Alþýðublaðið - 12.04.1994, Síða 1
PALMIKARLSSON, kaupmaður í Fiskbúðinni okkar
- vinsælli fískvinnslu og fískbúð í Kópavogi
Hyggst opna fiskbúðir í
Lúxemborg og Þýskalandi
- og segir það raunhæfan möguleika eftir að Island
varð aðili að Evrópska efnahagssvæðinu
PÁLMl KARLSSON í Fiskbúðinni okkar í Kópavogi, - œtlar að
reyna fyrir sér með fiskbúðir á mcginlandi Evrópu.
PÁLMI Karlsson, kaup-
maður í Fiskbúðinni okkar í
Kópavogi, hyggur nú á opn-
un fiskbúðar í Lúxemborg
og ef til vill einnig í þýskri
borg nálægt landamærum
Lúxemborgar. Pálmi stað-
festi við Alþýðublaðið í gær
að hann ynni þessa dagana
að stofnun fiskbúðar á er-
lendri grund. Slíkt ætti nú
að vera raunhæfur mögu-
leiki eftir að ísland varð að-
ili að Evrópskra efnahags-
svæðinu.
„Hagsmunir okkar liggja í
því að héðan mun varan fara
fullunnin á erlendan markað,
glænýr fiskur sem kominn
verður í verslunina í Lúxem-
borg örfáum klukkutímum
eftir að hann fer úr fiskiðjunni
hjá okkur“, sagði Pálmi.
Fiskbúðin okkar selur fisk-
afurðir sínar víða um land og
sagði Pálmi að varan gæti
borist mun fyrr á markað í
Lúxemborg og nágrenni en til
viðskiptavina víða innan-
lands.
Pálmi sagði að slík full-
vinnsla gæti þýtt betra verð til
sjómanna og fyrir þjóðarbúið
og að hér væri í raun verið að
búa til dýrmætan gjaldeyri.
Slík vinnsla fyrir erlendan
neytendamarkað þýddi að
sjálfsögðu nokkur ný störf í
atvinnuleysinu.
Fiskbúðin okkar hefur
starfað í hálft annað ár og hef-
ur vakið athygli fiskunnenda
á höfuðborgarsvæðinu öllu,
sem venja komur sínar þang-
að.
Búðin er staðsett í iðnaðar-
hverfi Kópavogs, að Smiðju-
vegi 6, rétt hjá Bónusbúðinni.
Þar er engin aðaláhersla lögð
á ýsu, eins og títt er, heldur
ýmsa aðra góða matfiska og
varan fullunnin og tilbúin á
pönnu eða í pott. Einmitt slíka
rétti er hugmyndin að bjóða
upp á í Lúxemborg og í
Þýskalandi, en þar er ágætur
áhugi fyrir fiskneyslu, en
minna um gott úrval slíkrar
vöru.
„Það eina sem ég óska eftir,
og það af gefnu tilefni, er að
við verðum látnir í friði með
þetta framtak", sagði Pálmi.
Hann segist hafa orðið fyrir
ótrúlegri framkomu yfirvalda,
þegar honum tókst á sínum
tíma að lækka verð á svepp-
um um 35% til neytenda með
notkun innflutts rotmassa.
Slíka lækkun hefði kerfið
ekki þolað. Honum hefði ver-
ið bolað burtu af markaðnum,
en hlaðið undir samkeppnis-
aðilann á Flúðum. Pálmi segir
að Jón Baldvin Hannibalsson
hafi verið sá eini í kerfinu
sem reyndi að aðstoða fyrir-
tækið, en þá hafi skaðinn ver-
ið skeður og fyrirtækið neyðst
til að hætta störfum.
„Það ætlar að loða við okk-
ur Islendinga þúfnakolla-
göngulagið og torfkofahugs-
unarhátturinn, þvf miður.
Þannig þoldi kerfið ekki til-
raunir okkar til að lækka verð
á vinsælli matvöru og annar-
leg sjónarmið voru látin ráða
varðandi innflutninginn á rot-
massanum. Ég vona að þess-
ari hugmynd okkar verði bet-
ur tekið“, sagði Pálmi Karls-
son.
FULLTRÚAR
minnihlutaflokkanna
í borgarstjórn iögðu
til í borgarráði að
fengnir verði óháðir
og virtir aðilar, verk-
fræðingar, arkitektar
og lögfræðingar, til
að gera borgarráði
grein fyrir tjárhags-
legri stöðu Klappar
hf. og framkvæmd-
um á Völundarlóð-
inni í heild. Meiri-
hlutinn ákvað hins
vegar að gefa eftir
veð borgarinnar að
Skúiagötu 10 og færa
þau yfir á byggingar-
rétt að óbyggðu liúsi
á Völdunarlóðinni án
þess að fram fari út-
tekt á stöðunni.
-Sjá umfjöUun
á baksíðu.
