Alþýðublaðið - 16.09.1994, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 16.09.1994, Qupperneq 7
Föstudagur 16. september 1994 VINMENNING ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 / ársskýrslu SÁÁ fyriráríð 1993 erað finna nokkuð athyglisverða greiningu á sjúklingahópnum sem sækir VOG heim. Þar kemur meðal annars fram að fjöldi einstaklinga sem þangað kom á síðasta ári var 1.639. Meðalaldurinn var34 árhjá konum og 33 árhjá körium. Konur voru um 28% nýliða í meðferð á síðasta ár og fer hlutur þeinra sífellt stækkandi. Um 17% líkureru áþvíað karimenn komi tilmeðferðarmeðanþeireru á aldrinum20 til50ára. Eftir50 áraerulíkumar4,5%en26afhverjum 1.000 karimönnum á aldrinum sextán til nítján ára munu koma á Vog. Líkumar fyrir konur aldrinum 20 til 50 ára eru 6% en ellefu af hverjum þúsund koma á Vog fyrir 20 ára aldur: Aíslandi er einstakt tæki- færi til að safna saman upplýsingum um áfeng- issjúklinga og aðra vímuefna- fíkla. Þeir eiga mjög auðvelt með að komast í meðferð, eink- um ef þeir eru að leita sér með- ferðar í fyrsta sinn. Auk þess eru ríkjandi viðhorf í þjóðfélaginu þannig að ætla má að nær allir sem lenda í ein- hveiju heilsutjóni eða í lang- vinnum vanda vegna vímu- efnaneyslu fari í meðferð fyrr eða síðar. Þannig hefur ástand- ið verið undanfarin tíu ár. Á þessum tíu árum hefur sjúkrahúsið Vogur í Reykjavík verið í sérstöðu vegna þess að flestir þeir sem leita sér með- ferðar og nær allir þeir sem eru að leita sér inniliggjandi með- ferðar í fyrst sinn, innritast þar. Þar gefst því einstakt tækifæri til að afla viðamikilla upplýs- inga um þá sem nota vímuefni reglulega og meta fjölda þeirra. Frá árinu 1984 hefur farið fram nákvæm skráning á þeim einstaklingum sem þangað koma á hverju ári. Brot af þess- um upplýsingum úr sjúklinga- bókhaldinu hefúr birst í árs- skýrslum SÁÁ undanfarin ár og er svo einnig að þessu sinni. Líkur islendings á þvi að þurfa að ieita sér meðferðar Heildarllkur og likur eftír aldurshúpum KARLAR Aldur Líkur á innlögn <20 2,6% 20-29 6,8% 30-39 5,3% 40-49 3,9% 50-59 2,6% 60-69 1,5% >69 0,5% Heildarlikur á æviskeiðinu 23,2% KONUR Aldur Ukur á innlögn <20 1,1% 20-29 2,0% 30-39 1,9% 40-49 2,2% 50-59 1,3% 60-69 0,5% >69 0,1% Heildarlíkur á æviskeidinu 9,1% Fjöldi einstaklinga sem kom á Vog 1993 var 1.639. Aldur þeirra sem leita sér áfengismeðferðar Meðalaldur þeirra sem leit- uðu sér meðferðar hjá SÁÁ á fyrstu árum meðferðarstöðv- anna 1978 og 1979 var um 39 ár. Árið 1984 var meðalaldur kominn niður í rúm 36 ár. Frá 1984 hefur meðalaldur lækkað hjá konum og körlum um hálft ár og er nú um 36 ár. Ef litið er til þeirra sem eru að innritast í fyrsta sinn á stofn- un fyrir áfengissjúka hefur meðalaldur lækkað um nær tvö ár frá 1984 og er nú um 34 ár hjá konunum en tæp 33 hjá körlunum. Konur í áfengismeðferð Eftir stofnun SÁÁ fóru fleiri konur að leita sér meðferðar vegna áfengissýki og annarrar vímuefnamisnotkunar en áður. Strax fyrstu árin var hlutur kvenna um 20% í sjúklinga- hópnum en síðan hefur hlutur þeirra aukist og var 26% árið 1993. Konur vom 28% nýliða 1993. Hversu algengt er að fólk þurfi að leita sér meðferðar? Aðferðir til að meta tíðni áfengissýki og annarrar vímu- “*■■ Meðalaldui kvenna m m>«. Meðalaldur nýkomukvenna mmmm Meðalatdur karla mm* Meðalaldurnýkomukarla Meðalaldur á 1978-79 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 efnaneyslu em einkum tvær. Annars vegar er hægt að kanna hjá hluta þjóðarinnar eða þjóð- inni allri hversu margir sýna einkenni um sjúkdóminn á ákveðnum tíma. Það sem gerir slíka athugun erfiða hjá fólki sem ekki er á sjúkrahúsi er að