Alþýðublaðið - 18.03.1994, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Föstudagur 18. mars 1994
FRÉTTIR
Við þurfum að stofna félag um heilbrigðistækni, segir
Vilhjálmur Guðjónsson, stoðtækjasmiður hjá Össuri hf. -
Slíkt félag gæti leitt til verðmætrar samvinnu margra
stétta sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar:
Þekking Á Sviði
Heilbrigðistækni
iÞÁGUIÐNAÐAR
EITT ÞEIRRA iðnfyrir-
tækja sem vakið hefur verð-
skuldaða athygli á síðustu ár-
um er stoðtækjasmiðjan Öss-
ur hf. Það fyrirtæki hefur
unnið sér álitlega markaði er-
lendis fyrir vörur sína, sem
hafa reynst afar traustar og
vandaðar og tekið samkvæmt
því á kröfuhörðum mörkuð-
um. Starfsmenn fyrirtækisins
eru afar opnir fyrir nýjum
hugmyndum. Einn þeirra er
Vilhjálmur Guðjónsson, stoð-
tækjasmiður. Hann sagði í
samtali við Alþýðublaðið að
hér á landi þyrfti að stofna fé-
lag um heilbrigðistækni. En
hverskonar félagsskapur
verður það?
„Heilbrigðistækni er sú
tækni sem tengist líf- og lækn-
isfræði. Hún er bæði fræðileg
og verkleg. Hún nær yftr ferlið
allt, hvemig mæli- og meðferð-
artæki eða hugbúnaður verður
til, allt frá rannsóknum til not-
anda. Hún fjallar um aðferða-
fræði, öryggismál, gæðakröfur,
skipulag og fleira. Víða erlend-
is er heilbrigðistækni orðið sér-
stök atvinnugrein og umfangs-
mikill iðnaður", segir Vilhjálm-
ur.
Undirbúningur félags sem
VILHJÁLMUR GUÐJÓNSSON,
- hvetur til samstarfs og samvinnu
þeirra sem staifa að lieilbrigðis-
tœkni í félagsskap, sem stofnaður
verður eftir eina viku.
sameina á hina ýmsu þætti heil-
brigðistækninnar er vel á veg
kominn og starfa tæknimenn
sjúkrahúsa, sölumaður lækn-
ingatækja og stoðtækjasmiður í
undirbúningsnefnd. Stofnfund-
urinn er reyndar eftir eina viku.
Hugmyndin er að skapa breið-
an hóp manna með mismun-
andi menntun og mismunandi
áhugasvið sem em þó öll tengt
heilbrigðismálum á einhvem
hátt. Hópamir fá hér tækifæri til
að miðla þekkingu sín á milli
innan vébanda félagsins. Þann-
ig getur stoðtækjasmiður leitað
til tæknimanna á sjúkrahúsum
með vandamál, til dæmis varð-
andi mælingar og greiningar,
fengið ráðleggingar eða öfugt.
Þar getur læknir leitað til iðnað-
arfyrirtækja með hugmyndir
sem hann kann að hafa að tækj-
um og þannig getur samstarfið
leitt til margra góðra hluta.
„Ástæðan fyrir þvf að nauð-
synlegt er að stofna sérstakt fé-
lag um heilbrigðistækni em ört
vaxandi áhugi fyrir þessum
rnálum. Með því að miðla upp-
lýsingum og koma á sambönd,-
um manna á milli gætu þróun,
rannsóknir og þekking aukist á
þessu sviði. Þannig gæti iðnað-
arfyrirtækjum fjölgað, mat-
vælaframleiðsla orðið betri,
gjaldeyrir sparast, störfum
ijölgað og síðast en ekki síst
getur læknisþjónusta batnað“,
sagði Vilhjálmur Guðjónsson.
Vilhjálmur bendir á að ís-
lendingar byggja afkomu sína
að vemlegu leyti á matvæla-
framleiðslu.
Að hafa vald á þeirri tækni
sem tengist sjávarútvegi og
landbúnaði gæti skipt okkur
miklu máli. „Hér em tilrauna-
stöðvar og rannsóknastofur
sem nýta sér það nýjasta í
tækniheiminum. Þar er þekking
á sviði heilbrigðistækninnar. Sú
þekking gæti gert vinnuna skil-
virkari og jafnvel skilað okkur
söluvöm. Líf- og læknisffæði-
legar stofnanir em í samstarfi
við erienda aðila sem hafa
ábyggilega áhuga á að kaupa
sér lausn sinna vandamála“,
segir Vilhjálmur og segir að
umhverfið hér á landi fyrir
rannsóknir og þróun sé gott.
