Alþýðublaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Vígstaðan fyrir kosningar Nú eru aðeins tæpir fimm mánuð- ir til kosninga og vígstaða flokkanna er að skýrast. Samfylkingarhug- myndir eru runnar út í sandinn í bili. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að mestu lokið uppstillingu lista og framboð Jóhönnu r jmk Vilhjálmur Þorsteinsson skrifar Sigurðardóttur PallhorrSírS virðist vera stað 1 CLHUkJI VJlkJ reynd. Sem iyrr munu flokkarnir leggja áherslu á kjaramál í kosningunum, enda buddan hjart- fólgin flestum kjósendum. Kjör fjölskyldna stefna í að verða megin- þema í ljósi upplýsinga um skulda- stöðu heimilanna. Allir flokkar munu gera tilkall til að vera besti kostur launafólks á einn eða annan máta. Sérstaða flokkanna mun einkum mótast af afstöðu þeirra til fimm málaflokka: Evrópu, aðgerða í at- vinnumálum, umbóta í landbúnaði og sjávarútvegi, ljármögnunar vel- ferðarkerfisins og breytinga í kjör- dæma- og kosningamálum. Alþýðu- flokkurinn - Jafnaðannannaflokkur Islands - hefur hér algjöra sérstöðu. Hann er eini flokkurinn sem hefur skýra, skynsamlega og óumdeilda stefnu í öllum fímm málaflokkum. Þetta á hann að nýta sér til hins ítr- asta í kosningabaráttunni. Sjálfstædisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í Evrópumálum. Davíð Oddsson og hans nánustu ráðgjafar halda uppi tortryggnisstefnu gagnvart Evrópu- sambandinu en ungir sjálfstæðis- menn og fólk úr atvinnulífi vilja að flokkurinn sýni meira frumkvæði. Flokkurinn sveiflast milli frjáls- hyggjusjónarmiða og pilsfaldakapít- alisma í atvinnumálum og skirrist ekki við að beita sjóðalausnum og ríkisfyrirgreiðslu þegar á reynir, til dæmis á Vestfjörðum. I landbúnað- ar- og sjávarútvegsmálum berjast fylkingar ríkisstyrktrar miðstýringar, kvótakónga, talsmanna frjáls mark- aðar og neytenda með þeim árangri að flokkurinn hefur enga skýra stefnu í þessum málaflokkum. Breytingar í kjör- dæmamálum og jöfnun atkvæðis- réttar standa einn- ig mjög í flokkn- um; Sjálfstæðis- flokkur dreifbýlis vill þar engu breyta en Sjálf- stæðisflokkur þétt- býlis er á öðru máli. Niðurstaðan er moðsuðutillög- ur um smáskammtalækningar sem fresta þessu mikilvæga mannrétt- indamáli til næstu aldar. Alþýdubandalagid Alþýðubandalagið er í raun tveir flokkar í einum: Ureltur flokkur rík- issósíalista og örlítið nútímalegri flokkur vinstrisinnaðra jafnaðar- manna. Stöðug átök þessarra fylk- inga naga Ilokkinn að innanverðu. Evrópustefna Alþýðubandalagsins einkennist af þjóðemishyggju, heim- óttarskap og hræðslu. Flokkurinn var á móti EES og virðist helst vilja gera Island að alþjóðlegu Árbæjarsafni. Alþýðubandalagið hefur alveg skýra stefnu í fjármögnun velferðarkerfis- ins: kerfið á skilyrðislaust að gera allt fyrir alla, það á að byggja í kring um kröfur þeirra stétta sem við það starfa, og fjármagna með ótakmark- aðri skattlagningu fyrirtækja og fólks. I kjördæmamálum hefur Olaf- ur Ragnar Grímsson ekki gert upp við sig hvort kjördæmin eigi að vera fjögur, eitt eða einhver önnur tala. Framsóknarflokkurinn Framsóknarflokkurinn kemur til leiks með nýjan formann sem miklar vonir voru bundnar við. Halldór Ás- grímsson hefur ekki uppfyllt þær vonir. Engra breytinga hefur orðið „Alþýðuflokkurinn hefur því góða víg- stöðu ef honum tekst að...lofta rækilega út, endurnýja á framboðslistum og beita fyrir sig fersku fólki og aðferðum”. vart á áherslum Framsóknar nema ef vera skyldi í átt til enn meiri íhalds- semi, og formaðurinn kemur fyrir sjónir sem syijulegur og hugmynda- snauður. Framsókn er á móti öllu sem heitir Evrópa þótt Steingrímur Hermannsson hafi á sínum tíma átt þátt í undirbúningi EES. Hugmyndir flokksins í atvinnumálum byggja á stórfelldum ríkisafskiptum og ríkis- fmmkvæði með tilheyrandi lánum, styrkjum og handafli. Formaðurinn vill helst engu breyta í kjördæma- skipaninni en þingmennimir Finnur Ingólfsson og Jóhannes Geir Sigur- geirsson fluttu þingsályktunartillögu