Alþýðublaðið - 17.11.1994, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 17. nóvember 1994
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
175.tölublað - 75. árgangur
Það verður kosið í prófkjöri Alþýðuflokksins á Vesturlandi næstkomandi
laugardag. Stefán Hrafn Hagalín skoðaði stöðuna og ræddi við frambjóð-
endur og stuðningsmenn þeirra:
Sveinn Þór saxar ört á forskot Gísla
- sem þykir þó enn sigurstranglegri. Nær Gísli jafnmiklu fylgi á Akranesi og fyrir fjórum árum? Hversu vel
skilar stuðningur Sveins G. Hálfdánarsonar, leiðtoga jafnaðarmanna í Borgarnesi, sér til Sveins Þórs? Þetta
eru spurningarnar sem allir velta fyrir sér. Ljóst er að Borgarnes og -fjörður ráða úrslitum. Þátttakan er
lykilatriði fyrir báða frambjóðendur.
Teflttil úrslita á laugardag: Sveinn Þór Elinbergsson hefur komið Gísla S. Einarssyni í opna skjöldu með kraftmik-
illi byrjun, en stuðningsmenn þingmannsins segja að hann hafi sigur í endatafli. Tvennum sögum fer af því mati.
Prófkjörsbarátta hjá Alþýðu-
flokknum á Vesturlandi stendur nú
sem hæst, en kosið verður á laugar-
daginn. I framboði em tveir
kandídatar sem stefna báðir á fyrsta
sætið: Sveinn Þór Elinbergsson að-
stoðarskólastjóri í Snæfellsbæ og
Gísli S. Einarsson alþingismaður frá
Akranesi. Slagurinn er spennandi.
Löng hefð er komin fyrir opnum
prófkjömm Alþýðuflokksins á Vest-
urlandi og þau hafa verið viðhöfð
mörg undanfarin kjörtímabil. Jafnað-
annenn í kjördæminu em hreyknir af
þessari sögu, þeir benda á að enginn
annar stjómmálaflokkur hafl haft
kjark til að feta í þessi fótspor og
kjósendum líki vel við opin vinnu-
brögð af þessu tagi.
Olík stada innanfíokks
Samkvæmt heimildum blaðsins
eru þeir félagar nokkuð jafnir sem
stendur, en Gísli þykir þó sigur-
stranglegri; einkum vegna öflugs
btiklands á Akranesi sem víst er að
skilar honum miklu. Sveinn Þór þyk-
ir ömggur með drjúgan stuðning á
Snæfellsnesi, sinni heimabyggð, en
mun það duga til? Hann fór kröftug-
lega af stað og kom stuðningsmönn-
um Gísla á óvart, en nú þykja Akur-
nesingamfr hafa tekið við sér. Barátta
frambjóðendanna þykir hafa farið
nokkuð prúðmannlega fram, „svona
einsog gengur,“ sagði einn framar-
lega í sveit settur hjá Sveini Þór.
Stuðningsmenn Gísla kvarta samt yf-
ir því að Sveinn Þór hafi rofið samn-
inga með því að auglýsa í kapalsjón-
varpi á Olafsvík. Gísli mun ekki ætla
gera ágreining yfir slíku.
Ýmsir þeir sem blaðið talaði við
síðustu daga töldu ólíklegt að Gísli
gæti reitt sig á jafnmikinn stuðning í
prófkjörinu nú og fyrir fjórum ámm.
Aðstæður væm breyttar. Þá hefðu
Akumesingarekki haft þingmann, en
ættu í raun fjóra af fimm þingmönn-
um kjördæmisins nú. Það gæti unnið
með Snæfellingnum í ár. Eins væri
Gísli óneitanlega hluti af umdeildri
forystusveit flokksins en Sveinn Þór
ekki; hann væri reyndar nokkurskon-
ar „stjórnarandstæðingur" í Alþýðu-
flokknum vegna stuðnings síns við
Jóhönnu Sigurðardóttur í formanns-
kosningunum í sumar. Mál flestra er
að Sveinn Þór saxi nú á forskot Gísla.
Alls óvíst er hvort það reynist nóg er
upp verður staðið frá talningarborð-
um um helgina, það kann að ráðast af
aðstæðum sem Sveinn Þór hefur lítið
um að segja: Stemmningunni utan
hans heimabyggðar.
Þáttur Borgnesinga
Að sögn kunnugra em það Borg-
firðingar og Borgnesingar sent ráða
úrslitum; fái Sveinn Þór stuðning
þeirra getur það gert gæfumuninn.
