Alþýðublaðið - 01.07.1994, Side 5

Alþýðublaðið - 01.07.1994, Side 5
Föstudagur 1. júlí 1994 HÁSKÓLINN ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Ræða Sveinbjöms Bjömssonar háskólarektors á Haskólahátíð: Endurskoðun skólakerfís á háskólastigi SVEINBJÖRN BJÖRNSSON: „Ég hef kosið að verja mestum tíma þessarar rœðu til að fjalla um nauðsyn þess að endurskoða skólakeifi okkar á háskólastigi og bjóðaþar jjölbreyttari háskólamenntun en verið hefur.“ Menntamálaráðherra Ólafur G. Einarsson, rektor Kennaraháskóla íslands, doktores honoris causa, kæru kand- idatar og gestir, ágætir samstarfs- rnenn. Við erum hér saman komin til að fagna fríðum hópi æskufólks sem tekur við vitnisburði um árang- ur sinn í erftðu námi. Nú er hópur- inn einn hinn stærsti sem braut- skráður hefur verið, 510 manns, auk 74, sem lokið hafa viðbótar- námi og fá skírteini sitt afhent við annað tækifæri. Ef með eru taldir þeir sem brautskráðust fyrsta vetr- ardag og á miðjum þoiTa, verða kandidatar á þessu háskólaári alls 809, auk 128, sem luku viðbótar- námi. Þið kandidatar hafið varið mörgum árum í strangt nám og bíð- ið þess nú með óþreyju að nýta Ijöl- breytta þekkingu ykkar til hagsbóta fyrir land og þjóð. Við erum vön að fagna miklum sjávarafla og lifum enn í voninni um ný síldarævintýri. Líkt og aðrar þjóðir hljótum við einnig að binda miklar vonir við ykkar starf að bættum þjóðarhag. Að okkur setur hins vegar kvíða að okkur takist ekki að þróa fábreytta atvinnuhætti okkar til að nýta þekk- ingu ykkar og menntun sem skyldi. Okkur er ljóst að við getum ekki byggt velferð okkar á aukinni sókn í auðlindir náttúrunnar. Við verðum að auka verðmæti þeirra afurða sem náttúran gefur og skapa ný verð- mæti með þekkingu og hug- kværnni. Til þess þurfum við trausta almenna menntun í grunn- skólum og framhaldsskólum, nú- tímalega verkmenntun sem laðar til sín hæf ungmenni, og fjölbreytta háskólamenntun sem veitir þroska og yfirsýn og þjálfun til sérhæfðra starfa og rannsókna. Nútímaþjóðfé- lag þrífst á þekkingu. Hún veitir ánægju í líf okkar og gerir hvem starfsmann hæfari til að átta sig á nýrri tækni og breyttum viðhorfum. Við setjum því traust okkar á ykkur kandidata að þið beitið kröftum ykkar og þekkingu til að varðveita þau lífsgæði sem við njótum og vinna að framþróun lands og þjóð- ar. Ekki auðvelt nám Háskólanám er ekki auðvelt. Há- skólar nota alþjóðlega viðmiðun í kröfum sínum til prófa. Margir námsmenn valda ekki þessum kröf- um og hverfa frá námi. Undanfarin ár hafa um 2000 nemendur innritast í Háskóla íslands á hveiju hausti. Um tveir þriðju þeirra eru nýnemar, en einn þriðji nemendur sem eru að hefja nám aftur þar sem náðu ekki tilskildum árangri á 1. ári. Um 600 hverfa frá skólanum árlega án þess að ljúka námi. Flestir heltast úr lest- inni þegar á fyrsta námsári. Könnun meðal þeirra bendir til þess að þeir sætti sig allvel við orðinn hlut. Þó hlýtur sú hugsun að verða áleitin hvort við rækjum skyldur okkar við þennan hluta námsmanna sem verður ífá að hverfa. Hvort það nám sem er í boði á háskólastigi sé í samræmi við þarfir þeirra og þjóð- arinnar? Háskóli íslands hefur ffá upphaft verið í hópi rannsóknahá- skóla. Honum er ætlað að vera í senn vísindaleg rannsóknastofnun og vísindaleg fræðslustofnun. Allir kennarar hans hafa skyldu til rann- sókna jafnhliða kennslu og í öllum námsgreinum er fýrst lagður traust- ur fræðilegur grunnur áður en nám- ið sveigist