Alþýðublaðið - 28.04.1994, Side 7
Fimmtudagur 28. apríl 1994
TIÐINDI
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
Fjármálaráðherra:
Kynnir á Alþingi
frumvörp um bókhald
og ársreikninga
FRIÐRIK SOPHUSSON liefur lagt fram tvö frumvörp á Alþingi til
kynningar. Frumvörpin fjalla um bókliald og ársreikninga fyrirtœkja.
Bókhaldsfrumvarpinu erœtlaö að taka mið af þeirríþróun og mögu-
leikum sem opnast hafa með tölvunotkun. Frumvarpið um ársreikn-
inga er lagt fram til samrœmingar vegna aðildarinnar að Evrópska
efnahagssvœðinu.
Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason
FRIÐRIK Sophusson
fjármálaráðherra hefur
lagt fram tvö frumvörp á
Alþingi um bókhald og árs-
reikninga fyrirtaekja. Bók-
haldsfrumvarpinu er ætlað
að taka mið af þeirri þróun
og möguleikum sem opnast
hafa með tölvunotkun.
Frumvarp um ársreikninga
er lagt fram til samræming-
ar vegna aðildarinnar að
Evrópska efnahagssvæðinu.
Frumvörpin eru lögð fram
til kynningar.
Núgildandi lög um bókhald
sem em frá 1968 miða við að
bókhald sé handfært en með
breytingum frá árinu 1978 var
heimilað að færa lausblaða-
bókhald með vélum. Þróun
viðskipta á undanfömum ár-
um er æ meir í þá átt að þau
fari um tölvur og jafnvel án
þess að pappír eða skjöl í al-
mennum skilningi liggi til
gmndvallar. Þvf er löngu orð-
ið tímabært að taka lög um
bókhald til gagngerrar endur-
skoðunar þar eð miklar breyt-
ingar hafa orðið á viðskipta-
háttum frá þvf lögin vom
samþykkkt, segir í frétt frá
ijánnálaráðuneytinu.
I frumvarpi til laga um bók-
hald er kveðið á um bókhalds-
skyldu, um færslu bókhalds,
bókhaldsbækur, bókhalds-
gögn og fylgiskjöl og
geymslu þeirra hvort sem
handfært er eða fært á tölvu.
Gerðar em kröfúr til þeirra
sem halda tvihliða bókhald
um skipulag og uppbyggingu
þess, svo og um notkun á
tölvum og skjalasendingum
milli þeirra sem nefnt er papp-
írslaus viðskipti og er nýjasta
þróunin í viðskiptum. Sam-
kvæmt frumvarpinu er notkun
tölva og annarra hliðstæðra
tækja jafnrétthá handfærðu
bókhaldi. Fmmvarpið felur
ekki í sér breytingar á megin-
reglum bókhalds heldur er því
ætlað að taka mið af þeirri
þróun og möguleikum sem
opnast hafa með tölvunotkun.
Nýmæli er að ráðherra get-
ur sett reglur um tiltekin lág-
marksskilyrði sem sett em um
bókhaldskerfi lyrir tölvur.
Jafhffamt er gert ráð fyrir að
hann geti mælt fyrir um að
þau skuli hljóta opinbera við-
urkenningu áður en notkun
þeirra er heimiluð.
Arsreikningar
félaga
Fmmvarp til laga um árs-
reikninga félaga er samið með
hliðsjón af 4. og 7. tilskipun
Evrópusambandsins sem
samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið kveður á um.
Um er að ræða að samræma
milli EES-landa uppsetningu
og efni ársreikninga, skýrslur
stjómar, matsaðferðir sem
beitt er, og hvemig beri að
haga birtingu þessara gagna.
Nauðsyn samræmingar er
meðal annars vegna þess að
mörg félög starfa í fleiru en
einu ríki. Ennfremur er talin
þörf á að gera lágmarkskröfur
til félaga, sem eiga í sam-
keppni, og ákveða í hve rnikl-
um mæli upplýsingar um fjár-
mál þeirra skuli aðgengilegar
almenningi.
Arsreikningar skulu endur-
skoðaðir af löggiltum endur-
skoðendum en létta má þess-
ari skyldu af litlum félögum. f
frumvarpinu er lagt til að
miða lítil féiög í þessu sam-
bandi við félög sem hafa
heildareignir undir 200 millj-
ónum króna, veltu undir 400
milljónum og innan við 50
starfsmenn. Þegar félög
mynda samstæðu er gerð
krafa til samstæðureikninga.
Undir ákvæði þessa ffurn-
varps falla öll hlutafélög og
önnur félög með takmarkaða
ábyrgð, svo og samvinnufé-
lög og samlög. Ennfremur
sameignarfélög og samlagsfé-
lög sem em cingöngu í eigu
félaga með takmarkaðri
ábyrgð eða em yfir stærðar-
mörkum.
