Alþýðublaðið - 19.10.1994, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Viti menn
Illugi Jökulsson... var látinn
hætta af því að hann hafði að
minnsta kosti einu sinni farið
langt út fyrir þau mörk hóf-
semdar og tillitssemi, er að
framan greinir. Líklegt þótti,
að honum kynni enn að verða
hið sama á.
Heimir Steinsson útvarpsstjóri í Mogg-
anum í gær.
Við skulum ekki sóa tímanum
í aukaatriði. Við vitum báðir
að það var ekki að þínu frum-
kvæði sem ég var rekinn frá
Rás tvö; við vitum jafn vel að
það var heldur ekki með þín-
um vilja. Gerðu bara eitt fyrir
mig - ekki ljúga.
Kveðjupistill llluga til Sigurðar G. Tóm-
assonar í Mogganum í gær.
Ef þér er skipað að reka mig -
svo ég verði ekki nöldrandi út
í ríkisstjórnina í heilan kosn-
ingavetur - þá gerir þú það, af
því staða þín er veik. Ekki nóg
með pólitíkina, heldur vitum
við báðir að ekki ríkir ein-
róma ánægja með störf þín
sem yfirmaður Rásar tvö.
Kveðjupistill llluga.
Það er alveg Ijóst að Guð-
mundur Arni Stefánsson hef-
ur gert ýmis mistök í starfi
sínu sem bæjarstjóri og ráð-
herra, en hefur almenningur
efni á því að gera þær kröfur á
stjórnmálamenn að þeir séu
okkur hinum það æðri að þeir
megi ekki gera mistök? Svo-
leiðis fólk kallast guðir í okkar
samfélagi og það er ég alveg
viss um að Guðmundur Arni
er ekki.
Friðrik K. Jónsson, aðsend grein í
Mogganum í gær.
Morgunblaðið ber enga
ábyrgð á prófkjörum Sjálf-
stæðisflokksins og tekur ekk-
ert tillit til þeirra í fréttaflutn-
ingi eða birtingu viðtala.
Víkverji Moggans í gær.
Hverjir voru
hvar?
Alþýðublaðið í gær
Adolf Anderssen, Albert Guðmundsson, Anna
Kristíne Magnúsdóttir, Ari Gísli Bragason, Ari
Edwald, Árni Johnsen, Ásgeir Ásgeirsson, Ás-
geir Hannes Eiríksson, Ásgerður Flosadóttir, Ás-
mundur Stefánsson, Benedikt Davíðsson, Birgir
Hermannsson, Björn Bjarnason, Björn Heiðar
Jónsson, Davíð Oddsson, Eggert Haukdal, Eiður
Guðnason, Einar Oddur Kristjánsson, Einar K.
Guðfinnsson, Einar Heimisson, Einar Ólason, Ein-
ar Kárason, Elva Björk Gunnarsdóttir, Erich
Honecker, Esko Aho, Geir H. Haarde, George C.
Scott, Gísli S. Einarsson, Grímur Thomsen, Gro-
Harlem Brundtland, Guðjón A. Kristjánsson,
Guðmundur Hallvarðsson, Guðmundur Sv. Her-
mannsson, Guðmundur K. Oddsson, Guðriður
Austmann, Guðrún Helgadóttir, Hallgrimur
Helgason, Hannes Hólmsteinn, Hannibal Valdi-
marsson, Helgi Daníelsson, Helmut Kohl, Hrafn
Jökulsson, lllugi Jökulsson, Ingi Björn Alberts-
son, Ingólfur V. Gíslason, Ingvar Carlsson,
Jacques Santer, Jakob Jónsson, Jón Óskar Haf-
steinsson, Jón Kristjánsson, Jón Ólafsson, Jón
Sigurðsson, K.N., Katrin Fjeldsted, Kiesritzky,
Lafontaine, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Magn-
ús Stephensen, Markús Örn Antonsson, Martina
Navratilova, Melina Mercouri, Ólafur Jóhann Ól-
afsson, Ólafur G. Einarsson, Ólafur Hannibals-
son, Páll Magnússon, Palmerston lávarður, Pét-
ur Blöndal, Ragnar í Smára, Ragnar Vignir, Reyn-
irTómas Geirsson, Róbert Mellk, Rudolf Scharp-
ing, Runólfur Pétursson, Salome Þorkelsdóttir,
Schroeder, Sigfús Sigurhjartarson, Sigurður G.
