Alþýðublaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 MW1M9 20824. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Áhrifín frá Svíþjóð Þótt sigur sænskra Evrópusinna hafi verið ótvíræður, þá var hann þó hlutfallslega minni en í Austumki og Finnlandi og full- snemmt er að spá í hver úrslit verði í Noregi eftir hálfa aðra viku. Sænsku úrslitin gefa til kynna að þótt þeim fjölgi eitthvað í Noregi sem munu kjósa aðild að Evrópusambandinu, þá bend- ir flest til þess að munurinn verði enn minni þar, og jafnvel þá andstæðingum Evrópusambandsins í vil. Fyrir 22 árum höfnuðu Norðmenn aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu, forvera Evrópusambandsins, með frekar litlum mun. Sú ákvörðun reyndist verða íslendingum hagstæð, þar sem EBE bauð þá íslendingum sérkjör, svonefnda bókun 6, sem tryggði okkur betri kjör en Norðmönnum fyrir sjávarafurðir á Evrópumörkuðum. Með EES-samningunum tókst Norðmönn- um að jafna samkeppnisstöðu sína gagnvart okkur. Með fullri aðild að ESB myndu þeir hins vegar fá forskot á íslendinga. Einkennileg staða kann að koma upp, hafni Norðmenn aðild. Þá gætu íslendingar staðið frammi fyrir því að þurfa að taka af- stöðu til nýs samnings um EES, sem norska þingið gæti haft áhrif á. En í þeirri stöðu er líka hugsanlegt að íslendingum gef- ist óvenjulegt færi. Þegar undirbúningur EES-samningsins var kominn vel á veg kom í ljós að það var fullur pólitískur vilji ráðamanna Evrópu- sambandsins að flýta stækkun þess til norðurs. EFTA- ríkjun- um var öllum boðið að sækja um aðild. Fjögur þekktust ekki boðið, Sviss afþakkaði í raun með því að hafna EES- samn- ingnum en ísland hefur ekki afþakkað. Boðið stendur enn - og nú verður fróðlegt að skoða að nýju hug hinna pólitísku ráða- manna ESB, sem gæti orðið okkur enn frekar í hag eftir að flestar EFTA-þjóðimar bætast í hópinn um áramótin. Hlutlaus úttekt fræðimanna við Háskóla íslands sýnir að við gætum fellt okkur við flest ákvæði þeirra samninga, sem frænd- þjóðimar hafa verið að gera að undanfömu. Aðeins eitt þeirra myndi þarfnast sérstakrar meðhöndlunar; það er stjómun fiski- stofna í íslenskri lögsögu og á þeim svæðum, þar sem við höf- um fiskveiðisamninga við aðrar þjóðir. Sitthvað bendir til þess að íslendingar gætu fengið betri samn- ing um fiskveiðimál við ESB en Norðmenn gerðu. Fordæmi em fyrir því að undanskilja tiltekin hagsvæði hinni almennu fiskveiðistefnu sambandsins. Þá væri það óneitanlega freistandi fyrir íslendinga að sækjast eftir því að fá framkvæmdastjóra- embætti sjávarútvegsmála hjá ESB, heltist Norðmenn úr lest- inni. Fari svo annan mánudag að Norðmenn feti leið Austurríkis- manna, Finna og Svía verður okkur óneitanlega nokkur vandi á höndum. Ljóst má vera við slíka niðurstöðu, að eigi að vera hægt að tryggja ávinning EES-samningsins kostar það okkur annað tveggja, aukin íjárútlát eða framsal á hluta dómsvalds varðandi mikilvægan milliríkjasamning. Auk þess yrði