Alþýðublaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Miðvikudagur 13. júlí 1994 MPÍBUBLABID HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 utanríkisviðskiptí Utanríkisviðskipti hafa snúist mjög til betri vegar á síðasta ári. Þessi hagstæða þróun heldur enn fram í ár. Tölur fyrir fyrsta árs- fjórðung 1994 sýna 5 milljarða króna afgang í viðskiptum við er- lendar þjóðir. Á sama tíma í fyrra var halli í viðskiptum við útlönd að upphæð 2,2. milljarðar króna, reiknað á sambærilegu gengi. Þessi mikli bati í viðskiptum við útlönd stafar af mestu af auknum vöruútflutningi en einnig af því að hallinn á þjónustujöfnuði var mun minni en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptajöfnuður var hagstæð- ur um 8,7 milljarða króna sem er tæpum 5 milljarða króna betri út- koma en á sama tíma í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs var verð- mæti alls vöruútflutnings 18% meiri á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Verðmæti sjávarafurða sem nemur um 80% af vöruútflutningi var 15% meiri í ár en á sama tíma í fyrra og verðmæti áls þriðjungi meira. Gjaldeyrisstaða Seðlabankans er mjög vel yfir venjulegum viðmiðunarmörkum sem hlutfall af innflutningi. PALLBORÐ: Steinar Ágústsson Er ekkert heílagt undir sólinni hjá stjórnarandstöðunni? egar forsætisráðherra, Davíð Oddsson, kemur fram á blaðamannafundi með minnisblað frá Þjóðhags- stofnun um að einhver bata- merki séu á lofti í efnahagsmál- um þjóðarinnar, boðar það upp- gjöf ríkisstjórnar og þingkosn- ingar í haust að mati stjórnar- andstöðunnar. Merkileg útskýr- ing það! Neikvæðir alla tíð Hún er nú heldur betur nei- kvæð, stjómarandstaðan. Hvemig hugsar þetta lið eigin- lega í veðurblíðunni? Dag eftir dag og árið um kring ríkir svart- nættið í hugum þessa blessaða úrtölufólks. Það er sannarlega miður. Er þetta kannski boðskapurinn sem á að taka við? Eg vona inni- lega að sú ógæfa hendi aldrei að þessi nátttröll komist í ríkis- stjóm. Það væri mikil ógæfa ís- lenskri þjóð að fá slíkan óskapn- að yfir sig í erfiðri stöðu sem ís- lenskt þjóðfélag býr við í dag. Barist gegn atvinnu- leýsinu Á landinu okkar em þúsundir heimila sem eiga við atvinnu- leysi að stríða vegna samdráttar- ins, sumir svelta vegna þorsk- brestsins, sem orðið hefur á mið- unum okkar. Sem betur fer hafa ríkisstjómin og bæjarfélög veitt fjármagni til tímabundinna verk- efna til að létta eitthvað á erfið- leikunum hjá almenningi. Smuguveiðar og fiskkaup af erlendum togumm hefur víða reynst búbót. Allskonar hagræð- ing í fyrirtækjum og spamaður í ríkisljármálum hafa átt sér stað og er til bóta. Vextir hafa lækk- að, engin verðbólga fyrirfinnst lengur. Á atvinnumarkaði rfkir fiiður að heita má, og viðskipta- jöfnuður við útlönd er okkur í hag. Fyrir hverja er unnið? Þrátt fyrir ýmislegt jákvætt er uppi sami barlómurinn og svart- nættið í herbúðum stjómarand- stæðinga. Sér þetta lið vesalinga aldrei til sólar? Mér er spum, er þeim ekkert heilagt? Em þeir stóm í verkalýðssam- tökurn að vinna fyrir láglauna- fólkið, gamla fólkið, öryrkja og atvinnulausa? Eða einhverja aðra? Allir þessir hópar em á sultarlaunum og á bágt með að standa í skilum með sitt. Við sem emm í þessum stóra hópi þekkjum böl atvinnuleysis. Við þurfum ekki að fara í læri hjá stjómarandstöðuliðinu