Tómasson, Sigurður Tómas Björgvinsson, Sól-
rún Helgadóttir, Sólveig Pétursdóttir, Svavar
Gestsson, Sveinn Þór Elinbergsson, Sveinn Hálf-
danarson, Sæmundur Guðvinsson, Thomas Alva
Edison, Thor Vilhjálmsson, Tryggvi Gunnarsson,
Vigdís Grimsdóttir, Þorgrímur Óli Sigurðsson,
Þorsteinn Pálsson, Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, Örlygur Guðmundsson.
Fax dagsins
Faðir vor!!
Þú sem býrð í Útvarpshúsmu.
Gef oss til bciku morguitkryddið
í tilveruna.
Fyrirgef þeim Hannesi og ílluga
svosein vér og munum gera
við vora dáða Ráða menn.
Eigi tak frá þeim hljóðnemann
heldurfrelsa oss frá flatneskju
og froðusmökkuntm.
Því Okkar er útvarpið
þjóð og þjóðarsálar að eilífu.
Meðan að uppi er
öll heimsins tíð.
Rithöfundasamband Is-
lands þarf aldeilis ekki
að kvarta undan Olafi G.
Einarssyni. Samkvæmt
tölum um prívatúthlutanir
hans árið 1992, sem Ólafur
birti um síðir með miklum
semingi, fékk RSÍ átta út-
hlutanir á því eina ári,
samtals upp á 2,3 milljónir
króna. Nú er bara að sjá
hvort önnur verkalýðsfélög
krefjast ekki hlutdeildar í
ráðherrakökunni...
Sunnlenska fréttablaðið
segir frá undirbúningi
að framboði stuðnings-
manna Jóhönnu Sigurð-
ardóttur í Suðurlandskjör-
dæmi. Sigurður Péturs-
son segir að stefnt sé að
framboði í kjördæminu og
að mörg nöfn séu í pottin-
um. Sunnlenska fréttablað-
ið segir að nafn Þorláks
Helgasonar sé oftast nefnt
og í samtali við blaðið seg-
ir hann að ekkert hafi verið
ákveðið...
Miklar líkur eru nú
taldar á því að Guð-
mundur Bjarnason þing-
maður Framsóknar flytji
sig úr Norðurlandskjör-
dæmi eystra og á Reykja-
nes. Steingrímur Her-
mannsson skipaði sætið
áður en er nú einsog alþjóð
veit horfinn á vit hinna
friðsælu beitilanda í Seðla-
bankanum. Framsókn er
með þrjá þingmenn fyrir
norðan en kemst tæpast hjá
því að tapa manni, þarsem
eitt þingsæti flyst úr kjör-
dæminu - einmitt suður á
Reykjanes. Það má því
segja, að gert sé ráð fyrir
að Guðmundur verði flutt-
ur í suður í sætinu sínu...
Meira um Framsókn.
Flokksþing er framundan
og þar má búast við hörð-
um slag um varafor-
mennsku í flokknum.
Guðmundur Bjarnason,
sem verið hefur ritari
flokksins um árabil þótti
lengstaf öruggur um
hnossið. En hann verður
áreiðanlega ekki einn í
kjöri. Finnur Ingólfsson
var líklegur kandídat en
hann er orðinn þingflokks-
formaður og hefur því
Evrópusambandsríkið Noregur
Þá er finnska þjóðin búin að segja
meiningu sína uminngöngu ríkisins í
Evrópusambandið. Þjóðin vill inn.
