Alþýðublaðið - 12.04.1994, Side 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
KŒKEMIi
niit
jr r w
HASKOLIISLANDS:
5,2% stúdenta á
kjörskrá kusu í
rektorskjöri
SÁÁ: Kántrýkvöld í ÚLFALDANUM &
MÝFLUGUNNI
Rektorskjör í Háskóla íslands fór
fram síðastliðinn föstudag. Alls
greiddu 224 kennarar og aðrir starfs-
menn skólans atkvæði eða 45,9%
þeirra, sem voru á kjörskrá. 271 stúd-
ent greiddi atkvæði eða 5,2 þeirra
sem á kjörskrá voru. Greidd atkvæði
stúdenta gilda sem einn þriðji hluti
greiddra atkvæða alls. Flest atkvæði
hlaut Sveinbjörn Björnsson: 196 at-
kvæði kennara og 183 atkvæði stúd-
enta eða 80.8% atkvæða alls. Þar sem
Sveinbjöm Bjömsson hlaut tilskilinn
meirihluta greiddra atkvæða hefur
hann verið endurkjörinn rektor Há-
skóla íslands til þriggja ára, frá og
með byijun næsta háskólaárs, 5. sept-
ember næstkomandi.
Kántrýkvöld verður haldið í Úlfaldanum & Mýflugunni, félagsmiðstöð SÁA í Ár-
múla 17a, næstkomandi miðvikudagskvöld, 13. apríl, klukkan 20.30. Fyrri kántrý-
kvöld í Úlfaldanum hafa verið vel sótt og dansinn stiginn fram í morgunsárið. Á mið-
vikudagskvöldið spilar Dreifbýlisband Stefáns Ingólfssonar ásamt bandaríska ftðl-
aranum Dan Cassidy sem vakið hefur verðskuldaða athygli og hrifningu hér á landi
uppá síðkastið. Auk hljómsveitarinnar verða ýmis skemmtiatriði þar sem trúbadorar
láta ljós sitt skína og dans verður stiginn að vanda. Aðgöngumiðar verða seldir á 600
krónur við innganginn.
FULLVINNSLA SJÁVARAFURÐA
- ekki orðin tóm
í nýjasta hefti Vinn-
unnar er viðtal við
Gunnar G. Guð-
mundsson í Garðinum.
Hann hefur séð til þess
að frasinn „fullvinnsla
sjávarafurða" sem er
kunnugur úr hátíðaræð-
um, er annað og meira
en orðin tóm. Gunnar
segist ekki hafa orðið
var við mikinn skilning
þegar fjármagna þurfti
fyrirtækið, - hann
þurfti að leita til frænda okkar á Norðurlöndum til að fá lán. Framleiðsla fyrirtækis
Gunnars er einkum ýsurúllur unnar í alíslenskri vél Sigurðar Kristjánssonar upp-
fmningamanns. Afurðimar eru seldar til sjúkrahúsa í Reykjavík og til Flugleiða og
Atlanta. Á myndinni er Gunnar G. Guðmundsson til vinstri ásamt ffamleiðslustjóran-
um Gísia R. Sigurðssyni við íslensku vélina sem framleiðir tilbúna fiskrétti og marg-
faldar söluverð fisksins.
MEXÍKANSKT á Hótel Sögu
Nærri tuttugu gestir frá Mexíkó koma hingað til lands í tengslum við mexíkanska
viku sem haldin verður á Hótel Sögu dagana 12.-17. apríl. Grillið verður fagurlega
skreytt að mexíkönskum hætti þessa daga og í eldhúsinu stjómar Alejandro Caloca
meisUirakokkur, og á boðstólum verða að sjálfsögðu mexíkanskar veigar, meðal ann-
ars Tequila. Þá mun 10 manna hljómsveit og dansfólk skemmta matargestum með
þjóðlagatónlist.