að þjálfun til sérhæfðs starfs eða rannsókna og lokaprófi með alþjóðlegri viðmiðun eftir 3 til 4 ár hið skemmsta. Það er hinn fræðilegi grunnur sem reynist mörgum stúdentum ofviða. Þeim gæti hins vegar vegnað ágætlega í öðru háskólanámi sem legði minni áherslu á fræðilegan gtunn og rann- sóknir, en beindist þegar í upphafi að verkmenntun og þjálfun til staifa. Við eigum ágæta skóla með þessu sniði svo sem Samvinnuhá- skólann að Bifröst, Tölvuháskóla Verzlunarskólans, sumar náms- brautir Tækniskólans og Háskólans á Akureyri, en þessir skólar geta að- eins tekið fáa nemendur. Þversögn- in í námsframboði á háskólastigi hér á landi felst í því að eini skólinn sem stendur öllum stúdentum op- inn er rannsóknarháskóli sem býður fræðilegt nám, en það er ekki við hæfi helmings þeiiTa sem til hans sækja. Sá ljöldi úr hveijum árgangi sem hér lýkur ffæðilegu háskóla- námi er svipaður og gerist með skyldum þjóðum, en við eigum ekki sambærilega skóla og aðrar þjóðir sem bjóða aðgengilegra há- skólanám með áherslu á verk- menntun. Úrræði í þrengingum Finnar hafa á síðustu árum geng- ið gegnum miklar efnahagsþreng- ingar sem em mun alvarlegri en þær sem við höfum mætt á sama tíma. Þótt fyrstu viðbrögð þeirra hafi meðal annars verið að lækka útgjöld til menntamála hafa þeir nú blásið til sóknar í þeim málum. Líkt og við eiga þeir hefðbundna rann- sóknarháskóla en aðrir skólar á há- skólastigi hafa verið minna þróaðir. Aðsókn að námi á háskólastigi fer hins vegar vaxandi og þeir gera nú ráð fyrir að 60-65% hvers aldursár- gangs muni stunda háskólanám af einhverri gerð. Þar af verði einn þriðji í rannsóknaháskólum en tveir þriðju í fagháskólum eða öðmm há- skólum sem bjóða skemmri verk- menntun. Lög voru sett árið 1991 til að byggja upp verk- og fagmenntun á háskólastigi jafnhliða hinni fræði- legur menntun sem þar var fyrir. Um 85 sérskólum sem áður önnuð- ust æðri verkmenntun hefur nú ver- ið breytt í 22 fagháskóla sem verða reknir næstu ár með tilraunasniði. Markinið finna með þessari tilraun er að auka gæði og virðingu verk- og fagmenntunar, efla sjálfræði stofnananna, styrkja almennan þekkingargmnn þeirra sem hljóta þjálfun til sérhæfðra starfa og tengja nám þeirra þörftim atvinnu- vega í hveiju héraði. Þessi tilraun Finna gæti orðið okkur gagnleg fyr- irmynd. Glímt við aukna aðsókn A þessu vori átti ég þess kost að kynna mér málefni háskóla í Bandaríkjunum í boði Upplýsinga- þjónstu þeirra. Þróun háskóla þar í landi er sérlega forvitnileg vegna þess að sú aukna aðsókn að háskól- um sem orðið heíur í Evrópu á síð- asta áratug og við emm að byija að glíma við nú var þar fyrr á ferð. Margur vandi sem við emm nú að átta okkur á er þeim vel kunnur og reynsla er komin á þau úrræði sem til var gripið. Athyglisverð er dreif- ing stúdenta innan háskólastigsins. Um þriðjungur þeirra er við nám í rannsóknarháskólum sem byggja á fræðilegri undirstöðu, en fullur helmingur stúdenta er við nám í skólum sem nefnast „community colleges" eða héraðsháskólar. Þeir leggja litla áherslu á rannsóknir en bjóða nám með lokaprófi eftir tvö ár, fjölbreytta verkmenntun auk al- mennra námskeiða sem stúdentar geta fengið metin sem byrjun á lengra námi í öðmm skólum. Þessir skólar standa öllum stúdentum opn- ir og einnig öðmm fullorðnum sem vilja stunda nám með starfi eða hljóta endurmenntun til starfa. Þessir skólar henta vel þeim stúd- entum sem vilja þreifa fyrir sér í há- skólanámi