Alþýðublaðið - 19.05.1994, Page 3

Alþýðublaðið - 19.05.1994, Page 3
Fimmtudagur 19. maí 1994 FRETTIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 (a) Stjóm Lögmannafélagsins ályktar: Ovissa um réttarstöðu verjenda og ákærðra - vegna túlkunar dómstóla á nýju lögunum um meðferð opinberra mála TÚLKUN Hæstaréttar á nýjum lögum um með- ferð opinberra mála hef- ur þegar leitt til mikillar óvissu um réttarstöðu verjenda og ákærðra fyr- ir dómi. Svo virðist sem nú sé talið nægilegt að verjendur ákærðra fái aðgang að gögnum og fái að spyrja vitni án þátt- töku skjólstæðinga sinna og þannig virðist á því byggt að verjandi geti með nokkrum hætti komið í stað sakbornings fyrir dómi. Þetta kemur fram í greinargerð með ályktun sem stjóm Lögmannafé- lags íslands hefur sam- þykkt. í ályktuninni er skorað á dómsmálaráð- herra að skipa þegar í stað nefnd til að meta meðal annars með könnun á dóm- um héraðsdómstóla og Hæstaréttar hvort og þá að hve niiklu leyti tekist hafi að ná markmiðum þeim sem að var stefnt með setn- ingu laga 1991 um með- ferð opinberra mála. Nefndin skuli leggja áherslu á réttaröryggis- markmið sem að var stefnt einkum með hliðsjón af réttaröryggisákvæðum í Mannréttindasáttmála Evr- ópu og Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjóm- málaleg réttindi eins og þau hafi verið túlkuð af Mannréttindanefnd og Mannréttindadómstól Evr- ópu og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Lagt verði fyrir nefndina að semja frumvarp til breyt- inga á lögum eftir því sem niðurstöður könnunar nefndarinnar gefi tilefni til. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR. Gengið hafa dómar íhéraði og Hœstarétti sem hafa orðið stjórn Lögmanna- félagsins tilefni til áskorunar á dómsmálaráðherra um að skipa nefnd til að kanna hvort tekist hafi að ná markmið- um sem að var stefnt með lögum um meðferð opinberra mála. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Réttur sakbornings I greinargerð með álykt- un stjómar Lögmannafé- lagsins er greint frá ástæð- um þessarar ályktunar: Meðal markmiða með setninga nýrra laga um meðferð opinberra mála var að uppfylla kröfur um réttláta opinbera málsmeð- ferð fyrir óháðum og sjálf- stæðum dómstóli. Þetta felst meðal annars í því að sakbomingar teljast sak- lausir þar til sekt þeirra er sönnuð að lögum. Þá á sakbomingur skýlausan rétt á að fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vöm sína, sem hann getur annast sjálfur og einn eða með aðstoð lögmanns. Slíka lögfræðiaðstoð skal hann fá ókeypis ef nauð- synlegt telst réttlætisins vegna. Hann á og sjálfur rétt á að spyrja eða láta spyrja vitni sem leidd em gegn honum. í nægri að- stöðu til að undirbúa vöm felst meðal annars réttur til aðgangs að sönnunargögn- um þeim sem ákæruvaldið byggir á. Með réttarörygg- isákvæðum er og stefnt að jafnræði ákæruvalds og ákærðra og það talið réttar- örygginu og réttlætinu til framdráttar. Dómur Hæstaréttar Eftir að hin nýju lög tóku gildi hinn l.júlí 1992 hafa gengið dómar í héraði og Hæstarétti sem vakið hafa upp spurningar um hvort tekist hafi að ná framan- greindum markmiðum. Nýjasta dæmið er dómur Hæstaréttar hinn 19. apríl 1994 þar sem Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu, að heimilt væri samkvæmt nýju lögunum að útiloka ákærðan frá því að vera viðstaddan yfirheyrslur í eigin máli og þar með til að spyrja sjálfur vitni í mál- inu. Ennfremur túlkar Hæstiréttur lögin þannig að heimilt sé að útiloka ákærða frá aðgangi að framlögðum gögnum málsins, sem ætlað er að vera sönnun um sekt ákærða, allt fram á lokastig aðalmeðferðar fyrir dómi. Ekki er tryggt að ákærða gefist nægileg aðstaða til að undirbúa vöm sína. Óvissa um réttarstöðu Framangreint hefur leitt til mikillar óvissu um rétt- arstöðu verjenda og ákærðra fyrir dómi og svo virðist sem nú sé talið nægilegt að veijendur ákærðra fái aðgang að gögnum