Alþýðublaðið - 16.03.1994, Side 2

Alþýðublaðið - 16.03.1994, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Miðvikudagur 16. mars 1994 HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í iausasölu kr. 140 Perestrojka Sjálfstæðisflokksins Perestrojka sjálfstæðismanna í Reykjavík er hafin. Hinar snöggu umbreytingar á forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru ekki aðeins yfirlýsing um breyttar áherslur í stefnu flokksins í höfuðborginni, heldur einnig vísbending um uppstokkun á meginstefnu flokksins á undanfömum árum. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafa upp- götvað að fjármagnsstefna þeirra til húsbygginga er ekki vænleg til vinnings. Þeir hafa einnig komist að raun um, að það þýðir ekki að hunsa borgarbúa og valta yfir vilja þeirra þegar til lengdar lætur. Borgarbúar hafa kosningarétt í lýð- ræðisþjóðfélagi líkt og aðrir þegnar. Kosningarétturinn gefur þeim tækifæri á að skipta um stjómendur. Við þessu hyggst forysta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík bregðast með því að skipta um kommissara í toppnum og boða nýja umbótastefnu. Alræðisvald sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur hvorki verið af hinu góða fyrir borgarbúa né heldur fyrir Sjálf- stæðisflokkinn sem slíkan. Enginn þroskast í eilífum með- byr. Allir þurfa aðhald, bæði einstaklingar og stærri hópar. Stjómmálaflokkar em þar síst undanskildir. I fyrsta skipti í sex áratugi mætir Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík alvar- legu aðhaldi. Umdeild verk sjálfstæðismanna í höfuðborg- inni á undanfömum ámm hafa verið í gífurlega gagnrýn- inni umræðu. Sú umræða hefur verið aðhald. / I fyrsta skipti í sex áratugi hefur komið fram kosninga- bandalag til höfuðs Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Það kosningabandalag hefur verið gríðarlegt aðhald, í raun svo mikið aðhald að sjálfstæðismenn hafa farið á taugum eftir nokkrar skoðanakannanir sem sýndu að meirihluti þeirra er fallinn. Hápunktur þessarar taugaveiklunar er auðvitað brotthlaup Markúsar Amar Antonssonar frá embætti borg- arstjóra. Markús kaus að rétta Ama Sigfússyni gunnfána flokksins í höfuðborginni og hlaupa úr hemum áður en til ormstunnar kom. Þetta hefur forysta sjálfstæðismanna kallað dirfsku og hugrakka fóm hjá fráfarandi borgarstjóra. Ekki er víst að borgarbúar taki undir þá skilgreiningu. Upplausn og taugaveiklun sjálfstæðismanna í Reykjavík minnir um margt á ringulreiðina í Moskvu er kommúnism- inn tók að riða til falls. Sífelld skipti á toppnum, hrókering- ar, innri valdaátök og upphlaup vom nánast daglegt brauð meðal ráðamanna kommúnista er þeir uppgötvuðu að völd þeirra voru ekki endalaus og áttu ekki hljómgrunn meðal fólksins. Kommúnisminn í Sovét reyndi einnig á síðustu ámm sín- um að skipta um andlit. Perestrojka Gorbatsjovs átti að vera uppmýking á hinum harða kommúnisma. Hin frjálsa umræða var leyfð, gagnrýni á stjómkerfí umborin og meira segja reynt að þokast í átt til lýðræðis án þess að hinum föstu miðstýringartökum yrði sleppt. Við þekkjum fram- haldið. Umbótastefnan fór úr böndunum. Þegar stíflan tók bresta, varð ekki aftur snúið. Hætt er við að það sama sé að gerast í Reykjavík. Um- breytingar á toppnum, boðuð umbótastefna í mjúku málun- um í höfuðborginni, aukið aðhald að stjómarherrum og meiri vöxt í atvinnumálin: Allt er þetta gott og blessað. Eft- ir stendur að sjá hvort perestrojka sjálfstæðismanna í Reykjavík nægi til að endurheimta traust borgarbúa eða hvort lýðræðisbyltingin haldi áfram af fullum þunga nú þegar stíflan er brostin. HEYRT, SÉÐ & HLERAÐ: Fortíðarvandi Björns Bjarnasonar ogíhaldsins... „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei verið hinn frelsandi engill Alþýðu- flokksins. Undir lok sjötta áratugarins gerði Alþýðuflokkurinn upp við hafta- kerfið og krafðist í leiðinni hagræðing- ar í landbúnaði. Hér fylgir hann svip- aðri þróun og sambærilegir flokkar í Evrópu. Á sama tíma hefur Sjálfstæð- isflokkurinn keppst við að ná meiri fullkomnun í rikisstýrðum landbúnaði en sjálfur Framsóknarflokkurinn. Yfir þessa óþægilegu staðreynd vill Björn Bjarnason skauta og tala þess í stað um 1934. Heldur varð honum þó hált á því svellinu. Deilurnar um landbúnaðar- málin eiga sér sögulegar rætur sem ekki er hægt að horfa fram hjá. f Við- reisnarstjórninni 1959 til 1971 var hart deilt um landbúnaðarmál, þó aldrei syði uppúr á sama hátt og síðustu miss- erin. Framtíðin skiptir þó meira máli en fortíðin. Hér skiptir öllu að ná sátt um framkvæmd GATT-samningsins. Ekki byrjaði það gæfulega með upp- hlaupi Egils Jónssonar. Vonandi verð- ur framtíð þessa máls átakaminni. GATT er lykillinn að nýrri sátt um landbúnaðarstefnuna hér á Iandi.