Alþýðublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Stendur oft illt af kvennahjali? Eldri kjósandi var spurður hvort hann ætlaði ekki að styðja konuna í gott sæti: „Hana!? - Þetta trippi! En um manninn sem var tæpum áratug yngri gilti allt annað. Hann var „ungur maður á uppleið.” „Meyjar orðum skyli manngi trúa né því, er kveðr kona, því at á hverfanda hvéli váru þeim hjörtu sköpuð, brigð í brjóst of lagið. “ Oft vitna menn til hinna fomu Eddukvæða, orð- urn sínum til árétt- ingar. Enda er þar að finna heilan hafsjó af fróðleik, um það efast fáir. En tímarnir breyt- ast og mennirnir með, og það er von mín að þeim fari fækkandi sem trúa þeirri visku sem fram kemur í því er- indi Hávamála sem birt er hér að of- an. Flestum kann að finnast þetta hálf hlægilegt og segja að svona hugsunarháttur sé löngu liðin tíð, nú brigsli enginn konurn um meiri ómerkilegheit en karla. Svo búum við í jafnréttisríki, forsetinn sé kona og við höfum nú Kvennalistann og svona. En ... Einhvem veginn vakti það ekki sérstaka athygli mína að það skyldi vera kona sem tók við ráðherraemb- ætti af Guðmundi Áma Stefánssyni. Annað eins hefur nú gerst, að kona verði ráðherra - til dæmis Jóhanna Sig., Ragnheiður Helga. - jú, og Auður Auðuns fimmtíuogeitthvað. Bíddu nú við- er þær ekki fleiri? Svarið er einfalt: Nei. Nú situr fjórða konan frá upphafi sem ráð- herra í ríkisstjóm Islands. Það telst nú ekki beysinn árangur eftir alla þá kvennabaráttu sem á undan er geng- in. 11% ríkisstjómarinnar - 25% þingmanna. En í hverju er mistökin fólgin? Hvers vegna er árangurinn ekki áþreifanlegri? Hluti sakarinnar liggur kannski hjá ráðamönnum. En fyrst og fremst er þetta spurning um hugarfar þjóðarinnar. Það fínnst öllum sjálfsagt og eðli- legt að sjá tíu jakkaföt og kannski eina rauða dragt (ef við erum heppin mðe tímabil) í fremri röð á mynd af ríkisstjórn. Það finnst líka öllum eðlilegt að sýna ítalska fótboltann beint, en ekki mikilvægasta kvenna- landsleik sem ís- lendingar hafa leikið frá upphafi. Það er einfaldlega mikið til í orði en ekki á borði sem árangurinn er. Dæmi: Rúmlega þrítug kona bauð sig fram í próf- kjöri fyrir kosn- ingar í ónefndum bæ í vor. Hún á þrettán ára dóttur, hefur unnið á sama stað í bænum f átta ár og tekið virkan þátt í flokksstarfinu. I þessu sama prófkjöri bauð sig fram 25 ára gamall karlmaður. Eldri kjósandi var spurður hvort hann ætlaði ekki að styðja konuna í gott sæti: „Hana!? - Þetta trippi! En unt manninn sem var tæpum áratug yngri gilti allt annað. Hann var „ungur maður á uppleið." Karlmannsverk Ekki er þetta þó algilt, langt í frá. Raunar hafa konur dregist dálítið aftur úr í þróuninni á ýnisum svið- um. Þeir karlmenn sem ekki geta þvegið, skipt og skúrað þykja ekki mikil eiginmannsefni nú til dags. Það er hins vegar sjaldnar spurt hvort konan geti séð um lágmark- sviðgerðir á bílnum, sett upp hillur, lagað lekandi oft og ýmislegt smá- vægilegt sem upp kepur á heimilinu, sem hingað til hefur verið álitið „karlmannsverk“. Jafnréttið hlýtur að eiga að ganga í báðar áttir. Skreytingar En þegar komið er út fyrir heimil- ið er pottur brotinn. Er ástæða lélegs gengis kvenpólitíkusa hér á landi fólgin í skort á frekju eða gáfum? Eða er einfaldlega miklu erfiðara fyrir konu að láta taka mark á sér? Getur verið að fleiri en fáeinir aftur- haldsseggir og karlrembusvín haldi í heiðri hinum foma vísdómi Háva- mála, án þess kannske að vita af því? „Meyjar orðum skyli manngi trúa ...