Alþýðublaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ísland og Evrópa Umhverfismál Rússland: Norðurlöndin munu setja mark sitt á Evrópusambandið Hinn nýi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur hið norræna Hroðalegt olíuslys í norðri samfélag þá fyrirmynd sem Evrópusambandið muni hafa að leiðarljósi. Umfang gífurlegs olíuleka á sjálfsstjórnarsvæðinu Komi gæti verið átta sinnum meira en Exxon Valdez slysið árið 1989. meðan almenninguríFinnlandi, Sví- þjóð og Noregi hefur haft ýmsar áhyggjur af því að verið sé að fóma fullveldi fyrir markaði og áhrif. Það er ef til vill gleggsta dæmið um áhrifamátt smáríkja, að hinn nýi forseti kemur frá minnsta og fá- mennasta aðildarríki sambandsins. Lúxemborg hefur verið með í sam- starfinu í 40 ár, allt frá stofnun Kola- og stálbandalagsins, síðar Efnahags- bandalags Evrópu, þá Evrópubanda- laginu og nú Evrópusambandinu eft- ir síðustu breytingar sem gerðar hafa verið og nýjustu fjölgun aðildarríkja. „Við höfum verið með í 40 ár,“ segir Santer í viðtali við Dagens Ny- heter í Svíþjóð," og pólitískt hlut- verk okkar og þjóðemisvitund og menningarleg kennd hefur aldrei verið sterkari. Þótt við búum milli tveggja stórra nágranna, Frakka og Þjóðverja, höfum við aldrei haft það á tilfinnirigunni að við værunt að týnast." Hann segir félagsleg kjör hat’a verið með því besta í Evrópu- sambandinu og menn hafi aldrei lát- ið sér til hugar koma að fóma því eða slaka á, rétt eins og Norðurlanda- þjóðimar þurfi í engu að gefa eftir varðandi hugmyndir sínar um vel- ferðarþjóðfélag. Santer er reyndar í hópi þeirra for- ystumanna Evrópusambandsins, sem teljast sambandssinnar og vilja styrkja hið yfirþjóðlega vald, en hann leggur það þó ekki að jöfnu við miðstýringu valdsins. Hann vill valddreifingu stofnananna og hann segir að sem forystumaður smæsta ríkis sambandsins geri hann sérbetur grein fyrir því en flestir aðrir, að sambandskenningin sé andstaða Rússar hafa aldrei verið þekktir fyrir skjót viðbrögð við stórslysum. Arið 1986 tók það yfirvöld í Moskvu heila viku að viðurkenna það sem vestræn höfðu þá í marga daga vitað: Alvarlegt slys hafði gjöreyðilagt kjarnakljúf í Tsjern- óbýl. Það var því lítið undrunarefni þegar bandarískir embættismenn - en ekki rússneskir kollegar þeirra - tilkynntu um það sem gæti reynst versta olíuslys sögunnar í freðnum auðnum heimskautasvæða Rúss- lands; nánar tiltekið á sjálfsstjóm- arsvæðinu Komi. Rússneskur embættismaður kall- aði atvikið „minniháttar slys sem heimamenn hafa fulla stjórn á“. Umhverfisvemdarsinnar í Banda- ríkjunum og Rússlandi hafa hins- vegar getið sér þess til, að þessi hafsjór olíu sem lekið hefur útá og niðrí rússnesku túndruna gæti verið átta sinnum umfangsmeiri en hið hrikalega Exxon Valdez slys árið 1989. Lekar olíuleidslur uppá 75 þúsund km. Um það bil 75 þúsund kílómetrar af lekum og hrömandi olíuleiðslum skera Rússland þvers og kruss. Samkvæmt upplýsingum frá Alex- ei Yablokov, yftrmanni umhverfis- Ut litiö og ot seint: l veir verKamenn reyna nvao peir gexa m ao nreinsa olíuleðjuna uppúr fljóti á rússneska heimskautasvæðinu. nefndar