Alþýðublaðið - 13.07.1994, Síða 3
Miðvikudagur 13. júlí 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Tjaldstæðisflóð á Búðum
Þeir voru heldur óheppnir gestirnir á tjaldstæðinu á Búðum á
Snæfellsnesi um síðustu helgi. Stórstreymt var á laugardags-
kvöldinu og flæddi inná hluta tjaldstæðisins þar sem það liggur
að sjónum. Þrátt fyrir að stæðið væri troðfullt af fólki þá vildi svo
vel að ekki höfðu nema nokkrir tjaldað næst sjónum. Vörður sem
gætti tjaldstæðisins hafði engan grun um að svonalagað gæti
gerst og gat þar af leiðandi ekki varað fólkið við. Sem betur fer
urðu litlar skemmdir á búnaði og
ástandið varði ekki nema tæpar fjór-
ar klukkustundir. Annars var veðrið
þessa helgi á Búðum frá-
bært, mikil og góð
stemmning og fólk á öll-
um aldri skemmti sér hið
besta. Að sögn staðar-
haldara á Búðum sköp-
uðust engin vandræði
vegna drykkjuskapar og
er það nokkur breyting
frá því sem stundum hef-
ur verið á þessum vinsæla
ferðamannastað.
55 krár í STOKKHOLMI:
Missa
vínveitingaleyfin
-og86 knæpur hafa verið viðvaraðar. Hinsvegar fá
um 60 slíkar að hafa opið til klukkan 05 aðfaramótt
næstkomandi föstudags vegna HM ’94
Dagens Nyheter og Svenska
Dagbladet greina frá því að
hvorki fleiri né færri en 55 krár í
Stokkhólmi og nágrenni hafi misst
vínveitingaleyfi sín. Þetta gerðist í
kjölfar opinberra aðgerða sem
miðast að því að gera rekstrarlegt
umhverfi knæpanna „heilbrigð-
ara“, en hún hófst fyrir ári síðan.
Enn fleiri, eða 86 knæpur, hafa
fengið aðvaranir.
Venjulega er ástæðan til lokun-
ar að veitingamaðurinn hefur
„gleymt“ að greiða sín gjöld til
ríkisins, eða að bókhaldið er í rúst.
Það er líka fréttnæmt úr pöbbalífi
Svíþjóðar að á mánudag fengu
fjórar vínbúllur til viðbótar leyfi til
að hafa opið frameftir nóttu í nótt
vegna leiks Svíþjóðar og Brasilíu í
undanúrslitum heimsmeistara-
keppninnar í knattspymu.
Alls 50-60 krár munu standa
opnar á fimmtudagsnótt og fá að
afgreiða brennivín og bjór til
klukkan 5 um morguninn til
þyrstra fótboltaáhugamanna. Slíkt
leyfi hafa sænsk yfirvöld aldrei
fyrr veitt.
Atvínnulausír tæplega 5.600 í júnímánuði
- Á landsbyggðinni er ástandið áberandi verst á NORÐURLANDIEYSTRA
s
Aætlað er að atvinnuleysi í júní- Tölur um atvinnuleysi í júní eru að meðaltali í júní. Tæplega 5.300 er atvinnuleysi áberandi mest á
mánuði hafi verið tæp 4,2% á ekki endanlegar þar sem Vinnu- voru atvinnulausir í lok mánaðarins Norðurlandi eystra þar sem 722
landinu og nærri 5.600 manns verið málaskrifstofu félagsmálaráðu- en 6.435 í lok maí. I lok júní í fyrra vom skráðir atvinnulausir. Á höfuð-
atvinnulausiraðmeðaltali. Atvinnu- neytisins gekk erfiðlega að fá at- voru 4.995 skráðir atvinnulausir. borgarsvæðinu vom l .299 karlar án
leysið er meira á höfuðborgarsvæð- vinnuleysistölur frá nokkmm stöð- Áætlað er að á höfuðborgarsvæð- atvinnu og 2.147 konur. Á lands-
inu en á landsbyggðinni og mun um vegna sumarleyfa. Sem fyrr seg- inu hafi 3.446 verið atvinnulausir og byggðinni vom 871 karlar skráðir
fleiri konur atvinnulausar en karlar. ir vom tæplega 5.600 atvinnulausir 2.140 á landsbyggðinni. Uti á landi atvinnulausir en 1.269 konur.