KENNARASAMBANDIÐ sendir
samúöarkveöjur
Sjöunda fulltrúaþing Kennarasambands íslands vottaði á fimmtudaginn Isfirð-
ingum og öðmm Vestfirðingum hluttekningu og samhug vegna þeirra atburða sem
þar gerðust fyrr í vikunni. „Félagsmenn í Kennarasambandi Islands búa og starfa um
allt land og eiga náið samstarf við fjölskyldumar í landinu. Þeim er þv/ ljóst hversu
alvarlegar afleiðingar náttúmhamfarimar á Vestfjörðum síðastliðinn þriðjudag hafa á
líf íbúanna þar“, segir í ffétt ffá Kennarasambandinu.
Hundruð milljóna í vanskilum hjá
KORTHÖFUM
Hagur VISA-ÍSLANDS - Greiðslumiðlunar hf. var með ágætu móti í fyrra, 57
milljón króna hagnaður varð af starfseminni þrátt fyrir tugmilljóna herkostnað við að
koma á markað debetkortunum. Um síðustu áramót kvað rammt að vanskiium kort-
hafanna, sem em orðnir 97 þúsund, - því vanskilaskuldimar um áramót námu 409
milljónum króna. Sú upphæð er vissulega stór, en þó ekki nema tæpt 1% af heildar-
viðskiptum ársins. Effir stendur að 99,04% korthafanna stendur í skilum með greiðsl-
ur sínar.
Nýjar MYNDLISTARsýningar
Dröfn Friðfinnsdóttir myndlistarkona frá Akureyri opnaði grafíksýningu í Lista-
safniASÍ síðastliðinn laugardag og sýnir þar 24 verk unnin í tréristu. A Kjarvalsstöð-
um sama dag opnuðu Hulda Hákon í vestursal, og Ólafur Gíslason í rniðsal. í aust-
ursal em verk eftir Kjarval. Þá opnaði Margrét Sveinsdóttir sýningu í Galleriinu
að Skólavörðustíg 4.1 Nýlistasafninu opnaði sýning á veggspjöldum Guerilla Girls,
sem er hópur myndlistarkvenna í New York. Þær vinna undir nafnleynd og koma æt-
íð fram með grímu fyrir andlitinu. Vinnuföt þeirra em stuttir þröngir kjólar, háhælað-
ir skór og górillugrímur!
MMDMIDID
Þriðjudagur 12. apríl 1994
Vandræðin við SKÚLAGÖTU:
Ihaldíð vill ekki úttekt
á fjárhagsstöðu Klappar
- og felldi tillögu tillögu minnihlutans í borgarstjóm
um úttekt en ákvað að gefa byggi ngafélaginu
Klöpp eftir veð borgarinnar í Skúlagötu 10
FULLTRÚAR minnihlutaflokkanna í
borgarstjórn lögðu til í borgarráði að
fengnir verði óháðir og virtir aðilar,
verkfræðingar, arkitektar og lögfræð-
ingar, til að gera borgarráði grein fyrir
fjárhagslegri stöðu Klappar hf. og fram-
kvæmdum á Völundarlóðinni í heild.
Meirihlutinn ákvað hins vegar að gefa
eftir veð borgarinnar að Skúlagötu 10 og
færa þau yfir á byggingarrétt að
óbyggðu húsi á Völdunarlóðinni án þess
að fram fari úttekt á stöðunni.
Þessi afgreiðsla meirihlutans er í fram-
haldi af tillögum ffá byggingarfélaginu
Klöpp hf. sem vom yfirfamar af lögfræði-
og stjómsýsludeild borgarinnar. Fulltrúar
minnihlutans í borgarráði lögðu fram grein-
argerð með tillögu sinni um úttekt á Klöpp
á fundi borgarráðs 22. mars. Þar segir:
„Þær áætlanir varðandi fjármál hlutafé-
lagsins sem liggja fyrir borgarráði, em væg-
ast sagt ófullkomnar, enda hafa áætlanir
hingað til engan veginn staðist, hvorki
varðandi framkvæmdahraðann né ijármál-
in. Upphaf vandræðanna á Völundarreit má
rekja til rangra skipulagsákvarðana. Skipu-
lag Skúlagötureitsins gerir ráð fyrir miklu
stærri og flóknari byggingareiningum en al-
mennur verktaki, sem byggir og selur íbúð-
ir, ræður við.
