Alþýðublaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.05.1994, Blaðsíða 2
2 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ PÓLITÍK Fimmtudagur 12. maí 1994 ALMUBLMB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Sjúkdómseinkennin á þjóðarlíkamanum Félagsmálaráðherra hefur látið taka saman skýrslu um skuldastöðu heimilanna. Það em svartar tölur sem blasa við á síðum skýrslunnar. Samanlagt skulda heimilin lánastofnun- um um 256 milljarða króna við árslok 1993. Það svarar til um 114% af ráðstöfunartekjum. Áætlanir benda til þess að skuld- imar hafi aukist um 18 milljarða króna á síðasta ári eða um 7% að raungildi. Skuldir heimilanna em tæp milljón á hvem íslending eða um 4 milljónir á hveija fjögurra manna fjöl- skyldu. Skuldir em hlutfallslega hæstar hjá þeim sem minnst- ar hafa tekjumar. Fyrir utan ofangreindar skuldir almennings við lánastofnanir nema skattskuldir einstaklinga við ríkissjóð 7,3 milljörðum í árslok 1992 samkvæmt Ríkisreikningi. Greiðslukortaskuldir nema um 8 milljörðum króna auk nokkurra annarra skulda ut- an lánastofnana. Þá em ennfremur ekki taldar með skuldir milli einstaklinga, en þær em vemlegar. Má nefna í því tilefni að löngum hefur tíðkast að greiða íbúðarhúsnæði að hluta með handhafabréfum. Skuldasúpan verður enn meiri ef litið er til skulda íslenska ríkisins erlendis en hvert mannsbam á íslandi skuldar rúma milljón krónur vegna lántöku íslenska ríkisins erlendis. Sam- anlagt er það jafnstór upphæð og heildarskuld heimilanna í skýrslu félagsmálaráðherra. Þetta er ekki glæsileg staða. í hnotskum segir skuldastaða heimilanna allt sem segja þarf um íslenskt efhahagslíf og ís- lenskan vemleika í dag. Skuldastaðan segir okkur sögu um þjóð sem lifað hefur í áratugi, sennilega allt frá stríðslokum, um efni fram. Það em ekki aðeins einstaklingamir sem hafa eytt til hægri og vinstri, heldur hafa stjómvöld ekki hikað við að taka erlend lán og sent greiðsluseðlana áfram til komandi kynslóða. Offjárfestingar í atvinnulífi, pólitískar íyriigreiðslur, ríkisfor- sjá atvinnuveganna, sjálfvirkni í ríkisútgjöldum og skollaleik- ur efnahagslífsins á öllum sviðum hefur kostað sitt. Eftir höfðinu dansa limimir. Einstaklingar hafa tekið upp eyðslu- steíhu stjómvalda undir kjörorðinu „Þetta reddast einhvem veginn." Þetta slagorð var sérstaklega ríkjandi meðan óða- verðbólga ríkti og verðtrygging vísitölu var ekki til. En þessar tölur segja einnig aðra sögu. Þær segja einnig hvemig stéttaskipting peninganna hefur hreiðrað rækilega um sig í íslensku þjóðfélagi. Æ færri eiga sífellt meira; fyrirtæki, eignir og auðlindir þjóðarinnar. Þeir tekjulægstu skulda mest. í samdrætti, atvinnuleysi og dýrtíð eiga tekjulitlir einstakling- ar ekki margra kosta völ. Gamlar skuldir hrannast upp á okur- vöxtum. Nýjar neysluskuldir bætast við meðan enn em veð fyrir hendi. Á sama tíma falla fasteignir í verði. Hjól atvinnulífsins snúast hægar þar sem hagvöxtur er eng- inn. Áfram er treyst á fiskveiðar sem lífakkeri hins unga lýð- veldis. Og stjómmálamennimir standa í hópum niður á Al- þingi og beijast með kjafti og klóm gegn öllum framfömm í íslensku atvinnulífi: Gegn EES, gegn GATT, gegn afnámi sér- hagsmuna og einokunar, gegn eðlilegri samkeppni, gegn inn- flutningi á matvöm og öðmm nauðsynjavömm sem stórlækk- ar vömverð til neytenda, gegn sjálfvirkni í ríkisútgjöldum og óhóflegri eyðslu á ljármunum skattgreiðenda. Skýrsla félagsmálaráðherra er þörf lesning. Hún er skyldu- lesning fyrir alla stjómmálamenn og embættismenn sem taka veigamiklar ákvarðanir fyrir land og þjóð. Hún er ennfremur áhrifamikil og nauðsynleg lesning lyrir alla þá sem vilja sjá bemm augum sjúkdómseinkennin á helsjúkum þjóðarlíkam- anum. RÖKSTÓLAR Senn líður að því að þingmenn ljúki störfum á Alþingi og fari í sumar- ftí. Þess vegna hafa verið miklar annir á þingi und- anfamar vikur og unnið langt ífam á nótt - stund- um fram á rauðan morg- un. Tíðindamanni Rök- stóla þótti því tilhlýði- legt að fara niður á Al- þingi til að fylgjast með umræðum og því merka starfi þingmanna að koma helstu málum áleiðis með þjóðarhag og velferð lands og lýðs fyrir augum. Tíðindamaður hitti þingmanninn sin í bláa sófanum í innra anddyri. Neftóbak meðmeíru - Blessaður, stundi þingmaðurinn, viltu í nefið? Undirritaður hikaði við og minntist eitthvað á hvoit neftóbak væri ekki bannað með lögum núorðið., - Æ, minnstu ekki á þau ósköp, stundi þing- maðurinn og snýtti sér. Tíðindamaður spurði hvers vegna þingmaður- inn