áður en þeir setja sér ákveðnari maikmið hvort þeir eigi að stefna á lengra nám í rannsókn- arháskóla eða fagháskóla. Þar sem lokapróf úr bandarískum frarn- haldsskólum felur yfirleitt í sér einu til tveimur ámm minna nám en evr- ópskt stúdentspróf má segja að þessir skólar svari til efsta bekks í framhaldsskóla og fyrsta árs í há- skóla hér á landi. Við eigum enga skóla af þessu tæki en við gætum auðveldlega komið þeim upp með því að heimila bestu menntaskól- um, verkmenntaskólum og fjöl- brautaskólum okkar að gera tilraun í þessa átt. Slíkir héraðsháskólar gætu sérhæft sig í þeirri verkmennt- un sem best hæfði hverju héraði og gert stúdentum kleift að stunda nám sitt lengur heima en ella. Ef til þess kemur sem nú er til umræðu að námsár í gmnnskóla og framhalds- skóla verði lengt svo að unnt verði að ljúka stúdentsprófi ári fyrr, gæti eins árs héraðsháskóli komist fyrir í sama húsnæði og nýtt þá kennslu- krafta sem þegar em við framhalds- skólann. Full ástæða er einnig til að endurskoða markmið „öldunga- deilda“ sem vel hafa þjónað við marga framhaldsskóla. Auk þess að opna fullorðnum leið til náms að stúdentsprófi ættu þessar deildir að bjóða styttri verkmenntun og end- urmenntun og væm þannig eðlileg- ur hluti héraðsháskóla. Athyglisverð fjarkennsla Annar þáttur í bandarísku há- skólastarfi sem gæti orðið okkur gagnleg fyrirmynd er framkvæmd endurmenntunar og samvinna há- skóla um fjarkennslu í stijábýlum ríkjum. I flestum ríkjum er sjón- varpstækni notuð til að samnýta fyrirlestra. Fræðsluefni er sent um Ijósleiðara milli byggðarlaga og skóla og því er einnig dreift um byggðir með örbylgjum. Háskólar og framhaldsskólar eiu tengdir með tvívirku sjónvarpsneti. Fólk sem vill stunda háskólanám með fjar- kennslu getur sótt tíma í nálægan framhaldsskóla, hlýtt á fyrirlesara í sjónvarpi og spurt þá spuminga þar sem kennarinn sér spytjandann f sínu sjónvarpstæki. Þessi tækni er einnig notuð til endurmenntunar þjónandi starfsfólks í dreifbýli, meðal annars fólks í heilbrigðis- störfum og annarra sem ekki eiga heimangengt. Hér á landi em allar tæknilegar forsendur til að nýta Ijósleiðara og örbylgju til sömu nota. Háskóli íslands hefur unnið að undirbúningi slíkrar íjarkennslu í samráði við Kennaraháskóla Is- lands og Háskólann á Akureyri, en æskilegast væri að allir skólar á há- skólastigi og Ifamhaldsskólar stæðu saman um not af þessari tækni. Reyndar liggur beinast við að sameina krafta slíks fræðslu- sjónvarps og íslenska menntanets- ins því að ljarkennsla myndi einnig nýta tölvupóst til orðaskipta milli kennara og nemenda, svo og bóka- og gagnasafnskerfi Þjóðarbókhlöð- unnar. Stofnkostnaður og reksturs- kostnaður þessa fræðslunets mundi fljótt vinnast aftur í því hagræði sem ljarkennsla færði með sér í dreifðum byggðum. Mikilvægi upplýsingatækni Mikilvægi upplýsingatækni í nú- tímasamfélagi er óumdeilt og notk- un slíkrar tækni er ekki síður mikil- væg í háskólastarfi. Þróun í upplýs- ingatækni er mjög ör í Bandaríkj- unum og í raun forgangsverkefni við flesta háskóla. Segja má að mikilvægasta byltingin sem fylgdi tölvum hafi ekki verið aukin geta til reikninga heldur aukin geta til miðlunar. Miðlun upplýsinga og meðhöndlun þeirra með tölvutækni er nú orðin svo ríkur þáttur í dag- legu starfi háskóla að tryggja verð- ur öllum greiðan aðgang að gmnn- þjónustu þessarar tækni án endur- gjalds. Not þessarar tækni í Ijar- kennslu em augljós en hún