Alþýðublaðið - 19.10.1994, Side 5

Alþýðublaðið - 19.10.1994, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 enn skuli ávallt gæta fyllsta heiðarleika og útí gegn? Þetta er spurning sem æ fleiri velta ins THE EUROPEAN, sem lét frá sér athyglis- Enginn áhugi á getu og hæfni Sömu söguna er að segja af ástandinu í Bandaríkjunum. Hneykslismál fylgja forsetanum Bill Clinton hvert fótmál og japanski Hættan sem nú er yfirvofandi í Sló- vakíu er að hin sósíalíska hagfræði Vladimir Meciar og þjóðernisskoð- anir muni fara með efnahaginn beinustu leið afturábak. Hann þyk- ir til alls líklegur og óttast er að hann muni einnig endurvekja líf- seiga drauga spennu á milli þjóð- arbrota og gera á stuttum tíma út um það traust sem þjóðin hefur áunnið sér á sviði evrópska stjórn- mála. veskra verkamanna. Ef það gerist að þessi þrjú stjómmálaöfl mynda ríkis- stjóm þá er það versta martröð vest- urveldanna - svo við tölum ekki um ungverska minnihlutann. Það getur svosem vel verið að kjósendur hafi talað en þeir eiga ennþá eftir að átta sig á afleiðingum skilaboðanna sem þeir sendu í kosningunum. Byggt á Time. forsætisráðherrann glfmir við svip- aða hælbíta. Mistæk stefnumótun er ekki leng- Ungverjar em alveg trylltir um þessar mundir vegna hneykslismáls sem valdið hefur algjömm skorti á paprikkukryddi í landinu, en papr- ikkan er Ungverjum því sem næst lífsnauðsyn svo þeir fái eidað gúllas og aðrar þjóðarrétti. Embættismenn hafa fjarlægt allt paprikkukrydd úr hillum verslana eftir að faraldur blý- eitrana í kryddinu gerði vart við sig, en blýinu hafði verið bætt í til að drýgja kryddið og lækka þar með kostnað. Það verður ekki þangað til nýjar og vandlega prófaðar birgðir af kryddinu koma á markaðinn sem leyft verður að selja. Fjöldi heimila og veitingastaða gefur dauðann og djöfulinn í lífshættuna, telja sig ekki geta beðið svo lengi og hafa ákveðið að nýta þær birgðir sem fyrir em. „- Þetta er hræðilegt ásland," segir hús- móðirin Abigel Kovacs. „Er hægt að búa til ungverska mat án paprikku- Ástandið í Bandaríkjunum er ekki beysið frekar en annars staðar hvað varðar notkun á nýja „vopninu", hneyksli. Slík mál virðast fylgja Bill Clinton hvert fótmál; einkalíf hans virðist stundum einkennast af fram- hjáhaldi, gunguskap, vafasömum mannaráðningum og fjármálamis- ferli. Mistæk stefnumótun er ekki lengur besta vopn stjórnmálanna - hneykslismálin bera af sem vopn og almenningur hefur fyrir margt löngu misst áhugann á getu og hæfni stjórnmálamanna. ur besta vopn stjómmálanna - hneykslismálin bera af sem vopn til að fella ráðheirana úr hásætum. Al- menningur hefur fyrir margt löngu misst áhugann á getu og hæfni ráð- herra. Nú em hneykslismálin það eina sem blívur. Blöðin drífa sig í hvellspreng við að festa hneykslismálin á prent og er nákvæmlega sama um getu og hæfni viðkomandi. A kosningavertíð leitar almenn- ingur með logandi Ijósi að heiðarleg- um stjómmálamönnum. Hreinar Hendur hefur yfírburði; það er ein- faldlega slagorð sem ber höfuð og herðar yfir öll önnur. Getum vid stadid undir kröfum okkar? Ég velti því fyrir mér hvort al- menningur vilji