Alþýðublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ínum: King, Kennedy, Lincoln, Hitler, Patton, Churchill, Solzhenitsyn, Thatcher, Roosevelt, ; Nehru, Castro, Mandela - allt snilldarræðumenn; hvað svo sem okkur kann að finnast um tað blóðugum átökum sem verða milljónum að fjörtjóni, en þeir hafa líka gáfu sem getur stuðlað llinga eigum við íslendingar? Stefán Hrafn Hagalín fór á stjá í gær og spurði sex valinkunna Hinsvegar, hverjir eru fimm bestu ræðumenn sem þú hefur hlustað á? d góðri ræðu: Pétur. Tryggvi Þórhallson: Ég varð sér- staklega hrifinn af honum árið 1931 þegar þingrofið var og ræðum var í fyrsta skipti útvarpað. Eysteinn Jónsson. Sigurbjörn Einarsson. Kristján Eldjárn. Gunnar Thoroddsen. Pétur Tyrfingsson: Pétur Tyrfingsson, ráðgjafi hjá SÁÁ, starfaði innan hinnar fámennu en kraftmiklu Fylkingar á áttunda áratugnum og beitti sér einnig innan Dagsbrúnar. Pétur er einn um þann frama, að hafa talað Guðmund Jaka í kaf - og gerði það margsinnis. Hann kvað okkur í kútinn hvenær sem honum datt það í hug, stynja gamlir Dagsbrúnarmenn sem enn halda uppá daginn þegar Pétur hætti að skipta sér af Dagsbrún. Hann þótti helsta goð æskufólksins sem skipaði leyfar þess hóps er kallaður var Villta vinstrið. Maðurinn er þrunginn sannfæringu og eldmóði í ræðustól og ófáir alkamir hafa snúið af SÁÁ-fundi með brennivfnsó- bragð í munni eftir að hafa hlýtt á eldklerkinn Pétur Tyrfingsson. Al- þýðublaðið spurði þennan ræðu- snilling hver galdurinn væri á bak- við góða ræðu: „Eg vil meina að galdurinn á bak við góða ræðu sé í fyrsta lagi, að meina það sem maður segir, hugsa það sem maður segir og finna það sama og maður er að hugsa. Það sem einkennir slæma ræðumenn er ein- mitt að þeir meina ekki það sem þeir segja, hugsa ekki það sem þeir segja og ftnna ekki það sem þeir hugsa. Þessvegna er það staðreynd, að bestu ræðumennimir alla tíð hafa verið byltingarmenn - og reyndar oft á tíðum geðsjúklingar. Þetta hef- ur svo mikið með sannfæringuna að gera. Að geta verið lljótur að hugsa um leið og maður talar er svo gífur- lega mikilvægt fyrir góðan ræðu- mann. Ég er einnig með þá kenn- ingu, að ætli ræðumenn sér að verða góðir þá þurfi þeir að hafa umgeng- ist gamalt fólk í æsku. Gamla fólkið nennir að hlusta á mann; það leyfir manni að tala að vild og spyrja allra þeirra spuminga sem manni dettur í hug. Yngra liðið nennir þessu ekki; hefur ekki tíma til þess. í minni menntaskólatíð þekktust ekki ræðu- keppnir á borð við þessar sem við- gangast í dag. Við horfðum á marga góða ræðumenn koma frarn í sviðs- ljósið á þessum árum, en þeir töluðu allir um sín hjartans mál; hugsjónir og sannfæring. I þá tíð þekktist ekki þessi bjánaskapur, lágkúra og til- Helgi. gerð sem einkennir ræðukeppnir framhaldsskólanna í dag. Þetta er beinlínis léleg ræðumennska frá a til ö. Að búa sér til ágreiningsefni og kasta uppá með teningi hvor er með og hvor er á móti. Hvíiík della. Hug- sjónaleysi ungu kynslóðarinnar er algjört. Stórkostlegustu ræðumenn sem mér dettur í hug að nefna