Alþýðublaðið - 31.05.1994, Side 2

Alþýðublaðið - 31.05.1994, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ POLITIK Þriöjudagur 31. maí 1994 MPIMDID HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 RÖKSTÓLAR Tunínná þrotuni Umræður formanna stjórnmálaflokkanna í beinni útsendingu að loknum sveitarstjómarkosningum Þáttaskil Söguleg tíðindi áttu sér stað um helgina er Reykjavíkurlistinn vann glæsilegan sigur í borgarstjómarkosningunum í Reykja- vík og felldi meirihluta sjálfstæðismanna. Reykjavílcurlistinn hlaut 53% atkvæða og átta fulltrúa kjöma í borgarstjóm en Sjálfstæðisflokkurinn 47% og sjö fulltrúa. Hin sögulegu tíð- indi marka þáttaskil í Reykjavík og í íslenskum stjómmálum almennt. Ekki aðeins hefur meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjavík verið hnekkt í annað sinn í 60 ár, heldur hefur ný hreyfmg og nýr foringi séð dagsins ljós; ný samfylking sem ef til vill á eftir hafa mikil áhrif á landsvísu og boða stórfellda riðlun flokkakerfis á Islandi. Sigur Reykjavíkurlistans er mikill persónulegur sigur Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur. En sigurinn er ekki síst fólksins sjálfs, íbúa Reykjavíkur sem snúið hafa baki við einræði og flokksveldi Sjálfstæðisflokksins. Borgarbúar gripu þann val- kost sem Reykjavíkurlistinn skóp þeim; raunhæft val milli tveggja kosta. Krafan um virkt lýðræði fæddi af sér Reykja- víkurlistann. í stað íjögurra smáflokka sem fáliðaðir börðust gegn íjármagni og ofurvaldi Sjálfstæðisflokksins, og jafn- framt körpuðu sín á milli, rannu smáframboðin fjögur saman í samhenta fylkingu. Þegar borgarbúar eygðu hinn nýja og öfluga valkost, bættust þeir sjálfir í hópinn. Þannig varð til fimmti hópurinn og kannski sá stærsti: Oflokksbundnir kjós- endur sem flykktu sér um Reykjavíkurlistann. Þjóðin er rétt að ná sér eftir timburmenn helgar- innar. Sumir drukku sig- urskál en aðrir drekktu sorgum sínum. Að mati Rökstóla voru hinir einu sönnu sigurvegarar kosn- inganna formenn allra flokka, en samkvæmt umræðum í sjónvarpssal á kosninganótt höfðu allir unnið kosningamar. Rök- stólar endursegja hér um- ræðumar eftir besta minni tíðindamanns Rök- stóla sem treystir sér þó ekki að muna setningam- ar í smáatriðum enda orð- ið nokkuð áliðið og tekið að grynnka á birgðum í vínskáp tíðindamanns þegar útsending hófst. Yfirburðastaða Sjónvarpsmaður: - Nú virðist borgin fallin, hvað hefur þú að segia um það Davíð? Davíð: - Þetta er gífur- legur sigur Sjálfstæðis- flokksins. Flokkurinn var einn á móti fjórum flokk- um. Þetta sýnir yfírburða- stöðu flokksins. Sigur Reykjavíkurlistans er því sigur fólksins gegn fjármagn- inu og flokksvaldinu. Sjálfstæðisflokkurinn hætti að hlusta að borgarbúa. Hætti að hlusta á þarftr þeirra og óskir; beiðni um dagheimili, leikskóla, bætt skólakerfí, öflugra atvinnulíf. Borgarbúar frábáðu sér nýjar embættisbyggingar sem kost- uðu þá svimandi Ijármuni, frábáðu sér Korpúlfsstaðarævin- týrið, frábáðu sér hampi flokksgæðinga og einkavina. En Sjálfstæðisflokkurinn var hættur að hlusta. Hann fór sínu fram með bundið íyrir augu og tappa í eyrum. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík virtist trúa því að hann hefði eilífðarvöld; að lýðræðið væri bara upp á grín, að mót- staðan yrði aldrei marktæk, að smáflokkamir myndu halda áfram karpi sínu í hinu pólitíska Puttalandi þar sem Gúlliver var óhultur. En Gúlliver var ekki óhultur. Borgarbúar risu upp og sameinuðust gegn risanum í landi þeirra. Og þegar sjálf- stæðismenn í höfuðborginni vöknuðu upp við vondan draum, var orðið of seint að snúa við blaðinu. Þrátt fyrir nýjan borg- arstjóra, þrátt fyrir ný málefni og áþekkar áherslur og Reykjavíkurlistinn hafði í einu og öllu; þrátt fyrir pólitískar kúvendingar, andlitsupplyftingu, fjármagn, ógnanir, hræðslu- áróður og þrátt fyrir alls kyns uppákomur var slagurinn tapað- ur. Um tíma náðu sjálfstæðismenn að ná upp fylgi í skoðana- könnunum og skapa spennu í kosningabaráttunni. En slagur- inn var í raun tapaður eins og kom í ljós. Mikill vandi bíður nú Reykjavíkurlistans. Mikil ábyrgð hvíl- ir á listanum og ekki síst á herðum hins glæsilega leiðtoga hans, verðandi borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ekki aðeins bíður hennar og Reykjavíkurlistans að stjóma borginni betur en sjálfstæðismenn og mæta óskum borgarbúa. Reykjavíkurlistinn hefúr leyst úr læðingi pólitískt samfylk- ingarafl sem gæti markað þáttaskil í íslenskum stjómmálum og umbylt íslensku flokkakerfí. Það verður horft til Reykja- víkurlistans og verka hans langt út fyrir ramma sveitarstjóm- armála. Þess vegna verður Reykjavíkurlistinn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar að skila lýðræðislegu og skilvirku starfi ef samfylkingin á að verða sá pólitíski aflvaki í íslenskum stjómmálum sem margir binda nú vonir við. Sjónvarpsmaður: - En nú hefur Sjálfstæðis- flokkurinn tapað um land allt, Mosfellsbær fallinn, enginn meirihluti í Hafn- arfírði eða Kópavogi og meira að segja Seltjamar- nesið hangir á bláþræði. Hvað viltu segja um land- ið, Davíð? Davíð: - Þetta er stór- sigur Sjálfstæðisflokks- ins um land allt. Flokkur- inn var einn á móti öllum um allt land. Þetta sýnir yfirburðastöðu flokksins um landið. Sjónvarpsmaður: - Jón Baldvin, nú virðast jafn- aðarmenn hafa tapað víða um land. Endurspeglar þetta óvinsældir Alþýðu- flokks sem stjómar- flokks? Jón Baldvin: - Spurt er: Endurspeglar meint tap Alþýðuflokksins óvinsældir flokksins í rík- isstjóm? Ég spyr á móti: Er AJþýðuflokkurinn óvinsælf í rflcisstjóm? Lít- um á landið. Alþýðu- flokkurinn fær fimm kjöma í Hafnarfirði. Hann fær tvo kjöma í Kópavogi og einn kjörinn á Akureyri. Flokkurinn fær... (Davíð grípur fram í): - Blessaður hættu þessu, Jón! Það er búið að birta úrslitin! Jón Baldvin: - Það er því alveg ljóst, að Al- þýðuflokkurinn hefur stómnnið á í þessum kosningum, styrkt stöðu sína um landið, verið framar öllum skoðana- könnunum sem birtar vom síðustu vikuna fyrir kosningar... (Davíð grípur fram í): - Síðustu skoðanakann- anir