mun einnig valda straumhvörfum í kennsluháttum innan háskóla og auðvelda kennurum að eiga sam- skipti við nemendur utan kennslu- stunda og leiðbeina þeim í sjálfs- námi. Bætt samband við skóla A undanfömum ámm hefur Há- skóli Islands unnið markvisst að því að nýta þá möguleika sem tölvu- tækni og upplýsingatækni bjóða bæði t' kennslu og rannsóknum. Tölvunet hafa verið lögð innan húsa Háskólans og milli þeina. Fyrir rúmu ári öðluðust allir nem- endur rétt til aðgangs að tölvum og tölvuneti sem gerir þeim meðal annars kleift að skiptast á tölvupósti við innlenda og erlenda aðila og tengjast kerfí Þjóðarbókhlöðu, Gegni og erlendum bóka- og gagnasöfnum. Þessi tækni mun gegna lykilhlutverki f upplýsinga- öflun og miðlun í framtíðinni. Mik- il og ör þróun er i' tölvubúnaði, tengingum og íjarskiptum. Ætlun Háskólans er að fylgjast vel með þessum málum og vera leiðandi á þessu sviði meðal íslenskra rann- sóknastofnana. Nú er unnið sérstak- lega að því að bæta sambandið við erlenda háskóla með því að fá hrað- virkari tengingu við útlönd. Endurskoðun skólakerfisins Ég hef kosið að veija mestum tíma þessarar ræðu til að íjalla urn nauðsyn þess að endurskoða skóla- kerfi okkar á háskólastigi og bjóða þar Ijölbreyttari háskólamenntun en verið hefur. Ég hef nefnt héraðshá- skóla sem byðu eins til tveggja ára almennt nám, skemmri verkmennt- un og endurmenntun og tengja mætti bestu framhaldsskólum, fag- háskóla, sem veittu lengri verk- og fagmenntun á háskólastigi með áherslu á þjálfun til sérhæfðra starfa, og rannsóknarháskóla, sem legðu traustari fræðilegan grunn áður en kemur að þjálfun til rann- sókna eða sérfræðistarfa. Með vilja hef ég forðast að raða skólum okk- ar á háskólastigi inn í þetta kerfi. Þá röðun verður hver þeirra að íhuga fyrir sig. Á vegum menntamálaráð- herra er nefnd að kanna hugsanlega samvinnu þeirra skóla sem sinna uppeldismálum og vonandi verður þess skammt að bíða að vinna heij- ist við heildarendurskoðun skóla- kerfisins á öllu háskólastiginu. Menntamálaráðherra Ég vil nota jretta tækifæri til að þakka menntamálaráðherra fyrir öt- ula forgöngu hans í málefnum Þjóðarbókhlöðu, fyrir lög að hans frumkvæði um Landsbókasafn Is- lands - Háskólabókasafh og lög um Rannsóknaráð íslands. Tímans vegna geymi ég nánari umræðu um þessi merku mál til haustsins. Áætlun og stjórnun fjármála Margt er það í starfi Háskóla ís- lands sem vert væri að rekja, en ég kýs að takmarka mál mitt við stutta lýsingu á nýjum aðferðum við áætl- un og stjómun íjármála. Háskólinn hefur alla tíð verið ábyrgur og gæt- inn í sínum Ijármálum. Undanfarin ár hefur nemendum farið fjölgandi og jafnhliða hefur kostnaður við kennslu aukist meir en fjárveiting- ar. Kostnaður við kennslu er vissu- lega háður nemendaljölda en tala innritaðra nemenda er þó ekki ein- hlítur mælikvarði í þeim efnum. Þar skiptir einnig máli virkni nemend- anna og þær greinar sem þeir velja í námi. Þetta hefur orðið tilefni til þess að grandskoða allan rekstur skólans og huga að því hvemig best mætti nýta knappar fjárveitingar til kennslu- og rannsóknarstarfsemi. Samhliða þessu hefur verið reynt að meta starf skólans með saman- burði við hliðstæðar stofnanir í ná- grannalöndunum. Santanburður á milli háskóla í mismunandi löndum er ætíð vandasamur. Kemur þar margt til. Munur getur verið á skólakerfi og skólahefð. Launakerfi og skattakerfi geta verið mjög ólík. Þá skiptir stærð skóla og kennslu- hópa