Rússneska öryggisráðsins, þá þarf að endurnýja að minnsta kosti 55 þúsund kílómetra af þessu leiðslum. Að jafnaði verða tvo al- varleg umhverfisslys á dag tengd olíuleiðslunum. Yablokov segir að leynd hvíli á 95 prósentum slys- anna; aldrei sé fjallað um þau á op- inberum vettvangi. Fyrstu merki þess að hroðalegt olíuslys hefði átt sér stað á sjálfs- stjórnarsvæðinu Komi sáust í ág- ústmánuði síðastliðnum. Þá fann Umhverfisvemdarnefnd Rússlands 14 leka á olíuleiðslum í Komi á hefðbundnu eftirlitsfiugi sínu. í september lokaði Komineft, ríkis- olíufélagið, síðan olíuleiðslunni í viku og tilkynnti forvitnum emb- ættismönnum, að ástæðan væri ein- ungis alvanalegt viðhald. Viku seinna var olíuleiðslan aftur gang- sett. Þá gerðist það að gffurlegt vatnsveður - og hugsanlega áfram- haldandi leki leiðslunnar - mfu stór skörð í stíflur sem stjómvöld höfðu reist til að halda aftur af olíustöðu- vatninu. Afleiðingarnar reyndust skelfilegar: Svarta leðjan lagði á stuttum tíma undir sig 68 kílómetra lands. Mun olíumengunin ná til Pechora fljóts? Það svæði sem verst fór útúr ol- íulekanum er eyðilegur olfuútnári, bærinn Kolva með 2 þúsund íbúa og ekkert nema timburbragga og skuggalega kaffiteríu til að státa sig af. Yfirráðasvæði bæjarins nær yfir 190 ekra svæði og af þeim eru 109 illa farnar af olíumengun, sam- kvæmt fullyrðingum umhverfis- verndarsinna. Fyrsta snjódrífa vetrarins á svæðinu kom fyrir stuttu. Snjórinn gæti hugsanlega hjálpað til við að hemja skaðann að einhverju leyti og hindra að olíuleðjan brjóti sér leið að Pechora fljótinu sem rennur í Barentshaf. Þrátt fyrir að embættismenn haldi því staðfastlega fram að olían hafi enn ekki náð til Pechora fljóts- ins, þá berast aðrar fregnir frá Moskvu. Umhverfísverndarsinnar þar í borg segja að fiskimenn stadd- ir allt að 450 kílómetra frá olíuslys- staðnum í Komi, hafi dregið upp kolsvarta og olíumengaða sand- hauga með netum sínum. Heimild: Newsweek. Jacques Santer, forsætisráðherra Lúxemborgar og verðandi forseti framkvæmdastjómar Evrópusam- bandsins, fagnar því að fá Norður- löndin í hóp Evrópusambandsríkj- anna og telur að áhrif þeirra á mótun sambandsins verði mikil og til góðs. Viðbót hinna nýju ríkja munu gera það að verkum, segir hann, að stjóm- kerfið mun verða opnara, jafnrétti mun aukast í álfunni og umhverfís- sjónarmiða gæta í mun ríkara mæli. Jacques Santer fagnar því að fá Norðurlöndin í hóp ESB-rikjanna og telur að áhrif þeirra verði mikil Saga og lífshættir Norðurlanda- búa munu setja mark sitt á hið evr- ópska samfélag segir hinn nýi forseti framkvæmdastjórnarinnar um leið og hann fullvissar Norðurlandaþjóð- imar um að þær rnuni ekki týnast í fjöldanum. Þvert á móti. Santer hefur tjáð sig um þróun Evrópusambandsins í viðtölum við norræna fjölmiðla að undanförnu miðstjómarkenningarinnar. Santer er nýbúinn að koma saman nýrri framkvæmdastjórn og skipta með henni verkum. Hann leggur áherslu á að í hana veljist þungavigt- armenn, helst fyrrum ráðherrar, menn með mikla reynslu og pólitíska þekkingu og sérstaklega í málefnum Evrópu. Það styrkir Evrópu út á við að