hlutur okkar í norrænu samstarfi í vaxandi mæli að nafninu til. Ahrif okkar í gegnum nefndir og samstarfsstofnanir myndu hverfa að mestu. I fiskveiðimálum yrðum við að auki að semja við norsk- an framkvæmdastjóra Evrópusambandsins meðan Norðmenn yrðu innan veggja hins evrópska tollabandalags. Það má ljóst vera af niðurstöðunni í Svíþjóð að við okkur blas- ir einangrun, hvort sem við deilum henni með Norðmönnum eða ekki. Hin pólitísku tækifæri eru hinsvegar fyrir hendi, og þau kunna að hafa styrkst við það að Finnar og Svíar þekktu sinn vitjunartíma. Siðsamur vörður óbreytts ástands týíÝr^nJJum íxí ívwiruád: "i nef,i: íur-ö . öy; jj íV?.'Ví £1?• vm-i&gg&sxi- tv&týrzp <3íj 5<.::í ívtííviíi irz$i?i$$ujrv>. aQm crfTi cðÍJCöö IVQ’.Vttu >r;>if $er»5 txi-'ii vrrið .írx* M -■ípniM íx; rvi'ffii serr i rvtö- jJegísj r.ópi-vr aOar. frv& pe«ra s»n v-fca k!iiíá jisí. gxfikx' ?i!Xj;rfýr>:jj> <) na |x*ra esö* ífó teíí>4Ujrf; o"í>íum • SJfdsriínijfjfií.iiXj tír<í»r>r«j- STi ífi-ya-'i fiirrii.'iiUTHÍi^. P&t ,öÖfí:iu" éberjkj á uppivfxxju' tng Nanm fyijcpr :» Rvwvhf 'is-xiifiíja v)/xí: xðir ■ rs'.í'.snrráli-baftnu ch? !í-§yje á-x'r- ’ -.1 ð vöfds Aftátr ttíga tXKf .kvitrfíiiíEf/SfiUfii of f<3txjtr.'«aWí o) tmyungaitv* á *xfr*sk:írxv Í9¥f pæ sem Xxfi w lícjiía t HHty&exte na?g.: **» eit'Jr oq sfc: AiS s* «*ös vfytt X&XHÍ íUUí ii'»5 iif Í?VÍ seffi >ÆTí4 OQ gffifTiT Íiií >fi f ;»frttW: fif rvi :.ii' *.x» ;,rT:i éðc'i píHT iíffii 'iii ,'>ss,i!fni tú i þc siKf.tn í jxtKsári r&rwigaiKr&íurSrtix u?rt (W&>r&í é hrr-inxxr^rsiirrs jem fcó ub ií.HQ w <>nfe?gur? Hvadte <ii:£tðir»gör ndu-r fyr-r <iOff Kvkthí rwsef;? tí riwvi ú »in ktcó vJ&jiSturr £■&• itv'-sð rwfruHt nðriicm óöaCív <??u am tvfrí fíi?! Hí? ptírm ^gtóiuiri wr. cJt rteyiia < LvtwaíXSfcs: kr ?hv;5 jjókfc kvertria? F? piið pöfittV atm tem jfw ifim íhh; «u} -é ;ú: sjjfejy & pó:i<4. á fctvs'sdixn „Yfir öllu er innilegur og glaðvær skátabrag- ur; það er sungið og mikið lagt upp úr alls kyns kvenlegum serímóníum. Þegar konurn- ar ávarpa hver aðra segja þær stelpur.“ Fyrir allmörgum ámm var ég fenginn til að snæða með ungri bandarískri blaðakonu frá tímaritinu Newsweek sem hingað var komin til að skrifa grein um Kvennalistann. Á þeim árum flykkt- ust hingað blaðamenn sem fannst þetta einstæða fyrirbæri í heims- stjómmálunum áhugavert, en nú hef- ur enginn útlendur blaðamaður áhuga lengur og reyndar ekki á neinu sem gerist á Islandi. Maturinn var ekki einu sinni kom- inn á borðið áður en ég var búinn að komast að því að konan var eldheitur femínisti og geysispennt að hitta skoðanasystur sem Ítöfðu náð svo langt að stofna sérstakan stjómmála- flokk. Mig minnir að hún hafi dmkk- Silfur Egils ið vatn með matnum en ég rauðvfn, svo þegar ég var orðinn dálítið hreif- ur ákvað ég að leggja fyrir hana litla gildm. Ég sagði henni að Kvenna- listinn væri íslensk útgáfa af mór- alska meirihlutanum sem þá var mest eitur í beinum vinstrisinnaðra Ameríkana. Svo