Alþýðublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 MÞWBLMB 20825. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Alþýðuflokkurinn og stj ór nmálaumr æðan Það er staðreynd að helstu deilumál í íslenskum stjómmálum ganga þvert á flokka. í Morgunblaðinu í gær gaf að líta greinar- góða fréttaskýringu á ástandinu innan Kvennalistans, en gæti þó allt eins hafa verið um hina flokkana. í þeim þrengingum sem Alþýðuflokkurinn gengur í gegnum þessa dagana er flokksmönnum hollt að minnast þess að einn íslenskra flokka hefur Alþýðuflokkurinn skýra stefnu í grundvallarmálum. Mál- efnalega er því staða flokksins sterk, þó ímynd flokksins sé veik. Það sama verður ekki sagt um risana tvo í íslenskum stjómmálum, Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er margklofínn og stefnulaus um flest mál. Á þessu kjörtímabili hafa þeir Halldór Blöndal og Egill Jónsson unnið sér sess sem andlegir leiðtogar flokksins og bundið og keflað þingmenn Reykjavíkur. Nýjasta dæmið um undirlægjuháttinn er kjördæmamálið, en þar virðist í uppsigl- ingu lending að skapi framsóknararms flokksins. I Evrópumál- um er umræða kæfð á þeirri forsendu að málið sé ekki á dag- skrá! Upp úr þeim potti sýður fyrr en síðar hvað sem líður boð- um og bönnum formannsins. í atvinnumálum er kraumandi óánægja, enda er flokkurinn bundinn á klafa hagsmunasam- taka. Uppstokkun í landbúnaði og sjávarútvegi kemur ekki til greina, enda er óbreytt ástand í þessum efnum mottó flokksins. Um þetta frekar en annað er engin samstaða, þó hinir óánægðu þegi niðurlútir undir hugmyndafræðilegu ofríki Egils sterka. Neytendamál fá lítið sem ekkert rými í stefnumörkun, fyrir ut- an almennt tal um viðskiptafrelsi. Þegar á hefur reynt hefur flokkurinn alltaf tekið hagsmuni framleiðenda fram yfir hags- muni neytenda. Ekki er ástandið betra í Framsóknarflokknum. Þar fæddist mús við valdatöku Halldórs Ásgrímssonar. Nýja formanninn langar greinilega í nýjar áherslur, en þorir ekki að tala hreint út. Merki- leg var sú játning Halldórs að Framsóknarflokkurinn hefði lík- lega greitt samningunum um hið Evrópska efnahagssvæði at- kvæði sitt hefði hann verið í ríkisstjóm. Ber þetta vott um stefnufestu og ábyrgð? Kjósendur munu hér eftir líta hinn brúnaþunga formann tortryggnum augum og spyrja: Er þetta stefnan sem fylgt verður utan ríkisstjómar eða innan ríkisstjóm- ar? Staðreyndin er auðvitað sú að EES-málið er táknrænt fyrir málefnastöðu flokksins og staðfestir djúpan klofning milli þeirra sem vilja frjálslynt markaðskerfí og hinna sem vilja aft- urhvarf til gósentíma framsóknaráranna. Einangmnarstefna og afturhald verða kjörorð framsóknar í næstu kosningum af þeirri ástæðu að formaðurinn nýi hvorki þorir né getur endumýjað stefnu flokksins. Við þessar aðstæður hefur Alþýðuflokkurinn málefnalega yfir- burði og er í stakk búinn til að setja dagskrá stjómmálaumræð- unnar. Það gerist hins vegar ekki nema flokkurinn taki sér tak. Imynd flokksins þarf að bæta. Andstæðingunum hefur tekist að koma því svo rækilega á dagskrá að Alþýðuflokkurinn sé