fólk reyni alla jafnan að fegra og gera lítið úr sinni eigin neyslu. Hin aðferðin er að reyna að telja ný tilfelli sem greinast á hveiju ári og út frá þeim upp- lýsingum að reikna líkumar á því að fólk fái sjúkdóminn ein- hvem tíma á ævinni. Heilbrigðisstéttir em ekki sammála um hvemig og hve- nær á að greina einhvem áfeng- issjúkan. Það hefur því verið erfitt að meta tíðni eða líkumar á því hér á íslandi sem annars staðar hversu margir yrðu áfengis- sjúkir. Oíf hafa þær tölur sem birst hafa í hveiju landi miklu frem- ur sagt til um viðhorf ráða- manna og heilbrigðisstétta til vandans fremur en að þær segðu til um hversu vímuefna- vandinn væri stór í viðkomandi landi. Til að telja ný tilfelli á ári hveiju er hægt að telja fýrstu innlagnir á spítala vegna sjúk- dómsins. Ef sjúkrarými væm næg og fólk leitar sér lækninga fyrr eða síðar vegna sjúkdóms- ins fæst glögg mynd af ástand- inu. Nær allir íslendingar sem innritast á sjúkrastofnun í fyrsta sinn til áfengismeðferðar innrit- ast á Vog og þar er auðvelt fyr- ir þá að komast að. Hversu mörg eru nýju tilfellin á hverju ári? Mikil stökkbreyting varð á því hversu miklu fleiri leituðu sér meðferðar í fyrsta sinn vegna áfengissýki eða annarrar vímuefnamisnotkunar á Islandi með tilkomu sjúkrastöðva SÁÁ 1978. Þá hljóp tala þeirra skyndilega upp fyrir 600. í fyrstu var ekki óeðlilegt að álykta sem svo að við aukna möguleika á að komast í með- ferð væri þetta tímabundin sveifla sem mundi draga úr. En það hefur farið á annan veg, því tölur um nýgengi hafa verið stöðugar og því ábyggilegar. Á tímabilinu ffá 1978 til 1993 er hægt að áætla að um 10.000 manns hafi leitað sér meðferðar í fyrsta sinn. Fjöldi þeirra sem leituðu sér í fyrsta sinn meðferðar á Vogi á ámnum 1984 til 1993 liggur nú endanlega fyrir. Þetta er fólk sem aldrei hafði innritast svo mikið sem einn dag á stofnanir fyrir áfengissjúka hér eða er- lendis. Nokkuð færri leituðu sér meðferðar í fyrsta sinn árin 1990 og 1991 en fjöldinn eykst aftur 1992 og 1993. Hversu algengur er alkóhólismi? Síðasta áratuginn hefur talan 10% verið á vörum flestra um það hversu algengur alkóhól- ismi er. Þessi skoðun er einnig útbreidd meðal heilbrigðis- starfsmanna. Hefúr flestum þótt nóg um og stundum reyndar að ofáætlað væri. Könnun á drykkjuvenjum Is- lendinga (Tómas Helgason og fleiri) leiddi í ljós að 22% líkur voru á því að íslenskir karl- menn greindust misnotendur á áfengi. Tölur ffá Bandaríkjun- um hafa verið allt ffá 10% til 16% fyrir áfengissýki eina en flestir tala um 15% líkur ef önnur vímuefni eru tekin með eins og hér er gert. Ut ffá tölum um mannfjölda á Islandi og tölum um nýliða í meðferð og aldur þeirra má reikna út líkur á því að íslend- ingar leiti sér meðferðar vegna áfengissýki eða annarrar vímu- efnaneyslu. Ef nýgengistölumar ffá Vogi síðustu fjögur árin eru lagðar til grundvallar fæst að líkurnar eru um 16%. Ekki em allir jafn lík- legir til að koma til meðferðar og em líkumar mismunandi eftir aldri og kyni. Það em 23% líkur á því að íslenskur karl- maður, sem nú er fimmtán ára gamall, muni leita sér meðferð- ar vegna áfengissýki eða ann- arrar vímuefnaneyslu einhvem tíma á ævinni, samkvæmt þess- um tölum. Þegar konur eiga í hlut em líkumar 9%. Þannig fæst að um 17% líkur em á því að karlmenn komi til meðferðar meðan þeir em á aldrinum 20 til 50 ára. Effir 50 ára em líkumar 4,5% en 26 af hveijum 1.000 karlmönnum á aldrinum sextán til nítján ára munu koma á Vog. Líkumar fyrir konur aldrinum 20 til 50 ára em 6% en ellefu af hveijum þúsund koma á Vog fyrir 20 ára aldur. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.