um að landið yrði eitt kjördæmi. Kvennalistinn Tilverugrundvöllur Kvennalistans verður æ óljósari. Þó má segja að hann styrkist ef hlutur kvenna á framboðslistum annarra flokka verð- ur fyrir borð borinn, eins og raunin er hjá Sjálfstæðisflokknum. Það er á engan hallað þótt sagt sé að stefna Kvennalistans í þeim málum sem hér em til umræðu sé sú allra íhalds- samasta sem boðið er upp á í íslensk- um stjómmálum. Hún sameinar and- úð Framsóknar á Evrópu, gagnrýnis- lausa eyðslupólitík Alþýðubanda- lags í velferðarmálum, umfangsmik- il ríkisafskipti í atvinnumálum og áframhaldandi Ijötra á bændur með tilheyrandi háu matvælaverði til fjöl- skyldna. I kjördæmamálum hefur Kvennalistinn ekki gert upp hug sinn svo ég viti en hefur hneigst til óbreytts kerfis, væntanlega vegna þess hversu vel það hefur reynst kon- um (!). Frambod Jóhönnu Framboð Jóhönnu Sigurðardóttur er að mestu óskrifað blað. Málefna- áherslur Jóhönnu meðan hún var í Alþýðuflokknum vora ekki sérlega skýrar utan velferðarmála. Eg starf- aði á tveimur undanfömum flokks- þingum að smíði stjómmálaályktun- ar, í bæði skiptin í nefnd með Jó- hönnu, og beindust hennar athuga- semdir og innlegg nánast eingöngu að velferðarmálum. Jóhanna fékk þar svo að segja allt sitt fram enda mikil málafylgjumanneskja og flokksmenn almennt sammála henni hvort eð var. Fylgi hennar mun mót- ast af því hvemig gengur að fá fram- bærilegt fólk á lista urn land allt og einnig hvaða áherslur verða lagðar í stefnuskrá. Um það er ekki gott að spá. Alþýduflokkurinn Alþýðuflokkurinn hefur staðið sig vel í ríkisstjóm undanfarin sjö ár og í reynd verið hugmyndasmiður ís- lenskra stjórnmála. Framganga flokksins í Evrópumálum hefur ver- ið með þeim ágætum að nú vildu all- ir EES kveðið hafa. Málefnaáherslur flokksins era skýrar og skynsamleg- ar og um þær hefur verið ágæt sam- staða, ef frá er talið brotthlaup Jó- hönnu, sem sennilega á fremur rætur að rekja til ágreinings um vinnu- brögð og persónur en málefni. Al- þýðuflokkurinn hefur því góða víg- stöðu ef honum tekst að gera gott úr hremmingum undanfarinna mánaða. Á því á hann möguleika með því að lofta rækilega út, endumýja á fram- boðslistum og beita fyrir sig fersku fólki og aðferðum í kosningabaráttu. Það er hins vegar efni í aðra grein. Höfundur er kertistræðingur og stjórn- armaður i Félagi frjálslyndra jafnaðar- manna. Þekkiði þennan mann? Hann var vonglaður ungur hugsjóna- maður á þingi Sambands ungra jafnaðarmanna á Akureyri 1973. Úr andlitinu má lesa skáldlegan eldmóð, sem er sjaldgæfur eiginlciki hjá stjórn- málamönnum. Ef þessi ungi maður hefði haldið áfrani í pól- itík væri hann ábyggilega helst- ur valdamaður landsins núna. Það væri nú aldeilis gaman. Æskumynd dagsins s Islandsrúta Alþýðubanda- lagsins - eða Brúðubíllinn einsog hún er reyndar köll- uð - gerir víðreist um land- ið. Gamlir Ijendur í forystu- sveitinni hafa samið um vopnahlé í bili, en það end- aði næstum með skelfingu um daginn. Þá var rút- an á ferð um Vest- firði og Hjörleifur Guttorms- son Austfjarðagoði var við stýrið, en fonriaðurinn, Ól- afur Ragnar Grímsson, sat við hlið hans. Sagan segir að Ólafur Ragnar haíl sí og æ verið að skipa Hjörleifi að beygja til hægri, en bílstjór- inn virti það að vettugi. Ól- afur hclt hinsvegar áfram að suða í Hjörleifi um að beygja til hægri, beygja til hægri - og það endaði með því að Hjölli missti þolin- mæðina, beygði til hægri og endaði úti ískurði. Pólitísk- um djúpsálarfræðingum þykir þessi saga, sem við seljum ekki dýrara en við keyptum, í senn merk og táknræn... s Islenskir rithöfundar era vist ekkert ofsælir af kjör- um sínum en stundum berst þeim óvæntur glaðningur. 