þessa fullkomnun í stjómmálamönnum. Maður skyldi ætla að fullkomnir stjómmálamenn krefðust fullkomins heiðarleika og siðferðis. Er almenningur reiðubúinn til að standa undir þeim kröfurn? Hefur al- menningur yfirhöfuð eitthvað velt þessari hlið málsins fyrir sér? Hvað í ósköpunum höfum við að gera með heiðarlega stjórnmála- menn f þjóðfélagi þar sem óheiðar- leiki blómstrar og þrífst svo vel? Hver er tilgangurinn? • Búdapest: Ungverja hungrar í paprikkukrydd sem algjör skortur erá. krydds?“ Lögregluyfirvöld hafa sem kornið er hafið málsókn á hendur átj- án manns sem grunaðir era um að vera ábyrgir fyrir framleiðslu og dreifingu eitraða ki-yddsins. Blóðþorsti í Hiroshima Þegar kínverskt hlaupafólk þjálfað af Ma Junren valtaði yfir hvert heimsmetið af öðru á síðasta ári, þá sagði Ma við vantrúaða gagn- rýnendur sem grunaði lyfjanotkun, að leynd- armál hans væri tónikvatn blandað skjald- bökublóði. Þessa dagana hlaupa venjulegir Japanir hver um annan þveran til að nálgast undradrykkinn „Ma-One" í 20 millilítra um- búðum á verði sem er um 500 íslenskar krón- ur. Talskona japanska fyrirtækisins Kawai, er flytur drykkinn „Ma-One" inn og tímasetti markaðssetninguna í samræmi við Asíuleik- ana í Hiroshima, minnti neytendur á að kín- versku íþróttamennirnir æfðu sig feikna mik- ið. „Ef að venjuleg manneskja tæki inn sama magn og þeir af drykknum án þess að æfa jafn mikið, myndi það koma niður á líkamlegu ásigkomulagi viðkomandi." En þessi viðvörun virðist í engu letja væntanlega kaupendur. „Allskonar fólk er að kaupa þetta - þar með talið er launafólk og húsmæður," sagði einn sölumanna. Hættulegt krydd í Búdapest Hiroshima: Fyrir- sæta gæðir sér á „Ma-One" drykknum vin- sæla. Verkin tala - árangur ríkisstjórnarinnar Festa og stöðugleiki Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks lýsti yfír í upphafi ferils síns, að hún hyggðist einbeita sér að því að ná traustum tökum á íjármálum ríkisins, og koma á var- anlegum stöðugleika í efnahagsh'f- inu. Kosningaveislan, sem formað- ur Alþýðubandalagsins hafði boðið til f fjármálaráðhenatfð sinni var með slíkum eindæmum, að engum duldist, að lil að ná árangri þurfti ríkisstjómin að lyfta Grettistökum. Hún þurfti ekki aðeins að draga úr útgjöldum ríkisins, heldur einnig að stokka upp stefnuna í málefnum verðlags, vaxta og gengis. Hvemig hefur það tekist til á þessum hartnær fjórum áram? Ula, segir stjórnarandstaðan. En textinn, sem birtist í nýjustu áætlun Þjóðhagsstofnunar, segirallt aðra sögu. Þar birtist svart á hvítu, að á öllum sviðum efnahagslífsins er árangur verka nkisstjómarinnar að koma í ljós; vextir hafa lækkað, raungengið er í sögulegu lágmarki, verðbólga hefur aldrei verið jafn lít- il, úlgjöld ríkisins hafa minnkað, og erlendar skuldir þjóðarbúsins sömuleiðis. Verdbólga í lágmarki Allan síðasta áratug geisaði stjómlítil verðbólga á íslandi. í upp- hafí áratugarins fór hún svo grimmilega úr böndum, að á einum punkti mældist hún milli 170 til 180 prósent. Þá sat Alþýðubandalagið í ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen, og svo illilega brunnu hugsjónir fíokksins á báli verðbólgunnar, að hann tók þátt í því að taka kjara- samninga úr sambandi mörgum sinnurn. „Þeir éta þetta einsog allt annað," sagði Olafur heitinn Jó- hannesson einu sinni um Alþýðu- bandalagið, einsog sannaðist þá. Allan þann áratug var verðbólgan á ársgrandvelli urn 33 prósent að meðaltali. Ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks tókst hins vegar að koma traustum fjötri á þennan gamla draug. Það kom gleggst í Ijós, þegar Hagstofan birti fyrir skömmu útreikninga, sem sýndu, að frá október 1993 til októ- ber 1994 mældist verðbólga á ís- landi nákvæmlega engin; hún reiknaðist núll prósent! Ef tekinn er tíminn frá ágúst í fyrra til sama tíma á þessu ári mældist verðbólgan 0,8 prósent. Á gervöllu evrópska efnahagssvæð- inu var ekki að finna eitt einasta land með jafn lága verðbólgu. Innan Evrópusambandsins var verðbólgan á sama tímabili að með- altali 3,1 prósent; þar af 1,7 prósent í Frakklandi, 2,0 í Lúxemborg og 2,2 á Bretlandi. Fyrir samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja skiptir að sjálfsögðu miklu, að á sama tíma og verðbólga er heldur að aukast í samkeppni- slöndunum, er hún éi niðurleið á Is- landi. Vextir lækka Ríkisstjórnin hefur jafnframt náð góðum árangri í vaxtamálum. Á sínum tíma sagði stjómarandstaðan, að það yrði mælikvarði á líf eða dauða stjómarinnar, hvort henni tækist að lækka vexti. Rfkisstjómin var einfaldlega sammála þessu mati, - og greip til aðgerða. Hún einsetti sér að skapa um- hverfi, sem gerði vaxtalækkun í senn mögulega - og varanlega. Ein forsenda þess var að stemma stigu við þenslu ríkisútgjalda, og það tókst. Miðað við árið 1991 hefur stjómin dregið saman útgjöld ríkis- ins um níu milljarða á ársgrand- velii. Þegar ríkisstjómin taldi rétt skil- yrði sköpuð. greip hún til snaggara- legra ráða: 1 október á síðasta ári lýsti hún yfir, að ávöxtun á spari- skírteinum skyldi lækka úr sjö pró- sentum niður í fimm prósent. Þessu fylgdi ríkisstjómin eftir með því að heita því, að hún myndi einfaldlega leita á erlendan lánsíjármarkað, ef fé með nægilega lágum vöxturn byðist ekki hér á landi. Það er til marks um trúverðug- leika stjórnarinnar, að markaðurinn brást þegar í stað við yfirlýsingum hennar með því að lækka raunvexti um tvö prósent. I kjölfarið sigldu bankar og sparisjóðir. Fyrir fyrir- pp 4 i Össur I b 1 Skarphéðinsson skrifar 1. grein tækin í landinu þýddi þetta lægri greiðslubyrði sem nam 1,5 millj- örðum króna á ári; þaraf minnk- uðu greiðslur sjávarútvegsins um haitnær hálfan milljarð. Énda hafa skuldir fyrirtækja í öllum greinum atvinnulífsins minnkað. Fyrir skuldug heimili þýðir vaxtalækkunin hins vegar milljarða lœkkun á greiðslum. Nú blasir jafnframt við, að bank- amir eru að sigla í gegnum brims- kaflana; þeir era að ljúka kúfi nauð- synlegra afskrifta. Innan tíðar skip- ast því færi til að lækka vaxtamun þeirra, og eftir því mun ríkisstjómin svo sannarlega ganga. Ef tekst til dæmis að minnka vaxtamun bank- anna um eitt prósenl, þá mun greiðslubyrði fyrirtækjanna í land- inu minnka um 1,2 milljarða, og fyrir skuldug heimili yrði munurinn enn mein. I dag era nafnvextir á ríkisvíxlum og ríkisskuldabréfum lœgri en bjóðast víða erlendis. Horft til lengri tíma er ijóst, að það mögulegt að lækka vexti enn frekar. Á sama tíma, og vextir fara lœkkandi á ís- landi, þá era þeir hins vegar að hœkka í samkeppnislöndunum. Raungengi í lágmarki Fym á kjörtímabilinu klifaði stjómarandstaðan á því, að gengis- stefna ríkisstjómarinnar myndi leiða til hrans í útflutningsgreinun- um; raungengið væri allt of hátt. Nú liggur árangurinn af gengisstefnu ríkisstjómarinnar hins vegar fyrir. Raungengi íslensku krónunnar er í sögulegu lágmarki; hefur ekki ver- ið lægra á gervöllum lýðveldistím- anum. Á mælikvarða verðlags er það tíu prósentum lægra en að með- altali á áranum 1987 til 1993, og heilum nítján prósentum lægra en þegar það var hæst á þeim tíma. Jafnframt er áætlað að á þess ári uni það enn lækka um sex prósent. Raungengið er mikilvægur mæli- kvarði á samkeppnisgetu íslenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi. Þróun þess í tíð núverandi ríkis- stjórnar sýnir því ef til vill betur en flest annað, hve góður árangur hef- ur náðst við að styrkja grann at- vinnulífsins. Fyrir tekjur útflutningsgreinanna skiptir þetta höfuðmáli, enda hafa þær tekið öflugan fjörkipp á árinu. Erlendar skuldir minnka A sama tíma og þessi mikilvægi árangur hefur náðst blasir við, að viðskiptajöfnuður við útlönd verður jákvæður þrjú ár í röð, e hagstæður viðskiptajöfnuður felur í sér, að er- lendar skuldir lækka. Þetta hefur ekki gerst í svo langan ti'ma sfðan á stríðsárunum. Islenska þjóðin mun því innan tíðar hafa greitt skuldir sínar urn hvorki meira né minna en 23 millj- arða. Það hefur gerst, þrátt fyrir alla þá óvæntu erfiðleika, sem þjóðin hefur gengið í gegnum si'ðustu árin. Uppsveifla Einn af þeim þáttum, sem gerir Islendingum kleift að horfa bjartari augum en áður til nánustu framtíðar er sú staðreynd, að í umheiminum er aukinn hagvöxtur. I iðnríkjunum er því spáð, að hagvöxtur verði á þessu ári um 2,6 prósent, eða tvöfalt meiri en á síðasta ári. Þessi bati mun fyrr eða síðar skila sér inn í æðakerfi okkar hagkerfis Hversu fljótt það verður ræðst af þeim skilyrðum, sem stjómvöld ná að skapa heima fyrir. Nú liggur íýr- ir, að staðan í verðlags- og vaxta- málum, að ógleymdu genginu, gerir að verkum að batnandi ytri kjör munu skila sér hingað fyn' en ella. Ríkisstjómin hefur náð stöðug leika, sem mun efalítið leggja granninn að varanlegum framför- um og hagvexti. í efnahagsmálum hafa því stjómarflokkarnir náð ár- angri, sem þeir geta verið stoltir af. „Kosningaveislan, sem formaður Al- þýðubandalagsins hafði boðið til í fjár- málaráðherratíð sinni var með slíkum eindæmum, að engum duldist, að til að ná árangri þurfti ríkisstjórnin að lyfta Grettistökum. Hún þurfti ekki aðeins að draga úr útgjöldum ríkisins, heldur einn- ig að stokka upp stefnuna í málefnum verðlags, vcixta og gengis.“ í Alþýðublaðinu í dag birtist fyrsta grein af fjórum sem Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra hefur skrif- að um stefnu, störf og árangur ríkisstjórnarinnar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.