Alþýðublaðið - 03.11.1994, Síða 6

Alþýðublaðið - 03.11.1994, Síða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 FLOKKSSTARF Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði: Fundur um nýbúafræðslu og Nordisk Forum Kvenfélag Alþýöuflokksins í Hafnarfirði heldur fund næst- komandi mánudag, 7. nóvember, í Alþýðuhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Fundurinn hefst klukkan 20:30. Gestir fundarins eru tveir; þær Ásta Kristjánsdóttir verkefn- isstjóri í nýbúafræðslu og Guðlaug Sigurðardóttirsem seg- ir frá kvennaþinginu Nordisk Forum. A dagskrá verða einnig önnur mál. Konur eru hvattar til að fjölmenna og taka með sér gesti. Kaffiveitingar verða á boðstólum. - Stjórnin. 41. þing Sambands ungra jafnaðarmanna Haldið í Ölfusborgum 4. til 6. nóvember 1994 Dagskrá: Föstudagur 4. nóvember 19:00-20:30 Greiðsla þinggjalda og afhending þinggagna. 20:30-20:45 Þingsetning: Magnús Árni Magnússon, formaður SUJ flytur ávarp. 20:45-21:00 Ávarp gests. 21:00-21:15 Kosning starfsmanna þingsins: Þingforseta, varaforseta, aðalritara, vararitara, 3ja manna kjörbréfanefndar, 7 manna nefndanefndar, forstöðumanna starfshópa. :00 Skýrsla framkvæmdastjórnar SUJ, skýrsla framkvæmdastjóra SUJ, skýrsla gjaldkera SUJ, skýrsla formanns Styrktarsjóðs SUJ, skýrslurformanna fastanefnda SUJ. :30 Umræður um skýrslur. :00 Lagabreytingar, fyrri umræða. ?? Létt spjall og léttar veitingar. 21:15-22 22:00-22 22:30-23 23:00-??: Laugardagur 5. nóvember 09:00-10:00 Sameiginlegur morgunverður. 10:00-10:30 Lagabreytingar: Seinni umræða, afgreiðsla. 10:30-11:10 Skýrslur forstöðumanna málefnahópa SUJ, tillögur að ályktunum kynntar. 11:10-12:20 Skipað í málefnahópa, fundir málefnahópa. 12:20-13:00 Matarhlé. 13:00-15:20 Fundir málefnahópa. 15:20-16:20 Álit málefnahópa, umræður. 16:20-17:20 Almennar umræður. 17:20-18:00 Kosning framkvæmdastjórnar SUJ. 18:00-19:00 Hlé. 19:00-??:?? Hátíðardagskrá vegna 41. þings SUJ! Sunnudagur 6. nóvember 09:00-10 10:00-11 11:00-12 12:20-13 13:00-13 13:30-14 14:30-15 15:00-17 17:00-17 :00 Sameiginlegur morgunverður :00 Fundir starfshópa. :20 Álit starfshópa, umræður. :00 Matarhlé. :30 Almennar umræður. :30 Umræður og afgreiðsla ályktana. :00 Kosningar: Málefnanefndir, stjórn styrktar- sjóðs SUJ, tveggja endurskoðenda og tveggja til vara. 00 Stjórnmálaályktun 41. þings SUJ, umræður og afgreiðsla. :15 Þingslit. Nánari upplýsingar gefur Baldur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri ungra jafnaðarmanna, á skrifstofum SUJ að Hverfisgötu 8-10, sími 91-29244, fax 91-629155. Eiga heimskir enga von? Mikið fjaðrafok hefur orðið út af bókinni The Bell Curve sem nýlega er komin út í Bandaríkjunum. Þar halda höfundarnir, Herrnstein og Murray, því fram að munurinn á greindarvísitölu svartra og hvítra sé að meðaltali 15 stig. Af þeim sökum bíði blökkumanna það hlutskipti að vera undirstétt á meðan hvítir verði ofan á í skjóli betra gáfnafars. Vegna þessara kenninga eru Herrnstein og Murray í hópi mest höt- uðu manna í Ameríku, þeir eru úthrópaðir sem einhvers konar nýnasistar. í nýlegu tölublaði The European kemur öldungurinn Hans Eysenck, einn virtasti sálfræðingur f heimi, þeim Herrnstein og Murray til vamar og segir að menn megi ekki láta pólit- ískan rétttrúnað villa sér sýn á stað- reyndir. Prófessor Eysenck kvaitar undan því að yfirleitt hafi það fallið í hlut blaðamanna að fjalla um bók Herm- steins