Hann mun sjálfur vera nokkuð bjart-
sýnn á það. Hinsvegar ber að hafa í
liuga, að oddviti Borgnesinga og
Borgfirðinga, Sveinn Gunnar Hálf-
dánarson, tekur ekki þátt í prófkjör-
inu vegna óánægju með hvemig var
staðið að því og því er áhugi hans
lölks ekki ýkja mikill á prófkjörinu.
Sveinn Gunnar mun hafa lýst yfir af-
dráttarlausum stuðningi við framboð
Sveins Þórs en lítt skipt sér af glímu
þeirra Gísla framan af.
Sveinn Gunnar og Sveinn Þór hafa
legið nálægt hvor öðmm í skoðunum
og studdu báðir - ásamt fylgismönn-
um sínum - Jóhönnu Sigurðardóttur í
formannsslagnum við Jón Baldvin
Hannibalsson á síðasta flokksþingi.
Liklegt þykir þannig, að þeir sem
hefðu stutt Svein Gunnar muni nú
styðja Svein Þór í prófkjörinu. Þetta
fólk taldi hátt í þriðjung þátttakenda í
prófkjörinu fyrir fjórum ámm og
spilaði því lykilhlutverk; svo mun
einnig verða nú ef að líkum lætur. En
mun það skila sér á kjörstað? Það
mun ráðast hjá foringja þeirra, Sveini
Gunnari Hálfdánarsyni, sem sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins, þyngir
baráttu sína fyrir Svein Þór með
hverjum deginum.
Samkvæmt upplýsingum sem
blaðið fékk í kjördæminu í gær var
þátttakan síðast tæplega 900 manns.
Atkvæðatölur skiptu sér á byggðar-
lög með þessum hætti (gróf áætlun);
Rúmlega 400 kusu á Akranesi, tæp-
lega 200 í Borgamesi og Borgarfirði,
tæplega 200 í Ólafsvík, tæplega 80
manns í Stykkishólmi og þeir tugir
sem eftir em skiptust á milli Gmndar-
fjarðar og Búðardals. Meginspum-
ingamar tvær sent nienn velta fyrir
sér em því: Hversu marga fær Gísli
til að kjósa sig á Akranesi og hversu
margir Borgnesingar skila sér á kjör-
stað jyrir Svein Þór?
Erfid barátta og jöfn
Síðastliðinn föstudag var haldin
framboðskynning á Akranesi og eftir
að hafa hlustað á báða frambjóðend-
ur þá sýndist ýmsum að erfitt yrði, að
þurfa gera upp á milli tveggja ágætra
frambjóðenda. Samkvæmt heimild-
um Alþýðublaðsins var ekki örgrannt
um að farið hafi um hörðustu stuðn-
ingsmenn Gísla þegar þeir sáu hversu
Sveinn Þór stóð sig vel og ef til vill
reytti Snæfellingurinn einhver at-
kvæði þar af heimamanninum.
Sveinn Þór kom þama á óvart með
skeleggri framkomu. Eins var þó
gerður góður rómur að máli Gísla.
Gísli S. Einarsson þykir hafa stað-
ið sig ágætlega á Al|úngi þennan
stutta tíma sem hann hefur setið þar.
Þrátt fyrir að Sveinn Þór hafi staifað
um nokkra hríð í flokknum þá þykir
„óliklegt að flokksmenn á Akranesi
fari að beygja af leið og svíkja sinn
mann“, einsog einn viðmælenda
blaðsins orðaði það. Gísli er vel lið-
inn á Akranesi og þykir hafa skilað
sér vel í baráttu landsbyggðarinnar
við að halda hlut sínum gagnvart suð-
vesturhorninu. Hann hefur verið
flutningsmaður fjölda tillagna og nú
síðast um daginn lagði hann fram
þingsályktunartillögu ásamt Gunn-
laugi Stefánssyni um könnun á mat-
arverði og húshitunarkostnaði á
landsbyggðinni.
Sveinn Þór Elinbergsson gerir sér
grein fyrir að baráttan verður erfið.
Stuðningsmenn hans segja það í
góðu lagi þó hann lúti í lægra haldi
fyrir Akumesingnum; hann taki
þingsætið þá bara næst. Nú sé ein-
ungis liðskönnun í gangi. Ekki er gott
að spá í hvort Sveinn Þór muni hlíta
úrslitum og sætta sig við þau; það er
að segja hvort hann muni ganga í rað-
ir svokallaðra „fýlukrata". Sveinn
Þór á tvö prófkjör að baki og þau hafa
að hans sögn, „ekki skilið eftir ör.”
Þátttakan mikilvæg
Stuðningsmenn Gísla S. Einars-
sonar kvíða almennt ekki fyrir úr-
slitastundu og virtust reyndar suntir
telja prófkjörið aðeins formsatriði.
