Alþýðublaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 1
Stærsta dagblað Noregs með þungar ásakanir í garð formanns norska hvalveiðimanna og Magnúsar Guðmundssonar: Sakaðir um samstarfvið Ku Klux Klan og hægrí öfgamenn í Bandaríkjunum - Við erum fómarlömb ófrægingarherferðar Grænfriðunga, segir Steinar Bastesen, formaður norskra hvalveiðimanna STÆRSTA dagblað Nor- egs, síðdegisblaðið Verdens Gang, (VG) birti í gær þriggja síðna úttekt á meintri samvinnu Magnús- ar Guðmundssonar kvik- myndagerðarmanns og Steinars Bastesen formanni Félags norskra hyaiveiði- manna við hægri öfgamenn í Bandaríkjunum. Blaðið heldur því fram að Magnús og Steinar hafi komið sér upp alþjóðlegu neti sam- verkamanna sem hafi tengsl inn í öfgasamtök hægri- manna í Bandaríkjunum og þiggi frá þeim fyrirgreiðslu og fjárstuðning. Nefnir VG í því sambandi samvinnu við Ron Amold, aðalhugmyndafræðing Wise Use Movement sem telur um 3 milljónir félaga og berst gegn umhverfissinnum, Lyndon Larouche sem þekkt- ur er fyrir sambönd við Ku Klux Klan, auk ýmissa stofn- ana og félagasamtaka sem all- ar eiga það sameiginlegt að berjast gegn umhverfissinn- um og stimpla þá sem vinstri- sinna og kommdnista. Asakanir Verdens Gang í garð Magnúsar em einkum þær, að hann ásamt formanni norskra hvalveiðimanna hafi notfært sérþekktahægri öfga- menn og ýmis samtök þeirra til að reka áróður gegn banda- rískum umhverfissinnum og Magnús Guðmundsson. Alþýðublaðsmynd/Einar Olason öðrum sem berjast gegn hval- veiðum í Bandaríkjunum. Meðal annars sakar VG Magnús um að hafa náin tengsl við þekkta hægri öfga- menn og félaga í Ku Klux Klan og njóti fyrirgreiðslu fé- lagasamtaka á hægri kantin- um í Bandaríkjunum. VG heldur því þannig fram að bandaríska tímaritið 21st Century & Technology sem áður hét Fusion og var gefið út af Larouche, hafi stutt Magnús Guðmundsson fjár- hagslega og greitt reikninga kringum kynningar Magnúsar á myndum sínum. Blaðið heldur því fram, að tímaritið hafi borgað allan kostnað af kynningu Magnúsar á mynd sinni „Lífsbjörg í Norðurhöf- um,“ þegar myndin var kynnt á hinum virta National Press Club á Capitol Hill í Wash- ington 8. júní 1989. Verdens Gang segir að um- rætt samtök hægri öfgamanna h'ti á umhverfissamtök og hreyfingar þeirra um allan heim sem höfuðandstæðing sinn eftir að kommúnisminn hrundi í Sovétríkjunum og í Austur-Evrópu. Norska síðdegisblaðið seg- ir að Magnús Guðmundsson og Steinar Bastesen hafi not- að umrædd samtök í Banda- ríkjunum til að koma ár sinni fyrir borð og flytja áróður fyr- ir hvalveiðum í Norðurhöf- um. VG hefur eftir Steinari Bastesen fonnanni norskra hvalveiðimanna, að hann og Magnús séu fómarlömb ófrægingarherferðar frá Grænfriðungum og alþjóð- legu veldi þeirra. Steinar stað- festir við blaðið að hann og Magnús hafi haft sainband og samvinnu við Ron Amold og Wise Use- hreyfinguna í Bandaríkjunum. „Við berj- umst sömu baráttu fyrir því hverjir eiga að ráða og stjóma auðlindum jarðar," segir Bastesen í viðtali við VG. Magnús Guðmundsson er nú á ferðalagi í Suður-Amer- íku og tekur blaðið fram að ekki hefði verið unnt að ná í hann. NY HJOLBARÐAÞJONU Þann 16 apríl síðastliðinn opnaði Hjólbarðaþjónusta Hjalta að Hjallahrauni 4 í Hafnarfírði. Afþví tilefni býður Hjalti uppá kynningarverð á umfelgun og jafnvægisstillingu sem er 3.300,- krónur. En ellilffeyrisþegar borga 2.900,- kmnur. Hjalti býður einnig uppá ný dekk frá Michelin og Norðdekk með 10% staðgreiðsluafslætti. Svo og kynningarafslátt af allri þjónustu. Hjólbarðaþjónustan er búin nýjustu og fullkomnustu tækjum. Hjalti nam dekkjafræðin hjá Jóni Ólafssyni í vesturbænum og síðar syni hans Amari Jónssyni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.