Alþýðublaðið - 17.06.1994, Page 2

Alþýðublaðið - 17.06.1994, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LYÐVELDI I 50 AR! Föstudagur 17. júní 1994 flhlllllílflllll HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Hálfrar aldar afmæli lýðveldis á íslandi s Islenska þjóðin heldur í dag, 17. júní, þjóðhátíð sína hátíð- lega. Þjóðhátíðardagurinn í ár er merkari en ella því íslenska þjóðin heldur nú veglega upp á 50 ára afmæli lýðveldis á ís- landi. Stórfengleg hátíðarhöld verða í dag á Þingvöllum þar sem glæsileiki og skemmtun haldast í hendur. Búast má við múgi og margmenni á Þingvelli enda ekki á hverjum degi sem þjóðin heldur þar veglega þjóðhátíð. Sambærilegar þjóðhátíð- ir á Þingvöllum vom haldnar 1930,1944 og 1974. Það má því með sanni segja að hátíð hálfrar aldar afmælis lýðveldisins sé sögulegur viðburður. Mikið og vel hefur verið vandað til hátíðarinnar. Auk ítar- legrar morgundagskrár sem nær hámarki sínu með þingfundi Alþingis að viðstöddum öllum þjóðhöfðingjum Norðurland- anna, tekur við sjálf hátíðardagskráin sem hefst á hátíðarpall- inum á Efri-Völlum upp úr hádegi. Hátíðardagskráin er óvenju glæsileg þar sem margir bestu listamenn þjóðarinnar koma fram, stórfenglegir kórar þar sem kór eitt þúsund bama víðs vegar að landinu vekur ekki síst athygli og þjóðhöfðingj- ar allra Norðurlanda ávarpa gesti. Síðdegis tekur við skemmtidagskrá þar sem helstu skemmtikraftar þjóðarinnar koma fram. Auk alls þessa verður svonefnd fjölsýning haldin út um víðan völl þar sem hver getur fundið eitthvað við sitt hæfi og gott betur. í raun er ómögulegt fyrir fólk að komast yfír öll atriði hátíðarinnar. Mikill viðbúnaður hefur verið vegna lýðveldisafmælisins á Þingvöllum. Rúmlega eitthundrað erlendir blaðamenn eru staddir á landinu vegna afmælisins. Það gefur vísbendingu um þýðingu lýðveldisafmælisins í huga alheimsins, að helstu fjölmiðlar heimsins telja ástæðu til að senda fulltrúa sína hingað. Islenskir ljölmiðlar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Mikil og góð umijöllun þeirra fyrir lýðveldisafmælið hefur ótvírætt hjálpað til að glæða áhuga almennings á þjóðhátíð- inni á Þingvöllum. Kjami hálfrar aldar afmælis lýðveldis á ís- landi er að vekja áhuga almennings á sögu okkar og menn- ingu. Og ekki síst: Að vekja almenning til umhugsunar hvers virði það er að vera íslendingur í dag. Það er ekki sjálfgefið að fæðast í lýðfrjálsu ríki, að lifa í lýðveldi, að alast upp í sjálf- stæðu og fullvalda ríki. Mlorgunblaðið birti í gær athyglisverða fféttagrein um þekk- ingu bama og unglinga í gmnnskólum og menntaskólum landsins um nokkur undirstöðuatriði í sögu íslands er snúa að sjálfstæðisbaráttu okkar og lýðveldistíma. Vanþekkingin var sláandi. Þetta sýnir okkur og sannar að skólakerfíð hefur full- komlega bmgðist þeirri skyldu sinni að fræða nemendur um sögu sína, samsemd og tilverugrundvöll. Það sýnir sig að það var rétt ákvörðun hjá Þjóðhátíðamefnd 50 ára afmælis lýð- veldis á fslandi að leggja ofuráherslu á þátt bama í hátíðinni. Meðal annars hefur farið fram ítarleg fræðsla í grunnskólum landsins um lykilatriði í lýðveldissögunni, eins og íslenska fánann, skjaldarmerkið og inntak sjálfstæðisbaráttunnar. En betur má ef duga skal. íslensk yfu-völd mega því ekki láta staðar numið að lokinni þjóðhátíð á Þingvöllum. Sú vitundar- vakning sem gerst hefur í kjölfar lýðveldisafmælisins, verður að halda áfram. Það er mikilvægt á tímum alþjóðahyggju að æska íslands viti hvað sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar kostaði og hvers virði hún er þeim sem lifa í dag og eiga eftir að byggja landið okkar. Alþýðublaðið óskar landsmönnum öllum til hamingju með hálfrar aldar afmœli lýðveldis á íslandi! Mmáll sjálfstaðisbaráttu íslendinga 1831 til 11994 1831: Tilskipun um ráðgefandi þing í Dan- mörku. 