einnig miklu máli. Starfsemi Háskóla íslands er í eðli sínu al- þjóðleg. Próf frá skólanum veita í mörgunt tilvikum starfsréttindi á erlendri gmnd og víða em þau met- in sem undirstaða til frekara náms. Slík viðurkenning er bundin því að skólinn geti sýnt fram á að tiltekn- um gæðakröfum sé fullnægt. Al- þjóðlegt samstarf í kennslu og rann- sóknum er stöðugt að aukast. Nefna má sem dæmi þátttöku okkar í rannsóknaáætlunum Evrópusam- bandsins og umsóknir okkar um styrki þaðan. Ef við ætlum okkur þar eðlilega hlutdeild í samræmi við íslensk fjárframlög verða að- stæður heima fyrir að veita okkur jafnræði við það sem gerist annars staðar. Það er skylda Háskóla Is- lands að skoða með vissu millibili stöðu sína í alþjóðlegu samhengi og kynna yfirvöldum menntamála nið- urstöður slíkra athugana. Marktækt mat á kostnaði Þrátt fyrir mismunandi aðstæður ætti vinna við kennslu söntu há- skólagreina að vera sambærileg. 1 samanburði á kennsluvinnu er stuðst við gögn frá Vestur-Evrópu, einkum nýlegt mat Svía á þess hátt- ar gögnum. Þegar áætlað umfang kennslu samkvæmt þessum stöðl- um er umreiknað í kostnað er hins vegar stuðst við íslenska launakerf- ið og ákvæði í kjarasamningum há- skólakennara. Eingöngu er reiknað- ur kostnaður við námsleiðir sem þegar hafa verið viðurkenndar af stjómvöldum og allt val er haft í lágmarki. Helsti kostur við þetta verklag er að það gefur marktækt mat á þeim kosmaði sem fylgir hverri náms- braut og hveijum „námsþætti" í skólanum. Slíkir taxtareikningar em notaðir víðast erlendis og þá jafnframt lagðir til grundvallar þeg- ar fjárveiting til skóla er ákveðin. Kostnaðartölur af þessu tagi auð- velda mönnum einnig að meta hvort og hvenær er æskilegt að ganga til samstarfs við aðra aðila, erlenda eða innlenda, um tilteknar námsleiðir. Samráð hefur verið við menntamálaráðuneytið um þróun þessara nýju aðferða við fjárhags- áætlanir skólans og hefur mennta- málaráðherra lýst vilja sínum til að þetta verklag verði tekið upp. Bráðabirgðaniðurstöður þessa mats benda til þess að þrátt fyrir að reiknað sé með íslenskum launa- kjömm, sé kostnaður við þá kennslu sem nú fer fram í Háskól- anum um 300 milljónum króna undir því marki sem staðlamir telja hæfilegt. Þótt ýmsum atriðum í kennslu sé áfátt, skortir mest á að fjárveitingar til reksturs og aðstoð- arfólks séu sambærilegar við þær tölur sem staðlamir gefa. Háskólinn hefur farið fram á auknar fjárveit- ingar næstu ár til að jafna þennan mun. Það veltur hins vegar á Al- þingi hvemig þau mál þróast. Og minna má á að útgjöld íslendinga til fræðslumála em vemlega lægri en frændþjóða okkar á Norðurlöndum þegar þau em reiknuð sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Staðgott vegarnesti Kæm kandidatar, nú er komið að þeirri stundu að þið takið við vitnis- burði Háskólans urn árangur ykkar í námi. Háskólinn er metinn eftir menntun þeirra sem frá honum koma hvort sem það er til frekara náms í öðmm háskóla eða til starfa í þjóðfélaginu. Við vonum að ykk- ur famist vel og þið berið héðan staðgott vegamesti. Háskólinn mun alla tíð vera fus að veita ykkur aðstoð og stuðning og hverja þá viðbótarnienntun sem þið kunnið að kjósa og hann rnegn- ar að veita. Við þökkum ykkur ánægjulegt samstarf og samvem og óskurn ykkur og fjölskyldum ykkar gæfu og gengis á komandi árum. Guð veri með ykkur. Fyrírsögn og millifyrírsagnir: Alþýðublaðiö

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.