fyrir kosningar vom allar^gerðar í Reykjavík, Jón. I Reykjavík, Jón! Jón Baldvin: - Já, og einmitt þess vegna segi ég: Álþýðuflokkurinn hefur yfirburðastöðu um land allt. Yfirburða einræði á Neskaupsstað Sjónvarpsmaður snýr sér að Olafi Ragnari: - Nú hefur Alþýðubanda- lagið bætt við sig á Norð- firði. Sumir hefðu nú sagt að það væri ekki hægt að bæta meiru við sig þar á bæ. Ólafur Ragnar: - Já, það er einkar ánægjulegt, og ég vona að mér fyrir- gefist að segja það hér, að Alþýðubandalagið undir- strikaði 50 ára valdaferil sinn á Neskaupsstað með því að bæta við sig fjölda atkvæða og hefur nú fylgi allra í bænum.. (Davíð grípur fram í): - Þetta er alveg dæmigert fýrir Ólaf Ragnar, fyrst hneykslast hann á einræði sjálfstæðismanna í Reykjavík svo fagnar hann einræði kommanna á Neskaupsstað! (Jón Baldvin grípur fram í): - Skilgreinum þettaeinræði... (Davíð grípur fram tj: - Nei, Jón, það verður ekkert skilgreint í kvöld! Áffam með smjörið! Kvennalistinn missir skírlífisbeltið Sjónvarpsmaður: - Nú er ljóst að Kvennalistinn missti skírlífisbeltið þeg- ar flokkurinn gekk til samstarfs við aðra flokka eins og gerðist í Reykjav- íkurlistanum. Er Kvenna- listinn hættur í kvenna- pólitík? Kristín: - Nei, nei, alls ekki. Það var alltaf mark- mið okkar að komast til botns í stjómkerfmu og koma konum að valda- póstunum. Nú hefur okk- ur tekist að koma Ingi- björgu Sólrúnu að stærsta kjötkatli landsins og hlökkum til þeirrar elda- mennsku. Sjónvarpsmaður: - Er þá sérstaða Kvennalistans búin? Kristín: - Nei, nú fýrst er hann kominn með sér- stöðu. Jón Baldvin: - Skil- greinum kvennapólitík... Davíð: -Uss, Jón! Alþýðuflokkurinn staðið sig vel eftir stríð Sjónvarpsmaður: — Framsókn er stjómar- andstöðuflokkur. Hann virðist vinna á í þessum kosningum. Er það vegna þess að hann er stjómar- andstöðuflokkur? Hall- dór? Halldór: - Ha? Ég? Ég hef nú svo lítið talað í kvöld... Sjón varpsmaður: - Gjörðu svo vel, Hail- dór. Halldór: - Já, ég veit ekki hvað segja skal. Mér finnst Alþýðuflokkurinn koma mjög vel út úr þess- um kosningum. Hann vinnur alls staðar á nema þar sem hann tapar. Jón Baldvin: - Þetta em mjög hefðbundnar kosningar. Það hafa verið erfiðir tímar í þjóðlífinu og erfitt að stjóma. Stjómarflokkamir gjalda þessa og þeim er refsað í sveitarstjórnarkosning- um. Stjómarandstaðan vinnur hins vegar á. Þetta hefúr alltaf verið svona. Þetta var svona 1990, 1986 og einhvem tímann fýrir stríð. Davíð: - Við emm að tala um tímana eftir stríð, Jón. Eftir stríð! Halldór: - Já, það er nefnilega það. Alþýðu- flokkurinn finnst mér hafa staðið sig mjög vel eftir stríð. Næst á eftir Al- þýðuflokknum hefur Framsóknarflokkurinn staðið sig vel eftir stríð. Sjónvarpsmaður: - Því miður er tími okkar á þrotum svo við komumst ekki lengra í kvöld og hættum því á þessum já- kvæðu nótum. Góða nótt! Jón Baldvin: - Góða nótt! Davíð: - Það er kom- inn morgun, Jón Baldvin! Maður segir góðan dag- inn! Ekki góða nótt!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.