Alþýðublaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
UMRÆÐA
Miðvikudagur 6. júlí 1994
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVIK - SIMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Sími: 625566 - Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 140
Lýðhollusta
og lýðskrum
Aa undanfömu hafa skoðanakannanir sýnt vaxandi fylgi almenn-
ings við ríkisstjómina. Nýjasta skoðanakönnun Gallup sýnir til að
mynda um 45% stuðning við störf ríkisstjómarinnar. Það bendir
ótvírætt til þess að landsmenn beri vaxandi traust til ríkisstjómarinn-
ar þrátt fyrir hina erfiðu tíma sem hún starfar á. Núverandi ríkis-
stjóm hefur þurft að axla ábyrgð á miklum samdráttartímum þar
sem landsmönnum hefur verið gert að herða ólina. Slíkir tímar hafa
sjaldan skapað vinsældir ríkisstjóma.
Rikisstjórnin hefur hins vegar ekki fengist við að hlaupa eftir vin-
sældum heldur mætt erfiðleikunum af festu og raunsæi og tekist á
við vandann með framtíðarheill fyrir augum. Þrátt fyrir minnkandi
þjóðartekjur og lítinn hagvöxt hefur ríkisstjórninni tekist að halda
verðbólgunni í skefjum með mikium glæsibrag og þar með skapað
þær aðstæður sem þurfti til að koma á afgerandi vaxtalækkun.
Vaxtalækkunin var mikilsverður áfangi í fjármálastefnu ríkisstjóm-
arinnar og afar mikilvægt að verja þennan áfanga og undirbúa skil-
yrði fyrir áframhaldandi vaxtalækkun.
Þjóðhagsstofnun hefur nú boðað betri tíma. Efnahagsbatinn verð-
ur hægur en þjóðarbúið stefnir í rétta átt. Á fréttamannafundi í fyrra-
dag um þetta efni, orðað forsætisráðhena þennan bata svo, að
kreppunni væri lokið. Vonandi standast spár og niðurstöður Þjóð-
hagsstofnunar.
Það er Ijóst, að sól efnahagsiífsins er tekin að hækka á íslenskum
himni. Þetta em gleðifréttir. Þessar gleðifréttir ýta enn undir þá
nauðsyn að ríkisstjómin haldi áfram efnahagsstefnu sinni út kjör-
tímabilið. Ríkisfjámiálin em þyngsti baggi núverandi nldsstjómar.
Komið hefur fram að ef allar tillögur ráðuneytanna yrðu samþykkt-
ar fyrir næsta ár, myndi fjárlagahallinn verða um 20 milljarðar. Þrátt
fyrir mikilsverðan niðurskurð ríkisstjómarinnar, hefur ekki tekist
sem skyldi.
Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands - hefur verið
gagnrýndur harðlega fyrir ofuráherslur í niðurskurði ríkisútgjalda
og forystumönnum hans núið um nasir að hafa vikið vemlega frá
velferðarstefnu jafnaðarmannaflokks. Þessi gagnrýni hefur einnig
komið upp meðal forystumanna Alþýðuflokksins og er einn helsti
þáttur í gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur, fráfarandi félagsmálaráð-
herra, á Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðheira og formann
Alþýðuflokksins. Staðreyndimar em hins vegar þær, að forystu-
menn Alþýðuflokksins hafa axlað að fullu þá ábyrgð að koma bönd-
um á ríkisljármálin, þótt slík ábyrgð gæti komið höggi á Alþýðu-
flokkinn sem stjómmálaflokk, sem kennir sig við velferðarstefnu.
Hefði tillögum Alþýðuflokksins í ríkisijármálum verið fylgt eftir
að fullu, er víst að fjárlagahalli næsta árs sýndi ekki jafn ógnvænleg-
ar tölur og nú. Það er ekki velferð til framtíðar að opna fyrir ríkisút-
gjöld þegar sjóðurinn er löngu tæmdur. Slík velferðarstefna endar
aðeins á einn veg: Með endalokum sjálfstæðis þjóðarinnar.
