Alþýðublaðið - 29.07.1994, Síða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1994, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGSMAÐURINN! Föstudagur 29. júlí 1994 BALDUR STEFÁNSSON, 24 ára stjórnmálafrœðinemi, var Jyrir skömmu , Baldur ákvað að ganga til liðs við hreyfingu jafnaðarmanna síðastliðið vor eftir , sem nœr svo skjótum frama innan flokks sem stœrir sig afþví að vera laus við öll j úr Baldri sem víða hefur komið við. Hann var sendill á Þjóðviljanum, sendiherra á, barþjónn í Ingólfscafé og kynntist grimmum Inúítum. Nú er Baldur jafnaðarmaður t Hér berjast systkinin Gaman ogAlvara uppá líf ogdauða: Einsog allir ættu að vita var Reykjavíkurlist- inn svo gott sem skapaður af ungu fólki og það var einnig unga fólkið er reyndist öflugast í kosninga- baráttunni; sögulegum slag við borgaríhaldið sem end- aði í vor með sigri félags- hyggjumanna. Að vonum hefur farið mest fyrir þætti ungs, flokksbundins fólks í Reykjavíkurlistanum og stór hópur óflokksbundinna hef- ur sennilega ekki fengið það lof sem þetta fólk á vissu- lega skilið. Viðmælandi okkar í dag tilheyrði einmitt þessum hópi óflokksbund- inna og lét víða til sín taka í starfí Reykjavíkurlistans sem kosningastjóri unga fólksins. Þetta sýndist kraft- mikill strákur sem vflaði fátt fyrir sér, þótti fylginn sér og sjarmerandi. Kappinn heitir BALDJJR STEFANSSON og ungliðahreyfingamar á vinstri vængnum hugsuðu sér flestar gott til glóðarinn- ar. Þennan mann væri gott að næla klónum í. Það reyndist rétt sem margir spáðu, að ekki yrði Baldur lengi óflokksbundinn. I dag er hann á góðri leið með að festa sig kyrfilega í sessi innan flokkakerfisins. Það var snemma í vor sem hann gerði upp hug sinn í stjóm- málum, lýsti því yfir að hann væri jafnaðarmaður og gekk til liðs við Samband ungra jafnaðarmanna. Ein- sog gengur og gerist innan hreyfingar jafnaðarmanna með menn á borð við Baldur varð frami hans skjótur og eftir verslunarmannahelgina tekur hann við starfi fram- kvæmdastjóra SUJ. Útsendari Alþýðublaðsins tók hús á Baldri að heimili hans í notalegu timburhúsi að Suðurgötu 4 í Reykjavík. Myndatökum var aflokið í hvelli og svo létum við móðan mása: - Segðu okkur til að byrja með hver þú ert og hvar þú hefur verið. „Ég er fæddur í Stokk- hólmi 2. aprfl 1971. Þar sem foreldrar mínir, Stefán Baldursson [Þjóðleikhús- stjórij og Þórunn Sigurðar- dóttir [leikritaskáld], vom við nám. Þriggja mánaða gamall fluttist ég til Islands og þá í Vonarstræti 8. Hírðist ég þar uppá háalofti fyrstu þrjú ár ævinnar. Þá fluttist ég í Hólana og sleit þar bams- skónum fram að ellefu ára aldri við ýmis spellvirki og bellibrögð. Það var í Hólun- um sem ég fékk svo hina yndislega systur mína, Unni Ösp, í fimm ára afmælis- gjöf. Við emm tvö systkinin, passleg kjamafamilía. Unn- ur Ösp hefur reynst mér sem bróðir en er að öðm leyti kyni sínu til sóma í hví- vetna. Frostaskjól 93 var síðan heimili mitt með útúr- dúmm þar til í vor að ég fluttist hingað á Suðurgöt- una og er hér með góða granna á alla vegu.“ - Hvað hefurðu verið að gera fram á þennan dag? „Vinnan göfgar manninn og verkamaðurinn er verð- ugur launa sinna. Ég hef unnið með skóla frá átta ára aldri. Fyrst sem sendill á Þjóðviljanum með barna- skóla og síðan gegndi ég stöðu sendiherra á Alþingi með gagnfræðaskóla. Þrett- án ára gamall vann ég eitt sumar í fiski á Gmndarfirði og þaðan rúllaði boltinn í allan íjandann af sumarstörf- um. Aukatekjumar hafa auk þess streymt inn af spila- mennsku í hinum ýmsustu hljómsveitum. Þar ber hæst hina alræmdu stuðgrúppu Fyrirbæri sem tryllti landann um langt árabil. í Fyrirbær- um plokkaði ég djúprafs- laggígju. [Og fer nú nostal- gíuhrollur um útsendara Al- þýðublaðsins.] Það verður að viðurkennast að allt þar til að hljómsveitin Kjól og fíflskitumar náði ekki til- skildum frama taldi ég að í bassanum væri framtíð mín hulin. Ennfremur hef ég í hjáverkum unnið sem verk- stjóri hjá borginni og sem dyravörður og barþjónn á Ingólfscafé. Hvað varðar skólagönguna sjálfa þá lá leiðin frá Hagaskóla í Menntaskólann í Reykjavík og þaðan skundaði ég glaður í bragði í stjómmálafræði- nám við Háskólann. Sei, sei, já“ - Afhverju ákvað ferskur strákur einsog þú að ganga til liðs við stjórnmálaflokk; Jafn- aðarmannaflokk ís- lands, eina af tákn- myndum gamla flokka- kerfisins? Varþetta svona „Ifyou can’t beat them -Join them“? „Nei. Ég myndi frekar segja að ég hafi