Alþýðublaðið - 17.06.1994, Page 13

Alþýðublaðið - 17.06.1994, Page 13
Föstudagur 17. júní 1994 LÝÐVELDI í 50 ÁR! ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 ;VW Veður og vindar munu litlu ráða um það að fólk mun skunda á Þingvöll í dag, á 50 ára afmæli lýðveldisins ísland. Flestir sem við er rætt eru ákveðnir í að mæta til leiks, jafnvel klæddir vetrar- búningi, ef á þarf að halda. Væntanlega þarf ekki að grípa til svo mikils viðbúnaðar, en rétt að vera viðbúin rigningardembum. Þá koma að góðum notum „sólhlífar" lýðveldishátfðarinnar, þær eru einmitt regnhlffar við rétt tækifæri. Búist við mikilli umferð Lögreglan hefur mikinn viðbúnað í tilefni af hátíðinni eins og að líkum lætur. Búast má við mikilli umferð á þjóðvegunum að Þingvöllum í dag. Hátíðin varir frá því snemma morguns fram undir kvöld og verður margt að sjá og heyra, eins og Alþýðublað- ið hefur þegar kynnt fyrir lesendum sínum. Morguninn á Þingvöllum Klukkan 8:25 verður kirkjuklukkum hringt um landið allt, þar á meðal í Þingvallakirkju og þarmeð hefst morgundagskrá á Þingvöllum við fánaathöfn og lúðrastef eftiryón Asgeirsson. Klukkan 9 hefst hin mikla fjölsýning sem stendur allan daginn og hálftfma síðar er hugvekja séra Hönnu Maríu Pétursdóttur, þjóðgarðsvarðar, lúðrastef og hátíðalag Jóns Nordals við ljóð Jóns Oskars. Að því loknu hljóma lýðveldisklukkur Þingvalla- kirkju. Fjórir þjóðhöfðingjar á hátíðarpalli Þi ngfundur Alþingis hefst klukkan 11 og stendur í 50 mínútur. Megindagskráin hefst klukkan 13.05, þjóðlegt efni og í anda dagsins. Hátíðina setur formaður Þjóðhátíðarnefndar, Matthías Á. Mathiesen. Klukkan 14.10 hefjast ávörp erlendra gesta hátíð- arinnar, allra þjóðhöfðingja Norðurlandanna, sem heiðra sam- komuna með nærveru sinni ásamt mökum sínum. Hátíðardag- skránni lýkur klukkan 15.20. Stóran svip á dagskrána setja Sin- fóníuhljómsveit íslands, 1000 bama kór víðs vegar að af landinu, Óperukórinn og Karlakór Reykjavíkur og Fóstbrceður, sem stjómað verður af Garðari Cortes, en Rico Saccani, ítalskur hljómsveitarstjóri stýrir Sinfóníunni. Kynnar á hátíðinni verða leikaramir Gunnar Eyjólfsson og Ragnheiður Elfa Amardótt- ir. Viðamikil fjölsýning Fjölsýningin sem hefst strax um morguninn verður eins og fyrr sagði allan daginn. Þar kennir margra grasa og fer hún fram vítt og breitt um hátíðarsvæðið, sambland af gamni og alvöm. Meðal annars verða haldin harmónikkuböll, fombílar aka um svæðið, flugvélar sýna listflug og fomir aldahættir verða vaktir upp. Þá eiga menn von á að sjá „Kjarvala" með snjáða hattkúfa og málaratrönur mála litadýrð hraunsins. Hestar munu leika stór hlutverk, því glæsileg íjöldareið verður um svæðið auk hópreiða fólks klætt horfnum embættisbúningum. Sýningar em í gangi á gömlum tækjum og tólum Ríkisútvarps og Pósts og síma, kvik- myndasýningar með gömlum heimildamyndum, húsdýrasýning- ar, - og álfar, leppalúðar og grýlur fara um svæðið. Hér er aðeins fátt eitt tínt til og líklega komast gestir hátíðarinnar aldrei yfir að sjá og skoða allt það mikla efni sem á boðstólum verður. Auk all- skyns uppákoma um allt svæðið verður síðdegisdagskrá á hátíðar- pallinum frá klukkan 16 til 17:30, bamagaman, létt lög í 50 ár og leikþátturinn Afmælið hans Jóns. Umferðin austur, - og heim vo er það nánar um umferðina, sem margir hafa áhyggjur af. Opnar akstursleiðir til Þingvalla verða aðeins þtjár. Mosfellsheið- in að vestan og Grímsnes og Lyngdalsheiðin að austan. Nesja- vallavegi og Grafningi verður lokað fyrir almennri umferð og ekki er gert ráð fyrir að Vxahryggir eða Kaldidalur verði aksturs- færir. Þjóðhátíðamefnd áætlar að 12 þúsund einkabifreiðar fari um Mosfellsheiði frá klukkan 8 til 11 fyrir hádegi í dag. Báðar akreinar verða nýttar í austurátt að Þingvöllum fram að hádegi, - og síðan í vestur til Reykjavíkur frá klukkan 15. Önnur akreinin er ætluð langferðabflum. Langferðabflar verða í fömm frá klukk- an 7 til hádegis frá Reykjavík. Frá Þingvöllum ffá klukkan 15.30. Fargjald fyrir fullorðna verður 400 krónur fram og til baka. Brott- fararstaðir em ffá Mjódd í Breiðholti og Umferðarmiðstöðinni. Á báðum stöðum hafa verið gerðar ráðstafanir með bflastæði fyrir einkabiffeiðar. Ljóst er að fjölmargir ætla að nýta rútuferðimar, enda áhyggjulaust ferðalag með öllu og hið þægilegasta. Á Þing- velli em tilbúin bflastæði á fjómm stöðum fyrir 18 þúsund bfla. Er fólk hvatt til að sameinast um bfla og hafa eins fá sæti laus í bflum og unnt er. Innan hátíðarsvæðisins verða strætisvagnar í fömm til og ffá bflastæðum. Það er að lokum óhætt að hvetja landsmenn til að mæta á þjóðhátíð á Þingvöllum. Veðunítlit er hreint ekki slæmt og ekki vafi á að hátíðin á eftir að verða mönn- um eftirminnileg - enda tilefnið ærið. ; ✓ I dag verður starfrækt pósthús á Þingvöllum og þar verður Forsetamappan seld í fyrsta sinn, enda er 17. júní útgáfu- dagur á frímerkjaörkinni sem ber myndir forseta lýðveldisins. í möppunni eru m.a. tvö eintök arkarinnar - annað óstimplað, hitt stimplað á Þingvöllum í dag. Frímerkjasalan, Armúla 25, Pósthólf 8445, 128 Reykjavík. Pöntunarsímar: 636051 og 636052 Fax: 636059. PÓSTUR OG SÍMI ÞINGVELLIR 17. JÚNt 1994, — þannig er hátíðasvœðið skipulagt, takið kortið með á Þingvöll í dag

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.