Tölurnar tala því sínu máli. Það er mjög auðveld pólitík, sérstak-
lega á alvarlegum samdráttartímum, að gagnrýna stjómvöld harð-
lega fyrir niðurskurð í ríkisútgjöldum, einkum hvað varðar velferð-
armálin og stökkva frá borði, ef öllum kröfum um rfkisútgjöld er
ekki mætt. Að sama skapi er það freistandi fyrir stjómarflokkana að
leysa upp samstarf sitt og efna til haustkosninga meðan fylgistölum-
ar eru nokkum veginn i lagi. En slík stefna er ekki lýðhollusta held-
ur lýðskmm.
Núverandi ríkisstjóm hefur lýst því yfir að hún myndi samhent
takast á við efnahagsvandann, koma jafnvægi á ríkisijármálin og
leiða íslensku þjóðina gegnum eitt mesta samdráttarskeið eftir-
stríðsáranna. Nú, þegar tekið er að vora í íslensku efnahagslífi, er
enn meiri ástæða að ríkisstjómin ljúki ætlunarverki sínu og sitji út
kjörtímabilið. Það er sú hollusta sem ríkisstjórninni ber að sýna ís-
lensku þjóðinni. Því það er undir merkjum lýðhollustu en ekki lýð-
skrums sem öllum sönnum stjómmálamönnum ber að berjast.
PALLBORÐ: Steinar Ágústsson
Ekki pláss nema fyrir
einn jafiiaðarmannaflokk
- aDt annað er rugl og tímaskekkja!
Við jafnaðarmenn eigum
hvergi annars staðar
heima en í Alþýðu-
flokknum - Jafnaðarmanna-
flokki íslands. Hann er okkar
vettvangur og baráttutæki sem
sannlýðræðislegur flokkur fólks
sem vill vinna hag landsins allt
sem verða má. 47. flokksþing
okkar sannaði það með lýðræð-
islegri kosningu formannsins,
Jóns Baldvins, og kosningu
Guðmundar Áma til varafor-
manns. Að flokkurinn er með
tvo sjóaða pólitíkusa í brúnni,
menn sem ekkert gefa eftir, er
mikið lán fyrir flokkinn. Auk
þeirra á flokkurinn okkar öflugt
foiystufólk á þingi, í bæjar-
stjómum og víðar í þjóðfélag-
inu.
Jafnaðarmenn
- stöndum saman!
Það má því enginn jafnaðar-
maður liggja á liði sínu fyrir
málstaðinn. Það verður vegið að
okkur úr öllum áttum í næstu al-
þingiskosningum - hvenær svo
sem þær verða haldnar. Næsta
vor verður þó trúlega kosið og
þá er eins gott að hafa unnið vel
heimavinnuna.
Alþýðuflokkurinn má vera
hreykinn af uppmna sínum og
öllum þeim göfugu hugsjónum
sem hann hefur látið rætast í
velferðarmálum alls almenn-
ings. Flokkurinn þarf engin spor
að hræðast eða skammast sín
fyrir. Það er annarra flokka að
gera, og vandi þeirra er meiri en
okkar.
Jafnaðannenn um allt ísland
- stöndum saman!
Ný Evrópa í nýrri öld
Við viljum ekki gleymast í
nýrri Evrópu á nýrri öld. Það
yrði okkar Þymirósarsvefn að
láta sem okkur varðaði ekkert
um það sem er að gerast úti í
hinum stóra heimi. I þeim efn-
um verðum við að vera öflugir
þátttakendur og vinna að þeim
málum af fullum heilindum. Þar
koma íslenskir jafnaðarmenn
enn til sögu og engum betur
treystandi á þeim vettvangi.
Alþýðuflokkurinn er eini
flokkurinn sem þorir að segja
sannleikann í hverju máli um-
búðalaust. Flokkurinn vill raun-
verulega báknið burt - sem og
miðstýringuna og höftin. Flokk-
urinn vill frelsi til fólksins, og
hefur fært því það á mörgunt
sviðum í þessari ríkisstjóm. Is-
land nýrra tíma er eitt af kjör-
orðum okkar jafnaðarmanna.
Neytendur í landinu vilja til
dæmis ekki una því lengur að
þeim séu skammtaðar nauð-
synjar og sjálfsagðir hlutir eins
og skít úr hnefa.
