Alþýðublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐiÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 Miklir ræðumenn hafa ógnarvald til að breyta heiminum til hins verra eða betra með málflutningi s Palme, Reagan, Rushdie, Mussolini, Lenín, Havel, Gandhi, Stalín, Chamberlain, Elísabet II, Eisenhowei innrætiþeirra og skoðanir. Góðir ræðumenn geta snúið öllu á hvolf með ræðum sínum og komið af 5 að friði, sátt og samlyndi; látið drauma okkar rætast og gert heiminn að betri stað. En Hvaða ræðusni einstaklinga tveggja spurninga: Annarsvegar, hver er eftirminnilegasta ræða sem þú hefur heyrt? Til viðbótar var talað við tvo frábæra en gjörólíka ræðumenn um galdurinn sem liggur að b^ Hvaða rœðusnillii Mörður. Mördur Árnason, íslenskufrædingur: Besta ræðan? Það er snúið. Ég fór einusinni upp í ræðustól í mennta- skóla og spilaði þjóðsönginn á munnhörpu, - það var að minnsta kosti óvænt... I alvöru var fram- boðsræða Jóns Baldvins á flokks- þinginu gegn Kjartani ansi snjöll ræða, - en í bili er kannski áleitnust af síðari tíma ræðum sjónvarps- myndin af ræðu Kristínar Ástgeirs- dóttur á landsfundi Kvennalistans um daginn þegar hún endaði á þessu Indriði. um að snerpa kvennabaráttuna - það var svo klassískt, eiginlega einsog Svavar Gestsson hefði skrifað það sjálfur. Nei, ég veit það ekki. Góðir ræðumenn? Af einhverjum ástæðum dettur manni ekki í hug nein kona. Kannski er þetta svona karllegt form, og kannski er maður undir áhrifum af klassískum formúl- um. Ég nefni þessa (og svindla á Ijöldatakmörkunum): Kristján Eldjám: Hann hefur ein- hvemveginn búið til fslenskan ramma utanum hátíðaræður með merkingu, orðhagur, myndrænn, með söguna í fanginu. Ólafur Ragnar Grimsson: Oft hræðilega vondur í ræðustól, sér- staklega þegar hann hrasar um myndmálið, en þegar hann er að meina það sem hann segir og það hefur þykknað í honum þá koma frá honum magnaðar ádrepur. Frangois Mitterrand: Klassískur ræðumaður þarsem saman fer víð menningarhöfðun, djúp tilfinning og beinskeytt höfðun. Bestur þegar Jóhanna. hann sýnist vera hvað aðkrepptastur. Nú, það er kannski ekki ræða, en snjallt svar að minnsta kosti sem var verið að rifja upp núna í Frans, þeg- ar hann var spurður hvort hann ætti laundóttur: Já, ég á dóttur. Et alors? - Og hvað með það? Einar Olgeirsson: Tribunus pop- uli. Ég náði smástrákur í lokin á ferli Einars, og hann var sannarlegur áhrifaræðumaður. Mér fannst alltaf í útvarpsumræðum um vantraust á Viðreisnarstjómina að hún hlyti að falla í atkvæðagreiðslunni eftir að Einar hafði tætt hana í sig. Seinni tíma stælingar á Einari hafa hinsvegar verið ákaflega misheppnaðar. Halldór Guðmundsson, Öss- ur Skarphéðinsson: Með snjöll- ustu tækifærisræðumönnum. Taka kannski ekki verulegt tillit til sannfræði í frásögninni en tekst að búa til sagnahetjur úr tíðindalausustu kunningjum sínum. Hrafn Jökulsson: Af hverju er hann ekki á þingi? Indridi G. Þorsteinsson, rithöfundur: Haraldur Jónasson sveitar- stjóri, Völlum Skagafirði, hélt eftirminnilegustu ræðu sem ég hef heyrt. Þessa ræðu hélt hann yfír manni í sveitinni sem var sjötugur og hafði alla tfð brugg- að og selt