Alþýðublaðið - 29.07.1994, Síða 3

Alþýðublaðið - 29.07.1994, Síða 3
Föstudagur 29. júlí 1994_____________________________wr B _____________________ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Alagning OPINBERRA GJALDA1994: - ÞORVALDUR í Sfld og fisk og FJARMALARAÐUNEYTIÐ með breiðust bök ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON í Síld & fisk. Heildargjöld á einstaklinga ogfyrírtœki íReykjavík 1994 nema samtals 30,2 milljörðum króna samkvœmt skattskrá sem var lögð fram ígœr. Einstaklingar greiða bróðurpart gjaldanna eða liðlega 21 milljarð. Af þeim ber Þorvaldur hœst gjöld eða 40,7 milljónir. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason böm greiða 3,9 milljónir í út- svar. Lögaðilar eða fyrirtæki sem borga tekjuskatt em liðlega tvö þúsund talsins og greiða sam- tals 2,5 milljarða króna. Trygg- ingagjald 3.153 fyrirtækja nem- ur samtals 5,5 milljörðum króna. Alagningarskráin liggur frammi á Skattstofu Reykjavík- ur til loka 10. ágúst og þar geta allir kynnt sér hvað hver og einn borgar í opinber gjöld. Skattar á Suðurlandi: Ragnar á Flúðum hæstur Ragnar Kr. Krist jánsson sveppabóndi á Flúðum er gjaldahæsti einstaklingurinn í Suðurlandsumdæmi með 7,9 milljónir króna. Mjólkurbú Flóamanna greiðir hæstu gjöld lögaðila eða 62,5 milljónir króna. Næstur einstaklinga á eftir Ragnari er Hannes Sigurðsson í Ölfusi með 4,3 milljónir í op- inber gjöld og í þriðja sæti er Agnar Pétursson á Selfossi sem borgar 3,8 milljónir króna. Kaupfélag Ámesinga á Sel- fossi greiðir næst hæst gjöld lögaðila eða 20,5 milljónir og í þriðja sæti er Selfosskaupstaður með tæpar 11 milljónir króna. Heildarálagning í Suður- landsumdæmi nam tæplega 2,6 milljörðum króna. Gjöld í Eyjum: Kristmann heildsali hæstur í Vestmannaeyjum nema álögð gjöld liðlega 1,2 millj- örðum króna. Kristmann Karlsson heildsali er gjalda- hæstur einstaklinga með rúmar 10 milljónir króna. Næstur er Sigurjón Jónsson lyfsali með tæpar átta milljónir og í þriðja sæti er Bragi Júlí- usson framkvæmdastjóri með 6,4 milljónir í opinber gjöld. Þeir Sigurður G. Þórarinsson og Gunnlaugur Ólafsson borga einnig yfir 6 milljónir króna. Af lögaðilum borgar Vinnslustöðin mest eða 23 milljónir og síðan kemur Vest- mannaeyjakaupstaður með 19,6 milljónir og í þriðja sæti er Isfélag Vestmannaeyja hf. með 16,3 milljónir í opinber gjöld. Vestfirðir: Rut bakaði skipstjórann Rut Tryggvadóttir bakari á Isafirði er gjaldahæst einstak- linga á Vestljörðum með tæpar 5,7 milljónir króna íopinber gjöld. Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri er í öðru sæti með 4,2 milljónir króna. I þriðja sæti yfir gjaldahæstu einstaklinga er Tryggvi Tryggvason framkvæmdastjóri með 4,2 milljónir króna. Sparisjóður Bolungarvíkur greiðir mest lögaðila eða 15,5 milljónir en Isaijarðarkaupstað- ur er í öðru sæti með 13,2 milljónir. í þriðja sæti er Hrönn hf. með 10,6 milljónir og Orku- búið er með nær sömu upphæð í gjöld. Einstaklingar í Vestfjarða- umdæmi borga samtals 1,9 milljarða í gjöld en lögaðilar 338 milljónir króna. Norðurland vestra: SR-mjöl borgar mest Það kemur ekki á óvart að SR-mjöl hf. á Siglufirði borgar mest í opinber gjöld af lögaðil- um á Norðurlandi vestra. Fyrir- tækið greiðir samtals 37 millj- ónir króna en Kaupfélag Skag- fírðingar kemur næst með 24 milljónir. I þriðja sæti yfír lögaðila er Kaupfélagið á Hvammstanga með 12,8 milljónir og síðan kemur Þormóður rammi með 12,6 en Skagstrendingur á Skagaströnd greiðir 12 milljón- ir. Af einstaklingum greiðir Guðjón Sigtryggsson skip- stjóri á Skagaströnd hæst gjöld eða samtals 3,5 milljónir króna. Næstur er