Skattleysismörk í 65 til 70
þúsund krónur
Það er af nógu að taka í okkar
þjóðfélagi í vanda. Á þeim
vanda mun Alþýðuflokkurinn
taka, atvinnuleysinu og erfið-
leikum þúsunda alþýðuheimila
þessa lands, sem allt of mörg
eiga um sárt að binda eftir lang-
varandi efnahagslægð.
I dag sé ég ekki annað úrræði
en að hækka þurfí skattleysis-
mörkin í 65 til 70 þúsund krón-
ur á mánuði til lágt launaða
fólksins, sem hefur þó ekki
nema rétt í sig og á. Að bættum
hag þessa fólks á Alþýðuflokk-
urinn að vinna, og það mun
hann gera.
Halli ríkissjóðs er mikill og
vandi atvinnuveganna sömu-
leiðis. En á ári fjölskyldunnar er
atvinnuleysið okkar stærsta og
versta böl og sýnilegt að mis-
skiptingin í þjóðfélaginu er orð-
in okkur til háborinnar skamm-
ar.
Einmitt nú, þegar okkur er
sagt að allar leiðir liggi upp á
við er kominn réttur tími til að
fara að vinna að því verki að
efla þjóðfélagið og styrkja stoð-
ir þess upp á nýtt. I því átaka-
verki verður okkur jafnaðar-
mönnum best treystandi - eins
og ævinlega.
Höfundur er verkamaður
í Vestmannaeyjum.
, ,AlþýðuílokJkurinn er eini flokkurinn
sem þorir að segja sannleikann í
hverju máli umbúðalaust Flokkurinn
vill raunverulega báknið burt - sem og
miðstýringuna og höftin. Flokkurinn
vill frelsi til fólksins, og hefur fært því
það á mörgum sviðuni í þessari
ríkisstjóm.u
Sýning á verkurn
Ragnheiðar Jóns-
dóttur Ream verður
opnuð næstkomandi laug-
ardag, 9. júlí, klukkan 15, í
sýningarsölum Norrœna
hússins.
Það hefur verið venja í
Norræna húsinu að kynna á
hverju sumri einhvem eða
einhverja af áhugaverðustu
myndlistannönnum ís-
lands. Þessar sumarsýning-
ar eiga að sýna hinum fjöl-
mörgu ferðamönnum sem í
Norræna húsið koma á
sumrin, hversu mikilvægur
þáttur myndlistin er í ís-
lensku menningarlffí. Einnig
er vonast til að hinn stóri hóp-
ur fsienskra listunnenda kunni
að meta þessar sumarsýningar.
Að þessu sinni var ákveðið
að sýna verk Ragnheiðar Jóns-
dóttur Ream. HrafnhiJdur
Schram tók að sér að velja
verkin og hafa umsjón með
sýningunni. Ragnheiður fædd-
istárið 1917 og lést árið 1977.
Ragnheiður Jónsdóttir Re-
am stundaði myndlistarnám
við The American University í
Washington D.C. árin 1954 til
I959. Þá átti hún þegar að baki
langt tónlistamám. Mikil gerj-
un var f bandarískri myndlist á
þeim tíma sem Ragnheiður var
búsett í Bandaríkjunum og gat
hún fylgst mcð þróun þeirrar
mikilvægu listastefnu, abst-
rakt-expressjónismanum, sem
fram kom þar í landi á 5. og 6.
áratugnum. Árið J969
fluttist Ragnheiður heiin
til íslands ásamt eigin-
manni sínum Donald
Ream.
Ragnheiður hélt fjöl-
maigar cinkasýningar
og tók þátt í samsýning-
um í Bandaríkjunum og
á ísiandi. Hún hlaut
ýmsar viðurkenningar
og verðlaun fyrir list
sína á meðan Banda-
rfkjadvölinni stóð. Verk
hennar eru í eigu margra
listasafna hér á landi
sem og á erlcndri
grundu.
Þess má geta að Ragn-
heiður hélt málverkasýningu í
Norræna húsinu árið 1974 og
sýndi ásamt Hjörleifi Sig-
urðssyni og Snorra Sveini
Friðrilíssyni á Sumarsýningu
Nonæna hússins árið 1976.
Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason