Alþýðublaðið - 17.06.1994, Side 19

Alþýðublaðið - 17.06.1994, Side 19
staklinga og fyrirtækja, heldur líka í afskiptum flokka og for- ingja af flestum sviðum mannlífs- ins; fjölmiðlun, ráðningu bama- kennara, lóðaúthlutunum og bókaútgáfu svo ég taki dæmi af handahófi. Þetta kerfi færði flokksforingjum gífurleg völd á flestum sviðum og ásóknin eftir því að fara með ríkisvaldið jókst. Kjósendur veittu flokksforingjum lítið aðhaid, stéttarstaða og flokkshollusta réðu miklu um það hvar menn skipuðu sér í sveit í kosningum og kosningaúrslit tóku litlum breytingum frá 1942 til 1967“, segirÓlafur. Breytingar á hagstjórn í Viðreisn Ólafur segir að það hafi verið upp úr 1960 að breytingar urðu á hagkerfinu. Viðreisnarstjómin sem þá sat, stóð fyrir auknu frelsi í viðskiptum og ísland gerðist að- ili að GATT og EFTA. En hin umfangsmiklu ríkisafskipti af efnahagsmálum á íslandi stóðu lengur hér á landi en í nágranna- löndum okkar, og segir Ólafur að ýmis einkenni þessara afskipta hafi staðið allt fram til dagsins í dag. Þá segir Ólafur að jafnframt hafi orðið breytingar á stjóm- málakerfinu, einkum eftir 1970. Forræði flokka minnkaði líka á öðmm sviðum. Hagsmunasam- tök og íjölmiðlar urðu til dæmis sjálfstæðari og fagmennska jókst á mörgum sviðum. „Það varð ekki sjálfgefið að flokkslitur réði veitingu embætta. Kjósendur létu minna stjómast af stéttarslöðu og flokkshollustu en áður, en málefni réðu meim um það hvemig þeir kusu í kosning- um. Kosningaúrslit urðu ótrygg og miklum sveiflum háð. Staða flokka og foringja á kjósenda- markaðnum varð miklu ótryggari en áður. Prófkjör veiktu forystu flokkanna. Almennt veiktust tök flokka og foringja á flestum svið- um þjóðlífsins", segir Ólafur um þessar breytingar á áttunda ára- tugnum. Ágreiningur innan flokka - ekki milli þeirra „Styrkur flokkanna til stefnu- mótunar virðist hins vegar ekki hafa vaxið. Agreiningur unt mörg helstu deilumálin í samfélaginu virðist vera innan flokka fremur en á milli þeirra", segir Ólafur og nefnir sem dæmi róttækar hug- myndir um umbætur í íslenska hagkerfinu. Þær hugmyndir séu hins vegar ekki róttækari en svo að þær gangi aðallega út á að breyta íslensku hagkerfi í átt að markaðsbúskap, í svipað horf og lengi hefur tíðkast í flestum ná- grannalöndum okkar, til dæmis í Svíþjóð og Þýskalandi þar sem jafnaðarmenn hafa löngum haft mikil áhrif. Segir Ólafur að stuðn- ingsmenn slíkra hugmynda sé að finna í öllum flokkum. Andstæð- inga jrcirra megi líka finna í öllum flokkum. Stuðningsmenn séu einkunt á höfuðborgarsvæðinu, - andstæðingar á landsbyggðinni. „Með nokkurri einföldun má segja að innan allra flokka sé að finna landsbyggðarflokk, sem styður gamla hagkerfið, og höf- uðborgarflokk, sem styður nýja hagkerfið. En þessir flokkar eru ekki í framboði. Og kjördæma- skipunin gerir það að verkum, að landsbyggðarflokkurinn er óeðli- lega sterkur innan hvers stjóm- málaflokks. Kjördæmaskipunin er nefnilega svo hugvitsamlega gerð að hún tryggir að 2/3 hlutar kjósendanna eru ávallt dæmdir til þess að kjósa minnihluta þing- mannanna. Ef flokkamir hefðu heillega stefnu og hver flokkur ætti svipað fylgi um allt land þá skipti þetta minna máli. En núna verður að sætta sjónarmið gamla og nýja hagkerfisins innan hvers flokk. Utkoman er moðsuða sem engum gagnast“, segir Ólafur Þ. Harðarson. Flöktandi stefnaflokkanna Ólafur segir að þegar stefna flokkanna er svona óljós og fljót- andi geri það kjósendum auðvitað erfitt fyrir um að velja milli flokk- anna í kosningum á gmndvelli stefnu. Eigi að síður skipa ís- lenskir kjósendur sér í flokka á grundvelli málefna að umtals- verðu leyti, en tengsl milli mál- efnaafstöðu og vals á stjómmála- flokki em mun veikari hér en til dæmis í Noregi og í