Alþýðublaðið - 31.05.1994, Qupperneq 3
Þriðjudagur 31. maí 1994
TIMAMOT
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Borgarbúar Mdu íhaldíð í Reykjavík kusu sér nýjan
boi^irstjómanneirihluta: ReykjavTkurlistí 53% - D-Bstí 47 %
Stórsigur borgarbúa
- Ekkert miðaldainyrkur fraiuundan, segir nýr borgarstjúri Reykjavíkur,
Ingibjörg Sólrún (iisladóttir. Hún segir fjánnál borgarinnar þarfhast
úttektar og fjárhagsáietlun ársins þurfá endurskoðunar við
„REYKVÍKINGAR þurfa
engu að kvíða, hvorki ég né
aðrir borgarfulltrúar af
Reykjavíkurlistanum eru því-
Ifldr borgarskelfar sem mér
og öðrum var á stundum lýst í
kosningabaráttunni. Það var
engu líkara en að myrkur
miðaldanna væri að skella á
borginni, þannig var umræð-
an hjá andstæðingum okkar.
í sjónvarpinu lýsti fréttamað-
ur Morgunblaðsins lýðræðis-
legum sigri okkar sem „valda-
ráni“. En ég held að Reykvík-
ingar séu sammála um að þeir
hafi ekki haft neinu að tapa.
Við munum standa þétt sam-
an um að stjórna borginni
vel“, sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, hinn nýi borgar-
stjóri Reykvfldnga í samtali
við Alþýðublaðið í gær.
Afgerandi sigur
Reykjavíkurlistinn, sameigin-
legur framboðslisti Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags,
Framsóknarflokks og Kvenna-
lista, vann afgerandi sigur í
borgarstjórnarkosningunum.
Strax upp úr klukkan 10 á laug-
ardagskvöldið var ljóst að sigur-
inn var í höfn, þegar formaður
yfirkjörstjómar, Jón Steinar
Gunnlaugsson, las upp fyrstu
tölur, 10 þúsund atkvæði.
Reykjavíkurlistinn átti enn eftir
að bæta við sig og lokatölumar
vom þær að listinn hlaut 34.418
atkvæði og 8 borgarfulltrúa -
D-listinn 30.504 atkvæði og 7
borgarfulltrúa. Reykjavíkurlist-
inn hlaut því 53,01% atkvæð-
anna, Sjálfstæðisflokkurinn
46,99%. Munurinn reyndist því
nokkm meiri en síðustu skoð-
anakannanir höfðu bent til.
Fjármálin ekki of beysin
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sagði að eitt fyrsta verkefnið hjá
hinni nýju borgarstjóm Reykja-
víkur yrði að fara vandlega yfir
ljármál borgarinnar, þau væm
hreint út sagt ekki of beysin.
Fengnir yrðu hæfir menn til að
gera ljárhagslega úttekt á borg-
inni. Þá væri ljóst að núverandi
meirihluti yrði að taka upp fjár-
hagsáætlunina fyrir yfirstand-
andi ár, og hugsanlega yrði að
skoða aukaljárveitingar af ýmsu
tagi, sem ákveðnar vom í kosn-
ingaslagnum af fyrrverandi
meirihluta. Ingibjörg Sólrún
sagði að þær væm margar
hveijar markleysu eina.
í hádeginu í gær komu saman
til fundar borgarfulltrúar og
varaborgarfulltrúar Reykja-
víkurlistans, borgarmálaráð list-
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLA-
DÓTTIR á kjörstað um hálfníu-
leytið á laugardagsmorgun.
Ingibjörg Sólrún segir að eitt
fyrsta verkefnið hjá hinni nýju
borgarstjóm Reykjavíkur yrði að
fara vandlega yfir jjármál borg-
arinnar, þau vœru hreint út sagt
ekki of beysin. Fengnir yrðu
hœfir menn til að gera fjárhags-
lega úttekt á borginni. Þá vceri
Ijóstað núverandi meirihlutiyrði
að taka upp fjárhagsáœtlunina
fyrir yfirstandandi ár, og hugs-
anlega yrði að skoða aukafjár-
veitingar af ýmsu tagi, sem
ákveðnar vom í kosningaslagn-
um af fyrrverandi meirihluta.
Ingibjörg Sólrún sagði að þœr
vœm margar hverjar markleysu
eina. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
ans, á kosningaskrifstofu listans
að Laugavegi 31, og tóku til við
að ræða málefni borgarinnar og
framtíðarstefnumörk listans. A
þeim fundi var einnig rætt
nokkuð um skipan fólks í
nefndir og ráð borgarinnar.
Sagði Ingibjörg Sólrún að hún
óttaðist ekki hið minnsta að fullt
samkomulag yrði um öll þau
mál innan Reykjavíkurlistans,
en flestir telja að sjálfstæðis-
menn geri sér vonir um að
ágreiningur muni koma upp við
skipan nefndanna.
Nýr meirihluti eftir 15 daga
En hvenær tekur nýr meiri-
hluti við borginni?
„Samkvæmt sveitarstjómar-
lögum er það 15 dögum eftir
kosningar, en það þýðir 13. júní.
Nú er næsti reglulegur borgar-
stjómarfundur ekki fyrr en
fimmtudaginn 16. júní. Það er
enn ekki ljóst hvort við tökum
við þann dag, eða að boðað
verði til aukafundar þann 13.
júní. Þetta mun senn skýrast“,
sagði Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir hinn nýi borgarstjóri
Reykvíkinga.