og Murrays. Þeir séu nánast ófærir um að skilja röksemdafærsluna eða rannsóknimar sem hún byggi á, heldur láti þeir sér nægja að reka upp hávært hneykslunaróp í nafni pólit- ísks rétttrúnaðar. Og, spyr Eysenck, hvað hafa höfúndamir gert til að verð- skulda það? Þeir hafa, segir hann, bent réttilega á að greindarpróf séu ágætur mæli- kvarði á gáfnafar. Greind sé að mestu leyti arfgeng eins og þeir segja, sem nemur allt að 80 af hundraði. Greind- arvísitala sé mjög misjöfn meðal þjóðfélagsstétta og líka meðal kyn- þátta. Fólk af austur-asískum uppmna standi sig best í greindarprófum, fólk af afrískum uppruna standi sig verst, en þar á milli sé hvíti kynstofninn. Þetta segir Eysenck að séu stað- reyndir sem allir helstu sérfræðingar viðurkenni: sálfræðingar, erfðafræð- ingar og uppeldisfræðingar. And- spænis þessu sé gagnrýnin á bókina lítils virði; það þýði ekki að fullyrða eins og ýmsir hafa gert að greindar- próf mæii ekki annað en hæfileikann til að taka greindarpróf. Þvert á móti, segir Eysenck, það hefur komið á daginn að greindarpróf sem lögð em fyrir börn áður en þau hefja skólagöngu segja fyrir um námsárangur þeirra áratug síðar á mjög marktækan hátt. Með sama móti séu greindarpróf sem tekin em við upphaf háskólagöngu mjög sann- spá um afrek í námi. Það sé hægt að telja upp ótal slík dæmi um sannleiks- gildi greindarprófa, en þó séu ennþá til andmælendur sem fullyrði að ein- hver vafi leiki á því að greind sé arf- geng. Sú gagnrýni sé frekar í anda pólitísks rétttrúnaðar en rökhugsunar. Greind herraþjód og heimsk undirþjód En em menn ekki einmitt hræddir við hugmyndina um arfgengi vegna þess að hún er háskaleg? Felur hún ekki í sér einhvers konar þrælasamfé- lag þar sem lágstéttirnar framvísa lé- legri greindarvísitölu sinni til ókoni- inna kynslóða á meðan hin gáfaða yfirstétt íjölgar sér í makindum inn- byrðis? Eysenck segir að þetta sé byggt á misskilningi. Þótt greindarvísitala sé arfgeng að 80 hundraðshlutum sé hún ekki óbreytanleg, eins og Hermstein og Murray skýri út. Allt leiti inn að meðaltalinu: Böm þeirra heimskustu seu ynrieiu heimsk, en þó oft- ast talsvert klárari en foreldrar þeirra. Börn þeirra greindustu 3 séu yfirleitt greind, en þó oft- ast talsvert HeLúBI eldrar þeirra. Böm hins yfir- gnæfandi tjölda sem er í meðal- lagi greindur séu Eysenck. Menn mega ekki láta pólitískan rétt- trúnað villa sér sýn. ýmist heimsk, í meðallagi eða vel greind. Og þannig, segir Eysenck, skapa lögmál erfðanna, hreyfingu upp og niður samfélagsstigann. Verda hinir heimsku óþarfir? Fjargviðrið hefur ekki verið minna vegna þeirra ályktana sem Hermstein og Murray draga af rannsóknum sín- um. Kenning þeirra er sú að drjúgur hluti atvinnuleysis, fátæktar og glæpa ráðist af lágri greindarvísitölu, þótt auðvitað sé líka ýmislegt annað sem veldur. Einnig þama tekur Eysenck upp hanskann fyrir tvíeykið. Hann segir að samfélagið sé óðum að færast í það horf að vélar vinni störf sem áður vom unnin með striti. I þau störf sem eftir eru þurfi talsvert vit og í þau velj- ist því fólk sem hefur að minnsta kosti þokkalega greindarvísitölu. En hvað á þá að gera við þá sem hafa lélega greindarvísitölu? Eysenck segir að hugsanlega geti þeir fengið vinnu við ýmis þjónustustörf, en hins vegar sé þetta áleitið þjóðfélags- Herrnstein og Murray. Eru þeir látn- ir gjalda fyrir það eitt að fara með óhrekjanlegan sannleika? vandamál