Alþýðublaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MOLAR
Miðvikudagur 6. júlí 1994
Þriggja stjömu
myndiríbío:
Að lifa tímana tvenna
Regnboginn: Les visiteurs (Gestirnir)
Aðalleikendur: Christian Clavier,
Jean Reno, Valeri Lemarcíer
Stjörnugjöf: ***
l biskupstíð Þorláks Runólfs-
sonar í Skálholti, íþann nnm
sem kristinna laga þáttur var
settur, árið 1123, varðGod-
frey hinum hugprúða, (sem
nom hefur byrlað eitur) það á
að vega vœntanlega tengda-
fiiður sinn. Biður riddarinn
seiðkarl, semfyrir sér kantt, að
hregða séraftur ítímann, aftur
fyrir óhapp það, sem sá gamli
er orðinn ruglaður í ríminu og
sendir hann og skjalasvein
hans allt fram til 1993. Illa gengur þeim þá að semja sig að
nýjwn siðum og samtíðinni að átta sig á þeim. Og rekur eitt
spaugilegt atvik annað, þannig að úr hefur orðið vinsœlasta
gamanmynd á Frakklandi á síðari árum, - og sú arðsam-
asta.
Hold og andi
Laugarásbíó: Sirens (Ögrun)
Aðalleikendur: Sam Neill, Hugh Grant, Tara Fitzgerald
Stjömugjöf ***
Ástralskur listmálari sendir málverk á breska listasafiiið
National Galleiy. Þykja þau góð, en klúr, jaðra við porn-
ógrafíu. Biskup fœr ungan prest á förum til Astralíu ásamt
konu sinni, til að leggja leið sína til málarans og tala umfyr-
ir honum. Málarinn býr uppi í sveit ásamt konu sinni og
tveimur stúlkum, sem eru honutn til aðstoðar. (Minnirá
heimsókn prestshjónarma á smásögu Johns Fowles, Fíla-
beinstuminn). Bústaðurinn er ísenn með brag menningar og
lauslætis. Á borðum eru Biblían og Hnignun Vesturlanda.
Aðstoðarstúlkumar baða sig naktar í tjörn, en vatnasnákar
skríða utn - til að minna á aldingarðinn Eden? Og þœr
daðra við gest og gangandi. Vekur myndin svipuð viðbrögð
og málverk málarans.
Sest í helgan stein ?
Stjörnubíó: Guarding Tess (Tess í pössun)
Aðalleikendur: Shirley MacLaine, Nicolas Page
Stjömugjöf: ***
Þjóðhöfðingjar og þjóðskörungar hefjast upp úr mannhaf-
inu, verða forsvarsmenn samfélagsins og þá um leið skot-
spónn jiess. Af þeim sökum hljóta jteir vernd samfélagsins. í
Bandaríkjumm býr forsetaekkja (Shirley MacLaine) í veg-
legu húsi góðan spöl utan nœsta bœjar með ritara sínum,
tveimur aðstoðarmönnum, bílstjóra og leynilögreglumanni.
Vill sá losna úr vistinni, en ekkjan halda honuin, ogfœr hún
yfirvöld til að framlengja vist hans. Eiga />au ibröswn fram
eftir myndinni, en þá er ekkjunni ramt. Gamanið kámar og
úr verður spennumynd. Góð dœgradvöl fyrirfólk á miðjum
aldri.
Að slitnum barnsskóm
Bióborgin: Reality Bites (Blákaldur veruleiki)
Aðalleikendur: Winona Ryder, Ethan Hawke, Ben Stiller
Stjörnugjöf: ***
Hópur ungmenna, rétt brott-
skráðra úr háskóla, nýlega
réiðin t vinnu eða í vinnuleit,
býr saman í tbúð. Ein stúlkan
fœr viirnu á sjónvarpsstöð, en
er bráðlega sagt upp. Önitur
fœr vinnu við afgreiðslustöif
Ungum marmi, ávallt með til-
vitnun í Ijóð á hraðbergi, tekst
ekki að fá vinnu. Sjónvarps-
stúlkan fyrrverandi kynnist
ungum manni á auglýsinga-
stofu, sem afhenni hrífst. Vek-
ur það afbrýði hins skáldlega sinnaða, semforðum var vinur
hennar. Allt gengur þó siðsamlega fram. Létt mytid, á köflum
fjörleg.