Sveinn Ingólfsson framkvæmdastjóri á Skaga- strönd með 3,4 og Lárus Ægir Guðmundsson framkvæmda- stjóri á sama stað borgar 3,3 milljónir. Heildarálagning á Norður- landi vestra nemur 1,8 milljarði króna. Norðurland eystra: KEA borgar 70 milljónir Á Norðurlandi eystra er Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri langhæsti greiðandi opinberra gjalda með 70,3 milljónir króna. Valdimar Snorrason skipstjóri á Dalvík er hæstur einstaklinga með 6,7 milljónir króna í opinber gjöld. Akureyrarbær borgar næst hæst gjöld í umdæminu eða tæpar 62 milljónir króna og í þriðja sæti er Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri með 49 millj- ónir króna. Utgerðarfélag Ak- ureyringa greiðir 37 milljónir en Samheiji 26 milljónir. Af einstaklingum er Eiríkur Björn Ragnarsson næst hæst- ur með 5,2 milljónir og Vigfús lyfsali Guðmundsson á Húsa- vík borgar 5,2 milljónir króna. Næstir koma þeir Samheija- menn Þorsteinn Vilhelmsson með fimm milljónir og Þor- steinn Már Bald vinsson með fjórar milljónir. Austurland: Þorsteinn skipstjóri hæstur Sá einstaklingur sem borgar hæstu gjöldin á Austurlandi er Þorsteinn Kristjánsson skip- stjóri á Stöðvarfírði sem greiðir 4,4 milljónir króna. Síldar- vinnslan á Neskaupstað ber hæstu gjöld lögaðila eða liðlega 13 milljónir króna. Annar í röðinni yfir skatta- hæstu einstaklingana er Atli Viðar Jóhannesson matsmað- ur á Eskifírði sem borgar 3,3 milljónir og í þriðja sæti er Hannes Sigmarsson með 3,1 milljón króna. Hraðfrystihús Eskifjarðar borgar 13,3 milljónir króna og Hraðfrystihús Fáskrúðsljarðar 12,5 milljónir. Heildargjöld á einstak- linga og fyrirtæki í Reykjavík 1994 nema samtals 30,2 milljörðum króna samkvæmt skattskrá sem var lögð fram í gær. Einstaklingar greiða bróðurpart gjaldanna eða liðlega 21 milljarð. Af þeim ber Þorvaldur Guð- mundsson hæst gjöld eða 40,7 milljónir. Af lögaðilum borgar starfsmannaskrifstofa fjármála- ráðuneytisins mest eða tæpa tvo milljarða króna. Næstur á eftir Þorvaldi á lista yfir hæstu skattgreiðendur er Jón I. Júlíusson með 14,8 milljónir og í þriðja sæti er Gunnar Hafsteinsson með 12,7 milljónir. Þá kemur Ivar Daníelsson sem greiðir 11,9 milljónir og í fímmta sæti er Ingimundur Ingimundarson með 11,7 milljónir. Andrés Guðmundsson greiðir 10,4 milljónir og þá eru þeir einstak- lingar upptaldir sem borga yfir 10 milljónir króna í opinber gjöld í Reykjavík. Af lögaðilum ber starfs- mannaskrifstofa fjármálaráðu- neytisins höfuð og herðar yfir aðra með tæpa tvo milljarða króna. Reykjavíkurborg kemur næst með tæpar 400 milljónir og í þriðja sæti er Eimskip með 230 milljónir. Fiskveiðisjóður greiðir 188 milljónir, Lands- bankinn 183 milljónir, Olíufé- lagið tæpar 149, Flugleiðir 148 milljónir og Borgarspítalinn 125 milljónir króna. Aðrir lög- aðilar greiða undir 100 milljón- ir. Mestí tekjuskatt Af einstökum gjöldum á ein- staklinga er tekjuskatturinn hæstur en 42.627 manns er gert að borga samtals 12,9 milljarða í tekjuskatt. Næst er útsvar en 76.928 manns greiðir samtals 6,2 milljarða í útsvar. í þriðja sæti er svo eignarskattur en 22.472 einstaklingar borga rúman milljarð í eignarskatt. Liðlega 34 þúsund einstak- lingar fá tæpar 940 milljónir króna í skattafslátt til greiðslu útsvars. Þá fá 18.346 einstak- lingar 1,2 milljarða króna í vaxtabæturog 13.300 fá greiddan bamabótaauka sem nemur samtals 727 milljónum króna. Bömum er gert að greiða samtals 11,7 milljónir í opinber gjöld. Tvö böm greiða samtals 108 þúsund krónur í eignarskatt en 2.884 böm greiða 7,7 millj- ónir í tekjuskatt og jafnmörg

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.