Alþýðublaðið - 29.07.1994, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
UMRÆÐA
Föstudagur 29. júlí 1994
MMLABIB
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Sími: 625566 - Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 140
✓
Kostir Islands gagnvart
Evrópusambandinu
Síðustu vikur hefur átt sér stað afar gagnleg umræða um af-
stöðu íslendinga til Evrópusambandsins, og þá kosti og galla
sem myndu fylgja umsókn um aðild. Forystumenn í Alþýðu-
flokknum - Jafnaðarmannaflokki íslands, hafa reifað nauð-
syn þess, að íslendingar endurmeti stöðuna, og ígrundi hvort
rétt sé að neyta þess færis sem gefst með inngöngu hinna
Norðurlandaþjóðanna í Evrópusambandið, til að setja fram
umsókn. Á sama máli eru greinilega nokkrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, og margir forystumenn úr atvinnulíf-
inu. Öðrum finnst umræðan ótímabær; það sé ekki á dagskrá
hjá íslendingum að sækja um. í þeim hópi er meðal annars
að finna formann utanríkismálanefndar Alþingis, sem telur
að engar aðstæður hafi breyst og því ástæðulaust að velta
fyrir sér umsókn.
Það er hins vegar staðreynd, að aðstæður hafa breyst tals-
vert frá því aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu varð
að veruleika. Mikilvæg breyting felst til dæmis í því, að
miklar líkur eru á því að innan skamms verði allar frænd-
þjóðir okkar á Norðurlöndum orðnar að fullgildum félögum
í Evrópusambandið. Hver verður þá staða íslands? Einungis
þessi breyting réttlætir það, að menn leyfí sér þann munað
að velta fyrir sér möguleikum íslands og framtíðarstöðu.
s
I annað stað liggur það nú fyrir, að tækju íslendingar skjóta
ákvörðun um að kanna hvað er í boði hjá Evrópusamband-
inu með því að láta reyna á umsókn, þá myndu þeir njóta af-
dráttarlauss stuðnings hinna Norðurlandaþjóðanna, auk hins
valdamikla Þýskalands. Áhrif Þjóðverja innan Evrópusam-
bandsins endurspeglast ef til vill best í þeirri staðreynd, að
það var fyrst og fremst fyrir atbeina þeirra að Norðurlöndin
fengu kost á aðild miklu fyrr en áður hafði verið lýst af hálfu
Evrópusambandsins. Miklu skipta líka fyrir Islendinga hinar
vinsamlegu yfirlýsingar leiðtoga Belgíu og Lúxemborgar
síðustu dægur.
„Þeir sem ekki spyrja, fá ekki svar,“ sagði utanríkisráðherra
í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld. Menn velta eðlilega íyrir sér
hvað yrði í boði fyrir íslendinga, ef þeir myndu sækja um
aðild. Við því fæst ekki svar nema með umsókn. ísland
stendur og fellur með sjávarútvegi, og forsenda inngöngu í
Evrópusambandið eru full yfirráð yfir miðunum. Menn
draga í efa að það náist. Forsætisráðherra Belgíu hefur hins
vegar bent á, að Norðmenn fengu varanlega undanþágu frá
landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins fyrir stóran hluta af
landbúnaði sínum, og að mögulega gætu íslendingar fengið
svipaða undanþágu fyrir sjávarútveg sinn. Á það reynir hins
vegar ekki nema með umsókn.
Umsókn um aðild, og samningaviðræður í kjölfar hennar,
leiddu í ljós, hvaða kjör væru í boði fyrir Islendinga. Síðan
er það þjóðarinnar sjálfrar að fella sinn dóm í þjóðarat-
kvæðagreiðslu, hvort niðurstaða slíkra samninga væru ásætt-
anleg fyrir framtíð og stöðu íslands. Það verður því dómur
þjóðarinnar í heild, sem ræður endanlega úrslitum en ekki
vilji eða langanir einstakra forystumanna, eða stjómmála-
flokka.
Það er ljóst, að með inngöngu hinna Norðurlandaþjóða í
Evrópusambandið skapast skammvinnt Iag fyrir mögulega
aðild íslendinga í fylgd frændþjóðanna. Umræðan, sem
utanríkisráðherra hefur beitt sér fyrir með fulltingi forystu-
manna í atvinnulífi, beinist eingöngu að því að menn meti,
hvort eigi að nota þetta lag. Ella liggur fyrir, að aðild íslend-
inga kæmi ekki til greina fyrr en á næstu öld, og við aðstæð-
ur sem væm miklu óhagstæðari. Umræða af þessu tagi getur
ekki verið hættuleg neinum.
Enn stefnir allt í að lax-
veiði sumarsins ætli að
skiptast í tvö hom á land-
inu. Á Suður- og Suðvestur-
landi hefur veiðin verið á köfl-
um eftir væntingum, en á öllu
Norður- og Norðausturlandi
hefur eins árs laxinn nánast ekki
látið sjá sig ennþá. Fari það ekki
að breytast á allra næstu dögum
er hætt við að vonbrigði margra
verði mikil sem eiga veiðileyfi
sín í ágúst og september.
22 pundari úr Sandá
í Þistilfirði
Fyrir nokkm lauk einn veiði-
hópur ferð sinni í Sandá í Þistil-
firði. Þrátt fyrir mikið af dapur-
legum veiðifréttum af norðaust-
ursvæðinu var árangurinn 24
laxar. Sá minnsti var 13 pund og
sá stærsti 22 pund, en veitt er á
þijár stangir í Sandá. Stórir lax-
ar og há meðalþyngd hefur oft
fylgt þessari stórelfu Þistilíjarð-
ar og hefur hún iðulega státað af
hæstu meðalþyngd allra áa eftir
veiðitímabilið.