em til að ntynda Malcolm X sem var feykigóður ræðumaður. Fidel Ca- stro Kúbuleiðtogi er mikill ræðu- ntaður og sömuleiðis var Hugo Blanco, bændaleiðtogi og trotskyisti í Perú, frábær. Þessir tveir - sem og flestir aðrir leiðtogar í Rómönsku Ameriku og Austur-Evrópu - eiga sameiginlegt að þeir töluðu allir yfir illa læsu fólki; þeir þurftu að koma brýnum skilaboðum og jafnvel lær- dómi til skila f ræðum sínum. Vest- urlandabúar gera oft grín að löngum ræðum þessara manna, en hafa ber í huga að þetta var gert af nauðsyn. Þeir fá Ifka ósanngjarna umljöllun fjölmiðla; sjáið bara í sjónvarpinu þegar Clinton heldur ræðu þá er hann textaður og hið talaða mál fær að njóta sín en þegar Castro heldur ræðu tala frétlamenn alltaf ofan í hann. Svona er nú það og til gamans má geta að ég hlustaði í gamla daga mikið á ræður á plötum. Mig langar einnig að nefna tvo bandaríska sósí- alista sem ég dái rnikið fyrir snilld- arræðumennsku. Þessir menn heita Mac Warren og Mel Mason. Báðir þessir Bandaríkjamenn eru ættaðir neðan úr Georgíufylki; blökkumenn og tala með afar lifandi predikara- stíl. Ég fylgdist líka með Olav Palme þegar ég bjó útí Svíþjóð á sín- um tíma. Palme var helvíti góður í stjómarandstöðu. Svona sérstakur og braut allar reglur í ræðustól. Hann hallaði sér einhvemveginn utaní ræðustólinn á svipaðan hátt og maður hallar sér utaní barborð. Svo hékk hann þama og ræddi málin; hæddi stjórnina og spottaði. Palme var góður í stjómarandstöðu en þeg- ar hann komst í ríkisstjórn: Jaa, allir vita hvernig kratar verða þegar þeir komast í stjóm. Einar Olgeirsson var frábær ræðumaður. Af innlendum ræðumönnum er helst að nefna Jón Baldvin Hannibalsson sem er ágæt- lega máli farinn, talar skipulega og allt það vantar fílinginn. Olafur Ragnar Grímsson er betri ræðumað- ur tæknilega en Jón Baldvin, en hann vantar einnig tilfinninguna. Svavar Gestsson nálgast það að vera góður ræðumaður pg er í raun betri en Jón Baldvin og Ólafur Ragnar, en bara þegar honum er ofboðið. Hann- es Hólmsteinn Gissurarson á sína spretti. Ég er líka hrifinn af Davíð Oddssyni; hann er oftast að hugsa það sem hann segir. Ég veit svosem ekki um tilfinn- ingalíf hans en ég er einfaldlega hrifnari af mönnum sem tala það sem þeir hugsa. Steingrím- ur Herntannsson er síðan bestur af þeim öllum; svona granda- laus og einlægur." Helgi Hjörvar: Helgi Hjörvar, framkvæmda- stjóri Blindrafélagsins og heim- spekinemi, þykir besti ræðu- maður sem Morfís-keppni framhaldsskólanna hefur alið. Leikrænir tilburðir í ræðustól gerðu Helga frægan og það þótti sérstaklega áhrifaríkt þeg- ar hann þreif gleraugu sín með miklum tilþrifum í angist yfir heimsku andstæðinganna. Helgi á ekki langt að sækja þessa hæfileika því móðir hans er Helga Hjörvar hefur verið skólastjóri Leiklistarskólans til um árabil. Frá unglingsaldri hefur Helgi látið til sín taka í stjórnmálum og starfað mikið innan Alþýðubandalagsins. Hann er nú formaður Verðandi - samtaka ungs alþýðubanda- lagsfólks og óháðra. Helgi hef- ur - að hætti margra byltingar- manna - hægt á sér með árun- um og færst bak við tjöldin; var til að mynda einn af þeim sem komu Reykjavíkurlistanum á koppinn: „Hvað er ræðusnilld...? Meirihluti þjóðarinnar er strax útilokaður því góður ræðumað- ur verður að kunna tslensku. Eftir íslenskunni skiptir mestu máli, að hver ræðumaður sé samkvæmur sjálfum sér og sín- um persónuleika. Einlægni og einurð gætu þvf verið lykilorð- in. Það verður enginn sannfær- andi nema með því, að vera sannur í því sem hann er að gera. Það sem hefur oft skilað mér miklum árangri fyrir utan það að hafa þessi sannindi ofar- lega í huga, er að vera meðvit- aður um að þetta er ákveðið form. Stundum hef ég hugsað að það. að flytja ræðu sé ekki ósvipað þvi' að vera hljómsveit- arstjóri. Þú ert að tala við fólk og spila á það einsog píanó; ert að vekja hjá því tilfinninga og veita andsvör við hugmyndum þeiiTa. Annað sem ræðumenn oft gleyma er þögnin. Formið... Þögnin... Ef rifjað er á augna- bliki upp eftirminnileg ræða þá mun ég aldrei gleyma ræðu sem Þór heitinn Sandholt fiutti. Þór var í ræðuliði Menntaskólans við Hamrahlíð á sínum tfma með Eiriki Hjálmarssyni og fleiri góðum mönnum. Það var Þór sem lét mig í fyrsta sinn upplifa formið; að það séu áheyrendur. Hann sagði ein- faldlega: „Þeir sem eru fylgj- andi málflutningi andstæðing- anna rétti upp hönd," og heim- ingur áheyrenda rétti upp hönd. Síðan sagði Þór: „Bibh'an segir: Ef hægri höndin hneykslar þig þá sníð hana af, því betra er að missa einn útlim en að allur lík- aminn sýkist." Þetta var snilld; atvik sent kemur strax upp í hugann. Þama hafði ræðumað- urinn gert áheyrendur hluta af viðburðinum." Evrópusambands- umrædan er á dagskrá Opin ráðstefna um ísland og Evrópusambandið verður haldin í Átthagasal Hótel Sögu, sunnudaginn 20. nóvember, klukkan 14:30. Samrunaferlið í Evrópu er staðreynd. Hlutirnir gerast hratt og nú horfum við á eftir frændþjóðum okkar inn í Evrópusambandið. Eru Islendingar að einangrast frá norrænu og evrópsku samstarfi? Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands - hefur boðað opna og markvissa umræðu um kosti og galla ESB-aðildar. Aðrir flokkar vilja ekki ræða málið. Almenningur og fjölmiðlar eru hins vegar sammála um að Evrópusambandsum- ræðan sé á dagskrá. Allir áhugamenn um Evrópumál eru hvattir til þess að mæta á ráðstefnuna. Guðmundur Jón Baldvin Sighvatur Haukur Dagskrá: 1. Niðurstöður rannsókna Háskóla íslands á kostum og göllum Evrópusambandsaðildar íslands kynntar: - Örn D. Jónsson - Sjávarútvegsstofnun - Gústaf Adolf Skúlason - Alþjóðamálastofnun - Guðmundur Magnússon - Hagfræðistofnun Kaffihlé. 2. Pallborðsumræður: - Jón Baldvin Hannibalsson - utanríkisráðherra - Sighvatur Bjarnason - formaður SÍF - Haukur Halldórsson - form. Stéttasamb. bænda - Ari Skúlason - alþjóðafulltrúi ASÍ 3. Umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir Fundarstjóri; Ingólfur Margeirsson Alþýðuflokkurinn Jafnaðarmannaflokkur íslands ísland í Evrópu - Málið er á dagskrá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.