Alþýðublaðið - 06.07.1994, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. júlí 1994
LAUNAMÁL
*
Greinargerð Hagsíofti Iskuids um lauimísitölu
og launasamanburð:
Laun qmberra sMmaima
hækkað meira en annarra
Frá ársbwjun 1990hafa opinberir starísnienn og bankameim
fengið nær 3% iaunahækkunumfram hækkanir
á almennuni vinnumarkiiði
ndanfamar vikur hefur
átt sér stað mikil um-
ræða um þróun launa-
mála eftir að Alþýðusamband
Islands sagði að samkvæmt
launavísitölu Hagstofu Islands
mætti ætla að laun bankamanna
og opinberra starfsinanna hefðu
hækkað um 20% á síðustu í]ór-
um árum. Þetta væri 5% meiri
hækkun en á almenna markað-
inum. Hagstofan hefur nú sent
frá sér greinargerð þar sem seg-
ir að laun bankamanna og opin-
berra starfsmanna hafí hækkað
um tæplega 3% umfrarn laun á
almennum vinnumarkaði á
þessum tíma.
Hagstofan hefur tekið saman
ítarlega greinargerð af þessu til-
efni. Þar er fjallað um gögn og
aðferðir við útreikning launa-
vísitölunnar, um birtingu á nið-
urstöðum, um mat á launa-
breytingum almennt og loks
um launabreytingar undanfarin
misseri. Helstu niðurstöður
þessarar greinargerðar eru eftir-
farandi.
Tiltæk gögn um þróun launa
undangengin íjögur ár eru
ósamstæð og gefa ekki færi á
nákvæmum samanburði vegna
mismunandi aðferða við athug-
anir. Gögnin styðja þó í megin-
atriðum það mat, sem fram
kemur í launavísitölu Hagstof-
unnar, og virðist vísitalan
þokkalegur mælikvarði á þróun
launa í heild sinni. Samkvæmt
gögnum launavísitölunnar hafa
laun opinberra starfsmanna og
bankamanna hækkað um 3%
umfram laun á almennum
vinnumarkaði frá því í ársbyrj-
un 1990 til jafnlengdar 1994. í
reynd er munurinn þó líklega
nokknr minni þar sem sennilegt
er að í tölum Hagstofunnar
gæti nokkurs ofmats á launa-
breytingum opinbena starfs-
manna og bankamanna en van-
mats á launabreytingum á al-
mennum vinnumarkaði. Fyrir
launavísitöluna í heild vegur
hvort annað nokkurn veginn
upp.
Gögn og útreikningar
í greinargerð Hagstofunnar
segir að ASI kvarti undan því
að Hagstofan birti ekki ítarleg-
ar upplýsingar um aðferðir við
útreikning launavísitölu. Hag-
stofan segist fyrst og fremst
nýta eftirfarandi gögn með
reglubundnum hætti við út-
reikning vísitölunnar:
Útreikningar frá Starfs-
mannaskrifstofu fjármála-
ráðuneytis á meðallaunum
þeirra, sem skrifstofan greiðir
laun, jafnt ríkisstarfsmanna
sem félaga í ASÍ. Gögnin sýna
launabreytingar frá einum mán-
uði til annars, með og án starfs-
aldurshækkana. Hér er um
heildarskýrslur að ræða og taka
útreikningamir ýmist til allra,
sem hafa fengið greidd laun í
öðrum hvorum mánuðinum,
eða aðeins til þeirra, sem hafa
fengið laun í báðum mánuðun-
um, eru í sama stéttarfélagi,
starfi og starfshlutfalli.
Útreikningar frá Launadeild
Reykjavíkurborgar sem eru
hliðstæðir gögnum fjármála-
ráðuneytis.
Upplýsingar frá Reiknistofu
bankanna og Islandsbanka
um breytingar meðallauna, ým-
ist fyrir alla sem hafa fengið
laun eða þá sem hafa fengið
laun í báðum mánuðunum.