Rólegt í Ormarsá
Ormarsá á Sléttu er ein af
þeim ám sem á ósa sína á norð-
austurhominu, nánari til tekið
rétt austur af Raufarhöfn. Síð-
asta sumar var veiði þar betri en
nokkm sinni áður, en hún end-
aði í 366 löxum. Þar, eins og í
Sandá í Þistilfirði, er veitt á þijár
stangir. Nú er hins vegar allt
annað yfirbragð yfir veiðinni í
Ormarsá og svo dæmi sé tekið
fóm þaðan vanir veiðimenn fyr-
ir örfáum dögum með sex laxa
eftir þrjá daga við veiðar.
Meiri sveiflur á
Norður- og
Norðausturlandi
Sú staðreynd er þekkt að ám-
ar á þessu svæði taka mun meiri
sveiflur í veiðinni en gerist hér á
Suðvesturlandi. Svo dæmi séu
tekin um þessar gríðarlegu
sveiflur datt veiðin í Ormarsá á
árabilinu 1981 til 1874 niður í
65 laxa að meðaltali og léleg-
asta árið 1982 gaf 45 Iaxa. Með-
alveiðin í Ormarsá frá árinu
1974 er 193 laxar og því veiðin
1982 aðeins 23% miðað við þá
tölu. Vopnafjarðarárnar virð-
ast jafnvel meiri sveiflum háðar.
Á ámnum 1981 til 1984 var
meðalveiði Hofsár 182 laxar.
Lélegasta árið var 1982 sem gaf
141 lax eða um 14% af meðal-
veiði árinnar frá árinu 1974 sem
er 1012 laxar. Þrátt fyrir þetta er
Hofsá ein af þrettán laxveiðiám
landsins sem frá árinu 1974 hef-
ur gefið yfir 1000 laxa meðal-
veiði á ári. Sé litið til þekktra áa
hér sunnanlands em sveiflumar
ekkert í líkingu við þetta, þó
vissulega megi finna undan-
tekningar frá reglunni - rétt eins
og fyrir norðan. Meðalveiðin í
Elliðaánum frá 1974 er 1420
laxar, en lélegasta árið á tíma-
bilinu var 1980 með 938 laxa.
Það er, þrátt fyrir allt, 66% af
meðalveiði áranna frá 1974.
Laxá í Leirársveit gaf að meðal-
tali frá árinu 1974, 1010 laxa,
eða nánast upp á fisk það sama
og Hofsá, en langlélegasta árið
var 1982 með 545 laxa, eða
54% af meðalveiði. I samræmi
við þetta er veiðin núna mun
meira í líkingu við meðal ástand
hér sunnanlands í sumar, þó enn
sé kannski fullsnemmt að af-
skrifa seinnihluta sumarsins fyr-
ir norðan.
Þverá og
Norðurá báðar
komnar yfír
1100 laxa
Einungis tvær veiðiár á land-
inu em komnar yfir 1000 laxa
múrinn, það er Þverá og Norð-
urá í Borgarfirði, sem væntan-
lega em nú báðar komnar yfir
1100 fiska. Þær hafa undanfarna
daga verið svo hnífjafnar að
best er að láta ósagt hvom meg-
in forystan liggur á þessari
stundu. Svo enn sé vitnað til
meðaltalna, þá þarf Norðurá
einungis að bæta við sig um það
bil 400 löxum til að ná meðal-
veiði frá 1974, en heldur lengra
í land Þverármegin eða um það
bil 900 laxar. Meðalveiði þess-
ara áa er raunar í efstu sætunum
yfir landið. Þverá er í 2. sæti frá
1974, aðeins örfáum löxum á
eftir Laxá í Aðaldal, sem gefið
hefur að meðaltali 1985 laxa á
tímabilinu. Norðurá er í 3. sæti
með 1492 laxa að meðaltali og
saxar nú hvert árið af örðu hratt
á forskot systra sinna. Fari sem
horfir á þessari stundu er hugs-
anlegt að Þverá verði komin
með efsta sætið í lok sumarsins
því ennþá ganga veiðamar af-
spymu rólega í Aðaldalnum. Til
þess þarf Þverá að gefa urn það
bil 530 löxum meira en Aðal-
dalurinn í sumar, en forskotið
sem hún hefur á þessari stundu
er ekki fjarri þeirri tölu, því
Laxá í Aðaldal hefur nú gefið
um 600 laxa.
Samband ungra jafnaðarmanna
* STOFNAÐ 1929 *
SkrifstofurSUJ oprni
ú mónudaginn!
Nœstkomandi MÁNUDAG, 1. cígúst, opna skrifstofur
Scimbctnds ungra jofnciðarmanna ú nýjan leik eftir stutt sumarfrí.
Nýr framkvœmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna hefur
verið rúðinn: BALDUR STEFÁNSSON. Kappinn kemur
sterkur inn og mun héðan ífrcí verct bakbeinið í daglegum
rekstri og starfi Sambands ungra jafnaðarmanna.
Vegnct stjórnmálaústandsins er afar ÁRÍÐANDI að formenn
astanefnda og málefnanefnda Sambands ungra jafnaðarmanna
og formenn Félagct ungra jafnaðarmanna hafi samband
við framkvœmdastjórann sem fyrst.
Skipulagning HAUST- og VETRARSTARFS ungra
jafnaðarmanna erfyrst á dcigskrá. Hvað gerist í ágúst?
SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA
Heimilisfang: Hverfisgata 8 - 10, II. hœð, 101 Reykjavík
Sími: 91 -29244 + Fax: 91 - 62 91 55
(Heimasímiframkvœmdastjóra SUJ: 91 - 2 53 66)