Alþýðublaðið - 31.05.1994, Side 4

Alþýðublaðið - 31.05.1994, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ KOSNINGAUMFJOLLUN A-listi Alþýðuflokksins á Akranesi: Úrslitin vonbrigði A-LISTI Alþýðuflokksins tapaði tveimur bæj- arf'ulltrúum á Akranesi og fékk einn, Framsókn- arflokkur tapaði einum og fékk tvo. Sjálfstæðis- flokkurinn vann cinn og fékk þrjá en Alþýðu- bandaiagið vann tvo og fékk einnig þrjá. „Þessi úrslit eru mikil vonbrigði og við áttum ekki von á svo miklu tapi þótt vart yrði við and- byr. Aiþýðuflokkurinn myndaði meirihluta í frá- farandi bæjarstjórn með Framsóknarflokki sem er nú í oddaaðstöðu eftir þessi úrslit,“ sagði Ing- var Ingvarsson bæjarfulitrúi Aiþýðuflokksins á Akranesi. Listi Alþýðuflokksins fékk nú 362 atkvæði eða 12,1 prósent atkvæða en fékk 816 atkvæði og 28,1 prósent atkvæða við kosningarnar 1990. „Við unnum mikinn sigur 1990 en sá sigur hef- ur nú gengið til baka enda er gengið í pólitíkinni fallvalt Eflaust höfum við goldið þess að atvinnu- ástand hefur ekki verið gott og auk þess fékk list- inn ekki nægilegan hljómgrunn,“ sagði Ingvar Ingvarsson. A-listi Alþýðuflokkksins á Akureyri: / I meírihluta með Framsókn Á AKUREYRI vann Framsóknarflokkurinn einn mann af Sjálfstæðisflokki sem myndaði meirihluta með Alþýðubandalagi. Alþýðuflokk- urinn hélt sínum manni og Alþýðubandalagið sínum tveimur. „Við fengum færri atkvæði en ég vonaðist eftir en hins vegar fleiri atkvæði en skoðanakannanir gerðu ráð fyrir. Urslitin sýna að kjósendur vildu fella meirihiutann og töldu þá vænlegra að veðja á fimmta mann Framsóknar heldur en annan mann Alþýðuflokksins, „ sagði Gísii Bragi Hjart- arson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Akureyri. „Viðræður um myndun meirihluta Framsókn- arflokks og Alþýðuflokks eru komnar vel á stað en við gcfum okkur góðan tíma og of snemmt að segja til um hvenær þetta gengur saman,“ sagði Gísli Bragi. Alþýðuflokkurinn á Akureyri fékk 931 at- kvæði en í kosningunum 1990 fékk flokkurinn 862 atkvæði. A-Iisti Alþýðuflokksins í Borgarnesi: Megum sæmilega viðuna KOSIÐ var í nýju sveitarfélagi í Borgarnesi eftir að Hraunahreppur, Staflioltstunguhreppur og Norðurárdalshreppur sameinuðust Borgar- nesi. Bæjarfulltrúum var íjölgað úr sjö í níu. Al- þýðuflokkurinn fékk einn og tapaði einum, F'ramsóknarflokkur fjóra og bætti við sig tveim- ur, Sjálfstæðisflokkur bætti við sig einum og fékk þrjá. Alþýðubandalagið fékk einn mann. „Miðað við stöðuna þá megum við sæmiiega vel við una með þessi úrslit, en að vísu áttum við von á meira fylgi. Við fórum úr 20 prósenta fylgi í 17 prósent og mcirihluti okkar og sjálfstæðis- manna féll naumlega,“ sagði Sigurður Már Ein- arsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Borgar- nesi. Sigurður sagði að flokkinn hefði skort um 25 atkvæði til að halda sínu. Meirihlutinn hefði ver- ið samfleytt í átta ár og ekki legið undir ámæli fyrir sín vinnubrögð. H-listi Oháðra hefði ekki boðið fram núna en fylgi hans farið yfir á AI- þýðubandalagið. „Þetta gengur svona upp og ofan í pólitíkinni en miðað við stöðuna víða um land held ég að við getum verið nokkuð hressir með þessi úrslit. Hlutföllin riðlast í nýju sveitarfélagi og tekur tíma að ná