leið og beið og ég lagði það á mig að lesa Newsweek að staðaldri (eins og það er leiðinlegt blað) til að aðgæta hvort ekki yrði vitnað í mig í heimspressunni. Áldrei varð það, heldur frétti ég síðar að grein blaða- konunnar hefði birst í einhveiju sér- riti femínista vestra. Og þar var ekki vitnað í mig, né minnst á móralska meirihlutann. að liðu mörg ár áður en ég heyrði hugtakið pólitískur rétt- trúnaður og áttaði mig. Eitt- hvað var á seyði, en það var ekki fyrr en allmiklu síðar að manni fór að skiljast að vinstrihreyfmgin var óð- um að tileinka sér einhveija þá sið- semi sem áður hafði virst nokkurs konar einkaeign hægrimanna. f sam- talinu við blaðakonuna bandarísku hafði ég gert þá skyssu að mgla sam- an þessari siðsemi vinstrimanna og siðsemi móralska meirihlutans sem er auðvitað allsendis ólíkur Kvenna- listanum að því leyti að hann trúir á guð, heilagt hjónaband og er á móti fóstureyðingum, samkynhneigð og annarri óáran. Siðsemi Kvennalistans er hins vegar af þeim toga pólitísks rétttrún- aðar sem veldur því að hugsandi fólk í háskólum í Bandaríkjunum þorir varla að opna munninn lengur af ótta við að verða uppvíst að djúprættum fordómum: Að aldrei megi halla á neinn vegna kynferðis, litarháttar, þjóðemis, búsetu, greindar, kyn- hneigðar eða atgervis, hversu lítil- fjörlegt sem samhengið er; að þurfi að tipla varlega í kringum minni- hlutahópa og helst aldrei láta þá taka eftir að þeir séu minni máttar eða á nokkum hátt öðruvísi; að öllu sé til kostandi til að koma í veg fyrir þetta fólk sé lengur upp á náð og miskunn hvítra karlmanna úr millistétt sem annars noti hveit tækifæri til að traðka á þvf og troða upp á það við- horfum sínum. Það sem þetta á sammerkt með móralska meirihlutanum er þrálát til- hneiging til að passa upp á fólk og segja því hvemig það á að lifa lífinu, hvað það á að gera og hvemig það á að tala, hvað það á að lesa og horfa á; sú hugmynd að alþýðu manna sé í raun ekki treystandi fyrir lífi sínu og limum. Einhver myndi kannski álíta að þetta sé öðmm þræði pólitík hins góða hjartalags, en þaðan er stutt að fara yfir í argvítugustu forsjár- hyg&ju- Er ekki nóg að minna á það hvem- ig Kvennalistinn var á sínum tíma á móti því að gefa ftjálsan rekstur út- varps- og sjónvarps, eins og ekki væri þorandi að láta fólk eyðileggja líf sitt með því að hlusta og horfa yf- ir sig? Nú ætla ég ekki að fullyrða að Kvennalistinn hafi náð ein- hverju jógastigi í pólitískum rétttrúnaði. Hins vegar held ég að því verði ekki á móti mælt að hann er verðugasti fulltrúi þessarar hug- myndafræði á íslandi. Af óbrigðulli tilfinningu tekur Kvennalistinn alltaf málstað þess hóps sem virðist aum- astur hverju sinni, alveg burtséð frá því sem kunna að vera hagsmunir hins breiða fjölda og alveg burtséð frá einhverjum útlendum femínisma (sem virðist Kvennalistanum ntiklu ótamari en til dæmis þjóðemisrök). Þannig tala Kvennalistakonur, sem upp til hópa em kosnar á