„Hér er gott heilbrigðiskerfi og
myndarlegar heilbrigðisstofn-
anir. Þar er að finna ýmiskonar
tæknibúnað. Hér hefur um ára-
tuga skeið verið viðhald á lækn-
inga- og rannsóknabúnaði og er
mikil þekking tengd því. Síð-
ustu ár hafa íslensk fyrirtæki lit-
ið dagsins ljós sem hafa það að
markmiði að lifa á framleiðslu
heilbrigðistæknilegra vara fyrir
einstaklinga og sjúkrastofnan-
ir“.
Og félagið um heilbrigðis-
tækni verður að vemleika.
Stofnfundurinn er föstudaginn
25. mars í Gerðubergi og hefst
klukkan 15. Þar em á dagskrá
nokkrir stuttir fyririestrar.
Þangað em allir velkomnir sem
áhuga hafa á málefnum, sem
tengjast tæknimálum heilbrigð-
issviðsins.
Lyfjatíðindi
í samkeppni við læknablöðin
NÝTT tímarit, Lyfjatíð-
indi, er komið út. Blaðið er
greinilega í mikilli sam-
keppni við tímarit lækna,
Læknablaðið, með 19 síður
af auglýsingum í 40 síðna
blaði, sem meðal annars
koma frá erlendum lyfja-
fyrirtækjum, sem borið
hafa uppi Læknablaðið.
Virðist fagmönnum ekki
annað sýnt en að þarna séu
lyfjafræðingar í góðum
málum með útgáfu slíks
tímarits.
Ólafur M. Jóhannsson,
hinn góðkunni íjölmiðlarýn-
ir Morgunblaðsins, er rit-
stjóri Lyljatíðinda. Hann
sagði í samtali við Alþýðu-
blaðið að ekki væri allt sem
sýndist um glæstan hag hins
nýja blaðs.
Tilkostnaður hefði reynst
meiri en gert var ráð fyrir, en
þó væri ekki annars að vænta
en að útkoma blaðsins í
framtíðinni væri trygg og
það komið til með að vera.
Blaðið á að koma út 6 sinn-
unt á ári.
Ólafur er útgefandi auk
þess að vera ritstjóri, en að
baki honum standa fulltrúar
lyfjafræðinga, fulltrúi lyíja-
vöruhóps innan Félags ís-
lenskra stórkaupmanna, full-
trúi innlendra lyfjaframleið-
enda og fulltrúi heilbrigðis-
ráðuneytis og frá lyfjaskor
Háskóla íslands.
Blaðið er fallega prentað á
dýran pappír hjá Gráskinnu.
Iðnaður við ísafjarðardjúp:
Fyrirtæki í málmiðnaði
hafa stofnað félag
MÁLMIÐNAÐARFYRIR-
TÆKI við ísafjarðardjúp
hafa stofnað með sér félag til
samstarfs um vöruþróun og
markaðssetningu. Stofnfund-
urinn fór fram í Bolungarvík
og þar gerðust flest fyrirtæki í
málmiðnaði við Djúpið stofn-
félagar. Starfsvcttvangur fyr-
irtækjanna er fyrst og fremst
þjónusta við sjávarútveg á
norðanverðum Vestfjörðum.
Fyrirtækin sem mynda Félag
málmiðnaðar við Djúp hafa gert
með sér samning um þróunar-
verkefni sem felst í markaðs-
könnun og frumhönnun á vör-
um til framleiðslu. í þessu verk-
efni koma Tæknimið hf. á ísa-
firði til liðs við málmiðnaðar-
fyrirtækin. Nýja félagið mun
meðal annars vinna að því að
bæta aðstöðu fyrir skipaþjón-
ustu og viðgerðir í höfnum við
Djúpið. Sömuleiðis verður unn-
ið að hagræðingu í innkaupum
og bættu rekstrarumhverfi.
Félag málmiðnaðar við Djúp
vill hafa samstarf við Fram-
haldsskóla Vestfjarða um verk-
menntun í málmiðnaði sem og
eflingu endur- og framhalds-
menntunar í málmiðnaði.
í stjóm félagsins vom kjömir
Víðir Benediktsson, Sigurður
Jónsson og Jón Guðni Guð-
mundsson.