spillt- ur bitlingaflokkur að málefni flokksins hafa átt erfitt uppdráttar. Flokksmenn verða að horfast í augu við þetta og grípa til rót- tækra aðgerða ef ekki á illa að fara. Ekki þýðir að barma sér yf- ir ranglæti heimsins eða illsku fjölmiðla, framtíð flokksins byggist á honum einum. Fyrsta skrefíð er að viðurkenna stað- reyndir og hefja síðan uppbygginguna. Vonin og veruleikinn efnum og málsástæðum. Annars er það bara frekja. Það má til sanns vegar færa að „hatur og heimska" hafi verið undir- rótin að klofningi Alþýðuflokksins, tlokks tslenskra jafnaðarmanna, hvað eftir annað. „Hatur og heimska" var upphaf og endir Kommúnistaflokks íslands. „Hatur og heimska" réði mestu um viðskilnað Héðins við Al- þýðuflokkinn 1938. „Hatur og heimska" réðu fór, illu heilli, þegar Hannibal varð viðskila við Alþýðu- flokkinn 1954. „Hatur og heimska" eru vondir ráðgjafar í pólitík. Sagan sýnir okkur að árangurinn er eftir því. Menn uppskera eins og þeir hafa til sáð. Sameinumst - en um hvað? Um hvað eiga þeir sem aðhyllast nútíma jafnaðarstefnu þá að samein- ast? Lítum stuttlega á nokkra mála- flokka, sem munu skipta sköpum um þróun okkar þjóðfélags í fyrirsjáan- legri framtíð. Og spyrjum í leiðinni um afstöðu flokka og flokksbrota til þeima megin mála, sem sameinast ber um. I. ALÞJÓÐAHYGGJA. Heimur- inn er orðinn að „alþjóðlegu þorpi“. Heimshreyfing jafnaðarmanna er al- þjóðleg í eðli sínu. Við emm alþjóða- hreyfing sem byggjunt á gildum mannréttinda, lýðræðis og siðferði- legrar samábyrgðar. Þetta þýðir í okk- ar heimshluta, að við viljum tilheyra samtökum evrópskra lýðræðisrikja en forðumst þjóðemissinnaða einangr- unarstefnu. Þess vegna hafa íslenskir jafnaðarmenn stutt aðild fslands að NATO, Norðurlandasamvinnu, EFTA, EES. Og nú viljum við láta á það reyna, hvort við getum séð brýn- ustu þjóðarhagsmunum borgið innan stefnunnar verði lág verðbólga og stöðugleiki til þess að tryggja sam- keppnishæfhi íslensks atvinnulífs, af því að við lifum á útflutningi. Alþýðubandalagið hefur sögulega séð verið flokkur ríkisforsjár, þjóð- emislegrar einangmnarhyggju og vemdarstefnu. Það kann að breytast - en hingað til hefur flokkurinn ekki haft burði til að gera upp við fortíðina. Kvennalistinn segir pass. Skynsam- leg hugsun um efnahags- og atvinnu- mál virðist flestum forystukonum Kvennalistans framandi. Yfirleitt hafa þær þó álpast til að styðja óbreytt ástand. Framsóknarflokkurinn er tví- átta í þessu sem öðm. 3. VELFERÐIN. Við viljum að velferðin sé fyrir fólk, sem þarf á henni að halda, tímabundið, til dæmis vegna veikinda eða atvinnuleysis eða á vissum aldursskeiðum. Við viljum hins vegar ekki sjálfvirkar skatta- hækkanir á almenning til þess að borga reikninga fyrir bjargálna fólk, sem ekki þarf á stuðningi að haida. Við viljum ekki að meirihluti þjóðfé- lagsþegnanna eigi afkomu sína undir opinbemm styrkjum, eins og nú er komið í Svíþjóð og Danmörku. í Svt- þjóð hafa slíkir styrkir tvöfaldast á síðastliðnum 20 ámm. Enda er vel- ferðarríkið sænska komið í skulda- fangelsi. Velferðarkerfið á að