hafa sterka og hæfa framkvæmda- stjóm, en er nú líkust ríkisstjóm, nema hvað ekki er um að ræða Bandaríki Evrópu í líkingu við Bandaríki Norður- Ameríku. Santer telur slíkt óraunhæla framtíðarsýn. En er verið að reyna að steypa Evrópuþjóðum saman í eina ein- sleita heild? - Nei, síður en svo, telur Jacques Santer. Menn verða að varðveita þjóðernisvitund sína og menningu. Það er hægt að samræma hagkerfi en það verður aldrei hægt að samræma fólk né þjóðmenningu með sama hætti. Hann hefur látið hafa það eftir sér að heiti Evrópusambandsins sé ekki nógu heppilegt. „Samband" eða „bandalag“ virkar stofnanalegt og lögfræðilegt. Gamla heitið, sem á ís- lensku hefði átt að vera „Evrópu- samfélagið" - The European Comm- unity - er best að mati hans, og lýsir þeirri hugsjón að fólk í allri Evrópu eigi að líta á sig sem eitt samfélag að mörgu leyti ólfkra þjóða með mis- jafnan menningararf en sameigin- lega drauma. I sambandi eða banda- lagi hlíta menn reglum, segir hann, en í samfélagi sýna menn öðrum samkennd þegar á reynir. Jacques Santer, forsætisráðherra Lúxemborgar og verðandi forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins: Er verið að reyna að steypa Evr- ópuþjóðum saman í eina einsleita heild? Nei, síður en svo, telur Santer. Menn verða að varðveita þjóðernisvitund sína og menningu. Það er hægt að samræma hagkerfi en það verður aldrei hægt að samræma fólk né þjóðmenningu með sama hætti. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra skrifar um Island og Evrópusambandið í sænska blaðið Nerikes Allehanda: ísland áhrifalaust fyrir utan Fjölmiðlar á hinum Norðurlönd- unum hafa haft nokkum augastað á íslandi í tengslum við umræðuna um stækkun Evrópusambandsins til norðurs. Þeir hafa þó sérstakan áhuga á íslenska utanríkisráðhenanum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Hann hefur verið eftirsóttur í viðtöl og skrifað Ijölmargar greinar í dagblöð og tíma- rit á Norðurlöndunum og víðar í Evr- ópu. Eina slíka var að finna í sænska blaðinu Nerikes Allehanda á dögun- um. Utanríkisráðherra segir að íslensk utanríkisstefna hafi grundvallast á þremur meginþáttum frá síðari heimsstyrjöldinni. I fyrsta lagi aðild- inni að NATO og varnarsamningn- um við Bandaríkin. I öðm lagi nor- rænu samstarfi innan Norðurlanda- ráðs og í þriðja lagi aðildinni að EFTA og samningum þess við Evr- ópusambandið. Hann telur að NATO muni áfram gegna mikilvægu hlutverki í öryggis- og vamamiálum, en verði þó fyrst og fremst tvíhliða samband milli Evrópu og Norður-Ameríku. A sama tíma muni mikilvægi Vestur-Evrópusam- bandsins (VES) aukast vemlega á þessu sviði. Þannig hafi margir af þjóðarleiðtogum Vestur- Evrópu áhyggjur af því að síðustu bandarísku hermennimir séu að hverfa frá Evr- ópu, og því muni Bandaríkjamenn hætta að tryggja öryggi álfunnar. I kjölfarið telur ráðherra að hem- aðarlegt mikilvægi Islands muni minnka og minnir á, að eftir tvö ár verði vamarsamningurinn milli ís- lands og Bandaríkjanna endurskoð- aður. Því næst víkur utanríkisráðhenann að samrunaferlinu í Evrópu og þeirri staðreynd að Finnland og Svíþjóð hafa þegar