Svíþjóð. Lík- legasta skýringin sé sú að ís- lensku flokkamir bjóði upp á stefnu sem er óskýrari og meira flöktandi en raunin er um nor- rænu flokkana. „Vanmáttur íslensku flokkanna til heillegrar stefnumótunar til lengri tíma og rík tilhneiging þeirra til hentistefnu og skyndi- lausna eða „reddinga" hefur birst með margvíslegum hætti undan- fama áratugi. Þó greinilega hafi dregið úr hinu umfangsmikla fyr- irgreiðslu- og ríkisafskiptakerfi síðustu áratugi lifir það enn góðu lífi á ýmsum sviðum og hefur ein- kennst af dæmafárri óskilvirkni. Menn virðast ekki hafa áttað sig á því að eigi ríkisafskiptakerfi að skila árangri - og slík kerfi hafa skilað árangri, til dæmis í Frakk- landi og í Japan, - þá verða mark- mið og leiðir að vera skýr og hugsuð til lengri tíma. Það virðist líka meginatriði, að ffamkvæmd áætlana og úthlutun fjármagns í slíkum kerfum sé í höndunt emb- ættismanna eða fagmanna, sem geta hafið sig yfir þrönga hags- rnuni einstaklinga, þorpa eða ein- stakra fyrirtækja, en ekki í hönd- um stjómmálamanna sem hafa ríka tilhneigingu til að sinna hreppapólitík í margvíslegum skilningi“, segir Ólafur. Stefna mótuð af hagsmunaaðilum Hann segir að íslenskir stjóm- málamenn beri ábyrgð á gjald- þroti hinnar íslensku ríkisaf- skiptastefnu, sem birst hefur mönnum í ofljárfestingu í fiski- skipum, frystihúsum og virkjun- um, einnig í loðdýrarækt, fiskeldi, líftækni og ómarkvissri byggða- stefnu sem engum árangri hefur skilað. „Þetta er ekki endilega áfellis- dómur yllr ríkisafskiptastefnu al- kostur íslendinga inn í Evrópu- sambandið verður ekki „Norður- landahraðleslin" heldur „uxakerr- an“ frá Austur-Evrópu og mót- tökumar í samræmi við það“, seg- irÓlafur. Ólafur segir íslenska Evrópu- sinna hafa tekið upp dæmigerða skammtímastefnu, þá að telja Evrópska efnahagssvæðið, sem aðrar EFTA-þjóðir töldu forspil að fullri aðild, vera varanlega lausn lyrir Islendinga. Gangur þess máls sé skólabókardæmi urn hentistefnu íslenskra stjórnmála- flokka og græðgi þeirra að sitja í ríkisstjómum, óháð málefnum. Aðeins tveir flokkar hafi á þeim fáu árum sem samningsgerðin stóð yfir, haldið sömu stefnu í málinu allan tímann, Alþýðu- flokkur og Kvennalistinn. Þrír flokkar skiptu um skoðun á þess- um tíma, allt eftir því hvort þeir vom í stjóm eða stjómarand- stöðu. Gæfulftil ríkisforsjá ÓLAFUR Þ. HARÐARSON gagnrýnir hina dœmigerðu hentistefnu íslend- inga, sem ogfylgifisk hennar, sem sé sá að bregðast alltaf við á síðustu stundu, í stað þess að hugsa fram í tímann. Þetta muni þó ekki verða til þess að við verðum aldrei aðilar að Evrópusambandinu. „Sú tíð mun að öllum líkindum koma. En vesœldin í stefnumótun leiðir sennilega tilþess að farkostur Islend- inga inn í Evrópusambandið verður ekki „Norðurlandahraðlestin(< heldur „uxakerran(( frá Austur-Evrópu og móttökurnar ísamrœmi við það. Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason mennt, þó ég mæli ekki sérstak- lega með henni. En sérkenni ís- lenska stjómmálakerfisins, vang- eta flokkanna til stefnumótunar, afskiptasemi stjómmálamanna af smæstu framkvæmdaatriðum og vanmáttugt kerfi embættismanna og sérfræðinga leiðir til þess að ríkisafskipti af atvinnulífi virðast dæmd til að mistakast á íslandi. Ólafur segir vanmátt flokkanna til stefnumótunar líka hafa haft þau áhrif að færa mikilvæga stefnumótun yfir til hagsmuna- samtakanna og annarra sérhags- munahópa. Segir hann fiskveiði- stefnuna og búvömsamninginn móluð af hagsmunaaðilum en ekki stjómmálaflokkum. Jafnvel hafi verið samið um aðflutnings- gjöld af bifreiðum í kjarasamn- ingum! Alþingi hafi aðeins verið afgreiðslustofnun fyrir lykil- ákvarðanir, - sem vom teknar annars staðar. Evrópumálin og hentistefnan Þróun Evrópumálanna í ís- lenska