v.eno itnrjrr/j
-vns.vwin rt,íMtsp'Msr.'
m lk
STUTTFRETTIR
Gestastofa í MÝVATNSSVEIT
I sumar munu Náttúruverndarráð og Skátustaðalireppur hafa samvinnu
um rekstur upplýsingamiðstöðvar og gestastofu í Mývatnssveit. Þar verða
veittar upplýsingar um hvaðeina sem lýtur að ferðafólki. Tekið verður við
bókunum í ferðir, gistingu og farmiðar seldir. í gestastofunni geta ferðamenn
kynnt sér og fræðst um náttúru Mývatnssveitar, skoðað muni, myndefni og bækur. Landverðir verða á staðnum
og veita frekari útskýringar og fræðslu. Starfsemin er að Hlíðarvegi 6 í Reykjahlíð, opin frá 8 til 22. Símar 96-
44295 og 96-44390, fax 96-44390. Á myndinni má sjá Grenjaðarstað, - byggðasafnið milli Mývatns og Húsa-
víkur, upplagt að skoða það í sumar...
Kaffiskógar EL MARINO
Rolf Johansen brallar í mörgu. Núna síðast hefur hann unnið að markaðssetningu á mexíkönsku kaffi, ElMar-
ino, og gengið vel. En hann lætur það ekki nægja, en reynir fyrir sér í Evrópu allri og gengur bærilega. í tilefni
af 50 ára afrnæli lýðveldisins hefur fyrirtækið í Mexíkó lagt grunn að kaffiskógum eins og það er kallað, og þeir
eiga að koma í öllum landsfjórðungum. Pétur Haraldsson, framkvæmdastjóri hjá Rolf segir að í hvert skipti
sem dós að E1 Marino er keypt á íslandi verði ein trjáplanta gróðursett í samstarfi við Skógrœkt ríkisins í ein-
um af íjórum kaffiskóganna. „E1 Marino fínnst viðeigandi að slást í förina með golfstraumnum í tilefni 50 ára
lýðveldisins og leggja hönd á plóg í skógrækt íslendinga", segir Pétur...
Vildu ekki PRÓFESSORSEMBÆTTI
Prófessorsembætti í fiskifræðum við líffræðiskor Háskóla íslands var stofnað með fjárlögum 1993. Embættið
var auglýst innanlands og utan. Leitað var að vísindamanni sem hlotið hefði alþjóðlega viðurkenningu fyrir
rannsóknastörf í líffræði sjávarfiska. Ellefu sóttu um, þar af sex erlendir. „Fiskifræði er oft talin meðal þeiira
vísindagreina þar sem Islendingar eiga að geta skarað fram úr og er hinum nýja prófessor ætlað að vera oddviti
íslenskra rannsókna á líffræði sjávarfiska og byggja upp rannsóknir við Háskólann á þessu sviði“, segir Guð-
brandur Á. ísberg, kynningarfulltrúi Háskólans. Hann segir að Raunvísindadeild hafi því viljað gera ítrustu
hæfniskröfur til hins nýja prófessors og fylgdi dómnefnd í einu og öllu þeim kröfum. Svo hafi hins vegar farið
að fimm umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka, en dómnefndin taldi hina sex ekki uppfylla þau skilyrði
um hæfni sem sett voru, þótt margir umsækjenda væru virtir vísindamenn og ötulir við rannsóknir. Nú er hug-
að að leiðum til að tryggja að fyrirhuguð námskeið í fiskifræðum falli ekki niður og leysa vandann sem upp er
kominn, - það er að enginn hefur fengist í embættið...
MARKÚS, nýr hæstaréttardómari
Markús Sigurbjörnsson, 39 ára gamall prófessor, hefur verið skipaður dómari við Hœstarétt. Alls sóttu sjö
lögmenn um stöðuna.
