Alþýðublaðið - 17.06.1994, Síða 18

Alþýðublaðið - 17.06.1994, Síða 18
18 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LYÐVELDI I 50 AR! Föstudagur 17. júní 1994 H íslensk stjórnmál á lýðueldistímanum: - spyr doktor Úlafur Þ. Harðarson, dósent í stjórnmálafræði. Hann leitast við að svara þessari spurningu og er ómyrkur í máli um íslenska stjórnmálakerfið „Hversvegna skyldu menn sem áttu erindi við ríkisvaldið fylgja almennum reglum og eiga við undirtyllur, þegar þeir gátu talað beint við ráðherrann sjálfan? ...Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds varð semsé miklu ógleggri hér á landi en í nágrannalöndum. Stjórnmálamenn voru með puttana í stjórnsýslu og dómsvaldi auk þess að sinna löggjöf og framkvæmdavaldi. Með þessu var auðvitað þverbrotin sú meginhugsun vestrænnar stjórnskipunar að valdi skuli dreift.44 Island - í hópi fátækustu og frumstæðustu þjóða Evrópu á síðari hluta 19. aldarinnar - hefur brotist til álna. Islendingar í dag eru í hópi ríkustu þjóða ver- aldar. Á tiltölulega skömmum tíma hefur Islendingum tekist að skapa fjölbreytt menningar- og velferðarsamfélag, sem um margt svipar til annarra vestrænna þjóð- félaga. Olafur Þ. Harðarson, dó- sent í stjómmálafræði, segir að margir erlendir menn furði sig á því að svo fámennri þjóð skuli hafa tekist að skapa það þjóðfélag sem við blasir í dag. Við spurðum Óiaf um stjómmálakerfi lýðveld- isins, - einkum til að fá svar við þeirri sígildu spumingu hvort við höfum gengið til góðs, - götuna fram eftir veg. Ólafur segir að í raun hafí til- raunin með smáríkið ísland heppnast, aðallega vegna þess að við höfum unnið í happdrættinu, ekki vegna þess að við höfum unnið skynsamlega á sviðum stjómmála og hagstjómar. Hann segir að kannski munum við ekki vinna endalaust í happdrættinu. „Á fímmtíu ára afmæli íslensks lýðveldis er eðlilegt að spurt sé: Hefur hér verið gerð merkileg til- raun í veraldarsögunni, tilraun sem hefur lukkast? Og svo efnið sé nánar afmarkað: Hvaða þátt hefur íslenska stjómmálakerfið átt í þróuninni? Hafa Islendingar búið við farsælt stjómarfar, sem þeir geta þakkað margt af því sem áunnist hefur? Eða hafa framfarir kannski orðið á Islandi, - þrátt fyrir vonda stjómarhætti", segir Ólafur Þ. Harðarson. „Lýðveldisstofnunin markaði auðvitað tímamót. ísland varð lýðveldi og tók stjórn utanríkis- mála í eigin hendur. Stjómmála- kerfið breyttist hins vegar ekki mikið. Þjóðinni var ekki færð ný stjómarskrá, heldur voru gerðar lágmarksbreytingar á þeirri gömlu. Helstar breytinganna vom þær að innlendur forseti kom í staðinn fyrir danskan kóng. Stjómkerfið hafði mótast fýrir 1944 og breyttist lítt eða ekki við lýðveldisstofnunina. Þama á ég við þing, ríkisstjóm, embættis- kerfið, stjómmálaflokka og hags- munasamtök“, segir Ólafur. 1904 meiri tímamót en 1944 Hann segir að færa megi að því rök hvað innlenda stjómskipan varðar, að þá hafi heimastjómin 1904 markað miklu meiri tíma- mót en lýðveldisstofnunin. Þá varð til íslenskt framkvæmdavald og embættiskerfi. Þingræðið hafi einnig haldið innreið sína og átt þátt í tilkomu stjómmálaflokka. Eftir árið 1904 hafi íslendingar að verulegu leyti ráðið eigin málum sjálfir. Þá bendir Ólafur á önnur mikil- væg tímamót, - 1918. Það ár varð ísland fijálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Dan- mörku. Eftir jrað hafi það verið vafalaust að Island var sjálfstætt ríki sem gat slitið öll tengsl við danska stjómkerfið eftir 25 ár. I framhaldinu var komið á fót ís- lenskum hæstarétti árið 1920. Þarmeð vom þijár meginstoðir ríkisvaldsins innlendar: löggjaf- arvald, framkvæmdavald og dómsvald. Með fullveldinu hafi líka horfið eitt meginmál ís- lenskra stjómmála fram til þess tíma, sambandið við Dani. I kjöl- farið hafi séð dagsins ljós ný flokkaskipan, byggð á afstöðu til innanlandsmála. Þróun innlenda stjómmálakerfisins hafi þannig ekki tekið neinunt stakkaskiptum árið 1944. Fljótt á litið virðist það sama eiga um önnur svið þjóðfé- lagsins, efnahagsþróun, menning- ar- og menntamál og velferðar- kerfi. „Auðvitað hafa gífurlegar breytingar átt sér stað eftir stofn- un lýðveldisins, rétt eins og á ára- tugunum fyrir stofnun^ þess. En tilraunin um smáríkið ísland, til- raun um fáeinar sálir sem vildu ráða sér sjálfar og skapa öflugt nútímasamfélag, hófst ekki árið 1944, - eðlilegra er að