Óttast ljótar tölur
borgarreikningsins
Pétur Jónsson, ljármálastjóri
Ríkisspítalanna, fjórði maður
Reykjavíkurlistans, fulltrúi Al-
þýðuflokksins á listanum, sagði
í gær að hann væri í sjöunda
himni yfir gott gengi listans í
kosningunum. Hann hafi raunar
aldrei misst trú á að meirihlut-
inn næðist. Hinsvegar væri
þungu af létt, þegar úrslitin
liggja fyrir.
„Eg mun fyrst og fremst
leggja áherslu á atvinnumálin
þegar nýr meirihluti kemur
saman og um þau mál er algjör
samstaða innan borgarstjómar-
flokksins okkar. í þeim mála-
flokki má breyta miklu. Þá
verða fjármálin mjög til um-
ræðu og skoðunar í upphafi fer-
ils okkar. Reikningar borgar-
sjóðs verða birtir á næsta borg-
arstjómarfundi. Eg er hræddur
um að við komum ekki að allt of
góðu búi, þeir verði nánast
skuggalegir og til muna verri
en menn gerðu ráð fyrir“,
sagði Pétur Jónsson í gær.
Pétur sagði að samheldnin
milli fólks á Reykjavíkurlistan-
um og hinna fjölmörgu stuðn-
ingsmanna á öllum aldri hefði
verið einstök allt ffá upphafi,
væri það enn og yrði án efa út
kjörtímabilið.
Atvinnumálin til úrlausnar
,Eitt það fyrsta sem nýr
meirihluti í borgarstjóm mun
taka sér fyrir hendur, er að taka
á atvinnuleysinu í borginni",
sagði Gunnar Levy Gissurar-
son, fyrsti varamaður í borgar-
stjóm, þegar Alþýðublaðið
ræddi við hann í gær. Gunnar
þekkir af eigin raun til atvinnu-
mála í borginni, en hann rekur
Gluggasmiðjuna hf., gamalgró-
ið iðnfyrirtæki. Sem fyrsti vara-
maður mun hann væntanlega
koma mjög við sögu í borgar-
stjóm Reykjavíkur næstu fjögur
árin.
Gunnar sagði að það væri
ánægjulegt og spennandi verk-
efni að fá tækifæri til að vinna
að lausn borgarmála. Urlausnar-
efnin væm mörg, ekki síst at-
vinnumálin, útrýming biðlista á
leikskólum, einsetning gmnn-
skóla og lenging skóladagsins,
og málefhi aldraðra borgarbúa.
„Reykjavíkurborg getur gert
til muna meira í atvinnumálum
en meirihluti Sjálfstæðisflokks-
ins gerði. Innkaupastefna borg-
arinnar hefur verið á þann veg
að aðallega hefur verið horft á
innkaupsverðið, sem segir auð-
vitað ekki alla söguna. Að sjálf-
sögðu er heimabitinn hollastur í
þessu sem öðm. Það þarf að
skoða bæði gæði vömnnar og
hagkvæmnina við að kaupa inn-
lenda vöm. Kaup á innlendri
vöm skapar atvinnu og eykur
tekjur borgarinnar með auknum
skattgreiðslum bæði fyrirtækja
og einstaklinga. Það er eins og
þetta dæmi hafi aldrei verið
reiknað til fulls“, sagði Gunnar
Gissurarson.
Gunnar sagði að vissulega
mundi það taka sinn tíma fyrir
nýjan meirihluta að breyta
ýmsu í atvinnumálum borgar-
innar, en hann væri bjartsýnn á
að takast mundi að breyta mál-
um mjög til hins betra. Fram-
undan væri ýmis bráðavandi, til
dæmis sumarvinna skólafólks-
ins, sem leysa þyrfti á viðunandi
hátt.
„Eg er mjög ánægður með úr-
slit kosninganna og bjartsýnn
fyrir hönd Reykvíkinga. Hinn
nýi meirihluti á eftir að gera ótal
marga góða hluti í þágu borgar-
búa og mun vinna Saman í ein-
drægni að lausn mála“, sagði
Gunnar.
REYKJAVÍKURLJSTINNfundar. í hádeginu ígœr komu saman tilfundar borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Reykjavíkurlistans, borg-
armálaráð listans, á kosningaskrifstofu listans að Laugavegi 31, og tóku til við að rœða málefni borgarinnar og framtíðarstefnumörk listans.
Á þeim fundi var einnig rœtt nokkuð um skipan fólks í nefndir og ráð borgarinnar. Á myndinni em frá vinstri talið: Ingvar Sverrisson (13),
GuðrúnJónsdóttir(lO), Guðrún Ögmundsdóttir (3), Helgi Pétursson (11), Steinunn Valdís Óskarsdóttir (7), Arthur Morthens (12), GuðrúnKr.
Óladóttir (15), Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (8), Guðrún Ágústsdóttir (2), Hulda Ólafsdóttir (14), Ámi Þór Sigfússon (5), Sigfús ÆgirÁmason
(16), Gunnar Levy Gissurarson (9), Pétur Jónsson (4), Alfreð Þorsteinsson (6) og Sigrún Magnúsdóttir (1). Alþýðublaösmynd/ Einar Ólason