Ljóst þykir að leiti Gísli á slóðir
„óhefðbundinna stuðningsmanna Al-
þýðufiokksins" eigi hann sigur vísan.
A móti kemur að Vestlendingar utan
Akraness hafa bent á að ekki sé það
fýsilegt að fjórir eða fimm af þing-
mönnum kjördæmisins komi á næsta
kjörtímabili frá Akranesi. Þessi rök-
semdafærsla virínur gegn Gísla sem
sjálfur blæs á slíkt og segir það engu
skipta. Mestu sé vert að sem fiestir
þingmenn komi frá Vesturlandi; ekki
hvaðan úr kjördæminu þeir komi.
Eitt er það sem gagnrýnt hefur ver-
ið: Prófkjörskynning Alþýðuflokks-
ins á Vesturlandi þykir hafa bmgðist
að ýmsu leyti þannig að frambjóð-
endumir hafa að mestu þurft að
standa í kynningunni sjálfir. Að slíkt
mæði aðallega á frambjóðendum er
athugavert. Ef til vill var það þessi
staðreynd sem rak Svein Þór til að
auglýsa í kapalsjónvarpinu á Olafs-
vík.
Erfið staða fiokksins hefur heldur
ekki auðveldað prólkjörskynninguna
en menn bera sig þó mannalega. Mis-
jöfnum sögum fer af áhrifum mál-
efna Guðmundar Arna Stefánssonar
og Jóhönnu Sigurðardóttur á stöðu
fiokksins t' kjördæminu. Að undan-
skildum Gísla S. Einarssyni hafði
enginn viðmælenda flokksins orð á,
að þau mál hjálpuðu uppá. Gfsli telur
að afsögn Guðmundar Ama hafi
markað tímamót en óvíst er hvort það
skilar sér í auknum áhuga á prófkjör-
inu. Slíkt er þó ekki útilokað.
Eitt eiga frambjóðendurnir tveir
sameiginlegt: Þeir leggja báðir mikla
áherslu á það síðustu dagana fyrir
prófkjör að hvetja fólk til þátttöku
svo gott veganesti fáist fyrir alþingis-
kosningamar, - en jafnaðarmenn á
Vesturlandi búast við erftðum róðri í
kosningunum í vor og óvíst hvort
þingsætið haldist. I áróðri fyrir auk-
inni þátttöku og áhuga fólks á próf-
kjörinu em þeir félagar fullkomlega
samstíga enda velta örlög beggja á
góðri þátttöku.
Við spyrjum að leikslokum
Þetta hefur verið hörð og snörp barátta, segir Sveinn Þór Elinbergsson.
„Prótkjörsbaráttan hef-
urgengið ágætlega miðað
við ríkjandi kringum-
stæður. Við spyrjum að
leikslokum. Erfið staða
fiokksins hefur ekki auð-
veldað okkur störf. Stað-
an er ekki ákjósanleg;
langtþvífrá. Mér hefur
einnig fundist vanta betri
kynningu á prótkjörinu
hér í kjördæminu. Við
frambjóðendumir höfum
þurlt að hafa mikið fyrir
því, að skapa stemmn-
ingu í kringum kjörið og
manni finnst það hart að
þurfa standa í því. Þetta
hefur hvílt of mikið á
frambjóðendum. Umræð-
an fór seint af stað og
prófkjörið var á vitund
fárra. Eg renni svolítið
blint f sjóinn með þátttök-
una, vona að hún verði
sem best,“ sagði Sveinn
Þór Elinbergsson í sam-
tali við blaðið í gær að-
spurður um hvemig próf-
Sveinn Þór: Snæfell-
ingar vilja auka hlut
sinn á þingi
kjörsbaráttan legðist í
hann.
Hvernig hefur haráttan
gengið ai5 öðru leyti?
„Þetta hefur verið hörð
og snörp barátta. Gísli
hefur ákveðið forskot
sem sitjandi þingmaður
og ég geri mér fulla grein
fyrir að það er á brattann
að sækja. En ég hef feng-
ið mikil og góð viðbrögð.
Sérstaklega hérna á Snæ-
fellsnesi þar sem vilja
auka hlut sinn á Alþingi
en við eigum aðeins einn
þingmann, sjálfstæðis-
mann. Þessu vilja menn
hér breyta. Eg hef einnig
fundið góðan hljómgmnn
fyrir framboði mínu í
Borgarnesi og þar um
kring. Ég hef eignast
marga góða stuðnings-
menn þar og á trausta vini
íþvíbyggðarlagi."
Hvað heldurðu um út-
kanut þína og þennan
hátt á að velja á fram-
boðslista?
