Alþýðublaðið - 18.03.1994, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 18.03.1994, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MENNING Föstudagur 18. mars 1994 Málmiðnaðarmaðurinn sem gerðist einn eftirminnilegasti myndlistarmaður íslendinga - Verk hans hneyksluðu ýmsa, jafnvel KR-inga við Hagatorg og sjálfan borgarverkfræðing Kaupmannahafnar - en Jón Gunnar Arnason hélt vel á spöðunum og eftir hann liggja fjölmörg og stórbrotin listaverk - nú er hans minnst í Listasafni íslands: Litríkur Listamannsferill VILT ÞÚ - þroska skapandi og listræna hæfileika þína? - stefna að sjálfstæðu starfsvali? - efla frumkvæði þitt? EÐA ER MARKMIÐ ÞITTAÐ - öðlast iðnréttindi til starfs og fá viðurkennd verktakaréttindi? IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI býður marga áhugaverða kosti. Upplýsingar færð þú á skrifstofu skólans, Reykjavíkurvegi 54, símar 51490 og 53190. Vi5 veitum Mn til athafnaskálda sem yrkja íramtáraverk i Vestur - JNorðiirlöiidiim Lánasjóður Vestur-Norðurlanda er í eigu Norðurlandanna allra og er samvinnuverkefni til eflingar og þróunar atvinnu- lífi í Færeyjum, á Grænlandi og íslandi. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem geta þróað nýja fram- leiðslu til útflutnings, eða bætta þjónustu og nýsköpunar- verkefni, sem byggja á hugvitsauðlind þegnanna. ..i~ Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna í samvinnu við umsækjendur og lögð er áhersia á, að komast skjótt að niðurstöðu. Lán eru gengistryggð og með hagstæðum greiðslukjörum. Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign eða bankaábyrgð. Skilyrt lán frá sjóðnum eru einnig í boði, til dæmis vegna forkönnunar á verkefni. Hafðu samband. Við veitumfúslega nánari upplýsingar um lán til raunhœfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum. LANASJOÐUR VESTUR - NORÐURLANDA RauSarárstígur 25, Box 125 Reykjavík Sími: (91) - 60 54 00 Fax: (91) - 2 90 44 Málmiðnaðarmaðurinn Jón Gunnar Amason var einhver ljtríkasti myndlist- armaður lslands á umbrota- tímum í listasögu okkar. Hann dó um aldur fram nærri 58 ára gamall vorið 1989 úr blóðkrabbameini. A laugardaginn verður opn- uð yfirlitssýning á mynd- verkum Jóns Gunnars í Listasafni islands. A sýn- ingunni verða nokkrir tugir skúlptúrverka. Meðal verk- anna á sýningunni eru mörg hinna frægu hreyfilista- verka Jóns Gunnars frá öndverðum sjötta áratugn- um, auk goðsagnalegra skipaskúlptúra frá síðustu árum Jóns Gunnars. A sýningunni má skoða öll lykilverk listamannsins, og má þar nefna til sögu Svo er margt sinnið sem skinnið frá 1965. Itlúmið frá 1967, Hjartað frá 1968, Spennu frá árinu 1970, - og Sólvagn frá 1978. Nokkur skemmd eldri verk hafa verið færð til fyrra horfs, þar á meðal hljóð- og lyktarverkið Kuhr I frá 1971, en það hefur aldrei fyrr verið sýnt á Islandi. Litrík saga listamanns Saga Jóns Gunnars var eins og fyrr greinir hin lit- ríkasta og fór hann ekki hefðbundnar brautir í list sinni og varð hann leiðandi í list sinni innan SUM- hópsins, djarfra ungra lista- manna sem boðuðu nýja hugsun í listsköpun. Saga hans er rakin í myndarlegri bók, sem Listasafn íslands gefur nú út og geymir fimm nýjar ritgerðir um feril listamannsins, drög af ævi- ferli hans auk Ijósmynda af verkum hans. Jón Gunnar Amason var Reykvíkingur, fæddur 15. maí 1931, sonur Helgu Jónsdóttur og Áma Stein- þórssonar, bílstjóra og verkstjóra hjá Olíufélaginu hf.