verafé- lagslegt öryggisnet og tekjujöjhunar- tœki. Það má aldrei verða sérlutgs- munakerfi í þágu þeirra sem við það starfa. Vandi velferðarkerfisins virðist yfirleitt vera feimnismál, sem fæst ekki rætt í öðmm flokkum en Al- þýðuflokknum. Kvennalistinn segir pass. Alþýðubandalagið brúkar slag- orðavaðal til að breiða yfir hug- myndafátæktina. Framsókn stendur vörð um velferðarkerfi sauðkindar- ESB. Ungir jafnaðarmenn em í farar- innar. Er hægt að koma af stað viti- „Og það er ekki nóg að kenna „hatri og heimsku“ forystumanna um óbreytt ástand. Væri það viðhlítandi skýring, hefði hinum „hatursfullu og heimsku“ forystusauðum fyrir löngu verið vikið til hliðar. Markmiðið með sameiningu jafnaðarmanna í einum flokki hlýtur að vera að hrinda umbótamálum jafnaðar- manna í framkvæmd. Leiðirnar eru áreið- anlega ekki þær að fjölga þeim flokkum eða flokksbrotum, sem þykjast vilja vinna að sameiginlegu markmiði.“ Smáflokkstilveran er mörgum ung- um hugsjónamanninum þymir í holdi. Draumurinn um „sameiningu jafnaðarmanna" í stómm og öflugum flokki lifir í vitund okkar. Sú stað- reynd að hann hefur ekki ræst veldur vonbrigðum. Vonbrigðin em kveikj- an að greinum tveggja ungra Pall- borðsgesta Alþýðublaðsins að undan- Pallborðið fömu, þeirra Ingvars Sverrissonar og Magnúsar A. Magnússonar. Vonbrigðin em skiljanleg. Við- miðunin er ljöldaflokkar jafnaðar- manna annars staðar á Norðurlöndum og í Evrópu. Nýleg reynsla, þegar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sameinuðust um Reykjavíkurlistann, var hvort tveggja í senn upplifun og dæmi urn það sem koma skal. Hug- sjónamenn vilja hreinar línur - ekkert miðjumoð. Vonbrígdi En greiningu hinna ungu hugsjóna- manna á hinu óbreytta ástandi er ábótavant. Það á við um hvort tveggja: Markmiðið og leiðirnar. Það er ekki markmið í sjálfu sér að sam- einast gegn Sjálfstæðisflokknum. Sameina hveija? Um hvað? Það er ekki nóg að sameinast um fleiri dag- vistarheimili t Reykjavík. Flokkar hafa sameinast um tímabundin verk- efni af því tagi í sveitarstjómum um land allt fyrr og sfðar, án þess að það sæti tíðindum. Og það er ekki nóg að kenna „hatri og heimsku" forystunranna um óbreytt ástand. Væri það viðhlítandi skýring, hefði hinum ,Jiatursfullu og heimsku" forystusauðum fyrir löngu verið vikið til hliðar. Markmiðið með sameiningu jafnaðarmanna í einum flokki hlýtur að vera að hrinda um- bótamálum jafnaðannanna í fram- kvæmd. Leiðimar eru áreiðanlega ekki þær að fjölga þeim flokkum eða flokksbrotum, sem þykjast vilja vinna að sameiginlegu markmiði. Mistök Samtök frjálslyndra og vinstri- manna reyndust vera mistök. Banda- lag jafnaðarmanna náði engum ár- angri sem slíkt. Stuðningsmenn þeirra hugmynda, sem bandalagið stóð fyrir, hafa hins vegar náð umtalsverðum ár- angri, eftir að þeir snem aftur heim til fóðurhúsa - til Alþýðuflokksins. Jó- hanna Sigurðardóttir er sams konar tímaskekkja. Samtök kringum hana munu veikja getu jafnaðarmanna til að konta fram vilja sfnum um aukinn jöfnuð í þjóðfélaginu - jafnvel hugs- anlega útiloka áhrif jafnaðarmanna