sem hverfi ekki þótt menn neiti að hugsa um það. Vandamálin em ennþá stærri, skrifar Eysenck, í löndum eins og Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakk- landi þar sem hlutfall blökkumanna er hátt. Oll greindarpróf sem hafa verið gerð síðan 1920 sýni sömu niður- stöðu; að blökkumenn séu að meðal- tali 15 stigum lægri í greindarprófum en hvítir menn en 20 stigum lægri en fólk af mongólskum kynþætti. Þetta sé staðreynd og það dugi lítið að kalla þá kynþáttahatara sem halda þessu fram. Skólarnir hafa brugðist Eysenck segir að menn geti hins vegar velt því fyrir sér hvort þessi munur sé einungis arfgengur eða hvort og þá hversu mikil séu áhrif umhverfisþátta. Svörin muni ekki þó ekki breyta neinu um muninn milli hvítra og svartra. Það sé útilokað að finna einhvetja töfraaðferð til að breyta framtíðarhorfum tvítugra ein- staklinga með litla greind og enn- fremur sé harla fátt hægt að gera til að hækka greindarvísitölu bama. Þetta þýðir þó ekki að skólakerfið hafi engum skyldum að gegna við hina lítt greindu. Eysenck segir að skólamir verði að vera í stakk búnir að bæta líf þeirra með því að tryggja þeim ákveðna hæfni í lestri, skrift og reikningi, nokkuð sem skólakerfinu í Bretlandi og Bandaríkjunum hafi al- gerlega láðst að gera. Það geri hins vegar bara illt verra að blanda greind- um og lítt greindum saman í bekki eins og hefur verið þróunin undan- fama áratugi. Það tryggi einungis að hinir ógreindu komast aldrei nálægt sínum hámarksárangri á meðan hinir greindu líða andlegan skort. En ef greind ræðst fyrst og fremst af ertðurn er þá ekki eðlilegt að álykta að munurinn milli kynþátta sé líka arfgengur. Eysenck segir að svo þurfi ekki endilega að vera, heldur sé vel hugsanlegt að umhverfið hafi þar tals- verð áhrif. Þannig bendir hann á að líkamshæð stjómist af erfðum. Japan- ir og Kínverjar séu smærri vexti en fólk af kákasískum kynstofni. Hins vegar séu böm Japana og Kínverja sem fiytja til Bandaríkjanna yfirleitt talsvert hærri en foreldrar þeirra og forfeður, líklega vegna mataræðis. Eysenck spyr hvort jætta geti ekki líka átt við um greindarvísitölu. Hann gefur ekkert svar við þessu, enda er eifitt um vik að gera rannsóknir sem gætu gefið raunhæfa vísbendingu. í bók sinni vega Hermstein og Murray salt milli erfða og umhverfisþátta og Eysenck segir að það sé í samræmi við niðurstöður helstu sérfræðinga á þessu sviði. Hengdir sendibodar F’rófessor Eysenck segir að í raun- inni sé fátt nýtt við bók Hermsteins og Murrays. Sjálfur hafi hann sett fram svipaðar hugmyndir fyrir tveimur áratugum og ekki fengið síður óblíðar viðtökur. Nú eins og þá séu menn reiðubúnir að hengja sendiboðann fyrir að flytja ill tíðindi. Fólk sem telji sig frjálslynt og aðhyllist málfrelsi í orði kveðnu umhverfist andspænis þessari umræðu og sé reiðubúið að heimta ritskoðun eða kasta bókum á bálköst. Vandamálin sem tengjast misjöfnu gáfnafari em jafn raunvemleg fyrir þvf, segir hann. I Malasíu hafa inn- fæddir til dæmis lægri gáfnavísitölu en fjöldi Kínveija sem þangað hefur flutt. I hefndarskyni voru fjölmargir Kfnverjar myrtir í kynþáttaóeirðum þar í landi og þeir þurfa að sæta því að settir em kvótar á tjölda þeima í há- skólum. Og, örlög gyðinga, sem taka hærri greindarpróf en allir aðrir kyn- þættir em betur kunn en frá þurfi að segja. Segir prófessor Eysenck.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.