Steintak h.f. keypti Völundarlóðina af
Reykjavíkurborg með þeim skilyrðum að
byggja skv. staðfestu skipulagi Skúlagötu-
svæðisins, en varð gjaldþrota aðeins tveim-
ur ámm síðar.
Reykjavíkurborg hafði þó áður reynt að
koma til móts við fyrirtækið með því að
kaupa 12 íbúðir af Steintaki, þar með varð
borgin aðili að hlutafélaginu Klöpp, sem
yfirtók eignir þrotabús Steintaks h.f.
Þá er rétt að geta þess, að borgin hefur
enn ekki fengið fullnaðargreiðslu fyrir lóð-
ina.“
Steintak var lýst gjaldþrota árið 1991 og
var þá með óklárað fjölbýlishús á Völund-
SKÚLAGATA 10. Fulltrúar minnihlutaflokk-
anna í borgarstjórn lögðu til í borgarráði að
fengnir verði óháðir og virtir aðilar til að gera
borgarráði grein fyrir fjárhagslegri stöðu
Klappar hf og framkvœmdum á Völundarlóð-
inni í heild. Meirihlutinn ákvað hins vegar að
gefa eftir veð borgarinnar að Skúlagötu 10 og
ftera þau yfir á byggingarrétt að óbyggðu húsi á
Völdunarlóðinni án þess að fram fari úttekt á
stöðunni.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
arlóðinni svokölluðu. Islandsbanki átti
þama mikilla hagsmuna að gæta vegna
skulda Steintaks við bankann. Þá var staða
íbúðakaupenda hússins mjög óviss við
gjaldþrotið og fór svo að bankinnn, íbúða-
eigendur og Reykjavíkurborg stofnuðu
byggingafélagið Klöpp sem yfirtók eignir
þrotabúsins á Völundarlóðinni. Hluti henn-
ar er lóðin Klapparstígur 7 en meirihluti
borgarráðs ákvað 29. mars að flytja veð
borgarinnar á lóðina af húseigninni að
Skúlagötu 10.
Ámi Sigfússon borgarstjóri segir að
framkvæmdir á Völundarlóðinni hafi legið
niðri um tíma en með þessari lausn verði
hægt að halda þeim áfram.
Bókanir minnihlutans
Guðrún Ögmundsdóttir, borgarfulltrúi
frá minnihlutanum, sagði í samtali við blað-
ið að það væri mjög óeðlilegt að gera slíkar
ráðstafanir sem þessar án þess að fyrst fari
fram óháð úttekt á málinu í heild. Þau Guð-
rún, Sigrún Magnúsdóttir og Sigurjón
Pétursson lögðu fram eftirfarandi bókun á
fundi borgarráðs 29. mars:
„Við sitjum hjá við afgreiðslu þessa máls
vegna þess að við teljum að nákvæmari
upplýsingar skorti og einnig er þessi af-
greiðsla hæpin vegna fordæmis gagnvart
fjölmörgum íbúum þessarar borgar sem
lent hafa í svipaðri aðstöðu og íbúar Klapp-
ar, það er að segja að hafa keypt fbúðir af
fyrirtækjum, sem síðar hafa orðið gjald-
þrota. Það er óumdeilt að vandi fbúa Klapp-
ar er mikill og því enn meiri ástæða til að fá
trausta úttekt á stöðunni.
Rétt er að minna á að borgin hefur áður
reynt að bjarga málum þama þegar hún
keypti 12 íbúðir f húsinu."