jafnvægi aftur,“ sagði Sigurður Már. A-listi Alþýðuflokksins á Eskifirði: Uppskáru einsog til varsáð A-LISTI Alþýðuflokksins á Eskifirði telst ótví- ræður sigurvegari kosninganna þar og vantaði aðeins hársbreidd upp á að ná manni númer tvö inn. Framsóknarflokkur fékk tvo menn, Sjálf- stæðisflokkur tvo, E-listi Eskifirðinga einn og Al- þýðubandalagið einn. Fulltrúi Alþýðuflokksins í bæjarstjórn verður Ásbjörn Guðjónsson. AI- þýðuflokkurinn bætti stórlega við sig í bænum og fékk 18,6% atkvæða. Við spjölluðum við fráfar- andi bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, Guðmund- ur Þ. Svavarsson: „Þetta var mjög gott. Úrslitin sýna að við hljót- um að teljast sigurvegarar þessara kosninga. Eg þakka þetta góðri vinnu frábærs hóps fólks sem stóð saman og barðist vel. Okkar málflutningur í bæjarstjórn hefur greinilega fallið bæjarbúum vel í geð og við uppskerum samkvæmt því. Það vantaði aðeins sautján atkvæði upp á annan manninn. Hann kemur næst. Kosningabaráttan fór nokkuð vel og prúð- mannlega fram. Það voru aðallega sjálfstæði- menn sem héldu sig á persónulegu nótunum. Mér þykir líklegt að núverandi meirihluti haldi áfram samstarfi. Það erum við ásamt Framsókn og Al- þýðubandalagi. Góð kosningastemmning í bæn- um og maður fann góðan byr daginn fyrir kjör- dag. Áhugi fólk var mikill. Stærstu fréttirnar á landsvísu hljóta að vera fall íhaldsins í Reykjavík. Ég hef persónulega alltaf verið hlynntur tveggja flokka kerfi hægri og vinstri afla. Við spjölluðum aðeins um sameig- inlegt framboð hér á Eskifirði fyrir kosningar en ekkert kom út úr því. Við sjáum hinsvegar hvað gerist seinna. Já, tíðindin úr Reykjavík bera langsamlega hæst,“ segir Guðmundur Þ. Svav- arsson. A-listi Alþýðuflokksins í Garðabæ: Meirihluti íhaldsins fellurnæst í GARÐABÆ fékk A-Iisti Alþýðuflokksins einn mann kjörinn, Gizur Gottskálksson. Al- þýðuflokkurinn fékk einnig einn mann kjörinn í kosningunum 1990. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna, Framsóknarflokkurinn einn og Alþýðubandalagið einn. Við heyrðum hljóðið í Gizuri Gottskálkssyni: „Ég er náttúrulega ekki ánægður. En við í Garðabæ erum þó ein af fáum sem getum haldið höfði eftir þessar kosningar. A fáum stöðum öðr- um hélt Alþýðuflokkurinn sínu eða bætti við sig. Við stóðum svo að segja í stað. Kosningabaráttan var erfið og undiraldan var augljóslega gegn okk- ur. Baráttan var hinsvegar mjög góð og menn unnu gífurlega vel. Þetta er góður hópur. Það sem kom mér einna mest á óvart var hversu feiknalegur straumur lá til okkar af ungu fólki. Mikil nýliðun á þeim vígstöðvum. Maður gerir sér nokkuð góða grein fyrir ástæðunni fyrir slakri útkomu Alþýðuflokksins í þessum kosningum. Þegar menn eru í erfiðri stöðu í landsmáium þá er herkostnaðurinn mik- ill. En við skulum ekki örvænta heldur róa þessu öllu heim og líta svo á stöðuna. Af einstökum málum sem voru okkur dýr var skipan Stein- gríms Hermannssonar í embætti Seðlabanka- stjóra erfiðust. Ég tel óhætt að fullyrða að hún kostaði okkur 50 atkvæði. Nálægðin er svo mikil í hérna Garðabænum að maður fann þetta mjög vel. „Þykist þið vera siðapostular, boðið breytta tíma í siðvæðingarmálum. Þið ættuð að skamm- ast ykkar,“ sagði fólk. En burtséð frá þessu öllu getum við jafnaðar- menn í Garðabæ vel við unað. Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði miklu magni atkvæða og ég er sann- færður um að meirihlutinn fellur í næstu kosn- ingum. Af viðburðum í kosningunum ber fall Reykjavíkurborgar hæst. Sigur Reykjavíkurlist- ans eru stærstu tíðindin. Stórkostlegum áfanga er náð. Ég óska þeim hjartanlega til hamingju,“ sagði Gizur Gottskálksson. A-listi Alþýðuflokksins í Grindavík: Gflurleg vinna bar árangur A-LISTI Alþýðuflokksins í Grindavík hélt sín- um mönnum í bæjarstjórn og fékk tvo menn kjörna, þau Kristmund Ásmundsson og Iluldu Jóhannsdóttur. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn kjörna, Framsóknarflokkurinn tvo og Al- þýðubandalagið einn. Við spjölluðum við Krist- mund Ásmundsson: „Að halda þessum tveimur mönnum hér í Grindavík kostaði mikla vinnu og gífurleg átök. Það var stígandi í þessu hjá okkur og geysilega snarpur spretturinn síðasta hálfa mánuðinn. Maður svaf í tvo til þrjá tíma á nóttu. Þetta var stór og góður hópur í kringum framboðið sem var ákaflega vel samstilltur og ég hef varla kynnst betra fólki. Okkur hafði verið spáð einum manni en héldum okkar og ég get ekki verið ann- að en ánægður með það - þetta var mikill varn- arsigur. Annars er ég ekki nógu sáttur við útkomu Al- þýðuflokksins á landsvísu. Þar hefur efnahags- og atvinnuástandið í landinu sitt að segja ásamt óvinsældum ríkisstjórnarinnar sem kennt er um allt sem aflaga fer. Mér líst síðan vel á árangur Reykjavíkurlistans þrátt fyrir að manni sýnist hlutur alþýðuflokksmanna á þeim lista heidur rýr. Eins hefði nú mátt hressa upp á Reykjav- íkurlistann að ýmsu öðru leyti. Nokkrir gamlir flokkshundar úr öðrum flokkum hefðu mátt missa sín. En sigurinn í kosningum var Reykjav- íkurlistafólksins og það er ánægjulegt,“ sagði Kristmundur Ásmundsson. A-listi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði: Stöndum teinréttir meðnær 40% fylgi ALÞÝÐUFLOKKURINN er áfram stærsti flokkurinn í Hafnarfirði með fimm bæjarfulltrúa en tapaði einum yfir til Alþýðubandalagsins sem fékk tvo fulltrúa. Sjálfstæðisflokknum tókst að halda sínum fjórum en Kvennalistinn fékk engan fulltrúa. „Við jafnaðarmenn stöndum teinréttir eftir þessi úrslit þótt atkvæðin hafi reynst nokkru færri en við vonuðumst eftir. Þetta er tvímæla- laust góður varnarsigur því það var á brattan að sækja í þessum kosningum. Við unnum slíkan stórsigur 1990 að það var mjög erfitt að halda því fylgi,“ sagði Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi Al- þýðuflokks og formaður bæjarráðs Hafnarfjarð- ar. Tryggvi sagði úrslitin betri en skoðanakannan- ir bentu til fyrir kosningar þar sem því var spáð að Alþýðuflokkurinn tapaði tveimur fulltrúum. Þegar litið væri á kosningaúrslitin á landsvísu kæmi í ljós að stjómarflokkarnir hefðu víðast Þriðjudagur31. maí 1994 tapað fylgi. Alþýðuflokkurinn hefði komið út með tæplega 40% fylgi í Hafnarfirði scm væri hreint ekki slæm útkoma. „Við höfum sent Alþýðubandalaginu bréf og óskað eftir viðræðum um myndun meirihluta. Við áttum gott samstarf við Alþýðubandalagið í meirihlutanum sem þessir flokkar mynduðu kjörtímabilið 1986 til 1990. Nú virðist vera uppi almenn