miðað sé við 1904 vilji menn tímasetja hana“, sagði Olafur Þ. Harðarson. Stjómmálamenn með puttana á öllu Við spyijum um þátt stjómmál- anna í þeirri byltingu sem orðið hefur í íslensku þjóðfélagi. Hafa íslensk stjómmál aukið líkumar á því að tilraunin um smáríkið fs- land mætti takast, - eða hafa þau kannski fremur verið dragbítur á þróunina? „Þegar Islendingar fengu inn- lendan ráðherra 1904 fylgdi þing- ræðið með í kaupunum. I kjölfar- ið fylgdi stofnun íslensks stjóm- arráðs og vísir að embættis- mannakerfi myndaðist. Strax í upphafi mátti greina eitt megin- einkenni stjómkerfisins, sem haldist hefur allar götur síðan: Stjómmálamenn vom fyrirferðar- miklir og réðu miklu um flesta hluti. Fagmennska og sjálfstætt embættiskerfi var veikt, andstætt því sem var í nágrannalöndum okkar, þar sem kerfi embættis- manna hafði þróast um langan aldur. Hér á landi tók innlent embættiskerfi við af dönsku framkvæmdavaldi í byrjun þess- arar aldar. Stjómmálamennimir, margir hverjir hetjur úr sjálfstæð- isbaráttunni, drottnuðu ekki bara á löggjafarþinginu, heldur réðu þeir líka framkvæmdavaldinu. Embættismenn sem margir vom pólitískt skipaðir, urðu fremur þjónar stjórnmálamanna en sjálf- stæðir embættismenn sem lutu al- mennum reglum og gátu verið talsmenn faglegra sjónarmiða. Hversvegna skyldu menn sem áttu erindi við ríkisvaldið fylgja almennum reglum og eiga við undirtyllur, þegar þeir gátu talað beint við ráðherrann sjálfan, ráð- herra sem var líklegur til þess að skipa fyrir um smámál eins og ráðningu dyravarða, ráðherra sem lét ekkert mannlegt sér óviðkom- andi? Aðskilnaður löggjafarvaids og framkvæmdavalds varð semsé miklu ógleggri hér á landi en í ná- grannalöndum. Stjómmálamenn voru með puttana í stjómsýslu og dómsvaldi auk þess að sinna lög- gjöf og framkvæmdavaldi. Með þessu var auðvitað þverbrotin sú meginhugsun vestrænnar stjóm- skipunar að valdi skuli dreift", sagði Ólafur. Áberandi fyrirgreiðslupólitík Á árunum 1916 til 1930 voru stofnaðir þeir stjómmálaflokkar sem allar götur síðan hafa verið uppistaða flokkakerfisins. En þessir flokkar þróuðust með öðr- um hætti en stjómmálaflokkar í nágrannalöndunum. Um þetta segir Ólafur: „Þrátt fyrir að taka að forminu til upp skipulag ijöldaflokka, einkum á íjórða áratugnum, héldu flokkamir áfram mikilvægum einkennum svokallaðra kjama- flokka. Þeir vora skipulagslega veikar einingar, þátttaka almennings skipti ekki mjög miklu máli, nema helst í kosningum, og vald- ið lá áfram hjá forystumönnum og þingflokki í enn ríkari mæli en meðal nágranna okkar. Fyrir- greiðslupólitík varð áberandi, en það hugtak er notað um stjóm- kerfi þar sem málefni og formleg- ar reglur skipta litlu máli, en stjómmálin markast mikið af per- sónulegum samskiptanetum stjómmálamanna og skjólstæð- inga þeirra. Mörg stjómmálakerfi þriðja heimsins bera rík einkenni af þessu tagi, en einnig hefur fyr- irgreiðslupólitík verið áberandi í stjórnkerfi Bandaríkjanna og ítal- íu. Öðru máli gegni um flest þing- ræðisríki Norður-Evrópu". Stefnan sett á kjötkatlana Meginmarkmið flokkanna hér á landi varð að vinna í kosningum og komast í ríkisstjóm til þess að hafa aðgang að kjötkötlunum, fremur en að vinna ákveðinni stefnu framgang. Ólafur segir að slíkt sé kallað hentistefna, tæki til að öðlast kjörfylgi. Sýnt hefur verið fram á flöktandi stefnu- áherslur Framsóknarflokksins með samanburðarrannsóknum með norska og sænska miðflokka til samanburðar. Áherslumar hér á landi hafa breyst mjög frá ein- um kosningum til annarra. Ólafur segir margt benda til að ástandið sé hið sama hjá öðrum íslenskum stjórnmálaflokkum. Ríkisafskipti af flestum hlutum „Á fjórða áratugnum mótaðist hér afar umfangsmikið ríkisaf- skiptakerfi, sem birtist ekki ein- ungis í innflutningshöftum, skömmtun og margvíslegum af- skiptum af efnahagslífinu, meðal annars lánafyrirgreiðslu til ein- „Þrátt fyrir að taka að forminu til upp skipulag íjöldaflokka, einkum á fjórða áratugnum, héldu flokkarnir áfram mikilvægum einkennum svokallaðra kjarnaflokka. Þeir voru skipulagslega veikar einingar, þátttaka almennings skipti ekki mjög miklu máli, nema helst í kosningum, og valdið lá áfram hjá forystumönnum og þingflokki í enn ríkari mæli en meðal nágranna okkar. Fyrirgreiðslupólitík varð áberandi.“ -

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.