Alþýðublaðið - 19.10.1994, Page 1

Alþýðublaðið - 19.10.1994, Page 1
Alvarlegt tilvik um hagsmunaárekstur, - eða hrein tilviljun? Náfrændur ráðherra fengu milljónaverkefni Fyrirtækið Talnakönnun hf. hefur unnið verkefni fyrir ráðu- neyti Halldórs Blöndals fyrir um 5,6 milljónir króna á þrem árum. Fyrirtækið hóf að starfa fyrir ráðuneytin strax og Halldór tók við embætti ráðherra vorið 1991 og hefur verið að síðan. Talna- könnun er fyrirtæki í eigu nákom- inna ættingja Halldórs Blöndals, landbúnaðar- og samgönguráð- herra. Forveri Halldórs í starfi, Steingrímur J. Sigfússon, segir að upplýsingar sem fyrirtækið útveg- aði um afkomu fiskeldis hafi legið fyrir í ráðuneytinu - glænýjar. Aðeins Vikublaðið hefur fjallað um málið og segir að viðskiptin við Talnakönnun ásamt úttekt á stöðu Ríkisskips sem ráðherrann lét gera, séu „eitthvert alvarlegasta tilvik síðari ára um siðlausan hagsmunaárekstur..44 I Ijós hefur komið að sumt af því sem Talnakönnun hefur fengist við að reikna út, eru alþekkt sann- indi sem þó hafa kostar skattgreið- endur milljónir. Sjá nánar umfjöllun Alþýðu- blaðsins á bls. 6. Alþýðuflokkurinn á Vesturlandi: Lofl lævi blandið Einsog greint var frá í Alþýðu- blaðinu í gær þá hefur kjördæmisráð Alþýðutlokksins á Vesturlandi ákveðið halda opið prófkjör um tvö efstu sætin 19. nóvember en fram- boðsfrestur rennur á mánudaginn. Blaðið sagði frá því í gær að, fjórir séu í umræðunni vegna framboðs í efsta sætið. Einn þeiira, Akurnesing- urinn Gísli S. Einarssonhefur stað- fest að hann gefi kost á sér. Hinir fhuga nú málið. Alþýðublaðið heyrði hljóðið þremenningunum í gærdag: Snæfellingurinn Sveinn Þór Elin- bergsson: „Eg og nn'nir menn hér í norðurhluta kjördæmisins erum að hugsa málið. Það stóð til að ég færi fram í l'yrsta sætið, en síðan hefur komið ýmislegt í ljós í kjördæminu. Það hafa verið hér nokkrir tlokka- drættir í kjördæminu síðan á flokks- þingi í tengslum við fonnannskjörið, því er ekki að leyna, en ég vil lítið vera að últala mig um þau mál. Ég er allavega óráðinn með mitt framboð. Varðandi það hvort einstaklingar hér haft verið að hugsa sér til hreyfings með Jóhönnu Sigurðardóttur þá teljumst við ennþá til Alþýðuflokks- ins, erum alþýðuflokksmenn og það hefur ekkert verið rætt við hana eða hennar fólk,“ sagði Sveinn Þór að lokum. Borgnesingurinn Sveinn Gunnar Hálfdánarson. „Ég er, skal ég segja þér, ekki búinn að taka afstöðu. Ég er að hugleiða þetta með mínum stuðn- ingsmönnum sem stutt hafa mig í síðustu tveimur kosningum. Við spá- um í spilin yfir helgina. Frá því að ég féll úr öðru sætinu í það þriðja á list- anum fyrir síðustu kosningar hef ég alltaf stefnt aftur upp, ætlað að gefa kost á mér í fyrsta sætið. Það er ekk- ert launungarmál að ég vildi hafa prófkjörið opið, sérstaklega núna þegar breytingar hafa orðið frá því síðast. Fólk er hinsvegar svona mis- jafnlega hresst með þessa ákvörðun kjördæmisráðsins og skiptar skoðan- ir á málinu. Svona er nú það í pottinn búið. Ég hef síðan ekki einu sinni leitt hugann að þessu framboði Jó- hönnu. Maður heyrir nú lítið til hennar og ekkert flokksfólk hef ég hitt sem ætlar með henni,“ sagði Sveinn Gunnar Hálfdánarson. „Þetta er ekkert ákveðið ennþá hjá