Alþýðublaðið - 18.08.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. ágúst 1994
VESTFIRÐIR
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
SIGHVATUR BJÖRGVINSSON, ráðherra iðnaðar, viðskipta, heilbrigðis og tryggingamála,
hefur á kjörtímabilinu verið afar röskur við að heimsækja kjördæmin og ýmsa landshluta.
8. til 10. ágúst síðastliðinn hélt hann ásamt filðu fömneyti til Vestíjai'ða og ferðaðist um
VESTUR-BARÐASTRANDARSÝSLU. Hér á síðunni má sjá nokkur reisubókarbrot
og svipmyndir frá velheppnuðu ferðalagi:
Ráðherra á ferð og flugi
o o
Sighvatur Björgvinsson, ráð-
herra iðnaðar, viðskipta, heil-
brigðis og tryggingamála, hefur
á kjörtímabilinu verið afar röskur við
að heimsækja kjördæmin og ýmsa
landshluta. Ráðherra ferðaðist um
Vestur-Barðastrandarsýslu 8. til 10.
ágúst síðastliðinn og hér á síðunni má
sjá nokkur reisubókaibrot og svip-
myndir frá velheppnuðu ferðalagi.
f för með ráðherranum voru
Margrét S. Björnsdóttir aðstoðar-
maður ráðherra, Páll Sigurðsson
ráðuneytisstjóri, Sigurður Eðvarð
Arnórsson framkvæmdastjóri og
Leifur Bjarnason sem gegndi einu
vandasamasta hlutverki ferðarinnar;
bifreiðarstjómun.
Ekki má síðan gleyma Arna Þ.
Árnasyni skrifstofustjóra sem bar hita
og þunga undirbúnings ásamt þeim
Margréti S. og Sigurði Eðvarði.
Mánudagur
Lagt var af stað undir hádegi mánu-
daginn 8. ágúst og flogið með Flug-
leiðum sem leið lá til Patreksjjarðar.
Strax eftir hádegi var byrjað á að
heimsækja fyrirtæki á staðnum. Þau
fyrirtæki sem heimsótt var eru: Oddi
hf. (útgerð, frystihús og saltfisk-
vinnsla), tengiliður Sigurður Viggós-
son; Straumnes hf. (fiskvinnsla) og
Háanes hf. (útgerð), tengiliður Guð-
finnur Pálsson; Fiskmarkaður Vest-
fjarða, tengiliður Ólafur Steingríms-
son; Vesturver (fiskvinnsla), tengilið-
ur Reynir Finnbogason; Dröfn hf.
(fiskverkun), Dröfn Árnadóttir; Nýja
bakaríið, tengiliður Kristín Björns-
dóttir og að lokum Bjarg hf. (físk-
verkun), tengiliður Héðinn Jónsson.
Eftir heimsóknirnar í ofangreind
fyrirtæki var haldið til fundar með
starfsfólki og stjóm sjúkrahússins í
bænum og hafði Símon Fr. Símonar-
son framkvæmdastjóri umsjón með
þeirri heimsókn.
Seinni partinn héldu ferðalangamir
svo til fundar með bæjarstjóm Vestur-
byggðar (Patreksfjörður og Bíldudal-
ur). Hana skipa Ólafur Arnfjörð (A)
bæjarstjóri, Jón Guðmundsson (A),
Magnús Björnsson (B), Anna Jens-
dóttir (B), Gísli Ólafsson (D), Nanna
Sjöfn Pétursdóttir (D), Ólafur Örn
Ólafsson (D), Bjarni S. Hákonarson
(D), Finar Pálsson (F) forseti bæjar-
stjómar. Einnig sat fundinn Sigurður
Ingi Guðmundsson skrifstofustjóri.
Eftir kvöldverð hélt ráðherrann op-
inn fund um atvinnu- og efnahagsmál-
in í Félagsheimili Patreksfjarðar.
Þriðjudagur
Daginn eftir, þnðjudaginn 9. ágúst,
var ekið um Barðaströndina og vita-
skuld var eðalkratinn Kristján Þórð-
arson á Breiðalæk meðal þeirra sem
heimsóttir vom.