og fái að spyrja vitni án þátttöku skjólstæð- inga sinna og þannig virð- ist á því byggt að verjandi geti með nokkrum hætti komið í stað sakbomings fyrir dómi. Við þetta er hætta á að sakbomingar glati því trausti sem þeir mega bera til veijenda sinna og þar með að þeir muni missa trúna á að þeir fái réttláta málsmeðferð fyrir óhlutdrægum og sjálfstæðum dómstóli. Jafnframt er hætt við að þeir líti á verjendur sína, sem fá vitneskju sem hald- ið er frá sakborningum, sem hluta af ákæruvaldinu. Stjóm Lögmannafélags íslands telur að með fram- angreindu kunni réttarör- ygginu að verða stefnt í hættu og því sé nauðsyn- legt að grípa til löggjafar- aðgerða þegar í stað til að aflétta því óvissuástandi sem nú hefur verið til stofnað og upphaflegum markmiðum laganna verði náð. Jafnframt ítrekar stjóm- in nauðsyn þess að í lögun- um verði skorið úr þeirri óvissu sem framangreint ástand hefur í för með sér fyrir lögmenn sem skipaða verjendur í opinbemm málum. íslendingar eru ötulustu bíógestír í Vestur-Evrópu: Hvert mannsbam ferfhnm sinnumá / I /1 // anibio IHutdeild bandarískra kvikmynda rúmlega 80%. íslensk kvikmyndahiis frumsýna á almennum sýningum að jaíhaði 200 kvikmyndir á ári. Bandarfekir kvikmyndaframleiðendur áttu 88 af 100 mestu gróða- myndum í heiminum 1993. ÍSLENDINGAR eru mestu bíóáhorl'endur í Vestur-Evrópu. Aðsóknartölur árin 1988 til 1993 jafngilda því að hvert niannsbarn hafi far- ið fimm sinnum á ári í kvikmyndahús. írar og Norðmenn komast næst okkur sem ákatir bíó- gestir en eru samt aðeins liálfdrættingar á við fs- lendinga. Og þráttfyrir mikla ameríkaniseringu bíóhúsanna sýna íslendingar síður en svo hlut- fallslega mest af bandarískum kvikmyndum miðað við önnur Evrópulönd. Þessar upplýsingar um bíóaðsókn íslendinga, myndaval og fleira birtist í nýjasta tölublaði af Neytendablaðinu í samantekt Ólafs H. Torfasonar kvikmyndagagnrýnanda. I grein Ólafs kemur fram engin þjóð Vestur-Evrópu sæki jaíiit stíft bíóhús eins og Islendingar þrátt fyrir að árlegur gestafjöldi á höfuðborgarsvæðinu hafi verið svipaður og í kringum 1970 en síðan hefur íbúafjölgun verið tæp 50%. í dag komast 6088 gestir samtímis í bíósæti í Reykjavík. Hámarki náði fjöldi bíógesta um 1980 en hefur dalað lítillega undanfarin ár. Þetta er ölúg þróun við erlendis þar sent aðsókn að kvikmynda- húsum er í sókn. Skýringin að mati Ólafs er sú að á íslandi sé mikil samkeppni tölvuleikja, myndbanda og gervihnattasjónvaips við kvikmyndahús. íslendingar ein ekki ameríkaniseraðasta bíóþjóð Evrópu. Af öllum kvikmyndum sem sýndar voru í kvikmyndahúsum á síðasta ári var hlutdeild banda- rískra kvikmynda 81%. Fyrir daga Sjónvarpsins 1966 var bandaríska hlutdeildin mun minni eða um 66%. Mest var hlutdeild bandarískra kvikmynda á íslandi á ámnum 1989 til 1992 en þá nam hlutur bandarískra kvikmynda 83.6%. Fjöldi bandarískra kvikmynda á íslandi er ívið lægri hlutfallslega en víða í Evrópu. Aðeins Frakkar hafa afgerandi minna hlutfall bandarískra kvikmynda eða um 60%. Bandaríkin em í mikilli stórsókn unt allan heim í kvikmyndaframleiðslu og dreifingu. Þannig áttu bandarískir kvikmyndaframleiðendur 88 af 100 mestu gróðamyndum í heiminum 1993. Þá kernur fram af grein Ólafs að bandarískar kvikmyndir skila sér hingað fljótt og vel en evr- ópskar seint og illa. Þetta er þó ekki íslenskur heimaalningsháttur. Reyndin er sú sama í flestum Vestur-Evrópulöndum. Aðeins fimm ESB- og EFTA-þjóðir sýndu áberandi hærra hlutfall inn- fluttra Evrópumynda heldur en íslendingar. Ólafur skiptir einnig sýndum kvikmyndum á ís- landi eftir efnisflokkuin. Þar kemur fram að hlutfall dramaúskra mynda er mest eða 33.2%. í kjölfarið fylgja gamanmyndir (28.5%), spennumyndir (24.8%) og loks fjölskyldumyndir (13.6%). íslensk kvikniyndahús frumsýna á almennum sýningum að jafnaði 200 kvikmyndir á ári.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.