^ Ungur að ámm kynntist Jón Gunnar frænda sínum, Emi Amarsyni, skáldi sem þá bjó í Hafnarfirði, sem hann heimsótti ásamt ömmu sinni. Fá þeim tíma mundi hann sögur af kynn- um ömmunnar af indíánum f Bandaríkjunum og í Kan- ada. Um það bil 10 ára gamall var hann vikapiltur í Laxnesi í Mosfellssveit og hitti þá fyrir skáldið í Gljúfrasteini reglulega. Seinna sagði Jón Gunnar að hann hefði lagt Laxness til efni í Innansveitarkróníku með frásögnum af því sem var að gerast í sveitinni. Um þetta leyti hitti Jón Gunnar fyrir Ásmund Sveinsson myndhöggvara, en áður hafði hann dáðst mjög af verkum Einars Jónssonar í Hnitbjörgum. Smíðaði skammbyssu í frístunaum Flestum var ljóst að bamið Jón Gunnar var list- rænt bam. Þrettán ára fór hann á námskeið í teiknun hjá Kurt Zier í Handíða- og myndlistaskólanum. Næstu árin sótti hann fleiri nám- skeið og meðal annars við Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem hann var undir handleiðslu Ás- mundar Sveinssonar. Listsköpun var ekki talin álitlegur kostur til lífsviður- væris á þessum ámm frem- ur en endranær. Jón Gunnar vann við að setja upp olíu- tanka víða um landið 16 ára gamall og smíðaði þá úr ýmsum tækjum og tólum, sem bandaríski herinn hafði skilið eftir sig að stríðinu loknu. Greinilegt var að Jón Gunnar ætlaði að leggja fyrir sig vélvirkjun til að hafa af lifibrauð. Hann gerðist lærlingur í Steðja í Reykjavík, og meðan aðrir lærlingar stunduðu fótbolta í kaffi- og matartímum, dundaði Jón Gunnar við að smíða sér forláta skamm- byssu! Lauk Jón Gunnar meist- araprófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1952, en sveinsréttindi fékk hann í vélsmiðjunni Sindra. Um þetta leyti fæddist dótt- ir hans, Helga Margrét. Al- vara lífsins blasti því við hinum unga og listfenga vélvirkja og konu hans. Þrem árum síðar fæddist honum og eiginkonunni, Önnu Sigurborgu Thorlaci- us, dóttirin Þorbjörg. List og listiðnaour En listgáfan blundaði stöðugt í Jóni Gunnari og árið 1953 tók hann þátt í sinni fyrstu sýningu, Haust- sýningu Félags íslenskra myndlistarmanna í Lista- mannaskálanum, sem stóð við vesturvegg Alþingis- hússins. Á næstu árum rak Jón Gunnar Aluminiumsmiðj- una og síðar málmsmíða- og hönnunarfyrirtækið Nagla. Án efa hefur það haft mikið að segja fyrir listamanninn Jón Gunnar Ámason þegar Guðmundur Einarsson frá Miðdal hvatti hann til að leggja rækt við listgáfur sínar. Þetta var þegar Jón Gunnar gerði grátumar í Bessastaða- kirkju eftir teikningum Guðmundar og Finns Jóns- sonar. „Hann var fyrsti maður sem tók mig alvar- lega sem listamann", sagði Jón Gunnar Ámason í við- tali. Á árunum 1956-65 hannaði og framleiddi hann allskyns nytjahluti, ösku- bakka, hnífa, kertastjaka og taflmenn svo eitthvað sé nefnt. Einnig armstól fyrir Svein Kjarval, sem Sindri framleiddi. Listrænar smíðar á opinberum stöðum Það var á ámnum 1958-1959 sem Jón Gunn- ar kynntist Dieter Roth. Á sama tíma var hann viðloð- andi keramikverkstæði Ragnars Kjartanssonar, Glit. Sótti hann nú aftur til Ásmundar Sveinssonar og nam hjá honum frekar teikningu og myndmótun. Um þetta leyti gerði hann ýmsa listræna hluti sem enn má sjá, koparljósakrónur í Laugarásbíói, ýmsa innan- stokksmuni í Mokkakaffi og fleira í þeim dúr. Árið 1960 setti Jón Gunnar saman hreyfanlega klippimynd með konuand- litum í samvinnu við vin sinn Dieter Roth til útstill- ingar í glugga snyrtivöru- verslunarinnar Regnbogans sem þá var í húsi Málarans, þar sem nú er Sólon ísland- us. Um þetta leyti var Jón Gunnar með hugmyndir að hljóðnæmum lágmyndum úr plexígleri og fleiri efn- um, sem breyta áttu um yfirbragð við minnsta hljóð á sýningarstað. Þá komu fram hugmyndir hans um notkun tónlistar í myndum sínum. Fyrirtæki sem gekk of vel LOKAÐ! Fyrsta sýningin sem Jón Gunnar tók þátt í erlendis var í Amsterdam, alþjóðleg sýning á hreyfilist. Sú sýn- ing varð einkar fróðleg og lærdómsrík fyrir hinn unga listamann. Fyrstu einkasýn- inguna hér á landi hélt hann síðan á Mokka 1962. Á sama tíma reyndi hann fyrir sér í verslunarrekstri ásamt ýmsum félögum sínum, - en verslunin Kúlan við Bergstaðastræti lagði fljótt upp laupana. Þá rak hann fyrirtæki ásamt félaga sín- um, sem hafði að markmiði að framleiða stálgrindur ut- an um mjólkurhymur. Hannaði Jón Gunnar sér- staka vél sem sá um fram- leiðsluna, - sem gekk svo vel að þeir félagar ákváðu að hættahenni! Á næstu árum tóku við mörg spennandi verkefni, meðal annars smíðaði Jón Gunnar grátur og stiga í Skálholtskirkju eftir teikn- ingum Sveins Kjarvals og krossmark eftir eigin höfði. Brúna yfir Varmá að Fagra- hvammi í Hveragerði smíð- aði Jón auk arinskreytinga og málmskreytis innan- húss. Hann tók þátt í starf- semi leikhópsins Grímu, og smíðaði handrið fyrir bóka- safnið að Keldum auk lág- myndarinnar Svo er margt sinnið sem skinnið, sem var sett upp á sama stað. Viskíflaska í hljóðmúrnum Á árunum 1965-67 hóf Jón Gunnar nám sem frjáls nemandi við listaháskóla í London. Á þeim árum vann hann meðal annars leiktjöld fyrir tvo einþáttunga eftir Ingmar Bergman, sem sýndir voru í Lundúnum. Á sama tíma hafði hann umsjón með stækkun á skúlptúr Ásmundar Sveins- sonar, Gegnum hljóðmúr- inn sem settur var upp við Hótel Loftleiðir haustið 1966. Það þótti fréttnæmt að Jón Gunnar kom fyrir fullri flösku af viskíi innan í stækkaðri myndinni áður en gengið var endanlega frá henni fyrir framan hótelið, - og þar er þessi ljúfi mjöð- ur enn í dag! Dæmigert grín Jóns Gunnars. Meðal ljölmargra verka Jóns Gunnars á næstu árum var lágmyndin Stálfiskur úr ryðfríu stáli fyrir félags- heimili á Raufarhöfn, bamabók fyrir Önnu Ólöfu, 2 ára dóttur sína. Þá gerði hann hið fræga verk, Hjart- að sem mikla athygli vakti, og var ádeila á líffæraflutn- inga Christians Bamards. Sú mynd sást fyrst á útisýn- ingu á Skólavörðuholti. Hænsnabúskapur í miðborginni og hneykslaðir KR-ingar Um þetta leyti var Jón Gunnar með vinnustofu að Grettisgötu 10 í hjarta höf- uðborgarinnar, - og þar hafði hann nokkum hænsnabúskap, sem vafa- laust hefur verið brot á all- mörgum reglugerðum borgaryfirvalda. Þar gerði hann myndskreytingu fyrir Digranesskóla í Kópavogi, Fótbolta, og um þetta leyti tók hann að nota eggjám í myndum sínum. Um 1970 hneykslaði Jón Gunnar KR-ingana sem búa við Hagatorg. Hann hafði unnið samkeppni um táknrænt útilistaverk fyrir Listahátfð og kallaði það Augað. Verkið var risastórt auga sem stillt var til að fylgja eftir bílum sem óku kringum torgið á 40 kíló- metra hraða. Verkinu var komið upp og vakti mikla athygli, - og mótmæli íbú- anna, - og var það síðar rif- ið og fjarlægt. Árið eftir hneykslaði Jón Gunnar enn, og nú úthlutunamefnd listamannalauna, hvorki meira né minna. Hann skil- aði launum sínum í lægra flokki listamanna til baka ásamt Atla Heimi Sveins- syni. Um þetta leyti tók listamaðurinn þátt í sam- keppni um nýtingu Bem- höftstorfunnar og lagði til að Torfan yrði sett í dós! Fjölmörg verk urðu til á næstu ámm og ljóst að Jón Gunnar var vinnusamur listamaður með hugmynda- flug í betra lagi, auk þess sem hann vann að hand- riðagerð og öðmm nytsöm- um listiðnaði, meðal annars fyrir Þingholt í Hótel Holti. Hermannshjálmurinn og fnykurinn Jón Gunnar var sannkall- aður ljölmiðlamatur og hneykslaði menn ótt og títt. Þannig var um verkið Oþekkta hermanninn, sem hann sýndi á 1. des. sýn- ingu stúdenta gegn her í landi í Gallerí SUM. Her- mannahjálmur sem í vom bein með kjöttægjum, Af verkinu gaus upp mikill fnykur þegar leið á sýning- una, sem pirraði vfst marga. Uppákomur listamannsins þóttu líka margar skondnar og nægir þar að nefna fitu- mælingu hans á eyjar- skeggjum í Flatey, Ponder- aluppákomuna, en í Flatey dvaldi Jón Gunnar nokkur sumur. Hina skipulögðu fitu- mælingu framkvæmdi hann með sérstöku „tæki“ sem hann hannaði og smíð- aði. Jafnvel í Kaupmanna- höfn kom Jón Gunnar við sögu 1984, þegar hann grópaði slípaða glerspegla á stærð við krónupeninga í gangstéttar þar í borg, - og uppskar ekkert annað en vanþakklæti borgarverk- fræðingsins þar í borg. Greindist með blóðkrabbamein Árið 1986, þegar Jón Gunnar Amason var 55 ára, greindist hann með blóð- krabbamein. Engu að síður hélt hann áfram við list- sköpun sína, - jafnvel á Borgarspítalanum, þar sem hann dvaldist langdvölum. I banalegunni skipulagði hann tvær sýningar, aðra tileinkaða vini sínum Ragn- ari Kjartanssyni, sem einn- ig lá banalegu sína um þær mundir. Þann 21. apríl 1989 var ævi stórbrotins listamanns öll. Áður hafði Jón Gunnar skipað þá Ólaf Jónsson og Guðmund P. Ólafsson í útfaramefnd sína og fluttu þeir eftirmæli hans við útförina. Að Jóni Gunnari látnum vom tvö útilistaverk eftir hann sett upp, Sigling á Akureyri norðan Kaup- vangsstrætis, og Sólfar við Sæbraut, sem flestir kalla reyndar Skúlagötu, í Reykjavík. Það verk ber sannarlega hróður Jóns Gunnars Áma- sonar um langa framtíð og ber fyrir augu þúsunda veg- farenda hvem einasta dag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.