Alþýðublaðið - 16.09.1994, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 16.09.1994, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Föstudagur 16. september 1994 MÞYDUBLMB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Alþýduflokkurinn og landsstjómin Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands - hefur setið óslitið í ríkisstjómum frá árinu 1987. Á þeim tíma hefur flokkurinn lagt megináherslu á að skapa stöðugleika í efnahags- málum til að treysta gmnn atvinnunnar í landinu. Þetta hefur tekist. Landsstjómin hefur tekið með festu á íjármálum hins op- inbera, og í kjölfarið hefur skapast áður óþekktur stöðugleiki í efnahagslífí Islendinga. Það sem mestu skiptir er þó, að þrátt fyrir erfiðleika og samdrátt í efnahagslífi þjóðarinnar hefur rík- isstjómin ekki látið hrekjast af leið. Það hefur vissulega kostað fómir. Fáum dylst, að þær hafa að langmestu leyti lent á þeim ráðuneytum, sem Alþýðuflokkurinn hefur stjómað. V afalítið hefði það verið átakaminna fyrir jafnaðarmenn, og líklegra til stundarfylgis, að taka aftur upp sóunarstefnu fortíð- arinnar, með tilheyrandi verðbólgu og vaxtasprengingum. Það hefur hins vegar verið aðalsmerki Alþýðuflokksins að fylgja þeirri stefnu, sem jafnaðarmenn telja farsælasta fyrir þjóðina þegar horft er til framtíðar. Þeir vilja ekki kaupa sér stundarvin- sældir með því að sýna ábyrgðarleysi við stjóm landsins. Jafn- aðarmenn óttast ekki ábyrgð, og em reiðubúnir til að láta mæla sig á kvarða þess árangurs, sem þátttaka þeirra í landsstjóminni hefur skilað. INú er að koma í ljós, aðjijóðin er að uppskera einsog til var sáð. Hægt og bítandi em Islendingar að rétta úr kútnum. Verð- bólgudraugurinn hefur verið særður niður í þeim mæli, að í landinu em kynslóðir að komast til vits og ára, sem þekkja tæp- ast verðbólguna nema af afspum. Um þessar mundir er hún lægri hér á landi, en í flestum nágrannalöndunum. Vextir hafa sömuleiðis lækkað, og em nú lægri en lengi hefur þekkst hér á landi. Meira að segja em nú líkur taldar á ffekari lækkun banka- vaxta, gagnstætt því sem er að gerast í grannlöndunum, og slík vaxtalækkun skilar sér umsvifalaust í vasa neytenda og fyrir- tækja. Raungengið hefur jafríframt sjaldan eða aldrei verið jafn hagstætt útflutningsgreinunum og um þessar mundir. Það má því fúllyrða, að með virkri þátttöku Alþýðuflokksins hefur landsstjómin nú lagt gmnn að uppsveiflu í þjóðfélaginu á næstu missemm. Stjómarandstaðan gerði grín að forsætisráð- herra fyrr í sumar, þegar hann lýsti yfir á blaðamannafundi, að þau teikn sem væm á lofti efnahagsmála bentu til þess, að botni efnahagslægðarinnar væri náð, - og betri tíð í vændum. Stað- reyndimar tala hins vegar öðm máli en stjómarandstaðan. At- vinnuleysi hefur minnkað hraðar en menn töldu áður, og er nú talsvert lægra, en hagfræðingar höfðu spáð. Tekjur ríkissjóðs - skýr vísbending um þróun efnahags í landinu - munu á þessu ári aukast talsvert umfram það sem reiknað var með; skýr vís- bending um hag atvinnulífsins. Sama birtist raunar með glögg- um hætti í milliuppgjörum fyrirtækja sem birt hafa verið undan- famar vikur, og sýna gagnger umskipti til hins betra. Jafnframt þessu hefúr jafnaðarmönnum tekist að þoka í höfn fjölmörgum málum, sem horfa landi og þjóð til heilla. Húsa- leigubætur vom teknar upp vegna baráttu jafnaðarmanna, ekki síst Jóhönnu Sigurðardóttur. Þróunarsjóður sjávarútvegsins er orðinn að veruleika, og í krafti hans er nú hafín löngu tímabær uppstokkun í sjávarútvegi. Sameining sveitarfélaga er víða orð- in að veruleika, og fmmkvæði Alþýðuflokksins í því máli þekkja allir. Spamaður í heilbrigðiskerfinu, sem ekki bitnaði á fjárvana sjúklingum, var hafínn fyrir tilstilli jafnaðarmanna. Og menn skulu heldur ekki gleyma því, að um þessar mundir