Góðar bækur MM um
GÖNGULEIÐIR
Mál og menning hefur gefið út fjórar ágætar bækur fyrir
ferðafíklana. í fyrsta lagi Göttguleiðir eftir Pál Asgeir Ás-
geirsson, leiðsögurit um ljórar vinsælustu gönguleiðir lands-
ins. skemmtilega leiðarlýsingar. í öðru lagi þrjár handhægar
bækur í bókaflokki sem heitirÁ ferð um lattdid. Björn Hró-
arsson fjallar um Ámes- og Rangárvallasýslur, Borgartjarð-
arsýslu og Mýrar, - og Þingeyjarsýslu. Allt eru þetta útgáfúr
sem bæta úr brýnni þöif, enda fer þeim Ijölgandi. íslending-
unum, sem vilja skoða landið sitt með augu og eym opin...
Til KÍNA með Unni
Kínaklúbbur Unnar stendur fyrir nýjung í ferðum sínum til
Kína og skipuleggur ferð á haust-vömsýninguna í Canton í
Suður-Kína, en hún hefst 15. október. í ferðinni verður kom-
ið við í Hong Kong og Peking. Áður en þessi ferð verður far-
in er áætluð almenn skemmti- og fróðieiksferð til Kína 16.
september og stendur í 22 daga. Á meðfýlgjandi mynd má sjá
kínverskan og evrópskan iðnjöfur spjalla sanaan - væntan-
lega um kindsins gagn og nauðsynjar...
Ólympíukeppnin í
STÆRÐFRÆÐI
Síðastliðinn sunnudag, 10. júlí, lögðu tjórir íslenskir kepp-
endur af stað til Hong Kong til að taka þátt í alþjóðiegu
Ólympíukeppninni í stœrðfrœði. Keppnin hefst í dag og lýk-
ur þriðjudaginn 19. júlí. Keppendur íslands er þau Alfreð
Hauksson, Bjarni Rúnar Einarsson, Magnús I>ór Torfa-
son og Ingileif Hallgrímsdóttir. Fararstjóri er Lárus H.
Bjarnason menntaskólakennari og Jón Kr. Arason prófess-
or er fulltrúi íslands í dómnefnd keppninnar. Keppendur em
valdir í landsliðið að undangenginni landskeppni sém haldin
er í tveimur hlutum, forkeppni í október og lokakeppni í
mars. Ennfremur er höfð hliðsjón að framnústöðu í Norður-
landakeppni sem haldin er árlega í aprfl. Keppendur mega
ekki hafa náð 20 ára aldri og þeir mega ekki hafa hufið nám í
háskóla. Vegna þessara skilyrða em eðlilega ör skipti á þátt-
takendum og hefur aðeins einn þeirra nú, Alfreð Hauksson,
áður tekið þátt í alþjóðlegu Ólympíukeppninni í stærðfræði...
VERÐBÓLGAN er 1,2% á
ársgrundvelli
Undanfama þrjá rnánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 0,3%, sem jafhgildir 1,2% verðbólgu á ári. Sam-
bærileg breyting á vísitölu vöm og þjónustu á þrem síðustu
mánuðum svaiar til 0,2% verðbólgu á ári, samkvæmt nýjustu
útreikiúngum Kauplagsnefndar, sem reiknar út vísitölumar.
í júlíbyrjun var vísitala framfærslukostnaðar 170,4 stig og
hafði hækkað um 0,2% frá því í júní. Vísitaia vöm og þjón-
ustu reyndist vera 174,2 stig og hafði hækkað um sama hlut-
fall frá í júnf. Það sem hækkaði vísitöluna lítillega er meðal
annars 50% hækkun á verði kartallna og kosmaður við notk-
un ávísanahefta um 217,3%. Kartöflumar þýða 0,1% liækk-
un, heftin 0,06% hækkun...