Alþýðublaðið - 31.05.1994, Side 7

Alþýðublaðið - 31.05.1994, Side 7
Þriðjudagur31. maí 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 F h FLOKKSSTARFIÐ Stofnun undirbúnings sem stuðla á að aukinni þátttöku kvenna við stjómun Sambands ungra jabiaðarmanna: Ungir jafnaðarmenn og annað áhugafólk! „Einsog flest ykkar kannski vita var á máiefnaþingi Sambands ungra jafnaðarmanna í febrúar síðast- liðnum samþykkt að hafa kynjakvóta sam viðmiðunar- reglu við val í nefndir og ráð innan sambandsins. Nú er kominn tími til þess að gera eitthvað í málinu. Til að ná þessu markmiði teljum við nauðsynlegt að koma á fót undirbúningshópi til að stuðla að aukinni þátttöku kvenna við stjórnun sambandsins. Undir- búningsfundur vegna stofnunar þessa nýja hóps innan Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldinn í dag, þriðjudaginn 30. júní, klukkan 2030 í Rósinni - félags- miðstöð jafnaðarmanna í Reykjavík (Hverfisgötu 8-10). Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á málinu. Á dagskrá fundarins er meðal annars að finna nafn á hópinn, ritun málefnalista um markmið og ieiðir hópsins í framtíðinni, umræða um kynjakvótann og kynning á ferðaiagi tveggja félaga tii Strasborgar í Frakklandi. Fjölmennum! Fyrir hönd undirbúningshópsins - Sigríður Björk Jónsdóttir og Jóhanna Þórdórsdóttir.“ Ungtfólkog atvinnuleysi Á framkvæmdastjórnarfundi Sambands ungra jafnaðarmanna þann 7. maí síðastliðinn var ákveðið að áhersla skyldi lögð á atvinnumá! ungs fólks á komandi aukaþingi SUJ sem haldið verður á LA Café í Reykja- vík, dagana 4. tii 5. júní. Iil að stjórna máiefnavinnu á þinginu voru tilnefndir þeir Jón Þór Sturiuson, ritari SUJ, og Benóný Valur Jakobsson, formaður stjórnmála- og verkalýðsnefndar. Miðvikudaginn l.júní verður haldinn vinnufundur starfshóps um atvinnumál ungs fólks í Alþýðuhúsinu við Hveríísgötu og hefst hann klukkan 17. Gestur fundarins verður Gunnar Sigurðsson, deildar- stjóri Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Fimmtudaginn 2,júní klukkan 20 verður síðan farið í vettvangsheimsókn í Hitt húsið, upplýsinga- og menn- ingarmiðstöð ungs fólks, 16 ára og eldri. Þar mun taka á móti okkur og sitja fyrir svörum Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Hins hússins. Að heimsókninni lokinni eru fyrirhugaðar stuttar umræður og undirbúningur fyrir ályktun aukaþingsins skipulagður. Mæting er í Hitt húsið á 111. hæð klukkan 19:50. Fundurinn er öllurn opinn. Þeir sem áhuga hafa á að starfa í vinnuhópnum, vin- samlega hafíð samband við Jón Þór Sturluson sem allra fyrst í heimsíma 12003 eða vinnusíma 694554. Aukaþing Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldið 3. og 4. júní á LA-Café í Reykjavík Aukaþing Sambands ungra jafnaðar- manna verður haldið 3. og 4. júní á LA-Café við Frakkastíg í Reykjavík. Aukaþingið verður sett föstudagmn 3. júní klukkan 19.30 og mun því Ijúka með hátíðarkvöldverði laugardagskvöldið 4. júní. Málefnahópar þingsins verða: fl) Atvinnumál ungs folks Abyrgðarmenn: Jón Þór Sturluson og Benóný Valur Jakobsson (2>j Jafnréttisixiál Abyrgðarmenn: Jóhanna Þórdórsdóttir og Sigríður Björk Jónsdóttir (3) Evrópumál Abyrgðarmenn: Kjartan Emil Sigurðsson og Eiríkur Bergmann Einarsson ý4) Innri mál SUJ Abyrgðarmenn: Magnús Árni Magnús- son og Bolli Runólfur Valgarðsson Á aukaþinginu munu ungir jafhaðar- menn undirbúa þau málefhi sem farið verður með inn á flokksþing Alþýðu- flokksins (haldið 10. til 12. júní). Auka- þingið mun einnig taka til samþykktar þá fulltrúa sem Félög ungra jafnaðarmanna hafa valið til setu á flokksþingi. Ekki verður kosið í embætti á aukaþingi SUJ og lagabreytingar eru ekki leyfilegar á slíkuþingi. Rétt til þátttöku hafa allir þeir félagar í Sambandi ungra jafnaðarmanna sem tilkynntir hafa verið sem þátttakendur af stjórnum Félaga ungra jafnaðarmanna til framkvæmdastjórnar SUJ. Nánari upplýsingar gefa Magnús Ámi Magnússon (hs. 14123 / vs. 15200 og 29244) og Bolli Runólfur Valgarðsson 47. flokksþing Alþýðuflokksins, J afnaða r m anna- flokks Islands Með vísan til 29. og 30. greinar flokkslaga Alþýðuflokksins - Jafhaðarmannaflokks íslands - er hér með boðað tíl 47. flokksþings Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands sem samkvæmt ákvörðun flokksstjómar verður haldið dagana 10. til 12. júní 1994 í íþróttahúsinu í Keflavík. Með vísan tíl 16. til 19. greinar flokkslaga er því hér með beint til stjóma allra Alþýðuflokksfélaga að láta fara fram kosningu aðal- og varafulltrúa á flokksþing, svo sem nánar er mælt fyrir í flokkslögum. Með vísan til 18. greinar flokkslaga er því hér með beint til aðildarfélaga að kosningar fari fram á tímabilinu 5. maí til 5. júní næstkomandi. Félagsstjómum er skylt að tilkynna kjör fulltrúa að kosningum loknum til skrifstofu Alþýðuflokksins (Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík, sími91-29244), sem veitir allar nánari upplýsingar. Með vísan til 21. greinar flokkslaga skulu kjördæmisráð Alþýðuflokksins í öllum kjördæmum hafa lokið kosningu fulltrúa sinna í flokksstjóm fyrir reglulegt flokksþing. Með vísan til 24. og 25. greinar flokkslaga skulu stjómir allra félaga hafa sent flokksstjóm skýrslu um starfsemi féiagsins á kjörtímabilinu, félagaskrá miðað við áramót og greiðslu félagsgjalda samkvæmt þeirri skrá. Dagskrá flokksþings Alþýðuflokksins - Jafinaðarmannaflokks íslands verður auglýst síðar. Jón Baldvin Hannibalsson «formaður.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.