mér. Ég hef nú tíma fram á næst- komandi mánudag til að gera upp hug minn. Þetta er náttúrulega mín heimabyggð og ég mun skoða málið yfir helgina í samráði við fjölskyld- una og vini mína jafnaðarmenn,“ sagði Akumesingurinn Helgi Daní- elsson þegar blaðið hafði samband og spurði hvort hann ætlaði sér í framboð á Vesturlandi. Svavar og senuþjófurinn. Guðni Ágústsson (t.v.) stal senunni við umræðurnar í gær: Þjóðin vill leyfa llluga að tala, sagði hann. Málshefjandinn, Svavar Gestsson, segir að yfirmenn útvarpsins séu í hers höndum - Sjálfstæð- isflokksins. A-mynd: E.ÓI. Snörp umræða á Alþingi um „pólitíska aflúsun“ á útvarpinu: ^ Út í hött að útrýma pólitískri umræðu í RÚV - sagði Sighvatur Björgvinsson. Sjálfstæðismenn einir í vörn fyrir yfirmenn útvarpsins. Ólafur Ragnar: Fingraför Sjálfstæðisflokksins í þessu máli eru alstaðar. „Það er út í hött að útrýma pólit- ískri umræðu í ríkisútvarpinu," sagði Sighvatur Björgvinsson við umræð- ur utan dagskrár á Alþingi í gær um málefni ríkisútvarpsins. Svavar Gestsson krafðist umræðunnar vegna uppsagnar Illuga Jökulssonar á Rás 2 í síðustu viku, og brottrekstr- ar Hannesar H. Gissurarsonar í kjöl- farið. Sighvatur Björgvinsson vitnaði til blaðagreinar sem Heimir Steinsson útvarpsstjóri birti í Morgunblaðinu í gær. Þar sagði Heimir að Illugi hefði verið rekinn þarsem „líklegt þótti að honum kynni enn að verða hið sama á.“ Sighvatur henti gaman að þess- um ummælum Heimis og sagði eins gott að dómskerfið starfaði ekki á þessum nótum: að menn væru dæmdir út frá líkum á því að þeir brytu af sér í framtíðinni. Svavar Gestsson sagði að reiði- alda hefði skollið á RUV þegar III- uga var sagt upp. „Yfirmenn RÚV telja sig í hers höndum," sagði Svav- ar og bætti því við að Sjálfstæðis- flokkurinn legði útvarpið í einelti einsog margoft hefði komið fram. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra veitti andsvör við ræðu Svavars og sagðist „ekki hafa komið nálægt þessu. Það er hlutverk yfir- manna útvarpsins að taka ákvarðanir um mannaráðningar." Ólafur sagði að umræðan ætti ekki heima á Al- þingi, þetta væri innanhússmál út- varpsins. Sú skoðun var greinilega ekki almenn, þarsern fjöldi þing- manna tók til máls. Sjálfstæðismenn vom einir um að verja yfirmenn út- varpsins. Guðni Agústsson, þingmaður Framsóknar, sparaði ekki stóm orð- in, og sagði að einhver hefði greini- lega hótað Heimi Steinssyni öllu illu ef Illugi yrði ekki rekinn. „En þjóðin vill leyfa Illuga að tala,“ sagði Guðni. Athygli vekur að þungavigtar- menn í þingliði Sjálfstæðisflokks tóku ekki til máls, að menntamála- ráðherra undanskildum. Hinsvegar töluðu þeir Tómas Ingi Olrich, Arni Mathiesen og séra Hjálmar Jónsson, varaþingmaður frá Sauðárkróki og útvarpsráðsmaður. Ræða sóknar- prestsins vakti kurr í þingsal og á þéttskipuðum áheyrendapöllum. Hann sagði að stofna ætti sérstaka „afrás“ þarsem pistlahöfundar gætu verið einsog „hanar á haug“ og stað- ið í „vilpum sínum og ausið hver uppúr sínum koppi.