“ Áð það þurfi miklu meiri vinnu fyrir konu til að tekið sé mark á orðurn hennar, að hún sé tekin inn sem gildur limur í karlahópinn? „... Hafa svolítið flottan lista - slatta af konum og svona.“ Hér er vitnað orðrétt í karlkyns félaga í ungliðahreyfmgu íslensks stjórn- málaflokks. Enginn stjómmála- flokkur er alveg laus við konur - þær em alltaf hafðar svolítið með til að skreyta listana og til að styggja ekki jafnréttissinnana í kjósenda- hópnum. Á hinn bóginn er það und- antekning ef þær skipa efstu sæti. Þetta veltur allt á almennigni. Við þurfum ekki að fara nema rétt út fyr- ir landsteinana til að finna ríki þar sem helmingur ráðherra er konur, og það sem meira er - það finnst eng- um það neitt merkilegt. Þegar það hættir að þykja merkilegt að kona verði formaður, þingmaður, sendi- herra, ráðherra - þá fyrst er jafnrétti gengið í garð. Höfundur er háskólanemi. Pallborðið Þóra Arnórsdóttir skrifar Lífstíll dagsins a cigarctlur eru kouinar nítur. Reynið „Reszke' Heyklö Jiær ekki nenu jupr sóu betri. Aður 2 iir nú 1 ki Framsóknarmenn á Vest- Ijörðum halda prófkjör í byrjun desember. Olafur Þ. Þórðarson gefur ekki kost á sér, og þvf er Ijóst að nýr þingmaður kemur að vestan fyrir Framsókn. Mesta at- hygli hefur vakið að Sig- mar B. Haiiksson gefur kost á sér, en ekki er langt síðan hann var orðaður við stofnun kristilegs stjómmálaflokks. Hann hef- ur greinilega komist að þeirri niðurstöðu að Fram- sóknaiflokkurinn sé guð- rækilegur flokkur - sem er auðvitað hánétt. Sigmar er hinsvegar ekki talinn eiga rnikla möguleika á efstu sætinu. Líklegast er að Gunnlaugur Sigmundsson hreppi það; hann er fyrrum framkvæmdastjóri Þróunar- félags íslands og skjólstæð- ingur Steingríms Her- niannssonar. Steingrímur heldur enn í valdaþræði bakvið tjöldin þótt hann sé sestur í helgan stein Seðla- bankans. Pétur Bjarna- son fræðslustjóri á ísafirði situr nú á þingi í forföllum Ólafs, en Gunnlaugur mun semsagt skjóta hon- um ref fyrir rass f próf- kjörinu... Sjálfstæðis- flokkurinn á Reykjanesi er í lamasessi eftir blóðug próf- kjörsátök. Salome Þorkels- dóttir þótti taka ósigrinum vel í fjölmiðlum en hún erfokvond útf Árna Mat- hiesen og Sig- ríði Önnu Þórðardóltur sem náðu öðru og þriðja sæti. Á þinginu leynir sér ekki kuldi virðulegs þingforseta í garð skæmliðanna ungu - sem reyna að forðast að verða á vegi frú Salome... Við heyrum að kjaradeila blaðamanna Morgun- póstsins við stjórnendur sé að leysast - að minnsta kosti í bili. Einsog Alþýðu- blaðið sagði frá í síðustu viku, þá sögðu allir blaða- mennirnir upp enda þóttust þeir sviknir um þau fyrirheit sem þeim vom gefin þegar blaðið var sett á