Með frumvarpinu er í meg-
indráttum verið að lögfesta
reikningsskilaaðferðir sem
um nokkurt skeið hafa verið
viðteknar hérlendis en hefur
til þessa ekki verið að finna í
lögum. Með ffumvarpinu em
dregin saman á einn stað öll
almenn ákvæði um ársreikn-
inga, en sambærileg ákvæði
hefur til þessa aðallega verið
að frnna í hlutafélagalögum
og samvinnufélagalögum.
Verði fmntvarpið að lögum
mun það leysa ákvæði sérlag-
anna af hólmi og stuðla að
samræmi í ársreikningagerð í
Iandinu.
Fmmvörpin em lögð ffam
á Alþingi til kynningar og
verða send hlutaðeigandi
hagsmunaaðilum til umsagn-
ar. Þau verða lögð fyrir Al-
þingi að nýju í haust.
Bókmenntahátíðin
á Kaffi Hressó
EINSOG greint var frá
hér í Alþýðublaðinu í gær
stendur nú yfir þriggja
daga bókmenntahátíð á
KafTi Hressó við Austur-
stræti í Reykjavík. Nánar
tiltekið stendur hátíðin yf-
ir dagana 27. til 29. apríl.
Upplestrar hefjast öll
kvöldin klukkan 21.00 og
koma þar alls 32 höfundar
fram. Sannarlega kær-
komin tilbreyting í mið-
bæjarmenningarlífinu at-
arna.
Höfuðpaurar þessarar
uppákomu sem fram fer í
hjarla miðbæjarins á einu
þekktasta kaffihúsi landsins
em Ari Gísli Bragason og
Benedikt Sigurðsson.
Kynnir hátíðarinnar er
Kjartan Magnússon. Effir-
farandi höfundar koma fram
í kvöld og á morgun, föstu-
dag:
Fimratudagur:
Ari Gísli Bragason, Fjóla
Ósk Bender, Sigurður Páls-
son, Ólafur Haraldsson,
Valgarður Bragason, Berg-
lind Gunnarsdóttir, Bene-
dikt Lafleur, Gerður Krist-
ný, Jón Valur Jensson, El-
ísabet Jökulsdóttir og Hilm-
ar Jónsson.
Föstudagur:
Magnús Gezzon, Hörður
Gunnarsson, Jón Óskar, As-
dís Óladóttir, Agúst Borg-
þór Sverrisson, Guðbjörg
Guðmundsdóttir les úr verk-
unt Gunnars Dal, Gunnar
Þorri Þorleifsson, Bjarni
Bjamason, Nína Björk
Amadóttir og Pétur Þor-
steinsson.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
KEYKJAVÍKURIJSTINN
Opið hús: Verkalýðs- og atvinnumál
A laugardaginn kemur, 30. apríl, verður opið hús í
kosningamiðstöð Reykjavíkurlistans. Að venju verður
Jjölbreytt dagskrá jyrir alla aldurshópa jrá klukkan
12.30 til 17.00, en megináherslan þennan dag verður
lögð á verkalýðs- og atvinnumál í tilefni af alþjóðlegum
baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.
Dagskrá:
Klukkan 12.30 til 14.30 mun Reynir Jónasson þenja
nikkuna.
Klukkan 14 flytur Guðrún Kr. Óladóttir, varaformaður
Starfsmannafélagsins Sóknar, sem skipar 14. sœti
Reykjavíkurlistans, ávarp.
Klukkan 15 flytur Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, ávarp.
Klukkan 15.30 kynnir Guðbjörg Thoroddsen leikkona
Reykjavíkurskáldið Dag Sigurðsson.
Aföðru markverðu í kosningamiðstöðinni þennan dag
má nefna lúðrablástur og söng, barnahornið og hinar
margrómuðu Reykjavíkurvófflur með kajfinu.
Viðtalstímar frambjóðenda
Hafið augun opin fyrir viðtalstímum frambjóðenda
listans sem eru á milli klukkan 16 og 18 alla virka daga.
I dag, fimmtudaginn 28. apríl, munu Árni Þór
Sigurðsson, Steinunn Óskarsdóttir og Vilhjálmur
Þorsteinsson taka á móti gestum og gangandi í
kosningamiðstöðinni.
Kosningamiðstöðin
Kosningamiðstöð Reykjavíkurlistans er að Laugavegi
31 (gamla Alþýðubankahúsið). Síminn er 15200 og
myndsendirinn 16881. Gestir eru velkomnir íheimsókn
hvenœr sem er, hvort heldur til að taka þátt í starfinu og
láta skoðanir sínar í Ijós eða bara til að sýna sig og sjá
aðra. I kaffiteríu á jarðhœð er boðið upp á súpu og salat
í hádeginu og það er heitt á könnunni allan daginn.