Nú er boltinn hjá löggjafarsamkund-
unni og eins og sumsstaðar annars-
staðar vill brenna við að hún verði
ekki sammála þjóðinni. Þó verður að
telja ólíklegt að þingmenn gangi
gegn vilja þjóðarinnar eftir svo
veigamikla atkvæðagreiðslu. Stuðn-
ingsmönnum aðildar að Evrópusam-
bandinu í Svíþjóð og Noregi vex sí-
fellt ásmegin eftir því sem nær dreg-
ur atkvæðagreiðslum þar í löndum
og líklegra verður með hverjum deg-
inum sem líður að aðild verði sam-
þykkt í þeim báðum.
Abyrgdarleysi forsætisrád-
herra
Það er hins vegar sársaukafyllra
að fylgjast með tilburðum forsætis-
ráðherrans síðustu vikumar. Ekki
vegna þess að hann megi ekki vera
ósammála utannkisráðhenanum í
hverju sem vera vill, enda eru þeir
ekki flokksbræður, heldur vegna
Pallborðið
Magnús Árni
Magnússon
skrifar
„Evrópa kemur okkur ekki
vid!"
En er þá ekki komið að íslending-
um? Ó, nei. Okkur kemur málið bók-
staflega ekki við. Sú er í það minnsta
skoðun aukins meirihluta Alþingis
Islendinga, að þær fregnir að helstu
bræðraþjóðir okkar á lýðveldistím-
anum séu að taka sig saman í mun
nánara samstarfi við næstum allar
aðrai' Vestur-Evrópu en okkur, séu
ekki til að taka par alvarlega. Nær sé
að við horfum í gaupnir okkar með-
an þessi ósköp ganga yfir og lítum
ekki upp aftur íyrr en eftir aldamót.
Sjáum hvemig verður umhorfs þá!
Maður verður að virða stjómar-
andstöðunni það til vorkunnar að
hún er einmitt í stjómarandstöðu í
landi þar sem það tíðkast að vera á
móti öllu sem ríkisstjómir bera á
borð, sama hvort það er lítið eða
stórt, gott eða slæmt. Hér er reglan sú
að taka slaginn eins og fótboltaleik,
eða öllu heldur í hnefaleikum. Berja
á veikasta blett andstæðingsins. Og
þar sem enginn er dómarinn þá er
ekki úr vegi að sparka líka. Allir
flokkar em sömu sök seldir í þessum
málum. Því kemur ekki á óvart að
stjómarandstaðan æmti undan Evr-
ópusjónarmiðum utanríkisráðherra.
þess að grafalvarlegu og veigamiklu
máli fyrir framtíð þjóðarinnai' er
stungið undir stól til þess eins að
halda einhvern ímyndaðan frið innan
Sjálstæðisflokksins. Það að halda
því fram að við eigum ekki að skoða
aðild að Evrópusambandinu fyrr en í
fyrsta lagi upp úr aldamótum getur
beinlínis reynst bráðskaðlegt fyrir ís-
lenska þjóð. Og hver em rök ráðherr-
ans? Jú, þau em að það sé hvort sem
er of seint fyrir okkur, við munum
ekki komast inn fyrr en í fyrsta lagi
um aldamót þó við sæktum um á
morgun, svo og að fiskveiðistefna
bandalagsins verði óbreytt til 2002
og hún sé óaðgengileg fyrir okkur Is-
Jendinga eins og hún er í dag.
Rök rádherrans
Skoðum þessi rök aðeins nánar.
Það er líklega rétt að við yrðum ekki
tekin inn sem fullgildir aðilar að
sambandinu, fýrr en eftir hina svo-
kölluðu ríkjaráðstefnu, sem hefjast á
1996. Þar ætlar Evrópusambandið að
hugsa sjálft sig upp á nýtt og gæti
ráðstefna þessi tekið tvö til þrjú ár,
eftir því sem fróðir menn segja. En
þá skulum við athuga annað á móti.