Síðdegis var haldið til TálknaJjarð-
ar þar sem höfðinginn Steindór Ög-
mundsson tók á móti hópnum og
leiddi síðan um fyrirtæki í bænum.
Fyrirtækin sem sótt voru heim em:
Hraðfrystihús Tálknafjarðar (útgerð
og fiskvinnsla), tengiliður Pétur Þor-
steinsson; Þórsberg (saltfiskverkun),
tengiliður Guðjón Indriðason og loks
Sveinseyrarlax.
Undir kvöldmat fundaði ráðherra
með hreppsnefnd Tálknafjarðar en
hana skipa Björgvin Sigurjónsson
(D) oddviti, Jörgína E. Jónsdóttir
(D), Finnur Pétursson (D), Steindór
Ögmundsson (H) og Kristín Ólafs-
dóttir (H).
Eftir kvöldmat var haldinn opinn
Á SJÚKRAHÚSINU á Patreks-
Jirði var fundað með starfsfólki og
stjórn og rœddur vaitdi heilsugœsl-
unnar.
Eðalkratinn KRISTJÁN
ÞÓRDARSON, athafnamaður á
Breiðalcek á Barðaströnd, heimsótt-
ur.
Ráðherra, HANNES
BJARNASON og JÓN BEK
huga að eldislaxinum hjá Sveins-
eyrarlaxi.
Saltfiskverkunin hjá Nausti hf. í
Bíldudal skoðuð. Þarna rœður ríkj-
um MAGNÚS BJÖRNSSON.
fundur um atvinnu- og efnahagsmálin
líkt og kvöldið áður, en nú í Félags-
heimili Tálknafjarðar.
Miðvikudagur
Síðasti dagur heimsóknar Sighvats
Börgvinssonar til Vestur-Barðastrand-
arsýslu var undirlagður um morguninn
af ferð í Rauðasandshrepp þar sem
ýmsir staðir vom sóttir heim, til að
mynda Skólinn að Örlygshöfn og
Minjasafnið að Hnjóti þar sem Egill
Ólafsson lóðsaði menn um.
Eftir hádegi var haldið til Bíldudals
þar sem fundað var með fram-
Frá fundi ráðherra með bœjar-
stjórn VESTURBYGGDAR
(Patreksfjarðar og Bíldudals).
Saltfiskverkunin Þórsberg hf. á
Tálknafirði heimsótt. Þarna er
GUÐJON INDRIÐASON við
stjórnvölinn.
Félagsheimilið DUNHAGIá
Tálknafirði hýsti almennan fund
ráðlierra um atvinnu- og efnahags
málin.
Almennurfundur ráðherra í
BALDURSHAGAjfélagsheiinili
Bílddœlinga.
kvæmdastjóra og stjórnarformanni
Sæfrosts hf., tengiliðir Guðmundur
Sævar Guðjónsson og Jakob Krist-
insson framkvæmdastjóri.
Síðdegis var opinn fundur um at-
vinnu- og efnahagsmálin í Félags-
heimili Bíldudals.
Um kvöldið var keyrt aftur til Pat-
reksfjarðar og fundað með jafnaðar-
mönnum af öllu svæðinu í Félags-
heimili Patreksfjarðar. Þar má segja að
punkturinn hafi verið settur yfir i-ið.
Daginn eftir var síðan endir bundinn
á velheppnaða heimsókn og ekið í být-
ið til Reykjavíkur.
Frá almennum fundi ráðherra um
efnahags- og atvinnumál í Félags-
heimili PATREKSFJARÐAR.
Fundað með HREPPSNEFND
Tálknafjarðar.
EGILL ÓLAFSSON lóðsaði
menn um Minjasafnið að Hnjóti.
3.500 manns heimsóttu safnið á
síðasta ári.
Fundað á Patreksfirði itieð
JAFNAÐARMÖNNUM á
svæðinu. I ,:hásœti“ er höfðinginn
STEINDOR ÖGMUNDSSON.
Stjórarnir LEIFUR
BJARNASON bifreiðarstjóri og
ÓLAFUR ARNFJÖRDbcejar-
stjóri fyrir frainan Vatnseyrarpakk-
húsið.
fll'illlllílflllll
Alþýðublaðsmyndir