palace - WBA Cristal Palacc átti í vandrxðum þegar liðið fór f heimsókn f Portsmouth og spilaði þar. Palace, sem er í efsta sæti I. deildar, skoraði aðeins eitt mark. Það dugði hins vegar til sigurs og voru menn ánægðir með það. WBA spilaði við Stoke sama dag og fór leikurinn á þann veg sem enginn leikur á að fara, með markalausu jafntefli. WBA á ekki roð í Palace enda eru mörg stig á milli liðanna. 1 X Derby — IVlillwall Millwall hefur nú gert tvöjafntefli f röð og hér gæti það þriðja orðið að veruleika. Derby hefur hins vegar verið á uppleið og er nú komið í fimmta sæti. Það er nú svo að liðið keppti við Bristol City á útivelli og lauk leiknum eins og mörgum öðmm með markalausu jafntefli. Sama er að segja unt leik Millwall við Leicester sem einnig fór 0-4). Dcrby tckur sig örugglega á í þcssum leik enda þarf þess. 1 Grimsby — Birmingliam Engin spuming hvort liðið hafi betur í þessari viðureign. Grimsby er augljóslega betri aðilinn. Þótt ekki munið niikið á þeim þá er Grimsby í betra formi og það sást um helgina þegar liðið tók sig til og sigraði Tranmere með 2-1 á útivelli. Birming- ham tók sig hins vcgar til að tapaði á heimavelli fyrir Bamsley eins og áður hefur verið greint frá. Það munar átta stigum á liðunum en það verður meira. 1 X JNotts County — Watford llingað til hefur verið mikið spáð heimasigrum og kemur til með að halda áfram. Notts County hafði við ofurefli að etja þegar fóm í heimsókn til Sunderland sem er ekkert sérstakt lið. Sunderland vann 2—0 og leikmenn Notts County fóm í skammar- krókinn eftir leikinn. Þeir hafa þó góða möguleika í þessum leik enda er Watford ekkert lið til að hræðast. 1 X Oxford - Peterboro Oxford er í neðsta sæti f 1. deild og er að berjast ásamt Peterboro um að haida sér uppi í deildinni. Heimaleikur er allt í svona leikjum. Peterboro er í þriðja neðsta sæti deildarinnar og er aðeins tveintur stigum á undan Oxford. Oxford getur þess vegna komist úr botnsætinu ef sigur næst svo það verður geftð allt i þennan leik. Peterboro vann sinn leik um helgina á meðan Oxford tapaði sínum. X 2 Southend — Portsmouth Ástæðan fyrir þessum táknum er sú að Portsmouth náði um helgina að standa vel í Cristal Palace og að Southend tapaði 3-1 fyrir liðinu sem þá var í botnsætinu, Peter- boro. Portsmouth er í sautjánda sæti mcð 41 stig eftir 33 leiki og Southend er með 44 stig eftir jafnmarga leiki og er í þrettánda sæti. Ekki hefur verið mikið um mögu- leika til að spá útisigmm á þessum seðli en hér er tækifæri. X Stoke — Nottfngham Forest Þetta erdæmigerður jafnteflisleikur þar sem tvö góð lið eiga í hlut. Stoke getur náð Nottingham í stigum ef sigur næst en það verður erfitt. Nottingham cr í þriðja sæti með 54 stig og hefur ekki áhuga á að fá Stoke alveg á hæla sér. Stoke cr hins vegar í sjötta sæti með 51 stig og þrátt fyrir að sigur náist þá kemst liðið ekki fyrir ofan Nottingham því markatalan er ekki nærri því eins góð. - Ólafur Uíther Einarsson. ÉSamband ungra jafnaðarmanna ÍSLAND í ALÞJÓÐA- VIÐSKIPTUM Opinn fundur um viðskipta- og yerslunarstefnu Islands verður haldinn í RÓSINNI þriðju- daginn 15. mars klukkan 20.30 Á undanförnum misserum hefur verið í smíðum á vegum viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins skýrsla um alþjóðaviðskipti Is- lendinga. Af þessu tilefni gengst utanríkis- málanefnd Sambands ungra jafn- aðarmanna fyrir fundi um við- skipta- og verslunarstefnu Islands gagnvart öðrum þjóðum. Frummælendur verða þeir GUNNAR SNORRI GUNNARS- SON sendiherra og INGJALDUR HANNIBALSSON, dósent í við- GUNNAR SNORRI. INGJALDUR. skiptafræði við Háskóla íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Fundurinn verður haldinn í RÓSINNI - félagsmið- stöð jafnaðarmanna í Reykjavík - þriðjudaginn 15. mars klukkan 20.30. Allir velkomnir. - Utanríkismálanefnd Sambands ungra jafnaðarmanna. ÉAlþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands SAlþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands FUGLINN í • • • • • ER HANN Opinn fundur um strandlengjuna á höfuðborgarsvæðinu - lífríki hennar, skipulag, mengun og mengunarvarnir - verður haldinn á Kornhlöðuloft- inu við Bankastræti miðvikudagskvöldið 16. mars frá klukkan 20.30 Erindi flytja: ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON umhverflsráðherra INGIBJÖRG GUÐLAUGS- DÓTTIR og ÓLAFUR HALL- DÓRSSON frá Borgarskipulagi Reykjavíkur TRYGGVIIKÍRÐARSON frá Heilbrigðiseftiriiti Reykjavík- ur Fyrirspurnir og umræöur að loknum erindum Fundarstjóri: RÚNAR GEIRMUNDSSON Fundurinn er öllum opinn og að- gangur ókeypis ÖSSUR. INGIBJÖRG. TRYGGVI. - UMHVERFISMÁLANEFND ALÞÝÐUFLOKKSINS - Alþýðuflokksfélögin í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnar- nesi, Garðabœ og Bessastaða- hreppi, Mosfellsbœ og Samband ungrajafnaðarmanna. RÚNAR. FJOLSKYLDU- UÁDT TD XlUrUlv - HÚSNÆÐIS- MAL Vinnufundur FJÖLSKYLDUHÓPS verður hald- inn næstkomandi mánudag, 14. mars, klukkan 17 til 19. HÚSNÆÐISMÁLIN eru umfjöllunarefni þessa fundar. Fundurinn verður haldinn í Rósinni - félagsmið- stöð jafnaðarmanna í Reykjavík. Allir velkomnir. Alþýöublaöiö sími 62-55-66 Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps AÐALFUNDUR Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Garðabæjar og Bessastaðahrepps verður haldinn mánudaginn 14. mars. Fundurinn hefst klukkan 20.30 og verður í Garðaskóla. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosningaundirbúningur. 3. Önnur mál. Gestur fundarins verður SIGURÐUR TÓMAS BJÖRGVINSSON, framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins. Fölmennum. - Stjórnin. SIGURÐUR TÓMAS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.