Alþýðublaðið - 16.09.1994, Side 1

Alþýðublaðið - 16.09.1994, Side 1
Fleiri stelpur á unglingsaldri hafa einhvemtíma smakkað áfengi en strákamir, segirÁSA GUÐMUNDSDÓTTIR, sálfræðingur við Geðdeild Landspítalans. Áfengur bjór hefur aukið alkóhólneyslu ungmenna 13 til 19 ára um 57% og strákamir drekka meira magn en stelpumar: Hraustir strákar mesta áhyggjuefnið Ef litið er á það magn sem unglingamir segjast hafa drukkið er veruleg aukn- ing á neyslu þeirra eftir að farið var að selja bjór. Ef magnið er umreiknað í lítra af hreinu áfengi er aukningin 57%“, seg- ir Ása Guðmundsdóttir, sál- fræðingur við Geðdeild Land- spítalans, í grein sem hún skrif- ar í tímaritið Ahrif sem var að koma út. Ása segir að mest hafi aukn- ingin orðið fyrsta árið en hefur enn aukist síðan. Þijár kannanir hafa verið gerðar meðal ungs fólks á aldrinum 13 til 19 ára á vegum Rannsóknarstofu Geð- deildar Landspítalans. Sú fyrsta áður en áfengur bjór kom á markað hér, árið 1988, og síðan aftur 1989 og 1992. Úrtakið var stórt og þátttaka góð, niður- stöður áreiðanlegar. Af könnuninni má ráða ýmis- legt: Strákum á aldrinum 13 til 15 ára sem höfðu einhvem tíma neytt áfengis fækkaði eftir að bjórinn kom, úr 43,2% í 41,5% ári eftir bjórinn, og niður í 36% árið 1992. Litlu telpumar vom iðnari við drykkjuna á þessu aldursskeiði, 47,9% þeirra höfðu smakkað vín fyrir bjór- daginn, - en þeim fækkaði í 39,7% í báðum könnunum sem eftir fylgdu. í eldri hópnum, 16 til 19 ára er engin kynjaskipt- ing, stúlkumar em meira en jafnokar strákanna. I öllum könnunum hafa rétt rúmlega 90% krakkanna smakkað áfengi, - og í tveim þeim síð- ari, eftir að bjórinn kom, em stúlkumar ívið iðnaðri við kol- ann. En bjórinn hefur semsagt þýtt meira alkóhólmagn sem unglingar í dag innbyrða. Fyrir bjórdaginn var meðalneysla pilta í yngri hópnum, sem smakkað höfðu áfenga drykki sem svaraði fimmtungi úr flösku af sterku áfengi á einum mánuði, - en hefur tvöfaldast síðan í 0,4 flöskur á mánuði. Hjá yngri stúlkunum em töl- umar 0,3 flöskur fyrir bjórinn, en 0,6 eftir afnám bjórbanns. I eldri hópnum var áfengisneysla strákanna 1 flaska af sterku áfengi á mánuði, en eftir að bjórinn kom er neyslan 1,8 flöskur. Stúlkumar í eldri hópn- um kunna greinilega betur með vín að fara, neysla þeirra fyrir bjór var 0,7 flöskur á mánuði - og var síðast þegar til fréttist sú sama. „Hin mikla drykkja pilta á framhaldsskólaaldri er áhyggjuefni og er mikilvægt að finna hvaða leiðir er hægt að fara til að koma í veg fyrir al- varleg vandamál í kjölfar áfengisneyslu þeirra í framtíð- inni“, segir Ása Guðmunds- dóttir, sálfræðingur. Hún segir það hugsanlegt að aukin athygli sem fjölmiðlar hafa beint að áfengi og fjölgun vínveitingastaða hafi ef til vill ýtt undir jákvæð viðhorf til áfengisneyslu, - mitt í allri heilsubylgunni sem gengið hef- uryfir. „Enn sem komið er virðist áróður heilsubylgjunnar ekki höfða til hraustra ungra pilta, en það er sá markhópur sem þarf að beina þarf athyglinni að“, segir Ása. Viðræðurum sjávæútvegs- hagsmuni Að mati íslenskra stjóm- valda er umhverfisvemd og samvinna um skynsam- lega nýtingu náttúruauðlinda sjávar meðal mikilvægustu viðfangsefna Barenísráðs- ins. Jafnframt býður sam- starfið upp á möguleika á frekari samvinnu sjávarút- vegs. Þetta kom meðal ann- ars fram í ræðu Jóns Bald- vins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra á fundi utanrík- isráðherra Barentsráðsins sem haldinn var í Tromsö í gær. Einn athyglisverðasti fréttapunkturinn frá þessum fundi utanríkisráðherranna í Tromsp var hinsvegar að í tengslum við hann urðu þau þáttaskil, að utanríkisráð- herrar Islands, Noregs og Rússlands sammála um að hefja embættismannaviðræð- ur um sameiginleg hags- munamál ríkjanna á sviði sjávarútvegs og fiskveiða. Þessar viðræður munu hefj- ast með fundi íslenskra og norskra embættismanna 11. október næstkomandi. «. //eda//>c//v‘(f a'C/j/ a/c////>>/(/ ///a((r/Hjc/if///// / oc/t/r: Sigurður Sigurjónsson Ellen Kristjánsdóttir , Egill Olafsson Diddú , Örn Arnason Bergþór Sigríður Pálsson Beinteinsdóttir Felix Bergsson St^inunn Olína Emiliana Torrini FORRÉTTIR: Stökkt andarsalat með Mangó og karrýdressingu. Kr. 790,- Humarkökur „souffle" með hvítlauks- sinnepssósu og frissesalati. Kr. 990,- Grænmetis vorrúlla með agúrku thai salati og súrsætri sósu. Kr. 890,- Engiferleginn lax með japönskum piparrótarrjóma og avocadorúllu. Kr. 600,- Kraftmikil humarsúpa með sykurbrúnuðum eplum, Calvados og ristuðum hvítlauk. Kr. 650,- Kjúklingastrimlar steiktir í sterkri hnetusósu með Quesadillas, tómatsalsa og guacamole (hentar sem léttur aðalréttur). Kr. 1.100,- AÐALRÉTTIR: Lambahryggur með tómathjúp og timian- hvítvínssósu. Kr. 1.690,- Pipar- og koníaksleginn nautalund með portvínssósu og laukhringjum. Kr. 2.190,- Kjúklingabringur kryddlegnar í sætri chillisósu með eggnúðlum. Kr. 1.590,- Stökkar andabringur með plómu- kirsuberjasósu og perlulauks „conflt". Kr. 2.200,- Ofnsteiktur laxaturnbauti með austurlensku ratatouille. Kr. 1.290,- Risarækjur með grænu fettucine og rauðri karrý- kókossósu. Kr. 1.790,- EFTIRRETTIR: Créme Brulée „Napoleon" með karamellusósu og ristuðum herslihnetum. Kr. 690,- Pecan- krókantís með ferskum ávöxtum og Bailey's creme anglaise. Kr. 590,- Súkkulaðiterta með Moccakremi ferskum berjum. Kr. 790,- Peru- og hnetuterta með vanilluís. Kr. 690,- Drambuie- bananaís með kardimommusósu. Kr. 590,- » }íi • — Helgarmatsedill og Hópmatseðill (/Worréttu/* - < i'Ja/réttu/• - /y//rréttur) á aðeins kr. 2.490,- Katu./• - dkemmturr - Qöanö/ei/um ALLAR HELGAR í VETUR A LA CARTE

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.