streyma mikilvæg verðmæti um farvegi þjóðarbúsins, sem eiga uppmna sinn í veiðum Islendinga á alþjóðlegum hafsvæðum. Þessar veiðar em að sönnu umdeildar; en það var ekki síst fyrir atbeina formanns Alþýðuflokksins, að fyrir þær var ekki girt með reglusetningu hins opinbera. A þessu kvarða - mælistiku verka sinna - verður Alþýðu- flokkurinn veginn og metinn þegar kemur til kosninga. EIÐUR SMÁRIGUÐJOHNSEN, knattspymumaðurinn frækni sem nánast hefur haldið VALSLIÐINU á floti í sumar knýr nú dyra hjá íslenska A-landsliðinu. Hann varð sextán ára í gær og er að ganga upp úr 3. flokki. Alþýðublaðið var statt í Hollandi fýrir stuttu og brá sér á leik varaliða PSV EINDHOVEN og FEYENOORD. Eiður Smári sýndi frábæra takta í leiknum og Hollendingar dáðust að kappanum: Björt fmmtíð, en ekkert liggur á EIÐUR SMÁRIað loknum leiknum með varaliði PSV Eindho- ven gegn Feyenoord. Leiknum lauk með 2:2 jafntefli, en í víta- spyrnukeppni tókst Feyenoord að sigra. Eiður átti afgerandiþátt í að liðinu tókst að jafna leikinn úr 2:0 í 2:2. Eiður Smárí Guðjohn- sen átti 16 ára afmæli í gær. Aðeins 15 ára gam- all strákur hefur haldið Vals- veldinu á floti í allt sumar; skorað góðan slatta af mörkum og átt drjúgan þátt í skapa önn- ur mörk. Eiður Smári er sá leik- maður sem knýr hvað fastast að dymm hjá íslenska A-landslið- inu, - landsliði sem aldrei fyrr hefur verið svo gott sem nú. Það furðulega er að Eiður Smári er enn í 3. aldursflokki og gengur upp í 2. flokk um áramótin. Hann er um þessar mundir að hefja nám í Mennta- skólanum við Sund. Fréttamaður Alþýðublaðsins tók sér ferð á hendur frá Hei- derbos í Hollandi í síðasta mán- uði tíl að fylgjast með leik varaliða PSV Eindhoven og Feyenoord á afmælismótí knattspymufélags í smábæ í grenndinni. Eiður Smári lék þar þijá leiki með liðinu og stóð sig með stakri prýði. Það var ekki að sjá að ljóshærði strákurinn í framlínunni væri 15 ára gutti. Eiður sýndi og sannaði að hann er afburða leikinn og hraður, auk þess sem hann fór í tæk- lingar af miklum krafti og gaf ekkert eftir í þeim efnum. Hvað eftir annað tókst hon- um að tæta í sig vöm Feyeno- ord og skapa félögum sínum upplögð tækifæri. Sjálfur var hann ef tíl vill ekki nógu gráð- ugur og eigingjam, þegar hann áttí sjálfur marktækifæri. Fréttamanni skildist að Eiður Smári hafi mætt til leikjanna eftir miklar annir með Val. Hann hafði leikið bæði með meistaraflokki og 2. flokki, - en trúlega slapp hann við að leika líka með 3. flokki Vals, en það hefði hann þó mátt gera aldurs vegna. Hollenskir áhugamenn á vell- inum, sem blaðamaður Alþýðu- blaðsins ræddi við, vom mjög hrifnir af Eiði Smára, og trúðu því naumast að hann væri að- eins 15 ára. Þeim þóttí líka merkilegt að svo kynni að fara ISLENDINGURINN ungi tœtir af sér varnarmenn Feyenoord og sœkir íáttað markinu. Hann ógnaði hvað eftir annað í leiknum. að feðgar ættu eftír að leika saman í landsliði íslands. Áhugamenn um knattspymu segja það augljóst mál að Eiður Smári eigi eftir að gera samn- inga við erlend félög. Þeir benda á að ekkert liggi á. Hann getí beðið rólegur og látíð „unglingatilboð“ sem vind um eymn þjóta. Erlend félög, sér- staklega hollensk, em gjöm á að gera samninga við þá efni- legustu, slaka samninga. Vitað er að PSV Eindhoven, félag Philips-verksmiðjanna, er tílbú- ið að gera samning strax við Eið Smára, ekki síst eftír leik- ina þijá sem hann lék með varaliði félagsins í síðasta mán- uði. Það er bara ekki víst að slíkir samningar yrðu hagstæðir - ekki enn sem komið er. SENDING á leið fyrir markið af tám Valsarans sem hugsanlega LEIKMENN PSV Eindhoven ogþar á meðal Eiður Smári ganga gœti leikið við hlið fóður síns í landsliðinu innan skamms. til búningsherbergja í hálfleiL

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.