samþykkt inngöngu í Evr- ópusambandið og Noregur ætli sér þangað inn líka. Þessi þróun mun veikja vemlega þátttöku og áhrif Is- land í norrænu samstarfi, að mati hans. Þegar ísland verði eitt Norðurland- anna eftir fyrir utan Evrópusamband- ið muni hin löndin fjögur yfirgnæfa alla norræna samvinnu innan sam- bandsins. Þá á hann ekki aðeins við á viðskiptasviðinu, heldur líka hvað varðar utanríkis- og vamarmál, vís- indi og menningu. Utanríkisráðherra telur að Island muni því fljótt einangrast í norrænu samstarfi. Norðurlandasamstarfið mun þvf fara fram milli þessara Ijög- urra ríkja innan ramma Evrópusam- bandsins, án þess að Island hafi þar nokkur áhrif. Þá muni samstarf ís- lands við Evrópusambandið einnig minnka vemlega og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið ein- ungis verða tvíhliða samningur milli Islands og Evrópusambandsins, í stað fjölþjóðasamnings sem hann er í dag. Þannig verði EES-samningurinn ekki sá vettvangur áhrifa og breyt- inga sem honum var ætlað í upphafi og því verði íslendingar nánast valdalausir fyrir utan Evrópusam- bandið. íslendingar missi því bæði tengslin við Norðurlöndin og Evr- ópulöndin sem þeir höfðu meðal ann- ars í gegnum samstarfið innan EFTA. Breytingamar á hinum Norð- urlöndunum hefðu því ekki í för með sér óbreytt ástand fyrir Island, heldur minni áhrif og meiri einangmn. Þá telur ráðherra að þetta geti haft Jón Baldvin Hannibalsson: Einangrun á vettvangi Norðurlanda ýmis keðjuverkandi áhrif, þar sem Is- land hafi geta haft meiri áhrif í ýms- um alþjóðastofnunum vegna hins nána samstarf Norðurlandanna. Þetta eigi til dæmis við um Sameinuðu þjóðimar, OECD, GATT og RÖSE. Hann vill ekki gera lítið úr EES, en segir að smámsaman muni samning- urinn fjara út og því verði Islendingar fyrr eða síðar að gera það upp við sig hvort þeir geti varið þjóðarhagsmuni sína með því að standa einir fyrir ut- an Evrópusambandið? Það sé reynd- ar skorturinn á þessum pólitísku áhrifum sem hafi sannfært aðrar EFTA-þjóðir um að EES-samningur- inn væri ekki fullnægjandi eftir þær umbreytingar sem hafa átt sér stað í Evrópu. Ríkisstjómir þessara landa að ákvarðanir Evrópusambandsins muni, framtíðinni, hafa mikil áhrif á þróunina heima fyrir, hvort sem löndin em utan eða innan sambands- ins.Með inngöngu í Evrópusamband- ið fá hin Norðurlöndin tækifæri á að hafa áhrif á ákvarðanir og framtíðar- þróun sambandsins. Utanríkisráð- herra bendir einnig á að reynslan sýni að smáþjóðir hafi haft töluverð áhrif innan Evrópusambandsins og vísar í því sambandi á Danmörk og Luxem- borg. Hann telur að Norðurlöndin muni til dæmis hafa áhrif á þróunin á sviði sjávarútvegsmála, orkumála, velferðar- og atvinnumála. En án að- ildar að sambandinu hafi þau engin áhrif á þessa málaflokka, sem em hvað mikilvægastir heima fyrir. Niðurstaða Jóns Baldvins Hanni- balssonar utanríkisráðherra í þessari grein er því sú, að með því að gefa hluta af hinu þjóðlega fullveldi eftir til yfirþjóðlegra stofnana, geti þessar sömu þjóðir endurheimt þau áhrif sem þau hafi tapað á síðustu ámm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.