laggirnar. Þeir vildu meðal annars hætta að fá greitt sem verk- takar, enda þýðir sú tillögun að þeir verða af ýmsum hlunnindum og öryggi: ekk- ert er greitt f lífeyrissjóð, engar orlofsgreiðslur, eng- inn veikindaréttur. Sam- kvæmt okkar heintildum náðu blaðamenn ekki fram kröfu sinni um að gerast venjulegir launamenn, held- ur fengu þeir einhverjar kauphækkanir á verktaka- launin.... Hinumegin Heyrðu, Gummi... Ertu til í einn snöggan? Viti menn Ja, þetta er eitthvað brasilískt fiðrildi. Þetta er fallegt fiðrildi og reyndar er það komið upp í sumarbústað í Borgarfirði því að mér finnst það eiga heima í skóginum. Steingrímur Hermannsson seölabankastjóri um uppstoppað fiðrildi sem Steingrimur J. Sigfússon stal af Össuri í umhverfisráðuneytinu og færði nafna sínum að gjöf við hátiðlega athöfn. Morgunpósturinn í gær. Ljóðlistin er komin í öngstræti. Og ljóðskáldin sjálf eru farin að fatta það enda hætt að gefa út ljóðabækur. Hallgrimur Helgason rithöfundur. Morgunpósturinn i gær. 30 árangurslausir fundir á 14 mánuðum. Fyrirsögn í Mogganum í gær um sjúkraliðadeiluna. Ef nómenklatúran ætlar að halda áfram að hygla sjálfri sér einsog hingað til og taka sér laun og fríðindi að geð- þótta, mun hún gjörspilla stöðugleikanum og setja gjörvallt efnahagslífið úr skorðum. Láglaunafólki verður ekki um kennt. Leiðari Tímans í gær. Allt um það fór ég loksins á Gullið í embættiserindum drykkjumanns Morgunpósts- ins. Það er skemmst frá því að segja að þangað á enginn að fara nema hann vilji endanlega missa áhugann á lífinu. Umsögn Andrésar Magnússonar um skemmtistaðinn Gullið í Austurstræti. Morgunpósturinn í gær. Hann virtist á stundum dotta á fundum nefndarinnar en vissi þó nákvæmlega hvað var að gerast. Frétt um Storm Thurmond, 92 ára gamlan öldungadeildarþingmann í Bandaríkjunum. Mogginn í gær. Aðdróttanir Hannesar í garð ónafngreindra manna í þeim kafla bókarinnar, sem fjallar um þessa „svikamyllu“, er lýti á bókinni. Fimm á förnum vegi Fylgist þú með Atlanta-málinu? Hafsteinn Hafsteinsson, geð- tæknir: Já og nei. með öðru eyranu. Albert Lúðvígsson, nemi: Já, en bara það sem ég hef heyrt og séð í fréttum. Pétur Oddsson, viðskiptafræð- ingur: Já, og ég stend algjörlega með Atlanta. Örn Þorláksson, markaðs- fræðingur: Já. Mér finnst hryggi- legt ef aðilar vinnumarkaðarins eru að leggja stein í götu þjóðþrifafyrir- tækja. Brynja Þorkelsdóttir, hús- móðir: Já, lítillega. Það er greini- lega verið að gera Atlanta mjög erfitt fyrir. Björn Bjarnason alþingismaður, rit- dómur um endurminningar Hannesar Jónssonarfv. sendiherra. Moggin í gær. Það má vera að við komumst aldrei að hinu sanna í þessu máli. Það sem eftir situr eru staðreyndirnar. Gísli Gíslason, lögmaður Lindu Pé um barsmíðamálin. Morgunpósturinn í gær. Guðrún Helgadóttir þingmað- ur Alþýðubandalagsins minnti á að byrjunarlaun sjúkraliða í Noregi væru um 130 þúsund á mánuði. Byrjunarlaun sjúkra- liða á Islandi væru 56 þúsund á mánuði. Frásögn af umræðum á Alþingi um sjúkraliðadeilur. Mogginn í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.