Niðurstöður úrtaksathugunar
sem Hagstofan gerir í mánuði
hveijum meðal valinna fyrir-
tækja. Athugunin nær til um 50
fyrirtækja í ýmsum atvinnu-
greinuin sem hafa um það bil
7.000 starfsmenn í þjónustu
sinni. Úrtakið sjálft eru um 500
manns.
Auk þessa reglubundna efnis
nýtir Hagstofan ýmsar aðrar
upplýsingar, ekki síst frá aðil-
um vinnumarkaðarins um nið-
urstöður kjarasamninga eða
launaákvarðana fyrir tiltekna
hópa. Loks er stuðst við birtar
skýrslur kjararannsóknanefnda
en eðli ntálsins samkvæmt er
einungis unnt að hafa þær til
hliðsjónar eftir á, þar sem þær
koma ekki fram fyrr en 1-3
ársfjórðungum eftir það tímabil
sem mælingar miðast við.
Birting á niðurstöðum
Af hálfu ASÍ er það gagnrýnt
að Hagstofan hafi ekki birt
sundurliðaðar niðurstöður fyrir
einstaka hópa í vísitölunni,
mánuð fyrir mánuð. Er þess
óskað að ASÍ fái slíkar upplýs-
ingar. Um þetta segir í greinar-
gerð Hagstofunnar:
I þessu sambandi verður hafa
í huga að launavísitala er reikn-
uð samkvæmt lögum sem sett
voru beinlínis í þeim tilgangi
að til yrði „lögformleg" launa-
vísitala til notkunar við gerð
lánskjaravísitölu. I lögunum er
að finna fyrirmæli um að Hag-
stofan skuli í mánuði hveijum
reikna og birta launavísitölu
sem byggð er á mati á meðal-
laununt næstliðins mánaðar. í
þessu felst staðfesting á því að
ekki sé unnt að afla „fullkom-
inna“ eða „endanlegra" upplýs-
inga um launabreytingar til út-
reiknings vísitölunnar hveiju
sinni.
Launavísitala hvers mánaðar
er því fyrst og fremst niður-
staða af mati Hagstofunnar á
launabreytingum á grundvelli
gagna sem þá liggja fyrir. Síðar
bætist við vitneskja um þróun
launa á viðkomandi tímabili
sem þarf að kanna hvort víki
frá upphaflegu mati og eigi að
valda breytingum á vísitölunni.
Slíkar breytingar geta ekki
komið fram með afturvirkum
hætti vegna tengsla við láns-
kjaravísitölu heldur hljóta að
hafa áhrif á launavísitöluna
þegar þeirra verður vart, oft
löngu eftir að þær eru taldar
hafa átt sér stað. Um þetta var
fjallað í athugasemdum við
frumvarp til laga um launavísi-
töluna.
Vegna þessara annmarka á
tímasetningu breytinga og
vegna þess að niðurstaða launa-
vísitölunnar hlýtur ævinlega að
vera háð mati hefur Hagstofan
ekki talið fært að birta vísitöl-
una sundurliðaða. í slíkri birt-
ingu fælust fyrst og fremst upp-
lýsingar um niðurstöður á mati
Hagstofunnar á hverjum tíma
en ekki upplýsingar um launa-
þróun í einhverjum „endanleg-
um“ skilningi.
Þrátt fyrir þetta hefur Hag-
stofan ákveðið að birta árs-
ljórðungstölur um mat á launa-
breytingum opinberra starfs-
manna og bankamanna annars
vegar og annarra launþega hins
vegar til að koma til móts við
óskir um birtingu sundurliðaðra
upplýsingum.
Frekari sundurliðun samrým-
ist ekki tilganginum með út-
reikningi launavísitölu. Auk
þess gæti það stefnt í hættu
þeim trúnaði sem ríkir milli
upplýsingagjafa og Hagstof-
unnar um upplýsingaleynd.
Matá
launabreytingum
í bréfi ASÍ til Hagstofunnar,
í fréttatilkynningum og þeim
umræðum, sem orðið hafa að
undanfömu um launabreytingar
síðast liðinna ljögurra ára, hef-
ur nokkuð verið vikið að launa-
könnunum og gerð launa-
skýrslna. Umræðumar hafa leitt
glögglega í ljós að þegar litið er
yfir svo langt tímabil er erfitt
að draga einhlítar ályktanir af
fyrirliggjandi gögnum um
launaþróun einstakra hópa.
Þetta er eðlilegt, vegna þess að
gerð launaskýrslna er áfátt í
ýmsum efnum og þær gefa
tæpast færi á einhlítum niður-
stöðum. Almennt má segja að
fyrirliggjandi launaskýrslur séu
nægilega góðar til þess að gefa
mynd af þróun launa í stómm
dráttum en töluverðir annmark-
ar séu á notkun þeirra til ná-
kvæms samanburðar milli til-
tekinna hópa eða tímabila.
Hér á undan hefur verið
greint frá gögnum og aðferðum
við gerð launavísitölu þeirrar,
sem Hagstofan metur og birtir,
og vikið að ýmsum annmörk-
um sem em á mati hennar. f
umræðunum að undanfömu
hafa niðurstöður launavísitöl-
unnar verið bomar saman við
efni úr ársfjórðungskönnunum
Kjararannsóknarnefndar ASÍ,
VSI, Samtaka iðnaðarins og
Verkamannasambands Is-
lands (hér nefnd Kjararann-
sóknarnefnd aðila vinnumark-
aðarins, skammstafað KA V).
Jafnframt hefur verið vitnað til
birts efnis Kjararannsóknar-
nefndar opinberra starfsmanna
(skammstafað KOS). Nauðsyn-
legt er í þessu sambandi að
fram komi skýrt að þessi gögn
em ekki sambærileg við launa-
vísitöluna og frekar en hún em
þau ekki einhlít eða auðtúlkuð.
Má fyrst nefna að athuganir
KAV, KOS og Hagstofu
byggja á ólíkum aðferðum og
niðurstöður þeirra verða því
ekki bomar saman með óyggj-
andi hætti. I annan stað er úrtak
KAV ekki valið af handahófi,
nær misvel til hina ýmsu at-
vinnugreina og starfsstétta og
hefur oft reynst fremur óstöð-
ugt. Skýrslur KAV byggjast á
úrtaki en skýrslur KOS ná yfir
alla starfsmenn ríkisins og
Reykjavíkurborgar.
Að mörgu að gæta
Við launasamanburð er að
ýmsu að gæta. Aðferðirnar,
sem beitt er, fara eftir því hvað
mæla skal. Við mat á launa-
breytingum mismunandi hópa
frá einu tímabili til annars
skiptir miklu máli að breytingar
í samsetningu hópanna séu ein-
angraðar frá öðmm breyting-
um, að áhrif breytinga á vinnu-
tíma séu frátalin, að starfsald-
ursbreytingar séu metnar með
samræmdum hætti og að upp-
hafs- eða lokatíminn, sem val-
inn er, skipti ekki sköpum um
niðurstöður.
Hagstofan beitir þeirri aðferð
við útreikning launavísitölu í
hverjum mánuði að meta breyt-
ingar þeirra sem fá greidd laun
í báðum þeim mánuðum, sem
við er rniðað, og em í sama
stéttarfélagi, starfi og starfs-
hlutfalli. Þessi aðferð (oft nefnd
„paraður“ samanburður) á við
um samanburð skammtíma-
breytinga. Hún á síður við og
verður naumast við komið til
samanburðar yfir langt tímabil.