krafa um samstarf félagshyggjuflokka og ég vona að við náum saman um myndun meiri- hluta,“ sagði Tryggvi Harðarson. Ásamt Tryggva náðu kjöri af A-lista þau Ing- var Viktorsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Oddný Hjörleifsdóttir og Ómar Smári Ármanns- son. A-listinn á Húsavík Nær óbreytt fylgi Á HÚSAVIK urðu úrslit kosninganna þau að Alþýðuflokkurinn tapaði nokkrum atkvæðum og fékk einn mann og D-Iistinn heldur sínum tveim- ur. Framsókn tapaði einum og fékk þrjá og listi Alþýðubandalags og Kvennalista þrjá. „Ég átti von á að við fengjum meira fylgi en raun varð á án þess þó að búast við að ná inn manni til viðbótar. En miðað við áhrif frá óvin- sælli ríkisstjórn var kanski ekki við meiru að bú- ast,“ sagði Jón Ásberg Salómonsson bæjarfull- trúi Alþýðuflokksins á Húsavík. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru í meirihlutasamstarfi á Húsavík síðasta kjörtímabil. Þessir flokkar geta áfram myndað meirihluta, en Jón Ásberg sagðist vita til þess að Framsókn og Alþýðubandalag væru að krunka saman. „Maður er hálf illa settur að vera eini bæjar- fulltrúi flokksins og vera í minnihluta án þess að vera í aðstöðu til að mynda meirihluta eins og til dæmis er á Akureyri. En auðvitað geri ég mitt besta til að ná fram okkar markmiðum,“ sagði Jón Ásberg Salómonsson. A-Iisti Alþýðuflokksins á fsafírði: / Attu von á þessum úrslituni A-LISTI Alþýðuflokksins fékk tvo menn kjörna á Isafirði, þau Sigurð R. Ólafsson og Ka- ritas Pálsdóttur. Alþýðuflokkurinn fékk einnig tvo menn kjörna 1990. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn, Framsóknarflokkurinn tvo, AI- þýðubandalagið einn og Kvennalistinn einn. Við höfðum samband við Karitas Pálsdóttur, sem skipaði annað sæti á A-listanum: „Kosningarnar komu mjög vel út fyrir okkur jafnaðarmenn. Annað verður ekki sagt þar sem við fengum 18,3 prósent og héldum okkar hlut. Kosningabaráttan hér á Isafirði hófst nokkuð seint og var ekki tiltölulega erfið. Ég kann vel við það. Þegar baráttan hefst svo snemma sem raun- in varð á flestum stöðum þá verður þetta svo yfir- þyrmandi að fólk færi hreinlega nóg. Viðræður um meirihlutamyndun eru nú í full- um gangi á milli sjálfstæðismanna og framsókn- ar en ég hef nú lítið frétt af því hvernig það geng- ur. Þeir láta ekki ná í sig þessi menn. Við jafnað- armenn funduðum strax á sunnudegi og hljóðið var almennt gott í fólki. Við áttum von á þessum úrslitum hjá okkur en þetta var náttúrulega ekki gefið. ij Landsmálin blönduðust ekki svo mikið inn í baráttuna og það var fátt sem kom á óvart nema ef vera skyldi aðferðir sjálfstæðismanna á tíma- bili. Þá reyndu þeir að vera stikkfrí af fortíð sinni og töluðu eingöngu um framtíðina. Fólk er ekki vant þesskonar vinnubrögðum hér í bæ en sjálf- stæðismenn áttuðu sig á þcssu ábyrgðarleysi þeg- ar líða tók á baráttuna. Annars keniur mér það nokkuð undarlega fyrir sjónir hversu margir sig- urvegarar eru í kosningunum. Allir telja sig sig- urvegara. Meira að segja sjálfstæðismenn hér á Isafirði telja sig hafa unnið mikinn sigur þegar raunin er sú að þeir hafa hrapað í prósentum tal- ið frá síðustu kosningum,“ sagði Karitas Páls- dóttir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.