Alþýðublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.11.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Kúveit við Kaspíahaf Túrkmenistan er land mikilla náttúruauðæfa. Eitt sinn var því haldið fram að það gæti orðið nýtt Kúveit. En Rússar gera Túrkmenum lífið leitt og leiðtogi landsins Saparmurad Nyiazov lætur reisa glæsihallir í mikilmennskuæði. Þegar Sovétríkin liðuðust í sund- ur fyrir rúmum þremur árum fékk Túrkmenistan, ríki sem liggur við austanvert Kaspfahaf, á sig orð fyr- ir að geta orðið nýtt Kúveit. íbúar landsins eru ekki nema tæpar fjórar milljónir og þeir sitja á forða af jarðgasi sem talinn er nema 8,1 tril- ljón kúbikmetrum og er sá fjórði stærsti í heimi. Það mætti ætla að af þessum sökum væru Túrkmenar moldrikir; í gegnum leiðslur sem liggja um Rússland hafa þeir selt til Evrópu gas fyrir ríflega 100 rnillj- arða íslenskra króna á ári. Hængurinn er bara sá að yfir þessu öllu drottnar Saparmurad Niyazov, fyrrum foringi kommún- istaflokkins og einvaldur allsherjar. Niyazov hegðar sér eins og ntaður sem hefur fengið stóran vinning í happdrætti; hann eyðir peningum á báða bóga í alls kyns mannvirki og framkvæmdir sem hljóta að teljast vondar fjárfestingar, en eiga vænt- anlega að sanna fyrir umheiminum hvað allt sé með miklum glæsibrag í Túrkmenistan. Rússar hafa að undanfömu verið að þjarma mjög að Túrkmenistan, rétt eins og nágrannaríkjunum við Kaspíahaf, Kazakhstan, Azerbaij- an. Frá því í nóvember í fyrra hafa Rússar neitað að greiða Túrkmen- um gjaldeyrinn sem fæst fyrir gass- ölu. Stjómin í Moskvu staðhæfir að allt gasið frá Túrkmenistan fari til gömlu Sovétlýðveldanna í Kákasus sem em öll á hvínandi kúpunni og eiga ekkert fé til að greiða Túrk- menum. Því skuldi Rússar Túrk- menum ekki krónu fyrir viðskiptin við Evrópu. Staðreyndin er sú að gas frá Túrkmenistan fer eftir sömu leiðslu og gas frá Rússlandi, svo þeir geta lítið annað en mótmælt frekjunni í Rússum. Á meðan er ríkissjóður kominn í þrot og hefur þurft að stunda fmmstæða vömskiptaversl- un með bómull til að útvega helstu nauðsynjar. Eilítið rétti hann þó við þegar Ukrainumenn féllust á að greiða skuldir sínar við Túrkmen- istan á næstu sjö ámm en þær em um 50 milljarðar íslenskra króna. Niyazov heldur hins vegar áfram að berast á og þykir núorðið minna allmikið á annan einræðisherra sem þótti ærið dyntóttur, Nicolai Ce- ausescu heitinn Rúmeníuforseta. Niyazov má þó eiga það að hann er ekki næstum eins grimmlyndur og þessi mótingi hans. Leikid á Rússa Niyazov hefur uppi stórar áætl- anir um að leika á Rússa. Hann hyggst ráðast í byggingu nýrrar leiðslu sem á að verða um ijögur þúsund kflómetrar á lengd og liggur um íran og til Miðjarðarhals. Fyrr í þessum mánuði hélt Niyazov mikla veislu til að fagna upphafi þessara framkvæmda sem áætlað er að muni kosta milli 400 og 500 millj- arða íslenskra króna. í veisluna komu leiðtogar frá íran, Tyrklandi, Pakistan og Azerbaijan og í sam- einingu logsuðu þeir saman tvo tröllaukna hluta leiðslunnar sem hafði verið komið fyrir lengst úti í Kara Kum eyðimörkinni. Það bendir hins vegar ekkert til þess að takist að ljúka smíði leiðsl- unnar í bráð, ef þá nokkum tíma. Fyrirtæki á Vesturlöndum hafa ekki viljað leggja fé í þessar