stjómkerfinu segir Ólafur líka skýrt dæmi um hentistefnu flokkanna, forystuleysi og mátt- leysi í stefnumótun. „Öllum mátti ljóst vera fyrir allmörgum ámm að íslendingar hlytu að taka afstöðu til aðildar að Evrópubandalaginu og skiptast þar í fylkingar eins og raunin hef- ur orðið í nágrannalöndunum. Stjómmálaforingjar og flokkar vildu samt ekkert við málið eiga, hvorki kanna kosti né móta stefnu. Sá vísir að umræðu sem átti sér stað kom frá fáeinum há- skólakennurum, nokkmm tals- mönnum samtaka atvinnurek- enda og örfáum fréttamönnum", segir Ólafur. Hann segir að stjómmálamenn sem vom jákvæðir gagnvart auknu Evrópusamstarfi hafi bmgðist þeirri skyldu sinni að ræða ítarlega kosti og galla þeirr- ar leiðar sem augljóslega hlaut að koma til alvarlegra álita. Óttinn við almenningsálit sem yrði and- snúið aðild og þjónkunin við skammtímahagsmuni varð hins- vegar til þess að málinu var stungið undir stól. Utanríkisráð- herra hafi að vísu reynt að koma málinu á dagskrá árið 1992, seint og um síðir, en hafi verið keflað- ur um leið. Á uxakerrunni inn í Evrópusambandið Ólafur gagnrýnir þessa dæmi- gerðu hentistefnu, sem og fylgi- fiskinn, sem sé sá að bregðasl allt- af við á síðustu stundu, í stað þess að hugsa frarn í tímann. Þetta muni þó ekki verða til þess að við verðum aldrei aðilar að Evrópu- sambandinu. „Sú tíð mun að öllum lfkindum koma. En vesældin í stefnumótun leiðir sennilega til þess að far- „Vangeta flokkanna til heil- legrar stefnumótunar og sú gæfu- litla ríkisforsjá sem þeir hafa stundað hefur ekki stuðlað að því að tilraunin um smáríkið ísland mætti takast. Eigi að síður hafa orðið hér gíf- urlegar framfaiir, sern birtast til dæmis í auðlegð, almennri vel- sæld, góðu heilbrigðiskerfi, þokkalegu menntakerfi og blómstrandi menningarlífi, að minnsta kosti ef núverandi ástand er borið saman við hvort heldur er veröldina í heild eða Island eins og það var í upphafi aldar. En þetta hefur orðið þrátt fyrir ónýta hagstjóm og stjómmálamenn sem era flinkir við það sem þeir eiga ekki að gera, til dæmis að skammta alntannafé til einstakra byggða eða fyrirtækja, en van- máttugir við það sem þeir eiga að gera, til dæmis það að móta heil- lega og skilvirka byggðastefnu, standi pólitískur vilji til þess“, segir Ólafur Þ. Harðarson. Hann segir íslenskt hagkerfi og stjómmálakerfi langt á eftir þró- uninni í nágrannalöndunum og séu ekki lykilþátturinn í framför- unum. Islendingar hafi kunnað að nýta sér það manna sem þeir hafi feng- ið af himnum ofan, eða öllu held- ur úr hafinu. Islendingar hafi upp- götvað það seint og um síðir að fiskur er verðmæt vara. Það hafi líka hjálpað gegn vondri hag- stjóm að vera lausir við útgjöld til vamarmála og græða rneira að segja umtalsvert fé á vamarsam- starfi. „Tilraunin um smáríkið Island hefur miklu frekar tekist vegna þess að við höfum unnið í happ- drættinu en vegna þess að við höfum unnið skynsamlega á svið- um stjómmála og hagstjómar", segir Ölafur Þ. Harðarson að lok- um. „Vanmáttur íslensku flokkanna til heillegrar stefnumótunar til lengri tíma og rík tilhneiging þeirra til hentistefnu og skyndilausna eða „reddinga“ hefur birst með margvíslegum hætti undanfarna áratugi. Þó greinilega hafí dregið úr hinu umfangsmikla fyrirgreiðslu- og ríkisafskiptakerfi síðustu áratugi lifír það enn góðu lífí á ýmsum sviðum og hefur einkennst af dæmafárri óskilvirkni.“ „Meginmarkmið flokkanna hér á landi varð að vinna í kosningum og komast í ríkisstjórn til þess að hafa aðgang að kjötkötlunum, fremur en að vinna ákveðinni stefnu framgang. Olafur segir að slíkt sé kallað hentistefna, tæki til að öðlast kjörfylgi.“ Föstudagur 17. júní 1994 LYÐVELDI I 50 AR! ALÞYÐUBLAÐIÐ 19

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.