GUÐMUNDUR KARL í Hafnarborg
í aðalsal Hafnarborgar í Hafnarfirði stendur nú sýning Guðmundar Karls Ásbjörnssonar. Guðmundur Karl
er fæddur á Bíldudal 1938 og stundaði nám í Reykjavík, á Ítalíu og á Spáni. Fyrstu einkasýninguna hélt hann í
Bogasalnum 1965. Síðan hefur hann haldið fjölmargar sýningar, hér heima og erlendis.
Allt á fullu í KERLINGARFJÖLLUM
Hinn vinsæli Skíðaskóli í Kerlingarfjöllum er kominn á fullt skrið, 34. sumarið í röð. Sem fyrr er það Valdi-
mar Ömólfsson, sem stendur fyrir þessu vinsæla framtaki. í fjöllunum stendur nú yfir fjölskyldunámskeið og
síðan rekur hvert námskeiðið annað fram til 24. ágúst. Leiðin til Kerlingarfjalla er orðin greiðfær nánast öllum
bfium, búið að hefla veginn og ámar á leiðinni óvenju vatnslitlar. Á skíðasvæðinu er hinsvegar nægur snjór og
útlit fyrir gott skíðasumar. Svæðið er öllum opið, hvort sem menn fara í kennslu eða ekki. Það telst til stórtíð-
inda að síðar í sumar mætir skíðalandslið Kanadamanna í alpagreinum til tíu daga æfingar í Kerlingaríjöllum,
14—16 manna hópur...
Leiðsögubók um ÁRBÆJARSAFN
Ut er komin ítarleg leiðsögubók um Arbœjarsafn. Bókin er 40 blaðsíður, í stóru
broti og prýdd fjölda mynda. Helstu kaflar hennar eru sem hér segir: (1) Hús og
söguminjar (Torgið. Þorpið. Hafnarsvæðið. Sveitin. Vélasalur); (2) ítarefni (Saga
Árbæjarsafns. Árbæjarsafn sem rannsóknastofnun. Viðburðir á Árbæjarsafni.
Ágrip af þróunarsögu húsa í Reykjavflc); (3) Almennar upplýsingar. Bókin er gef-
in út á tveimur tungumálum, íslensku og ensku. Sölustaður leiðsögubókar um Ár-
bæjarsafn er miðasala safnsins. Verðið er 500 krónur og möguleiki gefinn á að fá
bókina í pósti. Hún kemur í stað leiðsögubókar um safnið sem gefin var út árið
1981 og er löngu uppseld...
26.699 ERLENDIR gestir í júní
Erlendir gestir sem heimsóttu landið í júnímánuði voru alls 26.699. í sama mánuði í fyrra voru þeir alls 21.699.
Þetta kemur fram í upplýsingum sem Magnús Oddsson ferðamálastjóri sendi okkur. Aukningin er um 23%.
611 farþegar dvöldu hér aðeins í einn dag, svokallaðir viðdvalarfarþegar. Aukning hefðbundinna gesta er því
um 20%. Ef litið er á fjölda erlendra gesta fyrstu 6 mánuði þessa árs þá voru þeir alls 73.254 sem er um 14 þús-
und fleiri en í fyrra og er það um 23% aukning frá fyrra ári. Ef viðdvalarfarþegar sem höfðu hér viðdvöl í einn
dag eru ekki taldir með á fyrstu 6 mánuðunum er fjölgunin rúmlega 8 þúsund eða 13% miðað við sama tíma í
fyrra. Það ber kannski að hafa í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar, að um miðjan júní voru hér mikil hátíð-
arhöld í tilefni af lýðveldisafmælinu og samanburður við fyrri ár því varasamur. En samt, 20%, það hlýtur að
teljast gottmál...
Innsetning JÖRMUNDAR INGA í embætti allsherjargoða
Innsetning allsherjargoða Asatráarfélagsins, Jörmundar Inga, í embætti verður þórsdag-
inn í tólftu viku sumars (fimmtudaginn 7. júlí). Safnast verður saman við Hótel Valhöll
klukkan sjö um kvöldið. Að athöfn lokinni verður slegið upp veislu að fomum sið. Þeir sem
vilja mæta þar láti Hótel Valhöll vita í síma 98-22622. Nánari upplýsingar um innsetningar-
athöfnina eru gefnar hjá Erlingi í síma 658601 og 686303...