þing í þéttbýlinu suðvestanlands, máii bænda og virðast sárkenna í bijósti um þá stétt. Þær tala máli smáplássa sem em á vonarvöl og setja fram hugmyndir um byggðakvóta, alveg burtséð frá því að það er öruggasta leið sem þekkist til að setja ísland endanlega á hausinn með ofíjárfestingu og fær- eysku mgli. Þær hafa tekið að sér að gæta þeirra fáu hræða sem hafa margfaldan atkvæðisrétt á við okkur hin, alveg burtséð frá því að breytt kosningaskipan myndi tryggja langflestum kjósendum Kvennalist- ans stóraukið vægi atkvæða. Þær hafa tekið að sér að verja íslenska af- dali fyrir útlendingum og íslensk út- nes fyrir stjóriðjufyrirtækjum, alveg burtséð frá hagsmunum kvenna sem kynnu að geta bætt lífskjör sín með aukinni atvinnu og velmegun . Þannig stendur Kvennalistinn sýknt og heilagt í því að standa vörð um eitthvað í stað þess að skapa, móta eða sækja fram; og það má hann svosem eiga að hann sefur ekki á verðinum. Enginn stjómmála- flokkur á íslandi er jafn dyggur full- trúi status quo, hins óbreytta ástands, stöðnunar. Kvennalistakonur fara á lands- fund sinn. Þetta er ekki fjöl- mennari hópur en svo að hann rúmast í einni rútu. Það er glatt á hjalla. Yfir öllu er innilegur og glaðvær skátabragur; það er sungið og mikið lagt upp úr alls kyns kven- legum serímóníum. Þegar konumar ávarpa hver aðra segja þær „stelpur". Það er haldið prófkjör. Bréf em send til fámenns hóps flokkskvenna og þær beðnar að velja frambjóðend- ur. Af þessu fréttist ekki neitt í fjölmiðlum, óbreyttir kjósendur Kvennalistans fá ekkert að vita frek- ar en þeim komi þetta ekki hætishót við. Það er ekki hættandi á að óvið- komandi blandi sér í slfk innanhús- mál. Ef kemur upp ágreiningur er hann ræddur innan hópsins en ekki andað um hann utan hans. Ut á við em allar konumar hjartanlega sam- mála. Allt em þetta menntakonur og flestar háskólagengnar. Fyrir svona tíu ámm vom þær að velta því fyrir sér hvort femínismi væri ekki líka marxismi. Eða hvemig var slagorð- ið: „Kvennabarátta er stéttabarátta.“ Nú er ekki einu sinni völ á svo góð- um umræðuefnum og ekki hægt að komast að niðurstöðu um neitt. Stefnan er sú að móta skuli stefnu, eins og einhver orðaði það. Það hafa heldur ekki unnist neinir sigrar sem orð er á gerandi. Þær breytingar sem hafa orðið á þjóðfé- laginu em varla Kvennalistanum að þakka. Kvenréttindamálum hefur til dæmis skilað miklu betur áfram á Norðurlöndunum en hér. Að meðal- tali situr ein kona í hverri ríkisstjórn, annars er konum úthlutað helstu puntembættum lýðveldisins. Konur sjást aldrei á aðalfundum helstu stór- fyrirtækja. Samt hegðar Kvennalist- inn sér eins og hér sé eitthvert fyrir- myndarsamfélag sem þurfi að vetja með öllum ráðum. að er svo kaldhæðnislegt að stærsti sigurinn og kannski sá eini sem kemst í sögubækur vannst einmitt þegar bmgðið var út af hreinstefnunni og einangmnin rof- in; þegar gert var bandalag við gömlu flokkana, þá sömu og átti að vanda um við og