1832: Baldvin Ein- arsson krefst sérstaks s ráðgefandi þings á Is- landi. 1835: Fjölnir byrjar að koma út - krefst Al- þingis á Þingvelli. Rit- ið kom út í 12 ár. Fjöln- ismenn voru náms- menn í Kaupmanna- höfn, þeir Jónas Hall- grímsson, Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson. 1841: Ný félagsrit, andsvar við Fjölni, hóf útkomu sína á vegum Jóns Sigurðssonar og kom út næstu 32 árin. Hafði mikil áhrif í sjálfstæðisbaráttunni eins og Fjölnir. 1843: Tilskipun um endurreisn alþingis sem ráð- gefandi þings í Reykjavík. 1845: Endurreist Alþingi kemur saman í fyrsta sinni í Reykjavík eftir 45 ára hlé. 1848: Jón Sigurðsson krefst sérstakrar stjómar- skrár og fullkominnar sjálfsstjómar fyrir ísland. 1851: Þjóðfundur í Lærða skólanum í Reykjavík í júlí-ágúst. „Vér mótmælum allir“, vom orð Jóns Sigurðssonar, þegar Trampe stiftamtmaður sleit þjóðfundinum þegar ekki tókst að fá í gegn fram- varp dönsku stjómarinnar um að gera Island amt í Danaveldi. 1871: Stöðulögin: ísland óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum. Lögin vöktu mikla reiði landsmanna. 1874: Stjómarskráin. Alþingi fær löggjafarvald og fjárforræði. Danskur ráðherra fyrir ísland í Kaupmannahöfn, án ábyrgðar fyrir Alþingi. 1885: Stjómarskrárframvarp Benedikts Sveins- sonar. Baráttan fyrir innlendri ráðherrastjóm, heimastjóm, hafin að nýju. 1903: Heimastjómin og þingræðið hefur sig- ur. Innlend ráðherra- stjóm með ábyrgð fyrir Alþingi í Reykjavík. 1904: Hannes Haf- stein skipaður fyrsti innlendi ráðherrann. 1908: Sambandsmál- ið tekið upp. Milli- landanefndin og Upp- kastið, tillögur að nýrri skipan á stöðu Islands í Danaveldi í stað Stöðu- s laga. Island skyldi vera frjálst og sjálfstætt land í sambandi við Dan- mörku um konung og mál sem talin vora sameiginleg. 1915: Tilskipun um íslenska fánann. 1918: Sambandslög- in. ísland verður frjálst og fullvalda ríki „í sam- bandi við Danmörku um einn og sama konung og samning þann er felst í þessum lögum“. Sam- bandsslit heimil með þriggja ára fyrirvara eftir 25 ár. 1928: Allir flokkar Alþingis boða uppsögn sam- bandslagasáttmálans strax og heimilt sé. 1937: Alþingi ítrekar yfirlýsinguna frá 1928 um fyrirhugaða uppsögn sambandslagasáttmálans. 1940: Danmörk og ísland hernumin. Alþingi tekur konungsvald og utanríkismál í eigin hendur „að svo stöddu“ eins og það er varfæmislega orð- að. 1941: Sambandslagasáttmála sagt upp. Alþingi boðar að sáttmálinn verði ekki endumýjaður, lýð- veldið ísland verði stofnað strax og formleg sam- bandsslit hafa átt sér stað. Sveinn Bjömsson, sendiherra, kosinn ríkisstjóri til bráðabirgða. 1944: Lýðveldi stofnað á Þingvöllum 17. júní, á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar. Sveinn Bjöms- son kjörinn fyrsti forseti Islands sama dag. Aldagömlu sambandi við Danmörku slitið daginn áður. Grímur Thomsen skáldflytur Kristjáni konungi IX. ávarp Þingvallafundar á þjóðhátíð 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.