Alþýðublaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 8
 ALLA DAGA o,ó'C' Frá Stykkishólmi: Kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánslæk: / N Kl. 13.00 og 19.30 Á\ Bókið blla meó fyrirvara i slma 93-81120 og 94.2028 I ALLA DAGAI Frá Stykkishólmi: Kl.10.00og 16.30 Frá Briánslæk: 7 \ Kl. 13.00 og 19.30 Bókið bila með fyrirvara í sima dX&Zi 93-81120 og 94-2020 Miðvikudagur 22. júní 1994 92. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR Uggvænlegprniðurstöðurrannsóknaádánarnieiniog Sjá Hsr krabbameini meðal lækna og lögfræðing norð ern um 60% ti a: ða rirr leðal u lí eki laer ilife ^ræc íinga h( írálar ídi Læknar sem ekki verða sérfræðingar hafa hærri dánartíðni vegna heilakrabbameins og sjáHsmorða en aðrír læknar Niðurstöður hóprann- sóknar sýna að sjálfs- morð eru um 60% tíð- ari meðal lækna á íslandi en lögfræðinga. I heild er krabba- mein tíðari meðal lögfræðinga en lækna en heilakrabbamein er þó um 150% tíðara meðal lækna en löglærðra og hjá lækn- um reyndist ristilkrabbamein tölfræðilega marktækt tíðara en hjá öðrum íslenskum körlum. Þessar upplýsingar koma fram í júníhefti Lœknablaðsins. Þar eru birt ágrip erinda sem flutt voru á XI. þingi Félags ís- lenskra lyflækna á Kirkjubæjar- klaustri 10. til 12. júní. Þarna var kynnt rannsókn sem nefnist Dánarmein og nýgengi krabba- meina meðal lækna samanborið við lögfræðinga. Að rannsókn- SJÚKRAHÚS eru vinnustaðir flestra sérfrœðinga innan lœkiuistéttarinnar. Niðurstöður hóprann- sóknar sýna að sjálfsmorð eru um 60% tíðari meðal lœkna á íslandi en lögfrœðinga. Hinsvegar kom fram írannsókninni að lœknar ÁN sérfrœðiviðurkenningar höfðu marktœkt hœrri dánartíðni vegna heilakrabbameins og sjálfsmorða en aðrir Islendingar og lögfrœðingar. inni stóðu Vilhjálmur Rafns- son, Hólmfríður Gunnars- dóttir og Atvinnusjúkdóma- deild Vinnueftirlits ríkisiits. í inngangi segir eftirfarandi: „Erlendar rannsóknir á dánar- meinum og nýgengi krabba- meina meðal lækna hafa sýnt lægri tíðni hjá þeim en öðrum körlum þegar um ræðir heildar- dánartíðni og öll krabbamein. Þetta hefur oft verið skýrt með því að læknar njóti þess að standa ofarlega í þjóðfélagsstig- anum. Þess vegna hafa nýrri rannsóknir borið lækna saman við hópa sem taldir eru í svip- aðri þjóðfélagsstöðu. I þeim rannsóknum hafa sjálfsmorð, hjartasjúkdómar, lungna- og heilakrabbamein verið tíðari meðal lækna en annarra. Mark- mið þessarar rann- sóknar var að bera saman lækna og lög- ffæðinga með hliðsjón af dánarmeinum og krabbameinum, með áherslu á sjálfsmorð- um, hjartasjúkdóm- um, heila-, lungna- og blóðkrabbameini.“ Aftursýn hóprannsókn Um efni og aðferðir við rannsóknina segir að þetta sé aftursýn hóprannsókn sem gerð var á 862 lækn- um og 678 lögfræð- ingum sem skráðir voru í Lœknatali og Lögfrœðingatali. Með tölvutengingu á kennitölum var afdrifa hópanna leitað í Dán- armeinaskrá og Krabbameiitsskrá. Væntigildi voru fund- in með margfeldi mannára í rannsókna- hópunum og dánar- talna og nýgengitalna fyrir íslenska karla. Skógræktarfélag Reykjavíkur FOSSVOGSBLETTI 1, FYRIR NEÐAN BORGARSPÍTALAtNN, SÍMI 641770 Limgerðisplöntur, skógarplöntur, tré, sumarblóm, áburður, trjákurl, verkfæri og margt fleira. Lífmold, Ijúf til ræktunnar. Veríö velkomin! Síðan voru reiknuð út stöðluð dánar- og nýgengihlutföll og þau borin saman milli hópanna með hlutfallslegum saman- burði. Auk þess voru dánarmein og krabbamein athuguð eftir sérgreinum læknanna. Um niðurstöður rannsóknar- innar segir: Sjálfsmorð lækna tíðari „Hlutfallslega færri læknar en lögfræðingar höfðu dáið og var dánartíðni meðal læknanna einkum lægri vegna krabba- meina, ntagakrabbameins, heilablóðfalla og öndunarfæra- sjúkdóma. Sjálfsmorð voru á hinn bóg- inn um 60% tíðari meðal lækna en lögfræðinga. í heild vom krabbamein tíðari meðal lög- fræðinga en lækna en heila- krabbamein var þó um 150% tíðara meðal lækna en löglærðra og hjá læknum var ristilkrabba- mein tölfræðilega marktækt tíð- ara en hjá öðrum íslenskum körlum. Læknar sem ekki höfðu feng- ið sérfræðiviðurkenningu höfðu hærri dánartíðni en starfsfélagar jteirra sem orðið höfðu sérfræð- ingar. Læknar án sérfræðiviður- kenningar höfðu marktækt hærri dánartíðni vegna heila- krabbameins og sjálfsmorða en aðrir Islendingar og lögfræðing- ar. Ekki var meira um hjartasjúk- dóma, lungna- og blóðkrabba- rnein meðal lækna en annarra. Þeir læknar sem voru sérfræð- ingar í lyflækningum og skyld- um greinum höfðu tölfræðilega marktækt hærra nýgengi ristil- krabbameins en aðrir karlar.“ Um ályktaniraf þessari niður- stöðu segir meðal annars að af þessari rannsókn verði há tíðni sjálfsmorða og ákveðinna krabbameina ekki skýrð og sé þörf frekari rannsókna til þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.