Alþýðublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ ERLENT Föstudagur 1. júlí 1994 Uggvænlegt ástand hefiir skapast í Prag, höftiðborg Tékklands. Þetta er borg sem nú er ein heLsta miðstöð eiturlyfjadreifingar í Evrópu: , JHér eru marijúanareykingar jafii algengpr og viskýdrykkja4 6 - segir sérfrtMSngnr í eituriyljiuiiáluni í Prag. Rkniefhalögreglan segir austiir-evnípskii eitiiriytjamafíuna vera sérstaklega hættulega þar san hún sé mestmegnis skipuð fyrrum niedimiun leyniþjónustu koinmúnista Stuttu eftir hrun kommún- ismans í Tékkóslóvakíu setti einhver kaidhæðinn kappi haug af mold á stað í mið- bæ Prag þar sem sty tta af Lenín hafði áður staðið. Kaldhæðinn kappi? Jú, þannig var að vorið eftir stungu kraftmiklar grænar plöntur hausnum uppúr moldinni og þær náðu að vaxa upp í eina 65 sentimetra áður en lögreglan í borginni tók eftir að frækom lýð- ræðisins höfðu getið af sér há- gæða kannabis. „Grasið“ var um- svifalaust fjarlægt en það skipti litlu máli. Höfuðborg Tékklands hafði um þetta leyti skapað sér nafn sem höfuðborg eiturlyfja- neyslu í Austur- Evrópu. Eiturlyf einsog marijúana, hass, amfetamín, LSD og ýmis kókaínefni fást fyrir hlægilega lágt verð í mörgum af hinum blómstrandi börum og klúbbum í miðborg Prag. Marijúanað er reyndar svo ódýrt og þarafleiðandi algengt að á mörgum stöðum er hægt að fá það ókeypis. „Hér eru marijúanareykingar jafn algengar og viskýdrykkja,“ segir doktor Jiri Presl, sérfræð- ingur í eiturlyfjamálum. Það er ekki ólöglegt að eiga eða nota eiturlyf í Tékklandi. Og ekki nóg með það heldur var Prag ein af fáum austur-evrópsk- um borgum þar sem eiturlyfja- neysla var vaxandi jafnvel fyrir flauelsbyltinguna svokölluðu, ár- ið 1989. Framsæknir spennufíklar í Tékkóslóvakíu á tímum komm- únismans höfðu til að mynda þróað nokkurskonar gervikókaín sem kallað var Pervitin - Pico heitir útgáfan sem sniffuð var í nös og Tékkó nefnist útgáfan sem notuð var til útflutnings. Kannabis var vinsælasta eitur- lyfið fyrst eftir fall kommúnism- ans en Pico hefur stöðugt sótt sig í veðrið vegna hagstæðs verðs, en það kostar um þriðjung af verði kókaíns og er álitið mun karlmannlegra en kannabisið. En Prag er ekki bara staður mikillar eiturlyljaneyslu því nú er svo komið að borgin er orðin helsta miðstöð dreifmgu eitur- lyfja í bæði gjörvallri Evrópu. Þetta kemur einna helst til vegna þess að stríðið í Bosníu hefur lokað fyrir flutninga her- óíns frá Tyrklandi, eftir gömlu Balkanskagaleiðinni og til Vest- ur-Evrópu. Þessir flutningar fara nú um Tékkland. Eiturlyfjasalar vinna nú í Prag að þróun markaðar fyrir heróínið með því að bjóða það á ótrúlega lágu verði til viðskiptaelítunnar og glamúraðalsins. Ungir og velmenntaðir Tékkar halda hinsvegar meira upp á „Trip“ sem er útgáfa af LSD sem er innflutt frá Hollandi. Viðleitni stjómvalda til að hemja og stjóma eiturlyfjaheim- inum að einhverju leyti er ennþá veikburða og á frumstigi. Milena Havlova, yfirmaður eiturlyfjadeildar heilbrigðisráðu- neytisins, giskar á það séu um 10 þúsund langtleiddir eiturlyfja- neytendur í landinu. Þessi hópur mun hafa þrefaldast að stærð ffá árinu 1989. Nefnd innan ráðuneytisins vinnur nú að nýrri löggjöf sem er líkleg til að styrkja forvamir. Gert er ráð fyrir að leyfdegt verði að eiga litla skammta af eiturlyfj- um en harðari refsingar verði teknar upp fyrir meira magn. Lögreglan gerir hvað hún get- ur til að ráðast gegn heildsölu- viðskiptunum sem tengjast sér- staklega Tyrklandi, Rússlandi og Úkraínu - en með takmörkuðum árangri. „Austur-evrópska eiturlyfj- amafían er afar hættuleg," út- skýrir Jiri Komorous, aðstoðar- forstjóri fíkniefnadeildar alríkis- lögreglunnar, „vegna þess að hún er aðallega skipuð fyrrum með- limum leyniþjónustu kommún- ista.” Byggt á NEWSWEEK.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.