valið Jafn- aðarmannaflokk íslands vegna þess að hans hug- myndafræði stóð mér næst. Ég sá þama vettvang til að virkja mína krafta og hug- myndaauðgi. Auk þess tel ég Jafnaðannannaflokk Is- lands eina flokkinn á íslandi sem er blessunarlega laus við hagsmunatengsl. Þannig getur þessi stjómmálahreyf- ing tekið ákvarðanir sem al- farið eru byggðar á skyn- semi, án þess að þurfa að ráðfæra sig fyrst við einhver baklönd í hagsmunahreyf- ingum eða hringja í stór- bokkana." - Nú hefurðu fengið smjörþefinn af Sambandi ungra jafnaðarmanna og Alþýðuflokknum. Hver er forsagan að þessum kynnum og hvernig lístþérá? „Ég kynntist Ingvari Sverrissyni [núverandi varaborgarfulltrúa Reykjav- íkurlistans] í Háskólanum fyrir tæpu ári og felldum við strax hugi saman. [Ingvar er í sambúð - með konu.] Síð- an tók ég þátt í ævintýrinu um Reykjavíkurlistann. Ég einfaldlega rölti á fund Ein- ars Arnar Stefánssonar kosningastjóra og bauð fram krafta mína, sem hann og þáði. Þeir einstaklingar sem mér þótti mest til um þar voru jafnaðarmenn. Ég, Magnús Árni [Magnússon, formaður SUJ] og Ingvar áttum þar farsælt samstarf og vomm þeir menn sem drifu ungliðastarfið á listan- um áfram. Eftir að ég gekk í flokkinn síðastliðið vor hef ég tekið þátt í starfi SUJ, sat sambandsþing þeirra og síð- an 47. flokksþingið í Suður- nesjabæ. Mér líst vel á starf- ið og á von á að ég finni þeim hafsjó af hugmyndum sem ég hef farveg innan hreyfingarinnar. “ - Nú varstu valinn framkvæmdastjóri SUJ um daginn. Er þetta ekki nokkuð skjótur frami? Afhverju þú, en ekki einhver annar? „Hafandi starfað í stærstu í kosningabaráttu aldarinnar í Reykjavík - og gegnl því starfi sem ég var í þar - þá lá þetta nokkuð beint við. Þeir vildu mig í starfið og töldu mig hæfastan. Ég vildi starf- ið og taldi mig hæfastan. Búið mál.“ - Hver verða fyrstu verk þín sem fram- kvæmdastjóra SUJ? Munu verða einhverjar áherslubreytingar á starfinu, svosem ein- sog að gera starfið skemmtilegra, laða að fleiri konur og yngra fólk? „Ég byrja á mánudaginn með því að korna mér fyrir og rússíbaninn húrrar af stað. Hugmyndirnar eru nægar. Númer eitt er að virkja fólkið í hreyfingunni betur og hafa starfið kröftugt allt árið. Það gemm við með því að hafa starfið skemmti- legra, bjóða uppá fleira en hráa pólitflc þar sem menn virðast hafa fest sig í tor- meltum klisjum sem enginn venjulegur maður tengir við. Gera verður hreyfinguna eft- irsóknarverða, þama sé fé- lagsskapur hugsandi fólks; venjulegs fólks sem á sér draum, kvenna jafnt sem karla.“ - En nú hefur SUJ vaxið úr hálfgerðri sellu upp í það að vera þúsund manna hreyfing á fjórum árum. Er þetta ekki bara ágætt? „Samband ungra sjálf- stæðismanna er átta sinnum stærri en SUJ. Ekki hættu þeir við þúsundið og sögðu: Þetta er harla gott. SUJ gæti til að mynda verið virkara á landsvísu og öflugra í fram- halds- og háskólum." - Hvað með að lækka einfaldlega hámarks- aldurinn í SUJ úr 35 árum í 30, létta þannig yfirbragð hreyfingarinnar? „Aldur er afstætt hugtak. Þeir sem á annað borð eru gamlir við 35 ára aldurinn hafa sennilega verið það þegar um tvítugt." - Hvað finnst þér um hugsanlegan samruna félagshyggju- manna? „Við skulum alveg hafa það á hreinu, að kosninga- kerfið hér á landi ýtir undir fjölflokka kerfi. Varanlegt tveggja flokka kerfi mun ekki komast á fyrr en kosn- ingakerfinu hefur verið um- bylt. Hinsvegar er ástæðu- laust fyrir vinstriflokkana fjóra að beijast innbyrðis. Félagshyggjumenn eyða alltof miklu púðri í þennan slag þegar þeir ættu að ein- beita sér að baráttunni við íhaldsmenn. í raun ber minna á milli fjórflokksins á vinstri vængnum en flokks- brota innan Sjálfstæðis- flokksins. Þetta veit hvert ungabam.“ - Nú eru allar áætlanir miðaðar við aldamótin, hvernig sérðu Samband ungra jafnaðarmanna og Alþýðuflokkinn fyrirþér árið 2000? „Ég tel að 70% íslendinga séu jafnaðarmenn. Ég tel einnig að eini raunhæfi val- kosturinn á vinstri vængnum sé Jafnaðarmannaflokkur ís- lands. Óvinsæl ríkisstjórn og deilur forystumanna flokks- ins hafa tímabundið veikt stöðu hans. Samband ungra jafnaðamianna er fólkið sem tekur við flokknum. Sá sam- henti og kraftmikli hópur fólks sem starfar þar innan dyra mun senn taka völdin. Hvort sem það verður í risa- stórum jafnaðarmannaflokki í tvegggja flokka kerfi eða í gamla, góða Alþýðuflokkn- um... Það skiptir ekki máli.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.