væri ekki að hlýða á umræðumar. - Þetta er ekki fyrir hvítan mann að hlusta á þetta málþóf, svaraði þingmaðurinn þung- Íyndislega. Rekstrar- skýrslurSæ- dýrasafiisins - Málþóf? át undirrit- aður upp eftir þingmann- inum. - Já, blessaður vertu, þetta eru eintómar mála- lengingar. Til dæmis er þingmaður Framsóknar þessa stundina að lesa upp skýrslu ráðunauta- fundar á vegum Búnað- arfélags Islands og Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Áður var hann að lesa upp úr Æsk- unni. - Um hvað er verið að ræða? spurði ég. - Blessaður, ég hef enga hugmynd um það. Það eru allir löngu búnir að gleyma því. Alþýðu- bandalagsmaðurinn sem situr við hliðina á mér hélt að hann væri að tala um villdýrafrumvarpið þegar hann hóf lestur úr rekstrarskýrslum Sæ- dýrasafiisins en þá vor- um við í raun að tala um jöfnun á flutningskosm- aði olíuvara. - Varð ekki allt vit- laust? - Nei, blessaður vertu, það tók enginn eftir neinu, svaraði þingmað- urinn. Lærðræða um tunglið Ég spurði þingmann- inn minn hvað væru heit- ustu málin á þingi núna í lok þinghaldsins. - Heitustu málin? Ætli það séu ekki stjóm fisk- veiða, þróunarsjóður sjávarútvegsins og verð- jöfnunarsjóður sjávarút- vegsins. Alla vega talaði þingmaður Framsóknar í 16 tíma í gær og í nótt. - Var þetta ekki lærð ræða? - Jú, talsvert, hún fjall- aði um möguleika á líf- rænni ræktun á tunglinu. Þingmaðurinn geisp- aði. Drullusokk- ar, meindýr oggrasasnar Tíðindamaður Rök- stóla tyllti sér hjá þing- manninum og spurði hvort ekki ríkti skilning- ur og vinátta milli þing- manna þrátt fyrir mikið vinnuálag og ábyrg átök? - Ha? geispaði þing- maðurinn þinn. Vinátta? Jú, blessaður vertu, við eram öll fínir vinir. Til dæmis kallaði þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins þingmann Framsóknar í nótt drallusokk, hálfvita og meindýr. Og þing- maður Framsóknar svar- aði lyrir sig og kallaði þingmann Sjálfstæðis- flokksins fábjána, heila- skaddaðan kjúkling og grasasna. — Hvað segirðu, greip ekki forseti þingsins lfam í? - Jú, jú, hún barði bjölluna nokkram sinn- um og áminnti þing- menn um að gæta mál- fars. - Hættu þeir þá dóna- skapnum? - Ha? stundi þingmað- urinn, Nei, þeir sögðu þá báðir að það yrði í minn- um haft, að þingforseti væri að grípa fram í mál- efnalegar umræður á þingi. - Þingmennimir talast vart við eftir þessar heift- arlegi orðasennur í nótt? - Ha? sagði þingmað- urinn, jú blessaður vertu, þeir era þama inni að fá sér snæðing, þessir tveir sem hlæja svo innilega saman! Símaskráin frál956 Tíðindamaður Rök- stóla var orðinn alveg gáttaður á þessum hirð- siðum þingsins og ætlaði að standa upp þegar tvær þingkonur stransuðu framhjá. Tíðindamaður heyrði að önnur þeirra sagði: - Þetta verður fínt þóf. Ég er búin að ná mér í Vera frá upphafi. Hin sagði: - Iss, það dugar ekk- ert, ég náði mér í Hagtíð- indi frá 1945, síma- skrána frá 1956 og allar bækumar hennar Guð- rúnu ftá Lundi. - Já, sniðug ertu, hve- nær ætlarðu að lesa upp úr Guðrúnu? - Jaaa...sagði hin og teygði lopann, ætli það passi ekki nokkuð vel þegar við föram að tala um fúllgildingu ákvörð- unar sameiginlegu EES- nefndarinnar um bókun 47? - Já, tók sú fýrri undir, en hvað með stækkun at- vinnu- og þjónustu- svæða á Vestfjörðum, heldurðu að lesning úr Vera myndi passa þar? - Nei, það gæti verið svolítið á ská. Hvemig væri að lesa úr Vera þeg- ar kemur að kjarasamn- ingi opinberra starfs- manna? Ha? Þær brostu báðar og vora horfnar upp stig- ann. Gerpla og rímur Þingmaðurinn minn var steinsofnaður og far- inn að hijóta. Ég kunni ekki við að vekja hann svo ég reis varlega á fæt- ur og læddist út með ganginum. Á leiðinni út fór ég framhjá þremur þingmönnum sem stóðu í hnapp við fatahengið. - Hvað ætlarðu að tala um þegar við föram aftur í villidýraffumvarpið? spurði sá fyrsti. - Ég var að hugsa um að lesa svolítið úr Gerplu, svaraði annar þeirra. - Já, ég ætla að fara með rímur Sigurðar Breiðfjörðs, svaraði hinn. - En hvað eigum við að taka þegar vog, mál og faggilding verður tek- in fyrir? - Það er nú ekkert mál, við föram bara og fáum okkur bjór í miðbænum á meðan, sagði sá fyrsti. Stelpumar í þingflokkn- um taka þá vakt. Þær era búnar að ná sér í heil- mikið lesefni, ég held Lesbók Morgunblaðsins frá upphafi og ættartal Norðlendinga. Það ætti að duga til að byija með. Ég læddist út úr hús- inu og hugsaði með sjálfum mér að það væri veralega vanþakklátt og misskilið starf að vera þingmaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.