áfengi. Þessi maður hafði komið upp geysilega stór- um barnahópi, búið á kotrössum alla sína ævi og aldrei þuift að leita til sveitar. Haraldur Jónas- son fiutti ágæta ræðu yfir þess- um manni og lofaði hann helst fyrir, að hafa aldrei þurft á sveit- inni að halda. Þetta fannst mér alveg sérdeilis falleg ræða. Bjami Benediktsson: Fram- úrskarandi ræðuskörungur. Mér þótti það alltaf undrum sæta hversu mildur Bjarni gat verið í ræðum sínum miðað hversu harður maður hann var. Ólafur Thors: Mikill ræðu- skörungur. Allir þekkja hvernig ræður koma oft illa út á prenti og Ólafur var alltaf jafn furðu- lostinn yfir því hversu ræður hans komu vel út í Morgunblað- inu. Ástæðan var auðvitað sú, að þar hafði hann lipra penna sér til aðstoðar. Eysteinn Jónsson: Hann á svo sannarlega heima í þessum hópi. Jón Baldvin Hannibalsson: Skemmtilega glúrinn ræðumað- Greiðsluáskorun Gjaldheimta Suðurnesja skorar hér með á þá gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda með gjalddaga 15. nóvember 1994 og fyrr, gjaldi samkvæmt gjaldskrá fyrir heilbrigðiseftirlit á Suðurnesjum nr. 306/1992, álögðu með heimild í lögum nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með síðari breytingum og 1. mgr. 9. gr. heilbrigðisreglugerðar nr. 149/1990, með síðari breytingum, með gjalddaga 1. nóvember 1994 og fyrr og gjaldi sam- kvæmt gjaldskrá fyrir mengunareftirlit á Suðurnesjum nr. 316/1992, álögðu með heimild í lögum nr. 81/1988, um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit og mengunarvarnarreglugerð nr. 389/1990, með gjalddaga 1. nóvember 1994 og fyrr, að gera nú þegar full skil. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir ógreiddum eftirstöðvum gjaldanna ásamt vöxtum, verðbótum, viður- lögum og kostnaði að liðnum 15 dögum frá birtingu greiðsluáskorunar þessarar. Athygli er vakin á því, að fjárnámsgerð hefur í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð nemur allt að kr. 10.000 fyrir hverja gerð. Fjárhæð þinglýs- ingargjalds er kr. 1.000 og stimpilgjald reiknast með 1,5% af heildarskuldinni. Um fjárhæð útlagðs kostnaðar fer eftir at- vikum. Njarðvík, 15. nóvember 1994. Gjaldheimta Suðurnesja. ur og snjall. Haraldur Guðmundsson: Ég veit að hann var mikill snilldarræðumað- ur og foreldrar mínir voru afar hrifin af honum. Ólína Þorvardardóttir, ís- lenskufræðingur: Ræðan sem Sigurður Pétursson, eiginmaður minn, flutti þegar hann bauð sig fram sem skólafélagsfor- maður Menntaskólans á Isafirði 1977, er stysta og besta ræða sem ég hef heyrt. Þessi ræða varð til þess, að ég ákvað að ná mér í þennan mann. Hún var efnislega eitthvað á þessa leið: Þar sem ég er einn í fram- boði þá sé ég enga ástæðu til að gefa fögur kosningaloforð, þar sem þið sitjið uppi með mig hvort sem er. Halldóra Jóhanna Þorvarðardótt- ir: Hún er prestur í Landsveit og heldur bestu predikanir sem ég hef hlustað á. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Er mjög vel máli farin og flytur góð- ar framsögur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Fylgdist með henni í borgarstjórn sem blaðamaður tímabilið 1982 til 1986. Flutti bestu ræður sem ég hef heyrt Iluttar f borgarstjórn. Jóhanna Sigurðardóttir: Flutti að nu'nu viti bestu ræðu ferils síns þeg- ar hún sagði af sér sem varaformað- ur fyrir einu og hálfu ári. Guðmundur Árni Stefánsson: Ræðan sem hann llutti um daginn á seinni blaðamannafundinum var flutt við erfiðar aðstæður og miðað við tilefnið var þetta góð ræða. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður: Ræða Aðalheiðar Bjarnfreðsdótt- ur á kvennafrfdaginn 1975 er eftir- minnilegasta ræða sem ég hef heyrt. Sigurbjörn Einarsson: Hann er mestur ræðusnillingur nteðal mikilla ræðusnillinga. Bestur. Hanan Asrawi: Þessi kona er pal- estínskur prófessor á Vesturbakkan- uni og var í samninganefnd PLO á sínum tíma. Gunnar Thoroddsen. Andrés Björnsson. Jón Baldvin Hannibalsson. Svavar Gestsson, alþingismaður: Ég hef heyrt svo margar frábærar ræður og eftirminnilegar, að það er erfitt að taka einhverja eina útúr. Þær geta líka verið eftirminnilegar af svo mörgum ástæðum. Ég man til Vilhjálmur. að mynda glöggt eftir einni ræðu Ól- afs Jóhannessonar í Geirfinnsmál- inu. Sú ræða var löng og gríðarlega sterk; áhrifamikil. Lúðvík Jósepsson: Hann er svo skýr og setur hlutina greinilega upp. Einar Olgeirsson: Átti ótrúlega auðvelt að hrífa fólk með sér; eink- um yngra fólkið - aðallega krakka og unglinga. Olov Palme: Var bæði sjarmur og hafði mikla útgeislun. Palme var ákaflega skýr og gat tjáð sig í fyrir- sögnum; það er fáum stjómmála- mönnum gefið. Hann náði alltaf um- ræðunni á sitt vald. Guðmundur J. Guðmundsson: Getur haldið bæði góðar ræður og aðrar sem ekki eru eins góðar. Ég man til dæmis eftir einn stórkost- legri ræðu sem hann hélt á Lækjar- torgi, 1. maí 1978. Sigurbjöm Einarsson: Afar góður ræðumaður og glanspredikari. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi menntamála- ráðherra: Einn sniðugasti og gamansamasti ræðumaður sem ég hef heyrt í var séra Pétur Magnússon í Vallanesi. Öll hans skeyti voru óverjandi og vonlaust að senda slík á hann til baka því Pétur tvíhenti þau á lofti og sneri uppá viðkomandi. Séra Pétur var í framboði fyrir austan þegar ég var í framboði á sínum tíma. Hann setti mál sitt vel fram og á skýran hátt. Pétur var svona mjúkur og mildur maður og kallaði mig til dæmis góðan og hrekklausan pilt úr Mjóafirði og fór svipuðum orðum um Lúðvík Jósepsson. Eitt sinn á framboðsfundi var hann að hræða fólk með kommúnismanum og sagði: Gáið að því að þegar komm- únistar komast til valda þá verða það ekki hinar mjúku og hlýju hendur Lúðvíks Jósepssonar sem fara um ykkur heldur verður það krepptur hnefi harðstjórans sem heldur um hundapískinn. Önnur eftirminnileg ræða er þegar Eysteinn Jónsson sagði um Lúðvík, að hann kæmist aldrei á Alþingi og yrði í besta falli sæmilegur hreppsnefndarmaður austur í Kákasus. Lúðvík kom síðan upp á fundinum og kvartaði yfir því að Eysteinn hefði sagt að hann yrði í besta falli góður hreppsnefndarmað- ur í Kákasus. Þá kallaði Eysteinn fram í og sagðist aldrei hafa sagt að Lúðvík yrði góður heldur sæmileg- ur; sæmilegur. Séra Pétur lét ekki sitt eftir liggja og sagði með rólynd- isröddu: Nú er það ekki ágætis at- vinna?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.