“ - skrifar BIRGIR HERMANNSSON, aðstoðarmaður um- hvcríisráðherra í grein sem bcr fyrirsögnina „Fortíðar- vandi Bjöm Bjarnasonar“. Birgir og BJÖRN BJARNA- SON hafa sent hvor öðrum föst skcyti á síðum dagblað- anna uppá síðkastið. Deiluefnið cr að sjálfsögðu landbún- aðurinn og stefna núverandi ríkisstjóraarflokka í þeim málum undanfaraa áratugi. Mættum við fá meira að hcyra, ritdeilur era okkar ær og kýr (!). (Morgunblaðið 15. mars 1994) Fyrir frumsýninguna urðum við uppiskroppa með blóð... „Okkur flnnst þetta ekkert svo ógeðs- legt, húmorinn er aðalatriðið. Jafnvel íhaldssömustu kennarar virðast skemmta sér á Sweeney Todd, þessum blóðugasta gamanleik allra tíma. Við átt- um ekkert endilega von á góðu frá þeim sumum, Herranótt hefur oftast verið með afskaplega virðuleg verk. En leikritið stendur undir nafni, fyrir frumsýning- una urðum við uppiskroppa með blóð og þurftum að fá meira í hraðpósti frá út- löndum. Veitti ekki af í morðóða rakar- anum.“ - segja MAGNÚS RAGNARSSON, formaður Herranæt- ur, og INGÓLFUR BJARNISIGFÚSSON, um hinn blóð- uga enska gamanleik, Swecney Todd, sem Herranótt sýnir í MR. (Morgunblaðið þriðjudaginn 15. mars 1994) Fórnarlömb pólitískra hreingerninga... „Fyrst var Katrín Fjeldsted flæmd í burtu. Því næst voru gefin út veiðileyfi á þá Svein Andra strætókonung og Júlíus Hafstein, sérfræðing í lýðveldisleikritum. I rólegheitum var síðan grafíð undan Önnu K. Jónsdóttur og Páli Gíslasyni þannig að snar endir var bundinn á pólit- ískt líf þeirra, í bili að minnsta kosti. Tím- inn greindi frá því um helgina að í þessari kosningapólitísku drepskák hefði Amal Rún Qase verið næst á dagskrá...Þegar síðan Markús tilkynnti í gær að hann væri líka fórnarlamb pólitískra hrein- gerninga í kosningabaráttu flokksins, var varla hægt að tala um „nýtt útspil“ leng- ur.“ - skrifar snillingurinn GARRI. Garri getur talaö af reynslu um ný útspil því á sínum tíma var útfiir hans haldin hátíðleg á síðum Tímans. Sú útflir var að sjálfsögðu hluti af „nýju útspili“ þeirra Tíma-manna til að hrcssa upp á blaðið líkt og íhaldið reynir nú að hressa uppá framboðslista sinn. (Tíminn þriðjudaginn 15. mars 1994) Hin kostulega framtíðarsýn Eddu Björgvinsdóttur... „Á meðan er lambakjötið okkar að fá viðurkenningarstimpil úti í heimi fyrir ferskleika sinn og hrein- leika og allir vita að það þarf út- lendinga til að segja okkur hvaða sjálfsmynd við eigum að hafa. Þeir sem hafa unnið að því hörðum höndum að koma sauðíjárrækt fyr- ir kattarnef og flytja bændur helst úr landi, naga sig væntanlega í handarbökin þegar pantanir upp á mörg þúsund tonn af lúxuskjöti fara að streyma til landsins og við eigum ekki nema örfáar me-me eft- ir því það er ekki kvóti lengur nema fyrir örfáum skjátudruslum, sem landgræðsluáhugamenn vilja skera alveg niður. Hvort eigum við nú að leggja ofuráherslu á að rækta al-ís- lenskar, tandurhreinar kótilettur fyrir hinn stóra heim eða pakka niður síðustu sviðahausunum í frystinn og bjóða velkomna ódýra danska gúmmískinku með rotvarn- arefnum?“ - skrifar eldhuginn EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR í neyl- cndabréfl. Og nú bíðum við bara spenntir cftir pöntunum uppá þúsundir tonna aflúxuskjöti. Ummæli tveggja mat- reiðslumanna í vikublaðinu EINTAKI riijast nú reyndar upp; Þcir sögðu það helbera vitleysu að íslcnskt hráefni til matargerðar væri það besta í öllum heiminum. Er allt ís- lenskt kannski ckki alltaf best og mest? (Neytcndablaðið mars 1994) Þriggja ára verkfall kennara er yfirvofandi... „Jibbí!! Kennarasambandið var að semja við ríkið! Hugsið ykkur bara, desember- uppbótin hækkar afturvirkt um heilar 900 krónur. Vá, maður! Ríkið hirðir reyndar megnið af því aftur með sköttunum en við látum það ekki á okkur fá. Við fáum um fímmhundruðkall. Rosalegt! Ég kemst í bíó! Einn...Að síðustu legg ég til að kennarar fari í verkfall í 3 ár eða svo og gefl skít í öll bráðabirgðalög sem því munu fylgja.“ - skrifar BALDUR RAGNARSSON, kennari í Sandgerði, á hið tölvuvædda Islenska menntaneL Hvað getur maður sagt við svona töffara? Þriggja ára verkfall og gefa skít í öll bráðabirgðalög. Hjálp, bylting! (Kennnarablaðið mars 1994)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.