Alþýðublaðið - 28.04.1994, Page 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MÍYÐIMIDIÐ
Fimmtudagur 28. apríl 1994
Oþekktur sjúkdómur
í hrossum íVíðidal
Útreiðar hrossa af Fákssvæðinu
bannaðar og hrossum skal haldið inni
ÓÞEKKTUR sjúkdómur hefur komið upp í hrossum í einu húsi í Víðidal.
Sjúkdómur þessi leggst á öndunarfœri hrossanna og lýsir sér með barka-
bólgu og þurrum hósta. Hestamir eru hitalausir og virðast eðlilegir að öðru
leyti. Fylgikvillar geta verið lungnabólga og aðrar bakteríusýkingar í önd-
unarfœrum.
KOMIÐ hefur upp óþekkt-
ur sjúkdómur í hrossum í einu
húsi í Víðidal. Öll hross í hús-
inu, 16 talsins, eru komin með
einkenni sjúkdómsins. Emb-
ætti yfirdýralæknis hefur sett
reglur til að takmarka smit-
dreifingu og eru samkomur
hesta og manna bannaðar sem
og útreiðar og hestum skal
haldið inni.
Sjúkdómurþessi leggst á önd-
unarfæri hrossanna og lýsir sér
með barkabólgu og þurrum
hósta. Hestamir eru hitalausir og
virðast eðlilegir að öðru leyti.
Fylgikvillar geta verið lungna-
bólga og aðrar bakteríusýkingar
í öndunarfærum.
Veikin kom upp á miðviku-
dag í síðustu viku þegar vart
varð einkenna hjá einum hesti. A
mánudaginn höfðu átta hross
veikst og virtist því ljóst að um
smitsjúkdóm væri að ræða.
Blóðsýni vom tekin og fóm þau
til Danmerkur til greiningar á
þriðjudagsmorgun. Vonast er til
að niðurstöður liggi fyrir undir
helgi. Öll 16 hrossin sem em í
þessu húsi em nú komin með
einkenni sjúkdómsins.
Til þess að takmarka smit-
dreifmgu á Fákssvæðinu þurfa
hestamenn að halda hestum inni
og hleypa þeim eingöngu út í
eigið gerði. Útreiðar em bannað-
ar um óákveðinn tíma. Heim-
sóknir fólks í hesthús em bann-
aðar. Flutningar á hestum til og
frá svæðinu em bannaðir og um-
ráðamenn hesta skulu gefa sjálf-
ir. Þá er umferð milli hesthúsa-
hverfr bönnuð, reiðnámskeið em
bönnuð, hópreiðar, hestamanna-
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
mót, sýningar og aðrar samkom-
ur hesta og manna em bannaðar.
í ifétt frá embætti yfirdýra-
læknis segir að smitsjúkdómur
af þessu tagi sé áður óþekktur
hér á landi og hafi mögulega
borist erlendis frá. Því sé rétt að
ítreka þá varúð sem mönnum
beri að viðhafa eftir dvöl innan
um erlend hross.
, ,Lýðveldishátíðarfargjald verkaiýðsfélaganna66:
Samið uni 5.000 sætí
Grunnfargjaldið á öllum leiðum Flugleiða
innanlands er 4.800 krónur - Um 100 þúsund
meðlimir í verkalýðsfélögunum
geta nýtt sér fargjaldið
UNDIRRITUN samnings Flugleiða innanlands hf. og bílaleigu Flugleiða
Hertz við ASÍ, BSRB, SÍB, KI, FFSÍ, Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga
og Vélstjórafélag íslands. Samningurinn hljóðar uppá eitt grunnfargjald,
„Lýðveldishátiðarfargjald verkalýðsfélaganna“, sem er krónur 4.800.
Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason
Alþýðusamband íslands,
Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja, Sambands íslenskra
bankamanna, Kennarafélag
íslands, Farmanna- og fiski-
mannasamband Islands, Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga og Vélstjórafélag íslands
hafa gert samning við Flug-
leiðir innanlands hf. og bfla-
leigu Flugleiða Hertz um sölu
á 5 þúsund sætum í innan-
landsfiugi félagsins og veru-
legan afslátt á bflaleiguverði 1
sumar. Samið var um eitt
grunnfargjald, „Lýðveldishá-
tíðarfargjald verkalýðsfélag-
anna“, sem er krónur 4.800.