Allt frá því að hin EFTA ríkin luku
„Því kemur ekki á óvart að stjórnarandstaðan æmti undan Evr-
ópusjónarmiðum utanríkisráðherra. Það er hins vegar sárs-
aukafyllra að fylgjast með tilburðum forsætisráðherrans síð-
ustu vikurnar.“
samningum sínum um inngöngu í
Evrópusambandið, hafa þau haft
áheymarfulltrúa með málfrelsi og
tillögurétt í stofnunum og nefndum
sambandsins. Þar hafa þau getað
komið sínum sjónarmiðum á fram-
færi hindrunarlaust og hefur verið
tekið fullt tillit til þeirra sem verð-
andi aðildarríkja. Þetta sama myndi
gilda um okkur Islendinga. Strax og
við lykjum samningaviðræðum, sem
ekki þyrftu að taka langan tíma, vær-
um við í raun farin að hafa bullandi
áhrif á þá málaflokka sem við legð-
um mesta áherslu á innan sambands-
ins. Væntanlega yrði tekið fullt tillit
til okkar á ríkjaráðstefnunni sem
verðandi aðildamkis. Ef við sækjum
ekki um og ljúkum engum samning-
um erum við úti í kuldanum og höf-
um engin áhrif. Keppinautar okkar á
Evrópumarkaði myndu ekki láta
slfkt tækifæri ónotað.
Vidsemjendur vorir anno
2002
Þá er það sjávarútvegsstefnan.
Hún verður endurskoðuð árið 2002.
Norðmenn sömdu um undanþágu frá
gildandi sjávarútvegsstefnu, en
munu hins vegar undirgangast hina
endurskoðuðu stefnu sambandsins.
Hvaða ríki mun hafa mest áhrif á
hina endurskoðuðu stefnu? Evrópu-
sambandsríkið Noregur, kæru vinir.
Ekki verða það fslendingar, þvf for-
sætisráðherra landsins og formaður
stærsta stjómmálaflokksins hefur
það á tilfinningunni að umsókn að
Evrópusambandinu sé ekki á dag-
skrá. Evrópusambandsríkið Noregur
verður okkar viðsemjandi í sjávarút-
vegsmálum er við lítum upp frá
gaupnum vomm uppúr aldamótum.
Höfundur er formaður Sambands
ungra jafnaðarmanna.
hlotið næga upphefð að
sinni. Ingibjörg Pálma-
dóttir þingmaður á Vest-
urlandi hefur hinsvegar
fullan hug á varafor-
mennsku - og þarmeð ráð-
herradómi þegar og ef
Framsókn kemst í ríkis-
stjóm. Jóhannes Geir Sig-
urgeirsson samþingmaður
Guðmundar að norðan hef-
ur einnig heyrst nefndur...
s
Ovenjuleg ævisaga
kemur út fyrir jólin,
sem leikhúshjónin Brynja
Benediktsdóttir og Er-
lingur Gíslason skrifa í
sameiningu. Astir sam-
lyndra
hjóna
munu
reyndar
ekki verða
meginvið-
fangsefni
bókarinn-
ar, heldur efni úr leikhús-
inu. Þess má geta að þau
eru foreldrar Benedikts
Erlingssonar sem ræki-
lega hefur slegið í gegn í
hlutverki Galdra-Lofts í
haust...
Fimm á förnum vegi Hver er afstaða þín til vantrausts á ríkisstjórninai
María Guðmundsdóttir, nemi í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja Ég
er fylgjandi vantrausti á nkisstjóm-
ina.
Hinumegin
Ég hef enga töfraformúlu fyrir velgengni minni, Bernharður. Ég
fór aldrei í skóla, nennti ekki að leggja hart að mér við vinnu, og
ég er ekkert gáfnaljós... Ég er einfaldlega stálheppinn skúnkur,
Bernharður.
Konráð Ólafsson, nemi í
Menntaskólanum í Reykjavík
Mér er alveg sléttsama. Ég er gjör-
samlega hlutlaus.
Elva Elvarsdóttir, snyrtifræð-
ingur Ég styð vantraust á þessa rík-
isstjóm.
Brynja Björk, nemi í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja Ég styð van-
traustið.
Halldór Þorsteinsson, Mála-
skóla Halldórs Ég styð það heils-
hugar.