Alþýðublaðið - 17.06.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 17.06.1994, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LYÐUELDI I 50 AR! Fðstudagur 17. júní 1994 WILLYS OVERLAND - árgerð 1946. Þessi á eftir að veita eiganda allmargar ánœgjustundir áður en hann kemur á götuna. BUICK 60 - árgerð 1932. 8 strokka línuvél, 95 hestöfl. Glœsileg farangurskistan ásamt varahjóli sem fellt er inn íframbretti gerir þennan bíl meiriháttar. BUICK SUPER - árgerð 1949. Unuvél, 110 hestöfl. CORD 810 - árgerð 1936. 8 strokka V vél, 125 hestöfl. Það voru aðeins 2360 bílar framleiddir afþessari gerð árin 1936 og 1937. Þetta eru nú dýrgripir sem finna má á söfnum. CITROEN BL11 - árgerð 1946. Þessi gerð kom fyrst á markað 1934 og hélt vinsœldum framyfir 1955. RENAULT 11 CV - árgerð 1946. Bílar þessir voru geymdir við Haga við Hofsvallagötu meðan beðið var eflir innflutningsleyfum og gengu undir nafninu Hagamýsnar eftir það. Þennan þekkja allir- FORD T. CHEVROLET vörubíU - árgerð 1947. INTERNATIONAL KB5 vörubíll - árgerð 1946. Hver stórviðburðurinn rekur annan á þessu ári. Það er ekki aðeins að við íslendingar fögnum nú 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins, heldur og fögn- um við 90 ára afmæli bflsins hér á landi. Ekki fer á milli mála að tilkoma bifreiðarinnar varð til þess að auðvelda alla fólks- og vöruflutninga hér á landi og á hún því mikinn þátt í því efnahagslega sjálfstæði sem við íslendingar búum nú við. Þeir hjá Fombílaklúbbi íslands fögnuðu því tímamót- unum með frábærri sýningu á fombflum sem haldin var í Laugardalshöll. Ásamt þeim áttu Bíliðnaðarsafn ís- lands og Ljósmyndasafn Reykjavíkur ásamt Sögu- og minjanefnd Fornbílaklúbbsins mikinn þátt í að gera sýninguna bæði skemmtilega og fróðlega. Þama mátti meðal annars sjá þau spor sem gengin em af áhugamönnum frá því að úrsérgengið hræ er sett inn í skúr þar til svo er komið að um glæsilegan saftigrip er að ræða - grip sem ekið er um götur við hátíðleg tækifæri. Það starf sem áhugamenn um fombfla hafa innt af hendi verður seint þakkað og þau verðmæti sem starf þeirra hefur forðað frá glatkistunni er hreint út sagt ómet- anleg. Saga bflsins hér á landi hófst með tilkomu Thomsen- bílsins en hann var fluttur hingað til landsins 20. júní 1904. Þetta var Cudel, árgerð 1901 - orðinn þriggja ára gamall og shtinn í samræmi við það. Ekki stóð hann und- ir þeim væntingum sem til hans vom gerðar og var áfallasaga hans stutt hér á landi. Ekki liðu þó nema þijú ár þar til ný tilraun var gerð til þess að hafa not af þessu sjálfknúna tæki og nú var það stórbóndinn á Grund í Eyjaftrði sem sló til. Það var í nóvember 1907 sem hann flutti Gmndarbílinn inn en vegleysur og frumstæður bfllinn urðu þess valdandi að þessi tilraun gekk ekki frekar en sú fýrsta. Það var svo ekki fyrr en einn hinna ágætu Ford T bfla var fluttur inn til landsins að ísinn var brotinn. Þetta var árið 1913 þegar Sveinn Oddsson prentari flutti einn slíkan inn. Þetta var blæjubfll og stuttu síðar fylgdi ann- ar svo í kjölfarið. í lok ársins bættist önnur tegund við en það var Over- land bíll en þeir bflar áttu í samkeppni við Ford bflana fyrstu árin. Menn sáu strax að ekki aðeins væri bflhnn þægilegur til farþegaflutninga, hann væri ekki síðri sem vömflutningatæki. Fyrsti vömbfllinn var því fluttur fljót- lega inn til landsins og kom hann hér á götuna árið 1914. Bflum fjölgaði síðan nokkuð og auk Ford og Overland sáust nú Maxwell, Saxon, Chevrolet og Buick á vegs- lóðum. Aukin bflaeign kallaði á umferðarlög og þar með lög um hámarkshraða, var ákveðið að leyfa 15 kflómetra hraða í þéttbýli en 35 kflómetra hámarkshraða í dreifbýli. Þó nokkuð væri flutt inn af fólksbflum var meiri áhersla lögð á vömbfla innflutning en þegar seinni heimsstyijöldin skall á breyttust ýmsar forsendur og inn- flutningur á biffeiðum til farþegaflutninga jókst í takt við aukna eftirspum eftir leigubflum. Saga innflutningsleyfa og hafta verður ekki rakin að sinni en svo kom að innflutningur var gefinn ftjáls og njótum við þess sem emm nú í bflahugleiðingum. Á sýn- ingu Fombflaklúbbsins mátti sjá bfla frá 1923 til ársins 1967. Þær myndir sem birtast hér á síðunni em af bflum ffá því fyrir og rétt eftir síðari heimsstyijöld. -J.S.S. Alþýöublaðsmyndir/Gunnar Valur

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.