„Ég er svona hæfilega
bjartsýnn. Keppni okkar
Gísla S. Einarssonar hef-
ur verið farsæl og drengi-
leg. Þetta er þriðja próf-
kjörið sem ég tek þátt í og
ég sé ekkert í reynslu-
heimi jafnaðarmanna hér
á Vesturlandi sem er
gegn þessu. Prófkjör er
náttúrlega sú aðferð sem
Alþýðuflokkurinn mælir
með; sérstaklega með til-
liti til lýðræðislegra
starfsaðferða. Við höfum
haft kjarkinn tii að starfa
fyrir opnum tjöldum og
gefið kjósendum tækifæri
til að setja mark sitt á
framboðslistann."
Muntu ganga í raðir
svokallaðra fýlukrata
veröir þú undir í próf-
kjörinu?
„Ég frábið mér spurn-
ingum af þessu tagi. Slíkt
er mér ekki í huga og ég
veit ekki til þess að svo
hátti til hjá öðrum. Efst í
mi'num huga er að sigra.
Ég og Gísli höfum áður
tekist á og það hefur ekki
skilið eftir sig ör. Ég á
ekki von á öðruvísi fari
nú. Við erum einfaldlega
að láta skera úr um, hvorn
okkar jafnaðarmenn á
Vesturlandi vilja fá sem
foringja næstu Ijögur ár-
in. Prófkjörið er því
stöðumat og þar við sit-
ur.“
Gísli S.: Málefni flokksins mikið
rædd, en afsögn Guðmundar
hafði gífurleg éhrif til hins
betra.
Mun jafn-
ara en ég
átti von a
Þetta er einvígi milli
tveggja félaga, sagði
Gísli S. Einarsson.
„Prófkjörsbaráttan leggst vel f
mig. Ég er keppnismaður og
metnaðarfullur um að fá sem
besta þátttöku. I síðasta prófkjöri
tóku að ég held um 870 manns
og það er langmesta þátttakan
sem nokkru sinni hefur verið hér
á Vesturlandi. Ef við náum í
kringum þá tölu í prófkjör þá
verður það með afbrigðunt gott.
En það verður að koma í ljós.
Það er hinsvegar Ijóst að baráttan
milli mín og Sveins Þórs er í
járnum; hún er mun jafnari og
meira spennandi en ég bjóst við.
Hann hefur saxað mikið á forskot
mitt,“ sagði Gísli S. Einarsson í
spjalli við Alþýðublaðið i' gær.
Hvernig líst þér á stöðu Al-
þýðuflokksins í kjördceminu ?
„Ég er búinn að fara um allt
kjördæmið og fólk hefur tekið
mér vel. Málefni fiokksins eru
mikið rædd og ég er sannfærður
um að afsögn Guðmundar Arna
Stelánssonar hefur haft gífurleg
áhrif til hins betra. Hann hefur
með afsögn sinni sett mælistiku á
siðferði íslenskra stjómmála-
ntanna. En ég finn einnig fyrir
öðm: Fólk hefur spurt mig, af-
hverju ferð þú ekki í framboð
með Jóhönnu. Ég hef svarað þvf
til að ég lít á svo á, að Jóhanna
hafi ekki staðið við sitt. Hún
sagðist ekki ætla fara fengi hún
40% atkvæða í formannskjörinu,
en fór samt. Alþýðuflokksfólk bar
traust til hennar og hver einasti
maður stóð upp fyrir henni á
flokksþinginu. Hún stóð ekki við
sitt.“
En aftur að prófkjörinu; er
þetta algjört einvígi milli þín og
Sveins Þórs Elinbergssonar?
„Já, þetta er einvígi milli
tveggja félaga sem að vísu hefur
farið aðeins yfir mörkin en ég
ætla ekki að gera ágreining um
þau mál. Aldrei mun ég ganga í
raðir fýlumanna. A grundvelli
þessa einvígis held ég að þátttak-
an verði góð. Ég hlýt að vera
bjartsýnn. Fólk hefur tekið mér
vel og er alls ekki óánægt með
störf mín þetta eina ár sern ég hef
setið á Alþingi. Það vill að ég fái
tækifæri til að sanna mig. Fólki
sem ekki býr á Akranesi finnst að
vísu að það sé of mikið að fjórir
eða fimm af fimm þingmönnum
kjördæmisins komi frá Akranesi
en ég bendi á að litlu máli skiptir
hvar menn eiga svefnstað í kjör-
dæminu þegar á Alþingi er kom-
ið. Við erum jú öll Vestlendingar
og á það ber að líta. Við erum
fulltrúar kjördæmisins alls, en
ekki bara Akraness. Að halda
öðru frani er útí hött.“