Föstuvaka í FRÍKIRKJUNNI
Föstuvaka verður haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudaginn klukkan 17. í stað
föstuguðsþjónustu að kvöldlagi var í fyrra gerð filraun með veglega föstuvöku. Nið-
urstaðan varð sú að vert væri að halda áfram f þeirri von að þama gæti orðið um fast-
an lið að ræða í starfsemi safnaðarins. Nafnið er sótt til jólavöku, sem haldin hefur
verið um árabil á jólaföstu, segir sóknarpresturinn, séra Cecil Haraldsson. Á föst-
unni munu ungmenni lesa píslarsöguna. Kirkjttkórinn syngur undir stjóm organist-
ans, Pavel Smid. Einsöng syngja þær Erla Einarsdóttir, Harpa Haraldsdóttir og
Svava Ingólfsdóttir. Þá syngja þær tvísöng, Svala og Þuríður Pálsdóttir. Pavel Em-
11 Smid leikur einleik á píanó. í lok föstuvökunnar geta kirkjugestir látið hjálp af
hendi rakna til Líknarsjóðs safnaðarins. Allir velkomnir.
Samsöngvar KARLAKÓRS
REYKJAVÍKUR
a
Karlakór Reykjavíkur heldur tónleika fyrir styrktatfélaga sína óvenju snemrna í ár.
eða fyrir páska, sem em reyndar snemma á ferðinni að þessu sinni. Fyrsti samsöng-
urinn er í Langhollskirkju á sunnudagskvöldið klukkan 20. Á mánudagskvöld em
tónleikar í Víðistaðakirkju í Hafitarjirði klukkan 20. Síðan verður sungið þrisvar í
Langhollskirkju Idukkan 20, miðvikudags-, og fímmtudagskvöld og lokatónleikar
laugatdaginn 26. mars klukkan 16. Boðið er upp á vandaða og fjölbreytta söngskrá og
þijá glæsilega söngvara, en yngstur í þeim hópi er Jóhannes Ari Lárusson, aðeins
12 ára.
HAGSTOFAN - merk stofnun 80 ára
Um þessar rnundir em liðin 80 ár frá stofnun Hagstofu íslands. Af þvt tilefni er al-
menningi boðið tii opins húss íSkuggasundi 3, en sú gata liggur niður af Lindargöt-
unni að baki Þjóðleikhússins. Saga Hagstofunnar verður ekki tíunduð hér í blaðinu að
þessu sinni, en gaman er að geta þess að hún tók við af hlutverki Indríða Einarsson-
ar leikritaskálds með mciru, sem hafði sinnt hagsýslustarfi stjómanráðsins nánast í
hjáverkum fyrst á öldinni. Hjá Hagstofunni verður opið milli klukkan 13 og 17 á
ntorgun og sunnudag, og upplagt að Kta inn og skoða merkilega stofnun.
Fær SPIELBERG loksins Óskarinn?
Margir bíða án efa með óþreyju eftir uthlutun
Óskarsverðlauna. Athöfhin fer fram í Holly-
wood á mánudag. Fimm myndir em útnefndar
sent bestu myndir ársins: The Fugitive; In the
Name of the Father; The Piano; The Remains
ofthe Day; og Schindler's Ust, allt myndir sem
kvikmynduunnendur hér á landi þekkja. Út-
nefndir sem bestu karileikarar em: Daniel Day
Lewis; Laurence Fishburne; Tom Hanks;
Anthony Hopkins og Liam Necson. Sent bestu
leikkonumar em útnefndar: Angela Bassett;
Stockard Channing; Holly Hunter; Emma
Thompson og Debra Winger. Spennandi verð-
ur að sjá hvort snillingurinn Steven Spiclbcrg
hreppi ekki loks verðlaun fyrir leikstjóm. Mynd
hans, Schindler’s List, er nú sýnd í Háskólabíói
við mikla aðsókn og fær geysi loisamlega dóma.
Myndin hefur fengið eigi færri en tólf útnefhing-
ar tii verðlaunanna.
SPIELBERG, - hefur oft vcrið út-
nefndur til Óskarsverðlauna, en
enn ekki fengið. Hvað gerist á
mánudag'!
IÐNSKÓLADAGUR á sunnudaginn
Árlegur Iðnskóladagur verður haldinn í Iðnskólanum í Reykjavt'k á sunnudaginn,
20. ntars, klukkan 13-17. Altnenningi er boðið að koma og skoða Iðnskólann og
kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Sýndir verða smíðisgripir nemenda ásamt
öðrum verkum sem nemendur vinna á hinum ýmsu verkstæðum skólans svo sem
fataiðnaðardcild og hárgreiðslu að ógleymdu sumarhúsi sem framleitt er f tréiðnað-
areild. Iðnskóladagurinn er fyrir alia tjölskylduna en þó ekki síst fyrir unga fólkið
sem er að kveðja grunnskólann og leitar áhugaverðum námsleiðum fyrir ffamtíðina.
hagstæð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar
»
IÐNÞROUNARSJOÐUR
Kalkofnsvegi 1 150Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax:62 99 92