Hér er um nýjung að ræða á
íslandi þar sem aldrei áður hefur
verið gerður samningur um eitt
grunnfargjald á öllum leiðum
Flugleiða innanlands.
Ferðir til Egilsstaða, Hafnar í
Homafirði og Húsavíkur verða
1.500 krónum dýrari vegna
lengdar flugleiða og fargjald til
Vestmannaeyja verður 1.000
krónum ódýrara vegna stuttrar
flugleiðar.
Bamafargjald fyrir böm 4 til
15 ára er 1.000 krónum ódýrara
og böm 0 til 3 ára greiða aðeins
tryggingargjald.
Farseðlar verða seldir til fé-
lagsmanna í stéttarfélögum inn-
an ofangreindra sambanda á
tímabilinu 1. maí til 10. júní
næstkomandi á söluskrifstofum
Flugleiða.
Bflaleiga Flugleiða Hertz
veitir sérstakan afslátt á leigu-
verði sem innifelur öll gjöld og
ótakmarkaðan akstur á leigutím-
anum.
Vonir standa til að samningur
þessi geti orðið gmnnur að nýju
viðhorfi íslendinga til ferðalaga
innanlands með flugvélum.
Samtök verkalýðsfélaganna
sem eiga aðild að þessum samn-
ingi munu standa fyrir víðtækri
kynningu á þessum ódýru ferða-
kostum innanlands með félags-
manna sinna, en meðlimir þess-
ara félaga em um það bil 100
þúsund talsins.
Markmiðið með samningnum
er meðal annars að auka mögu-
leika íslendinga til að ferðast um
eigið land í sumar og leggja
þannig gmnn að auknum ferða-
lögum landsmanna innanlands
allt árið.
Markmiðið er jafnframt að
stuðla að aukinni atvinnu í ferða-
þjónustu og tengdum greinum.
Með því að bjóða félagsmönn-
um í verkalýðsfélögum og fjöl-
skyldum þeirra að ferðast á þess-
um fargjöldum hér innanlands
em Flugleiðir að leggja sitt af
mörkum til eflingar atvinnuveg-
anna í landinu.
Rannsóknir hafa sýnt að fyrir
hvetja 45 ferðamenn sem ferðast
innanlands skapist eitt starf. Við
hverja 5000-farþega- aukningu í
innanlandsflugi Flugleiða fengju
samkvæmt því 111 íslendingar
atvinnu víðsvegar um landið.
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR og Reykj-
avíkurlistinn efndu til opins borgarafundar í Gerðu-
bergi síðastliðið þriðjudagskvöld. Fundarefnið var
„ Vaxandi fátœkt og félagsleg vandamál í Reykjavík.
- Örugg, breytt og betri borg!“ Gestir fundarins
voru Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn,
Hjördís Hjartardóttir félagsráðgjafi, Lára V. Júlíus-
dóttir lögfræðingur og Oddný Sturludóttir nemi.
Fundarstjóri var Guðrún Agnarsdóttir lœknir.
Fundurinn var prýðilega vel sóttur og sköpuðust líf-
legar og skemmtilegar umrœður í kjölfarframsögu-
rœðna. Ljóst er af fundinum og úrslitum síðustu
skoðanakannanna að Reykjavíkurlistinn með Ingi-
björgu Sólrúnu ífylkingarbtjósti er á góðri siglingu.
Alþýðublaðsmyndir/Einar Ólason
Sumarnámskeið
í Reykjavfk '94
Foreldrar -kynnið ykkur sumarnámskeið
fyrir börn og unglinga sem í boði eru
á vegum íþrótta- og tómstundaráðs, íþróttafélaga
og samtaka í Reykjavík.
Allar upplýsingar um fjölbreytni námskeiða,
tímabil og kostnað er að finna í bæklingnum
„SUMARSTARF í REYKJAVÍK ’94“ sem dreift er í
grunnskólum og leikskólum borgarinnar.
Forsíðumyndin er frá háiíðarhöldunum
í Reykjavík 18. júní 1944 sem haldin
voru'f tilefni af stofnun íslenska
lýöveldisins.