“ Ólafur Ragnar Grímsson sagði uppsagnirnar á Rás 2 snemst um lýð- ræði og mannréttindi. Ekki væri um að ræða innanhússmál útvarpsins, þarsem fingraför Sjálfstæðisflokks- ins væru alstaðar. Formaður Alþýðu- bandalagsins kvaðst harma að Hann- esi hefði verið sagt upp störfum, og vitnaði í fleyg orð Voltaires um að þótt hann væri ekki sammála skoð- unum andstæðings síns, þá væri hann reiðubúinn að leggja allt í söl- umar til þess að hann hefði frelsi til að koma þeim á framfæri: „Það er gmndvallaratriði frjálsrar fjölmiðl- unar að Hannes Hólmsteinn Gissur- arson fái að ráðast á mig.“ Á þingpöllum. Meðal margra áheyrenda í gær voru mæðginin Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður og lllugi Jökulsson. Hér bera þau saman bæk- ur sinar í kjölfar þeirrar yfirlýsingar Guðna Ágústssonar að lllugi sé líklega besti pistlahöfundur Evrópu. A-mynd: E.ÓI. Verðstríð í hljóm- tækjabransanum Við erum ekki að gefa þetta Strax og Bónus hóf að selja svo- kallaða geislaspilara frá Philips á 14.700 krónur um síðustu helgi, - lækkaði umboðsaðili tækjanna hér á landi, Heimilistæki hf„ verðið á samsvarandi tækjum úr 23.000 krónurn í 14.900 krónur. „Þetta sem Bónus er að selja em gömul módel sem hætt er að fram- leiða og við fáum ekki afgreidd lengur. Þeir hafa komist í einhverja gamla lagera", sagði talsmaður Heimilistækja í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Hann sagði að þetta þýddi þó ekki að tækin sem Bónus hefur boðið væm léleg, Philips væri alltal' Philips. Þegar Bónus hóf söl- una í sfðustu viku vom einhver sýn- ishom til hjá Heimilistækjum. Verð- ið var þá snarlega lækkað með til- komu samkeppninnar, - niður í 14.900 krónur og ætlunin að losna við afganginn. Vilhjálmur Egilsson alþingismaður um úr- slit þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Finn- landi um helgina Menn hljóta að skoða sinn gang betur núna „Þegar ísland verður ef til vill eitt eftir af EFTA- löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu, þá hljóta menn að skoða sinn gang betur núna cn hingað til“, sagði Vilhjálmur Egilsson, alþingismað- ur í samtali við Alþýðublaðið í gær þegar blaðið bað hann um álit á þjóðaratkvæðagreiðslunni í Finn- landi. „Finnska þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm í þessu máli og nið- urstaðan lá í loftinu nánast frá því að Finnar lögðu fram umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu. Þjóðin telur hag sínum greinilega bctur borgið innan sambandsins en utan“. Vilhjálmur neitaði því að hann væri einangraður í þingflokki sjálfstæðismanna í Evrópusam- bandsmálinu. „Ég hef ekki áhyggjur af að verða einn lengi, - og mcr er ekki farið að leiðast“, sagði hann. Vilhjálmur sagði að samningur- inn um Evrópska efnahagssvæðið væri ekki ónýtur samningur fyrir okkur. En það yrði að aðlaga þann samning að breyttum forsendum. Umsamin réttindi yrðu ekki frá okkur tekin. „Við þurfum að láta samning- inn virka okkur í hag og það er hann raunar þegar farinn að gera. Það er þrennt sem við þurfum sér- staklega að huga að. Það er mark- aðsaðgangurinn, samráð vegna nýrra reglna og að viðhalda mark- tæku eftirliti og sjálfstæðum úr- skurðum í deilumálum. Þetta breytir ekki því að við þurfum að skoða aðild að Evrópusamband- inu. En ég bendi á að við hoppum ekkert inn í það samband. Málið þarf mikinn undirbúning, mikla vinnu“, sagði Vilhjálmur Egilsson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.