KAV reiknar og birtir bæði
„óparaðan" samanburð (það er
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
LAUNAMÁL: Frá janúar 1990 til 1994 er talið að laun
á almennum vinnumarkaði hafi hækkað um 15,3% en
laun opinberra starfsmanna og bankamanna um
18,7%, segir í greinargerð Hagstofunnar. Hagstofa ís-
lands segir athyglisvert að bœði hjá hinu opinbera og
ASI virðast laun einstakra hópa hafa breyst mjög mis-
mikið. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
sem nær til allra í úrtakinu) og
„paraðan" við næstliðinn árs-
fjórðung og sama fjórðung á
liðnu ári. Við reglubundnar úr-
taksathuganir er æskilegast að
endumýja úrtakið með skipu-
legum hætti til að áhrif endur-
nýjunar í hlutaðeigandi hópi
komi fram en samsetningar-
breytingum sé engu að síður
haldið í lágmarki. Tölur KOS
em byggðar á heildarskýrslum
en þar þarf engu að síður að
gæta vandlega að áhrifum
breytinga í samsetningu hópa
eftir störfum, stéttarfélögum og
samböndum þegar niðurstöður
em túlkaðar.
Launabreytingar
frá 1990 '
I greinargerð ASÍ frá 16. júní
er dregin sú ályktun, að hluta á
gmndvelli launavísitölunnar, að
frá ársbyrjun 1990 til ársbyij-
unar 1994 hafi laun opinberra
starfsmanna og bankamanna
hækkað um 5-6% meira en
laun á almennum vinnumark-
aði. Þessi niðurstaða er fengin
með einfaldri þríliðu; þar sem
launavísitala hefur hækkað um
16,7% og þar sem laun á al-
mennum vinnumarkaði hafa
hækkaðum 14,5% samkvæmt
gögnum ASÍ og miðað við
35% vægi launa opinberra
starfsmanna og bankamanna,
hljóti laun hinna síðasttöldu að
hafa hækkað um meira en 20%.
Vegna þessarar ályktunar og
þeirra umræðna, sem af henni
hafa spunnist, hefur Hagstofan
farið yfir tiltæk launagögn þetta
tímabil.
Frájanúar 1990 til apríl 1994
hækkaði launavísitalan um
16,7%. Þar af voru laun á al-
mennum vinnumarkaði, eins og
breyting þeirra er metin í vísi-
tölunni, talin hafa hækkað um
15,3% en laun opinberra starfs-
manna og bankamanna um
18,7%. Samkvæmt þessu hafa
laun opinberra starfsmanna og
bankamanna hækkað um nær
3% meira en laun á almennum
vinnumarkaði á þessu tímabili.
Mismunandi
hækkun hópa
Eins og áður hefur verið bent
á getur skipt miklu hvaða tíma-
bil eru valin til samanburðar.
Samanburður 1. eða 2. fjórð-
ungs ársins 1994 gefur svipað-
an mun á launabreytingum op-
inbera starfsmanna og banka-
manna annars vegar og laun-
þega á almennum vinnumark-
aði hins vegar. Samanburður
við 4. ársfjórðung 1989 sýnir
heldur meiri mun en það stafar
af launasamningum sem gerðir
voru fyrr á árinu 1989. í reynd
er þó líklegt að munurinn sé
nokkru minni en felst í launa-
vísitölunni.
Þetta stafar af því að senni-
lega gætir ofmats í tölum Hag-
stofunnar um launabreytingar
opinberra starfsmanna, meðal
annars vegna vandkvæða á að
einangra starfsaldurshækkanir.
Á móti sýnist líklegt að nokk-
urs vanmats gæti í tölum henn-
ar um breytingar á almennum
vinnumarkaði vegna ófull-
komnari gagna um launaþróun
en 'njá hinu opinbera. Ekki
verður betur séð en tölur KAV
og KOS styðji þessa niður-
stöðu. Loks skal á það bent að
hér er um meðaltölur að ræða
en hækkun einstakra hópa getur
verið talsvert mismunandi.