í þessum efnum. Formaður BSRB leyfir sér á hátíðisdegi verkalýðsins að koma fram og fullyrða að það sé vondum ráðherram í stjómar- ráðinu að kenna að hér ríkir at- vinnuleysi. Mér er spurn: Er svona forystumönnum treyst- andi fyrir stómm hópi launþega? Allir þurfa að standa saman Ég segi nei takk. Þessi söngur ásamt stjómarandstöðunni er til skammar í því ástandi, þegar ALLIR þurfa að standa saman í þjóðfélaginu, sama hvort þeir tilheyra stjóm eða stjómarand- stöðu. I minni sveit þekkist ekki upp- gjöf, þar ríkir samhjálp og bjart- sýni á betri tíð. Náttúmhamfarir og erfiðleika í efnahagsmálum höfum við tekist á við og sigrað. Vonandi verður aldrei breyting á því. Við skulum öll standa saman, Islendingar, horfa fram á veginn og sigrast á vandamálunum í stað þess að hlusta á úrtölu- mennina. Sundrang er þjóðaró- gæfa sem aldrei má renna yfir þjóð okkar. Hölundur er mkamaður í Vestmannaeyjum. STEINAR:, Jíún er nú heldur betur nei- kvæð, stjómarand- staðan.. .Eg vona innilega að sú ógæfa hendi aldrei að þessi nátttröll komist í rík- isstjóm. Það væri mikil ógæfa íslenskri þjóð að fá slíkan óskapnað yfír sig. ..Sérþettalið vesalinga aldrei til sólar?.. .er þeim ekk- ertheilagt?“ Fjármagnsjöfnuður við útlönd sem sýnir ný erlend lán, að frá- dregnum afborgunum auk skammtímafjármagnshreyfinga, íjárfest- inga og verðbréfaviðskipta, var jákvæður um 7,7 milljarða króna á fyrsta ársijórðungi 1994. Það vekur hins vegar athygli, að fjárfest- ingar íslendinga erlendis frá áramótum hafa í raun orðið litlu meiri en búast mátti við eftir að fijálsræði í þeim efnum var aukið. Heild- argreiðslujöfnuður, sem sýnir breytingu á gjaldeyrisstöðu Seðla- bankans, var jákvæður um 6,7 milljarða króna á fyrsta ársíjórðungi 1994 en neikvæður um 3,9 milljarða króna á sama tíma í fyrra. -'essar jákvæðu tölur benda allar í eina átt: Utanríkisviðskipti ís- PALLBORÐ: Svavar Gestsson Jafnaðarstefna og Evrópu- sambandið fara ekki saman lendinga em í mikilli og hagstæðri uppsveiflu. Það þýðir að Islend- ingar em famir að flytja út meiri íslenskar afurðir en áður og inn- flutningur hefur minnkað. Á mannamáli má segja, að Islendingar séu famir að vera skynsamari hvað varðar eigin efnahag, í atvinnu- lífi jafnt sem einkaneyslu. Undangengin kreppa hefur einnig falið í sér jákvæða þætti eins og nýjan skilning almennings á verðmætum og þörfum. Stór hluti af hagnaði landsins að loknum stríðsámm og hinum miklu fiskveiðitekjum í kjölfar stækkun landhelginnar, fór í uppbyggingu landsins en einnig í gengdarlausa einkaneyslu. Við- reisnarárin leystu haftaárin af hólmi. í kjölfarið sáust menn ekki fyr- ir og hin fengsælu heildsalaár mnnu upp þegar næstum því allar inn- fluttar vömr seldust jafnóðum og þær komu í búðir. Neysluþörf Ileiðara Alþýðublaðs- ins í dag, 11. júlí, er farið býsna frjálslega með tilvitnun í grein mína í DV síðastliðinn mánudag. Þar segir til- vitnun leiðara Alþýðu- blaðsins: „Hver eru aðalatrið- in? Þau hljóta að vera, að skapa þjóðfélagsað- stœðurá eiginforsendum - utan Evrópusambands- ins...