beijast í gegn. Dag- inn sem framboð Ingibjargar Sólrún- ar var ákveðið hætti Kvennalistinn auðvitað að vera neitt annað en ofur- venjulegur stjómmálaflokkur. í því gangverki sem var sett af stað við stofnun Kvennalistans fólst að einhvem tíma myndu hringja klukk- ur sem létu vita að nú skyldi hann lagður niður; kannski þegar ein- hverjum árangri hefði verið náð, kannski þegar hann þjónaði engum tilgangi lengur. Það er ekki mitt að leggja til að Kvennalistinn verði leystur upp, þótt varla sé nein ofdirfska að halda því fram að þessar klukkur séu farnar að hringja. Kannski mun Kvennalistinn einfaldlega þurrkast út ef Jóhanna Sigurðardóttir fer í framboð. Hún er jú leiðtoginn sem Kvennalistakonur vanhagar um og finna ekki innan eigin raða. Raunar hafa þær verið svo miklu hrifnari af Jóhönnu en til dæmis Alþýðuflokksmenn að mig gmnar að þær eigi upp til hópa eftir að stelast til að greiða henni atkvæði, svona þegar komið er í einsemd kjörklefans. Dagatal 17. nóvember Atburdir dagsins 1603 Sir Walter Raleigh dreginn fyrir dómara í Bretlandi, ákærður fyrir landráð. 1796 Katrín mikla deyr, einn mikilhæfasti og litríkasti stjómandi Rússaveldis. 1917 Mynd- höggvarinn Auguste Rodin deyr, 77 ára að aldri. 1913 Vilhjálmur Þýska- landskeisari bannar hermönnum sín- um að dansa tangó. Afmælisbörn dagsins Lúðvík XVIII Frakkakóngur, tók við völdum eftir fall Napóleons, 1755. Rock Hudson bandarísk kvikmyndastjama, 1925. Martin Scorcese bandarískur leikstjóri, hef- ur meðal annars gert Taxi Driver og Raging Bull, 1942. Málsháttur dagsins Ástin er hvikul, hverful og svikul. Annálsbrot dagsins Á Bjama- stöðum í Blönduhlíð fæddist kálf- ur með t v e i m u r sundurlaus- um höfðum, alsköpuðum, og hálsum tveim allt að bógum, en að öðm sem annar kálfur. Mælifellsannáll, 1698. Bókadómur dagsins Ágæturframsóknarmaður, sem nú er látinn, gat aldrei fyrirgefið Lax- ness það, að tíkin hans Bjarts í Sum- arhúsum var lúsug. Það var talinn rógur um Framsóknarflokkinn. Sverrir Kristjánsson, Þjóðviljinn 25. aprfl 1962. Ord dagsins Kossins dýpstu dulannögn dreyra ylja mínum. Eg vil brenna ögn fyrír ögn upp ífaðmi þínum. Ókunnur höfundur. Eftirmæii dagsins Hann hafði það af að verða á móti öllum heimsveldunum og dó glaður. Halldór Laxness um Stein Steinarr. Lokaord dagsins Mikið skáld er Símon! Hinstu orð Guðmundar Ámasonar dúllara. Skák dagsins f dag er skoðum við fléttu af rónt- antíska skólanum. Zarovnjtov hefur hvítt en Pankratov hefur svart og á leikinn. Hvíti kóngurinn er býsna umkomulaus í hominu enda em liðs- menn hans illa settir og fjarri því góða gamni sem Pankratov hristir framúr erminni. Fómir og fjör - hvað gerir svartur? I 1. ... Hxa4!! 2. bxa4 Dxb2+!! Drottningu og hrók fómað í tveimur leikjum, afgangurinn er formsatriði. 3. Kxb2 Rc4++ Tvískák, með ridd- ara og biskup. 4. Kb3 Ra5+ 5. Kxb4 Hb8+ og mát í næsta leik, 6. Ka5 Bc3 mát. Nett.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.