Alþýðublaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ atviNna Miðvikudagur 6. júlí 1994 STIMPLUN: Reglum um stimplun atvinnulausra hefur nú verið breytt, þannig að þeir geta stimplað sig inn hjá annarri atvinnu- miðlun en þeirri sem þeir eru skráðir hjá. Þetta œtti að auðvelda mönnum atvinnuleitina sem borist getur um víðan völl. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason Reglum um stimplun atvinnulausra breytt: Nú geta atvinnulausir stimplað sig hjá annarri atvimiumiðlun Reglum um stimplun at- vinnulausra hefur nú verið breytt, þannig að þeir geta stimplað sig inn hjá annarri atvinnumiðlun en þeirri sem þeir eru skráðir hjá. Það er þó bundið því skilyrði, að þeir fái tímabundið leyfí til þess hjá atvinnumiðlun sem þeir eru skráðir hjá. Þar þurfa þeir einnig að taka sérstök eyðublöð sem þeir nota í öðrum sveitarfélög- um. Þetta kemur fram í upplýs- ingum sem Alþýðusamband Is- lands hefur sent frá sér. Að sögn ASI hefur það valdið ýmsum erfiðleikum, til dæmis vegna atvinnuleitar sem borið getur menn víða, að þurfa alltaf að mæta á sama degi og á sama stað til að stimpla sig, svo at- vinnuleysisbætur falli ekki nið- ur. Nú hefur sem sagt verið gerð breyting á 15. grein reglugerðar um vinnumiðlun, sem gerir til að mynda atvinnulausum manni í Reykjavík það kleyft, að fá leyfi til að stimpla sig úti á landi og öfugt. Sá sem óskar eftir slíku leyfi verður að tilkynna það reglulega til þeirrar atvinnumiðlunar sem hann er skráður hjá, hvar hann verði staddur á viðkomandi tímabili og hvar hægt verði að ná í hann. Hægt er að gefa upp símanúmer þar sem hægt er að ná í viðkomandi eða láta liggja fyrir skilaboð. Þetta er nauðsyn- leg ráðstöfun svo hinn atvinnu- lausi geti tekið afstöðu til at- vinnutilboðs þegar/ef það berst. Tilkynning og skráning á nýja staðnum á að gerast á þeim degi sem viðkomandi á að stimpla sig í viðkomandi sveitarfélagi. Skráning í öðru sveitarfélagi fer fram á sérstökum eyðublöðum sem eiga nú að liggja frammi á þeirri atvinnumiðlun þar sem hinn atvinnulausi á að mæta til skráningar. Tf 'Tamkvœmdastjórn Al- rf þýðuflokksins - Jafn- Æ aðarmannaflokks ís- lands fundaði í fyrradag. Þetta var í fyrsta skipti sem framkvœmdastjórnin kemur saman frá því að hún var kjörin á hinu sögulega 47. flokksþingi sem haldið var um miðjan síðasta mánuð í Suðurnesjabœ. A fundinum í fyrradag var farið yfir stöðu mála að loknu flokksþingi og drög lögð að starfl fram- kvœmdastjórnar nœstu mán- uðina. Það var létt yfirfólki að fundi loknum og ljóst að það er góður og samhentur hópur sem ,Jramkvœmda- stýra“ flokknum licestu tvö árin. Frá vinstri eru Hervar Gunnarsson, Valgerður M. Guðmundsdóttir (ritari flokksins), Guðmundur Árni Stefánsson, Guðmundur Oddsson (formaður fram- kvœmdastjórnar), Magnús Arni Magnússon (formaður SUJ), Petrína Baldursdóttir, Bryndís Kristjánsdóttir, Steindór Haraldsson, Jón Baldvin Hannibalsson (for- maður flokksins), Sigurður Eðvarð Arnórsson (gjaldkerí flokksins) og Sigurður Tóm- as Björgvinsson (fram- kvœmdastjóri flokksins). Á myndina vantar Arnór Benónýsson. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason . —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.