# Listahátíð í Reykjavík
Forsala aðgöngumiða á eftirtalin atriði hefst þriðjudaginn 12. apríl í íslensku óperunni,
opið virka daga M. 16.00-19.00 - sími 11475.
Sun. 29/5. Mótettukórinn, stj. Hörður Áskelsson.
M.a. frumfl. verk eftir Pál P. Pálsson.
Hallgrímskirkja kl. 17.00.
Mán. 30/5. Guido Pikal, tenór, Alfred Wafter, píanó.
íslenska óperan kl. 20.30.
■ 'í
% r.
Mið. 1/6. Blásarakvintett Reykjavíkur
og Vovka Ashkenazy, píanó.
íslenska óperan kl. 20.30.
1/6 - 5/6: Barnaleikhúshátíð í Möguleikhúsinu við Hlemm.
Mið. 1/6. Leikhópurinn Mariehpnen
- Den lille heks, kl. 17.00.
Fim. 2/6. Mókollur umferðarálfúr, kl. 17.00.
Lau. 4/6. Leikhópurinn Mariehpnen
- Den lille heks, kl. 15.00.
Sun. 5/6. Mókollur umferðarálfur, kl. 15.00.
Fös. 3/6. Gerry Mulligan & The Gerry Muliigan Quartet.
Háskólabíó, kl. 20.00.
Sun. 5/6. Igor Oistrakh, fiðla, Natalia Zertsalova, píanó.
íslenska óperan, kl. 17.00.
Þri. 7/6. Macbeth eftir Shakespeare.
Mið. 8/6. Frú Emilía.
Fim. 9/6. Héðinshús, Seljavegi 2, kl. 20.00.
‘ Mið. 8/6. Beethoven: Sinfónía nr. 9.
Fim. 9/6. Sinfóníuhljómsveit íslands - Áskriftartónleikar.
. Hamráhlíðarkóramir og einsöngvarar.
Stjómandi Osmo Vanska.
Hallgrýnskirkja.Ál. 20.00.
Lau. 11/6. Nýtt verk eftir Tómas R. Einarsson.
„Einslags stórt hrúgald af grjóti",
tónleikur um ísland fyrir 5 einsöngvara og
6 manna jazzhljómsveit.
íslenska óperan, ld. 21.00.
Lau. 11/6. íslenski dansflokkurinn - Lýðveldisdansar.
Sun. 12/6. Frumfl. verk eftir Hlíf Svavarsdóttur,
Nönnu Ólafsdóttur, Maríu Gísladóttur.
Borgarleikhúsið, kl. 20.00.
Sun. 12/6. Tíminn og vatnið
eftir Atla Heimi Sveinsson (frumfl.).
Kammersveit Reykjavíkur, kór og einsöngvaramir
Marta G. Halldórsdóttir, Sverrir Guðjónsson og
Bergþór Pálsson. Stj. Paul Zukofsky.
Langholtskirkja, kl. 20.00.
Mán. 13/6. Vladimir Ashkenazy, píanó.
Háskólabíó, kl. 20.00.
Þri. 14/6. Ny Dansk Saxofon Quartet.
M.a. frumfluU verk eftir Per Nprgárd.
Norræna húsið,.kl. 20.30.
Mið. 15/6. Erling Blöndal Bengtsson, selló.
íslenska óperan, kl. 20.30.
Lau. 18/6. Milska, oratorio eftir Kjell Mörk Karlsen,
samið við samnefnt íslenskt miðaldakvæði.
Asker Kirkekor og T0nsbei>g Domkantori,
einsöngur og talrödd.
Hallgrímskirkja, kl. 16.00.
Fös. 25/6. The Street of Crocodiles.
Lau. 26/6. Theater de Complicité frá Bretlandi.
Sun. 27/6. Borgarleikhúsið, kl. 20.00.
Fim. 2/6. Sannar sögur af sálaríífi systra.
Lau. 4/6. eftir Guðberg Bergsson og
Viðar Eggertsson.
Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæði.
Fös. 27/5. Niflungahringurinn eftir Richard Wagner.
Sun. 29/5- Valin atriði sviðsett og skevtt saman með íengitextum.
Þri. 31/5. Listræn yfirumsjón: Wolfgang Wagner - Hljómsveitarstjóri: Alfred Walter.
Fim. 2/6. Leikstjóri: Þórhitdur Þorleifsdóttir - Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson
Lau. 4/6. Einsöngvarar - Kór íslensku óperunnar, Sinfómuhljómsveit íslands.
Þjóðleikhúsið kl. 18.00. x , , .. ..x. *
Mioasala a onnur atriði verður auglvst siðar.
Forsala aðgöngumiða á eftirtalin atriði
stendur yfir í Þjóðleikhúsinu, sími 11200.
Opið alla daga nema mánudaga kl.
13.00-18.00, sýningardaga til kl. 20.00.
Tekið á móti símapöntunum virka daga frá
kl. 10.00 - Græna línan 996160.
\