Guðrún Jónsdóttir borgarfulltrúi lagði
fram eftirfarandi bókun:
,,Eg er engan veginn sannfærð um að
hagsmunum borgarinnar sé best borgið
með þeirri samþykkt sem hér hefur verið
gerð.
Varðandi vinnubrögð hefði þurft að við-
hafa í þessu máli í samræmi við það sem
minnihlutinn lagði til á síðasta fundi borg-
arráðs. Hitt er svo óumdeilt að vandi íbúa
og borgarinnar er mikill og því enn meiri
ástæða til að traustari úttektir hefðu legið
fyrir áður en ákvörðun var tekin. Þar hefði
meðal annars þurft að meta fordæmisgildi
samþykktarinnar."
omin
TIL ÞESS að
leigjendur geti
átt rétt til húsa-
leigubóta þarf að
liggja fyrir
ákvörðun við-
komandi sveitar-
stjórna um
greiðslu húsa-
leigubóta. Sveit-
arfélög sem
greiða íbúum sín-
um húsaleigu-
bætur skulu
leggja út fé til
greiðslu bótanna
en ríkið endur-
greiðir þeim 60%
af útlögðum
kostnaði. Húsa-
JÓHANNA SIGURÐ-
ARDÓTTIR félags-
málaráðherra. Frum-
varp til laga um húsa-
leigubœtur byggir með-
al annars á niðurstöð-
um nefndar sem Jó-
hanna skipaði.
Alþýðublaðsmynd /
EinarÓlason
leigubætur eiga að vera tekjutengdar og
verða að hámarki 21 þúsund krónur á
mánuði. Grunnfjárhæð á að vera sjö
þúsund krónur á mánuði og er hún sú
sama fyrir einstaklinga, einstæða for-
eldra og hjón.
Þetta kemur fram í frumvarpi til laga um
húsaleigubætur sem Alþingi hefur til með-
ferðar. Frumvarpið er unnið á vegum fé-
lagsmálaráðuneytisins og byggir meðal
annars á niðurstöðum nefndar sem Jóhanna
Sigurðardóttir félagsmálaráðherra skipaði
til að gera tillögur um aðgerðir til að draga
úr húsnæðiskostnaði leigjenda. Lög um
húsaleigubætur eiga að taka gildi 1. janúar
1995.
í frumvarpinu segir að sveitarstjóm skuli
ákveða fyrir 1. október ár hvert hvort sveit-
arfélagið greiði húsaleigubætur næstkom-
andi ár samkvæmt ákvæðum laganna. Þá
ákvörðun skal sveitarstjóm auglýsa með
tryggilegum hætti.
Húsaleigubætur skulu ákvarðaðar og
reiknaðar út miðað við ákveðinn gmnn sem
miðast við ákveðna fjárhæð íyrir hveija
íbúð og hvert bam á framfæri umsækjanda,
að teknu tilliti til leigufjárhæðar, eigna og
tekna. Húsaleigubætur greiðast ekki vegna
leigu á einstaklingsherbergjum eða ef eld-
hús, snyrting eða baðaðstaða er sameiginleg
fleimm.
Ef leigjandi gefúr upp leiguíjárhæð sem
er verulega hærri en markaðsleiga fyrir
sambærilegt leiguhúsnæði í viðkomandi
sveitarfélagi eða þykir óeðlileg að öðm
leyti eða ef um er að ræða fburðarmikið og
óhóflegt húsnæði þá er sveitarfélagi heimilt
að færa niður viðmiðunarleigu sem því
nemur eða til þess sem eðlilegt þykir.
Vinningstölur
9. apríl 1994
VINNÍNGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
H 5af5 0 5.366.790
p>H+4af5 6 92.423
04af5 127 7.532
H 3af 5 4.776 467
24A2S37
BÓNUSTALA:
Heildarupphæð þessa viku:
kr.9.108.284
UPPLYSINQAR, SlMSVAM 91- 66 15 11
LUKKUIÍNA 9910 00 - TEXTAVARP 4S1