fram- kvæmdir; í fyrsta lagi vegna þess að þær eru taldar í óraunhæfari kantin- unt, í öðru lagi vegna þess að Bandaríkjastjórn er andsnúin þvf að vestræn fyrirtæki og tjármálastofn- anir hatl samskipti við Iran. Af þessum sökum svipar Túrk- menistan meira til Rúmeníu en Kú- veit þessa dagana. Niyazov hefur þaggað niður f öllum gagnrýnis- röddum og dagblöð birta lofgreinar um hann. Þing landsins sem er að mestu til málamynda hefur sam- þykkt að hann sitji sem forseti til 2002. Persónudýrkun er landlæg og kemur þeim kunnuglega fyrir sjónir sem þekktu til mála í gömlu komm- únistaríkjunum. Niyazov er að mestu hættur að nota sitt eigið nafn. í staðinn kallar hann sig Turkmenbashi sem út- leggst „foringi Túrkmenanna". Helsta höfn landsins við Kaspfahaf hét áður Krasnovodsk, en hefur nú verið skírð upp á nýtt og heitir Turkmenbashi. I hverjum bæ er hverfi helgað leiðtoganum og heitir Turkmenbashi. Þrátt fyrir þetta framferði nýtur Niyazov mikilla vinsælda, þótt úrslitin í kosningum sem haldnar voru 1992 hafi máski verið aðeins við efri mörkin. Þar fékk hann 99,9 af hundraði at- kvæða. Gull og grænir skógar Mikilmennskudraumar Niyazovs hafa hrundið af stað miklu bygg- ingaæði í Túrkmenistan. Alls staðar spretta upp hallir úr marmara. Niyazov ráðgerir að byggja fimm forsetahallir víðs vegar um landið. í höfuðborginni Ashkhabad er verið að reisa tuttugu og tjögur fimm stjörnu hótel fyrir ríkisfé. Önnur stórframkvæmd er nýr al- þjóðaflugvöllur í Ashkhabad. Hann er sniðinn tii að taka á móti 4.5 milljón farþegum á ári þótt varla sé von á nema broti af þeirri tölu. Flugvöllurinn kostaði jafnvirði 5 milljarða íslenskra króna og þykir einn sá glæsilegasti í gervallri aust- urálfu. Það er aðeins einn galli á þessari miklu smíð: Flugstjómar- tuminn var reistur öfugu megin við flugvöllinn og þaðan er ómögulegt að sjá út á flugbrautimar. Yfirstéttin lifir í vellystingum praktuglega og virðist ekki skorta fé. En fyrir utan lúxusvillur hennar og glæsihallir forsetans er flest í niðumíðslu. Vatn er skammtað og skrúfað fyrir það í nokkra tíma á dag. Kjör almennings hafa ekkert batnað frá tíma sovétskipulagsins. Þótt Niyazov lofi gulli og grænum skógum bólar ekkert á því enn að Túrkmenistan verði annað Kúveit. Endursagt úr Newsweek. Saparmurad Niyazov: Persónudýrkunin er slík að hann er hættur að nota sitt eigið nafn heldur kallar hann sig Turkmenbashi sem út- leggst „foringi Túrkmenanna". Hversu stór verður "ann? Tvöfaldur fyrsti vinningur á laugardag! LfTTi Vinningstöiur miövikudaginn:! 16. nóv. 1994 J VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING lH 63,6 2 23.480.000 C1 5 af 6 !LS+bónus 1 2.862.855 R1 5 af 6 2 126.147 10 4 af 6 223 1.799 [n| 3 af 6*1 ifj+hónus 807 213 Aðaltölur: n)©@ íl)Í32)Í3^ BONUSTOLUR 2 10 44 Heildarupphæð þessa viku: 50.648.217 á Isl.: 3.688.217 UPPLÝSiNGAR. SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTViLLUR Uinningur fór til: Danmerkur og Noregs Rússland: Útlendingar skikkaðir í eyðnipróf Neðri deild rússneska þingsins, svokallaðrar dúmu, samþykkti fyrir fáeinum dögum lög sem heimila yfirvöldum að láta alla útlendinga sem til Rússlands koma undirgang- ast eyðnipróf. Þessar fyrirætlanir hafa vakið andúð á Vesturlöndum og telja margir þetta