á stjóm landsins á næsta kjörtímabili. Jóhanna hefur engan sjálfstæðan hug- myndagrundvöll til að standa á. Skil- yrðislaus krafa um að „skaffa“ meira til félagsmála er ekki hugmynda- grundvöllur jafnaðarmannaflokks, heldur verkefni, sem við leysum eftir broddi í þessari baráttu. En hver er afstaða annarra flokka og flokksbrota, sem kenna sig við vinstrið, til þessara lykilntála? Al- þýðubandalagið var og er á móti. Kvennalistinn er á móti, þótt hinar yngri konur gangi þar gegn samvisku sinni. Framsóknarflokkurinn er á móti, en að vísu klofinn. Stór hluti al- mennra kjósenda er hins vegar sam- ntála okkur jafnaðarmönnum. 2. ATVINNULMÐ. Viðjafnaðar- menn viljum að það lúti lögmálum samkeppni á opnum markaði, en verði ekki hneppt í fjötra ríkisforsjár, einangrunar eða vemdarstefnu. Við viljum að meginmarkmið efnahags- borinni umræðu til vinstri um skyn- samlegar Iausnir á vanda velferðar- kerfisins? Væntanlega ættum við öll að geta sameinast um að tryggja framtíð þess á varanlegum grunnil 4. VIRKT LÝÐRÆÐI. Það er sið- ferðilega óverjandi að gera grundvall- ar- mannréttindi einstaklingsins í lýð- ræðisþjóðfélagi, sem er einn mað- ur/eitt atkvæði, að pólitískri verslun- arvöm. Ungir jafnaðarmenn em hér í fararbroddi. Þeir hafa sett frant heild- stæðar og rökréttar tillögur um jöfnun atkvæðisréttar með landið sem eitt kjördæmi. Framsókn segist vera á móti, eins og hún hefur alltaf verið. Kvennalist- Dagatal 18. nóvember Atburðir dagsins 1910 Kvenréttindakonur ráðast á breska þinghúsið, 119 handteknar. 1922 Marcel Proust deyr, einn merk- asti höfundur Frakklands á öldinni. 1977 Sadat heimsækir ísrael, fyrstur leiðtoga Egypta. 1988 Ein milljón Serba gengur um götur Belgrad og heimtar sjálfstæði. 1991 Bretinn Terry Waite og Bandaríkjamaðurinn Thomas Sutherland látnir lausir, eft- ir að hafa verið í gíslingu í Líbanon í mörg ár. Afmælisbörn dagsins Carl von Weber þýskt tónskáld, 1786. Ignacy Paderewsky pólskur píanóleikari og tónskáld, forsætis- ráðherra um tíu mánaða skeið, 1860. Linda Evans bandarísk stjarna úr sápuóperum, 1944. Málsháttur dagsins Lokaord dagsins Eg er Heinrich Himmler. Hinstu orð nasistaforingjans Heinrichs Himmlers (1900- 45). Ljós dagsins Hann var fyrsti og eini maðurinn, sem mér fannst uppljómaður af feg- urð. Amý Filippusdóttir um Einar skáld Benediktsson. Annálsbrot dagsins Hlutir bjarglegir eystra og miðl- ungi í Vestmannaeyjum, góðir í Þor- lákshöfn og Grindavík, en mjög litlir á Nesjum. Lítið unt fisk og harðindi undir Jökli; var greint þar hefðu dáið af sulti 70 manns. Vallaannáll, 1699. Ord dagsins Enginn lái öðrum frekt, einn þó nái falla. Hver einn gái að sinni sekt, syndin þjáiralla. Vatnsenda-Rósa. Skák dagsins Kolvitlaus stöðumynd birtist með skákinni í gær og því glæsiflétta af rómantfska skólanum enn til skoð- unar. Zarovnjtov hefur hvftt en Pankratov hefur svart og á leikinn. Hvíti kóngurinn er býsna umkomu- laus í horninu enda eru liðsmenn hans illa settir og tjarri því góða inn veit ekki. Alþýðubandalagið er klofið. Spumingin er: Geta lýðræðis- jafnaðarmenn, sem vilja rísa undir nafni, virkilega verið ósammála um að tryggja öllum þegnum þjóðfélags- ins sjálfsögðustu mannréttindi, án til- lits til búsetu, efnahags, þjóðfélags- stöðu? 