“ landsmanna hefur verið nær óseðjandi allt fram á síðustu ár. Segja má, að þegar meiri jöfnuður komst á peningamál og vömskipti og lán urðu vísitölutengd, komust landsmenn meira niður á jörðina. Samt hefur það tekið furðulega langan tíma fyrir íslendinga að átta sig á einföldustu lögmálum tekna og útgjalda. Hin svonefnda kreppa undanfarinna ára hefur rekið smiðshöggið á kostnaðarvitund íslendinga. Bruðlið er á undanhaldi. Innflutningur er orðinn sniðinn að eðlilegum þörfum landsmanna. Og það sem er ekki síst gleðilegt: Útflutningur íslenskra afurða eykst stöðugt. Þessi hagstæða þróun á sínar sögulegu skýringar eins og fram hefur kom- ið í línunum hér að ofan en einnig í skynsamri stjóm efnahagsmála í tíð núverandi rikisstjómar og opnunar á hagkerfinu og vaxandi samvinnu við útlönd í stað stöðnunar og einangrunarstefnu fyrri ára. Afhverju er tilvitnun Alþýðublaðsins ekki lengri? Afhverju mátti þetta ekki fylgja með í beinu framhaldi: „...sem tryggja aukna atvinnu, jöfnuð og lýð- rœði þannig að allir þeir sem vilja geti gengið stoltir til vinnu sinnar á hverjum degi og þannig skapað sér og sínum mannsæmandi lífskjör. Til þess að ná þessu marki á að nota leiðir róttœkrar jafnaðarstefnu og til að fara þœr leiðir verðum við að vera utan Evrópusambandsins. ‘ ‘ - athugasemd við leiðaraskrif Alþýðublaðsins ,JÞað fer ekki saman, að beijast fyrir jaínaðarstefíiu og beijast fyrir aðild ís- lands að Evrópusamband- inu. Og aðild að Evrópu- sambandinu samfymist heldur ekki því markmiði, að beijast fyrir jafhaðar- stefríu á heimsvísu.“ Afhverju sleppti Alþýðublaðið þessu? Var það vegna þess að leið- arahöfundurinn vildi fela þá stað- reynd fyrir lesend- um Alþýðublaðs- ins sem Jóhanna Sigurðardóttir hef- ur til dæmis bent á, að það er ekki unnt að framkvæma jafnaðarstefnu á eigin forsendum viðkomandi þjóða ef ríkin eru innan Evrópusambandsins? Var það vegna þess að ég fullyrði - og get staðið við það - að því að- eins getum við beitt efnahags- ráðum til að draga úr atvinnu- leysi á Islandi, að við fáum að gera svo á okkar eigin forsend- um - annars emm við dæmd inn í milljónatugaatvinnuleysið í Evrópusambandinu? Ástæðan fyrir því að ég vil vera utan Evrópusambandsins er sú, að ég er jafnaðarsinni; til að framkvæma jafnaðarstefnu á ís- landi verðum við að vera utan Evrópusambandsins. Það fer ekki saman, að beijast fyrir jafnaðarstefnu og beijast fyrir aðild Islands að Evrópu- sambandinu. Og aðild að Evr- ópusambandinu samrýmist heldur ekki því markmiði, að berjast fyrir jafnaðarstefnu á heimsvísu. Jafnaðarstefnan og Evrópusambandið fara ekki saman. Með bestu kveðju. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið. Athugasemd ritstjórnar: í umræddum leiðara Alþýðublaðsins var bent á þá staðreynd að Svavar Gests- son alþingismaður hafi haldið fram þeirri skoðun, að ísland beri að vera utan Evr- ópusambandsins og vitnað í hans eigin skrif af því tilefni. Auk þess var vitnað í skrif Páls Péturssonar alþingismanns. Athugasemd Svavars við þennan leið- ara Alþýðublaðsins hefur engu við þessa skoðun þingmannsins að bæta og því erfitt að sjá I hvaða tilgangi hún er skrifuð. Alþýðublaðið getur hins vegar ekki tekið undir þá skoðun þingmanns- ins, að jafnaðarstefnan og Evróþusam- bandið fari ekki saman. Meðal annars má benda á, að Evrópusambandið er að miklu leyti sköpunarverk jafnaðarmanna. Ennfremur að hvergi í heiminum hafa jafnaðarmenn - jafnaðarstefnan - jafn- mikil áhrif og einmitt innan Evrópusam- bandsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.