Alþýðublaðið - 01.07.1994, Page 3

Alþýðublaðið - 01.07.1994, Page 3
Föstudagur 1. júlí 1994 SNILLI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ✓ Aður óbirt, og óborg^nlegt bréf, Þórbergs Þórðarsonar, birt í II. og síðasta tölublaði Skvs: Hoklið er hveríull kynferðisdraumur s -, 4 seinni tíð hefir mér þó stundum fimdist votta fyrir, að líkaminn sé draumur, sem eigi að minsta kosti eftir að rætastskrifar Þórbergur Blessaða ungfrú. Bréf yð- ar varð mér sannarlega til ósvikinnar ánœgju. Þó hefði nautn sú, er eg hafði aflestri þess, enn þá sœtlegar gagntekið minn andlega Adam, efmig hefði aldrei uppáfallið það hryggilega tilfelli, sem eg hefi lýst svo átakanlega á 78. blaðsíðu í Bréfi til Láru. Síðan hefi eg orðið að gera mér að góðu að virðafyrir mérfegurð kvenna ofan úrþeim spirituellu sólarhæðum, þar sem andinn einn er veruleiki, en holdið er hvetfull kynferðisdraumur. 1 seintii tíð hefir mér þó stundum fundist votta fyrir, að líkaminn sé draumur, sem eigi að minsta kosti eftir að rætast...“ Þannig hefst langt og merki- legt sendibréf, sem Þórbergur Þórðarson skrifaði ungfrú Önnu Guðniundsdóttur frá ísafírði 24. ágúst 1925.Þetta bréf biitist í heild í 11. og - því miður - síðasta tölublaði af bókmenntatímaritinu Ský, minnsta tímariti landsins. Það er alveg ljóst að það hlýt- ur að hafa verið gaman að fá bréf frá ritsnillingnum í póstin- um. Unun er af því að lesa þetta bréf í Skýi. Þórbergur lýsir af sinni al- kunnu nákvæmni veru sinni á Isafírði og sendir með teikn- ingu af híbýlum sínum þar vestra, „ofursnotru loftherbergi í norðvesturhorni hússins“. Síðan lýsir hann veru sinni í loftherberginu: „Eg kýs heldur að sofa í dív- aninum en rúminu. Ifyrsta lagi fyrirþað, að þarna úti í skotinu eru hugrenningar mínar betur skorðaðar. í öðru lagi afþví, að efmorðingi réðist inn um dymar eða gluggann á nætur- þeli, mundi lionum kanski yfir- sjást að gá í skotið, en auðvitað mundi hann æða að rúminu og reka sveðjuna eða skjóta úr byssunni gegnum sœngumar. „Eg tauta nokkur bitur blótsyrði um hreinlífi kvenna. Síðan striplast eg allsnakinn fram á gólf sœki bakkann með öllu góðgœtinu á og set hann á stólinn fyrir framan bólið mitt,(( skrifar Þórbergur um framvindu mála að morgunlagi. Vinur minn, sem stendur altaf framan undir rúmstokknum á nætumar, á að gefa morðingj- anum til kynna að eg sé í rúm- inu. Á kvöldin, þegar eg legst út af færi eg þvottaborðið að stólnum, sem stendur fyrir framan dívaninn, til þess að sem minst beri á vesaldómi mínum úti í skotinu. Klukkan 10 á hverjum morgni hrekk eg upp við það, að barin eru tvö bylmingshögg á hurðina. Aður en egfœ tóm til að svara „kom inn“, ryðst inn í herbergið 15 ára gömul jómfrú, þriggja álna löng og eftirþví skapi viðamikil á þver- veginn. Hún heldur á bakka með tevatni, sykri, rjóma og brauði á. En hún er svo hreín- líf, að liún skálmar með bakk- ann út íþann enda herbergis- ins, sem fjarst erfieti mínu, set- ur hann þar á stól, tekur síðan tilfótanna og hleypur út. Eg tauta nokkur bitur blótsyrði um hreinlífi kvenna. Síðan striplast eg allsnakinn fram á gólf, sæki bakkann með öllu góðgætinu á og set hann á stólinnfyrir framan bólið mitt.“ Þannig heldur Þórbergur áfram í bréfi sínu til ungfrú Önnu, og verður ekki annað sagt en að bréfið sé bráð- skemmtileg lesning. Anna Guðmundsdóttir var fædd 1902 og lést 1987. Hún átti heima á Hverfisgötu 12 í Reykjavík, næsta húsi við okkur á Alþýðu- blaðinu, og var dóttir Guð- mundar Hannessonar, læknis. Á það heimili kom Þórbergur oft á þriðja áratugnum. Anna giftist Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðamesi. Bréfið hefur ekki komið fyrir almenningssjónir fyrr en nú í síðasta hefti sem út kemur af Skýi. Þeir em án efa margir sem vilja lesa meira urn ísaijarðar- dvöl Þórbergs árið eftir að Bréf til Láru kom út. Þá er bara að fara í næstu stóra bókabúð. Þar mun Ský, - síðasta tölublaðið - leynast innan um stóru tímaritin og bækumar. „Ritstjórar hafa hlerað að ýmsir séu nú þegarfamir að sakna þessa litla tímarits og vilja gleðja góða lesendur með því að bókaútgáfa Skýs verður efld þess í stað - einkum smá- bókaútgáfa og er komið út á vegum forlagsins hœkukverið Regnhlífar í New York eftir OskarArna Oskarsson ”, segja ritstjórar Skýs, sem greinilega em ekki af baki dottnir í menningarlegri við- leitni sinni. Skýringaruppdráttur Þórbergs þar sem hann teiknar upp vistarverur sínar á ísafirði fyrir Önnu Guðmundsdóttur, sem fékk bréfið góða, sem Ský birtir almenningi ífyrsta sinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.