5. AUÐLINDASTEFNA. Eftir að aðgangur að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, fiskimiðunum, varð skammtaður með lögum, er það að mati okkar jafnaðannanna hvort tveggja hagfræðilega og siðferðilega óréttlætanlegt að úthluta auðlindinni ókeypis til forréttindaaðila, án þess að þeir greiði fyrir leigugjald til eigand- ans, sem er fslenska þjóðin. Alþýðuflokkurinn hefur hingað til verið einn meðal stjómmálaflokka í sókn og vöm fyrir þessa framtíðar- stefnu. Framsókn er á móti. Kvenna- listinn veiti ekki. Alþýðubandalagið er klofið. Spumingin er: Getur sam- einaður jafnaðarmannafiokkur kom- ist að niðurstöðu um svo sjálfsagt mál? Að auðlindir þjóðarinnar skuli vera sameign hennar, eins og Alþýðu- flokkurinn hefur lengi barist fyrir, bæði varðandi fiskimiðin og þjóðar- eign á almenningum og orkulindum? Ef jafnaðarmenn geta ekki sameinast um þetta - um h vað geta þeir þá sam- einast? Félagshyggja fortídar Andstæðingar Alþýðuflokksins hafa áratugum saman kytjað þann söng að Alþýðuflokkurinn sé með „- hægri slagsíðu“. Astæðan er sú að Al- þýðullokkurinn hefur fyrir löngu sagt skilið við þá félagshyggju fortíðar- innar, sem einkennist af þjóðemis- sinnaðri einangmnarhyggju, vemdar- stefnu og ríkisforsjá. Sannleikurinn er sá að þessi félagshyggja fortíðarinnar er ómenguð íhaldsstefna. Hún á sér talsmenn í mörgum flokkunt. Hana er ekki bara að finna á Höllustöðum, Seljavöllum og Bergþórshvoli, heldur líka í dyngju kvennalistans og í kosn- ingarútu allaballanna. Boðberi breytinga Okkur vantar ekki fleiri flokka lil að slá skjaldborg um óbreytt áistand. Hin sameinaði jafnaðarmannaflokkur hlýtur að vera róttækur umbótaflokk- ur, sem hh'tir kalli tfmans. Stefna Al- þýðuflokksins er nútímaleg jafnaðar- stefna. Hún er ekki hægristefna. Hún er róttæk umbótastefna. Þess vegna er Alþýðuflokkurinn frumkvöðull og boðberi breytinga. Hann er ekki varð- hundur óbreytts ástands. Hann hefur á undanfömum ámm og áratugum ver- ið gerandinn í íslenskum stjómmál- unt. Þess vegna er hann líka umdeild- ur. Þess vegna beina andstæðingamir spjótum sínunt að honum. Heiftrækni andstæðinganna í garð Alþýðuflokksins einkennist oft af „hatri og heimsku“ þeirra, sem eiga forréttindi að veija. En er það ekki sjálfur kjami jafnaðarstefnunnar: Að beijast fyrir almennum réttindum hinna mörgu á kostnað forréttinda hinna fáu? Um hvað eiga lýðræðissinnaðir jafnaðarmenn að sameinast - ef ekki um það? Höfundur er formaöur Alþýöuflokksins Jafnaðarmannaflokks íslands og utanríkisráöherra. gamni sem Pankratov hristir framúr erminni. Fómir og ljör - hvað gerir svartur? 1. ... Hxa4H 2. bxa4 Dxb2+!! Drottningu og hrók fómað í tveimur leikjum, afgangurinn er formsatriði. 3. Kxb2 Rc4++ Tvískák, með ridd- ara og biskup. 4. Kb3 Ra5+ 5. Kxb4 Hb8+ og mát í næsta leik, 6. Ka5 Bc3 mát. Nett.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.