enn eitt dæmið um tilhneigingu Rússa til þjóðernisofstopa og einangrunar. Samkvæmt níundu grein lag- anna áskilja stjómvöld sér rétt til að láta alla þegna Rússlands undir- gangast eyðnipróf þegar þeir sækja um ákveðin störf. Hið sama gildir um erlenda rfkisborgara sem hyggja á dvöl í Rússlandi, í at- vinnuskyni, til að stunda nám eða í öðrum tilgangi. Lögin gefa yfir- völdurn semsagt færi á mjög rúmri túlkun sem jafnvel gæti þýtt að er- lendir ferðamenn þyritu að fara í eyðnipróf. Þeim sem þekkja til í Rússlandi er hins vegar ljóst að nær ómögu- legt er að frantfylgja þessurn lög- um. Þingmenn gera sér líka grein fyrir þessu, enda hafa yfirmenn heilbrigðismála ekki legið á þeirri skoðun sinni að þeir hafi enga að- stöðu eða fé til að láta framkvæma svo yfirgripsmikil eyðnipróf, hvorki á flugvöllum né sjúkrahús- um. Þrátt fyrir þetta samþykkti neðri deild þingsins lögin með yfir- gnæfandi meirihluta, 281 þing- maður greiddi atkvæði með en að- eins 3 voru á móti. Hins vegar er það kannski til marks um hversu vantrúaðir menn eru á þessa laga- setningu að þetta var samþykkt á aðeins fimm mínútum, án allra um- ræðna. Það er þó alls ekki til marks unt almennt áhugaleysi, því í þinginu vantar ekki fulltnía sem vilja að lögin nái líka til rússneskra vændis- kvenna og homma. Rússar kæra sig kollótta Nú kernur til kasta efri deildar þingsins að samþykkja lögin en sfðan þurfa þau að fá undirskrift Boris Jeltsín forseta. Ef til vill gæti staðið á henni, enda hafa heil- brigðisyfirvöld á Vesturlönd lýst yfir vanþóknun sinni á þessum fyr- irætlunum. Þau telja að slík þving- unarpróf geri baráttunni gegn eyðni ógagn, enda leiði þessháttar aðgerðir til þess að menn fari að læðupokast með sjúkdóminn. Útlendingar sem búsettir eru í Rússlandi eða þurfa að ferðast þangað hafa líka brugðist ókvæða við. Stjórnvöld hafa síst efni á að móðga Vesturlandabúa sem koma til Rússlands, enda koma þeir fær- andi hendi með fjármágn sem Rússar geta ekki verið án. Því telja margir að þessi lagasetning muni fyrst og fremst beinast að fólki sem kemur frá þriðja heiminum eða frá fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna, fólki sem á lítið undir sér. Almenningur í Rússlandi virðist hins vegar kæra sig kollóttann um þetta mál. í rússneskum fjölmiðl- um hefur verið algjör þögn um þessa samþykkt þingsins. Þeir sögðu ekki einu siiini frá hópi fólks sern stóð við þinghúsið þennan dag og dreifði smokkum til þingmanna sem tóku við þeim, vandræðalegir á svip. - byggt á Le Monde. Boris Jeltsín á eftir að skrifa undir lögin sem gefa færi á svo rúmri túlkun að hugsanlegt er að skylda ferðamenn til að fara í eyðnipróf. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Anna Sigurbjörnsdóttir frá Grímsey, Dalbraut 18, Reykjavík, lést á Landsspítalanum 13. nóvember. Útförin verður gerð frá Langholtskirkju, föstudaginn 18. nóvember, klukkan 15:00. Björn Friðfinnsson, iðunn Steinsdóttir, Guðríður Sólveig Friðfinnsdóttir, Hermann Árnason, Ólafur Friðfinnsson, Unnur Aðalsteinsdóttir, Stefán Friðfinnsson, Ragnheiður Ebenezerdóttir, Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, Steingrímur Friðfinnsson, Elín Þóra Friðfinnsdóttir, Styrmir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.