28. september barst félöguin í Rithöfundasambandinu sérstök orðsending sem bar yfirskriftina Hvem langar að sigla um Svartahafið? í boði var semsagt ókeypis ævintýraferð um Svartahaf í félagsskap norrænna rithöf- unda. Þrátt fyrir skamman fyrirvara sendu 30 rithöf- undar inn umsókn um að komast í ævintýraferðina. Stjórn RSÍ er nú búin að fara í gegnum bunkann og velja ferða- langana. Þau eru Jóhannes Helgi, Sigurður A. Magn- ússon, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Þórunn Valdimarsdótt- ir. Þessi lukkulegu skáld flugu út á laugardaginn var og era nú í sól og sælu á Svartahafi... s IDV í gær var lítil en áber- andi frétt þarsem sagði að varaþingmaður nokkur teldi það ekki samrýmast starfs- hags- munum sínum að taka sæti á Aiþingi. Þetta var eng- inn annar en Guðmundur Magnússon hinn valin- kunni fréttastjóri DV. Það er talsverð að blaðamenn á DV fá ekki lengur að merkja fréttimar sínar. En t' viðtali (við sjálfan sig?!) sagði Guðmundur að þótt það hefði vissulega orðið „fróð- legt“ að tylla sér í þingsal þá væri það „ekki við hæfi“ vegna starfa hans á DV. Þetta er synd - Guðmundur hefði orðið fyrsti uppgjafa Maóistinn á íslandi til þess að láta til sín taka á Al- þingi... Hinumegin Jæja, nú snúum við okkur að næsta verkefni.....Bernharður! Er þetta fluga sem þú ert að smjatta á? Ég vona að þú hafir komið með nóg fyrir okkur hin líka! Fimm á förnum vegi Hvernig fer landsleikur íslands og Sviss í fótbolta? Viti menn Eru fílefldir karlmenn virki- lega að kæra fegurðardrottn- ingu fyrir harðræði? Loki í DV. Lögreglumaður nokkur hefur brugðist þannig við ásökunum Lindu Pé um barsmíðar að kæra hana fyrir of- beídií Hægt að skipta um skoðun eft- ir tvö ár. Davíð Oddsson í samtali við norræna blaðamenn um hugsanlega ESB-aðild Islands. DV i gær. Hvergi verður allsstaðar. Ekk- ert erum við öll, kristilega kannski. Kómísk örugglega. Förum og sjáum. Sigrum á Sel- fossi með Eyvindi & Co. Verð- um aldrei söm. Förum nú. För- um. Guðbrandur Gislason, leikdómur um uppfærslu Selfyssinga á Godot eftir Samuel Beckett. Mogginn í gær. Eggert Haukdal sagðist því miður ekki hafa orðið þeirrar gæfu aðn jótandi að borið hefði verið upp vantraust á utanrík- isráðherra en kæmi slíkt til at- kvæða myndi hann styðja það. Frásögn af þingfundi í fyrradag. Mogg- inn í gær. Kristilegir þjóðarflokksmenn í Noregi hafa lent í vandræðum með afstöðu guðs almáttugs til ESB. Flokksmenn eru á móti ESB en hafa orðið að fallast á að leiðtogi lífs þeirra sé senni- lega hlutlaus. Frétt í DV í gær. I luktum heimi er átakanleg og ástríðufull saga, stútfull af krefjandi hugleiðingum um ástina, dauðann og tilgang lífs- ins, saga sem mér reyndist ómögulegt að leggja frá mér fyrren hún var öll, svo seiðandi er hún, mögnuð og sterk. Sigríður Albertsdóttir, umsögn um nýja skáldsögu Fríðu Á. Sigurðardóttur. DV í gær. Minningar Aðalheiðar Hólm Spans eru sérstæð lesning. Sú afstaða sem hún tekur hverju sinni í lífínu er svo innilega laus við fordóma eða móðursýki og hefur því miklu að miðla. Súsanna Svavarsdóttir, ritdómur um ævisögu Aðalheiðar eftir Þorvald Krist- insson. Mogginn í gær. Ása Þorkelsdóttir, matvæla- fræðingur: Það veit ég ekki, senni- lcga 1-0 fyrir Sviss. Kristján F. Valgarðsson, nemi: Það er jafnteflislykt af þessum leik, ég segi I -1. Ásthildur Helgadóttir, knatt- spyrnukona: Island verður yfir í hálfleik 1-0, en leikurinn fer 1-1. Amar Gunnlaugsson skorar mark Is- lands. Kristrún Heimisdóttir, laga- nemi og „uppgjafa" knatt- spyrnukona: 3-0 fyrir Sviss, ein- faldlega vegna þess að þeir eru með eitt sterkasta lið Evrópu. Eva Helgadóttir, laganemi: Hvaða landsleikur? Svona vinnubrögð eru forkast- anleg, þau stríða gegn rétti, skynsemi og almennum hags- munum. Þau eru misnotkun á valdi. þau eru dæmd til að hefna sín. Ellert Schram í leiðara DV um verkfall flugmanna sem beinist gegn Atlanta. Eg leit útum gluggann og sá þá bifreið sem líktist bifreið sem í eigu móður Lindu. Ég sá ekki hver ók bflnum en í Ijósi þess að við áttum í þessum deilum dró ég þá rökréttu ályktun vegna atburða kvöldsins að þetta gæti verið Les. Maðurinn sem klagaði Lindu og Les í lögguna. DV í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.